Lögreglan í Bandaríkjunum

Hæfður 25 sinnum af lögreglu

21.2. Ungur bandarískur rappari sem lögregla skaut til bana í Kaliforníu fyrr í mánuðinum var með 25 byssukúlur í líkamanum, að sögn lögmanns fjölskyldunnar. Meira »

Lögreglumaður dæmdur fyrir morð

19.1. Fyrrverandi lögreglumaður í Chicago, Jason Van Dyke, var í gær dæmdur í sex ára og níu mánaða langt fangelsi fyrir að hafa drepið Laquan McDonald, 17 ára svartan strák, árið 2014. Meira »

Krefja lögreglu um svör

25.11. Mótmælendur krefjast svara eftir að lögreglan í Alabama í Bandaríkjunum viðurkenndi að hún hefði skotið mann til bana sem ranglega var grunaður um að hafa skotið á fólk í verslunarmiðstöð. Meira »

Skaut rangan mann til bana

24.11. Bandarískur lögreglumaður virðist hafa farið mannavillt og skotið rangan mann í tengslum við skotárás í verslunarmiðstöð í borginni Hoover í Alabama í gær þar sem 18 ára karlmaður og 12 ára stúlka særðust. Meira »

Skutu svartan öryggisvörð til bana

13.11. Vopnaður öryggisvörður á bar í úthverfi Chicago var skotinn til bana af lögreglu eftir að hafa yfirbugað árásarmann á barnum aðfaranótt sunnudags. Meira »

Lögreglumaður sekur um morð

5.10. Hvítur lögreglumaður hefur verið dæmdur sekur fyrir að hafa myrt svartan táning árið 2014 en málið hefur vakið mikla athygli í borginni Chicago í Bandaríkjunum. Jason Van Dyke, skaut hinn 17 ára Laquan McDonald sextán sinnum. Atvikið náðist á myndavél lögreglunnar og olli það miklu fjaðrafoki. Meira »

Lögreglumaður skaut gegnum framrúðu

17.7. Lögreglan í Las Vegas birti í gær upptöku úr myndavél sem lögreglumaður bar þar sem hann sést skjóta gegnum framrúðu bíls síns á meðan hann ekur á miklum hraða í eftirför. Maður, sem grunaður er um morð, féll í skothríð lögreglunnar. Meira »

Drápu svartan óvopnaðan mann

18.4. Lögreglan í Kaliforníu skaut fyrr í mánuðinum svartan þriggja barna föður til bana fyrir utan Walmart-verslun. Maðurinn var óvopnaður og sat í bíl sínum fyrir utan verslunina þegar lögreglan skaut hann til bana. Meira »

Lögreglan skaut svartan mann tíu skotum

5.4. Lögreglumenn í New York skutu svartan mann til bana í Brooklyn í gær. Lögreglan fékk tilkynningu um að maðurinn væri með byssu en í ljós kom að hann var með járnstöng. Hann glímdi við geðsjúkdóm og segja aðstandendur að lögreglunni hafi verið kunnugt um það. Meira »

Handtekinn með skotvopn á hóteli

31.12.2017 Lögregluyfirvöld í Houston í Texas segjast hafa handtekið ófriðsaman mann með fjölda skotvopna í vörslum sínum. Maðurinn var gestur á hóteli í háhýsi þar sem fram undan er mikill nýársfögnuður. Meira »

Lögreglufulltrúi látinn og sex særðir

31.12.2017 Aðstoðarlögreglustjóri lét lífið og sex til viðbótar særðust, þar á meðal fjórir lögreglufulltrúar, þegar lögreglan hugðist svara útkalli í úthverfi nærri Denver í Colorado-ríki í dag. Meira »

Hættur í lögreglunni

1.9.2017 Lögreglumaður í Georgíu, sem átti yfir höfði sér brottrekstur vegna ummæla sem hann lét falla, hefur látið af störfum eftir tæplega þriggja áratuga starf. Meira »

Lögreglustjórinn sagði af sér

22.7.2017 Lögreglustjóri í Minnesota-ríki hefur sagt af sér í kjölfarið á því að lögreglumaður skaut óvopnaða konu til bana.  Meira »

Óttuðust umsátur og skutu jógakennara

20.7.2017 Þremur vikum áður en ástralski jógakennarinn Justine Damond var skotin til bana af lögreglumanni í Minneapolis hafði hún bjargað hópi andarunga úr holræsi í nágrenni við heimili sitt. Meira »

Heyrði háan hvell og skaut Justine

19.7.2017 Lögreglumanninum sem skaut Justine Damond hafði brugðið við háan hvell skömmu áður en Damond kom að lögreglubílnum. Justine var á náttfötunum er hún nálgaðist ökumann lögreglubílsins til að ræða við lögreglumennina er þeir komu á vettvang glæps sem hún hafði tilkynnt. Meira »

Hvers vegna var Justine skotin?

18.7.2017 Þegar hin fertuga Justine Damond hringdi í lögregluna til að tilkynna um mögulega kynferðislega árás í hverfinu þar sem hún bjó, átti hún líklega ekki von á því að skömmu síðar yrði hún skotin til bana af lögreglumanni. Meira »

Skotin til bana á náttfötunum

18.7.2017 Bandarískur unnusti ástralskrar konu sem lögreglan Minneapolis skaut til bana á laugardag segist engin svör enn hafa fengið um tildrög skotárásarinnar. Justine Damond hafi hringt á neyðarlínuna og tilkynnt um mögulega kynferðislega árás í hverfinu sem parið bjó í. Meira »

Hættir störfum eftir drápið á Castile

11.7.2017 Lögreglumaður, sem skaut blökkumanninn Philando Castile til bana í júlí í fyrra, hefur samið um starfslok á lögreglustöðinni þar sem hann starfaði. Dómstóll í Minnesota sýknaði hann af ákæru vegna málsins fyrr á árinu. Meira »

Kostar sama að drepa mann og hund

28.6.2017 Hinn 9. ágúst 2014 varð lögreglumaður Michael Brown að bana í Ferguson, Missouri. Lögreglumaðurinn, sem skaut sex til átta skotum að Brown, var sýknaður en í gær voru foreldrum unglingsins dæmdar 1,5 milljónir dala í skaðabætur í máli sem þeir höfðuðu á hendur Ferguson, lögreglustjóranum Thomas Jackson og lögreglumanninum Darren Wilson. Meira »

Lugu fyrir starfsbróður sinn

27.6.2017 Ákæruvaldið í Chicago hefur ákært þrjá núverandi og fyrrverandi lögreglumenn fyrir að hylma yfir sannleikann um örlög Laquan McDonald, svarts tánings sem var skotinn til bana af lögregluþjóni fyrir þremur árum. Meira »

„Segið nafn hennar!“

23.6.2017 Hópur reiðra mótmælenda arkaði frá fjölbýlishúsinu þar sem Charleen Lyles bjó og niður í miðbæ Seattle í gærkvöldi. Lyles var ólétt þegar hún var skotin til bana af lögreglumanni. Mótmæli fóru einnig fram í fleiri borgum Bandaríkjanna. Meira »

Bandarískur lögreglumaður sýknaður

16.6.2017 Dómstóll í Minnesota í Bandaríkjunum hefur sýknað lögreglumann sem var ákærður fyrir að hafa skotið til bana blökkumanninn Philando Castile í júlí í fyrra. Síðustu andartök Castile náðust á myndbandi sem var birt í beinni útsendingu á Facebook og vakti málið mikla athygli. Meira »

Skutu fimmtán ára pilt til bana

7.5.2017 Lögreglumenn í San Diego í Bandaríkjunum skutu fimmtán ára pilt til bana. Pilturinn hafði miðað loftbyssu á lögreglumennina. Að þeirra sögn skipuðu þeir honum að leggja byssuna frá sér. Hann gerði það ekki heldur kom enn nær þeim. Meira »

Ekki ákært fyrir dráp á Sterling

3.5.2017 Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki tvo hvíta lögreglumenn sem skutu og drápu svartan mann í Louisiana síðasta sumar. Meira »

„Leggstu á jörðina núna“

13.4.2017 Lögreglumaður í Sacramento í Bandaríkjunum henti vegfaranda í götuna, hélt honum og lét kröftug högg ítrekað dynja á honum. Maðurinn hafði sér það til saka unnið að ganga yfir veg þar sem ekki var gangbraut. Meira »

Lögreglan sýndi hálfa söguna

13.3.2017 Áður óbirt myndband úr öryggismyndavél hefur enn á ný vakið mótmæli vegna dauða svarts manns í Ferguson í Bandaríkjunum árið 2014. Meira »

LA greiðir 1,5 milljónir dala í miskabætur

8.2.2017 Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa samþykkt að greiða foreldrum svarts manns sem var drepinn af lögreglu fyrir þremur árum 1,5 milljónir dala í miskabætur. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að fallið var frá ákærum gegn lögreglumönnunum tveimur sem áttu þátt í dauða Ezell Ford í ágúst 2014. Meira »

Tilkynnti árás á barn og var handtekin

23.12.2016 Lögreglumaður í Fort Worth í Texas hefur verið sendur í leyfi eftir að myndskeiði var dreift á netinu þar sem hann sést handtaka móður sem hringdi til lögreglu og tilkynnti um að ráðist hafa verið á sjö ára gamlan son hennar. Meira »

Lögreglumaður skotinn til bana

24.11.2016 Lögreglumaður við Wayne State-háskólann lést í gærkvöldi af völdum áverka sem honum voru veittir í starfi kvöldið áður í Detroit. Meira »

Ákærður fyrir drápið á Castile

16.11.2016 Lögreglumaður í Minnesota sem skaut blökkumanninn Philando Castile til bana í sumar hefur verið ákærður fyrir manndráp. Kærasta Castile sem sat við hliðina á honum í bíl þeirra þegar hann var skotinn sendi atvikið út í beinni útsendingu á Facebook í gegnum snjallsíma sinn. Meira »