Lögreglumaður dæmdur

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

17.1. Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Sakfelldur fyrir alvarleg brot

23.11. Landsréttur hefur dæmt lögreglumanninn Jens Gunnarsson í 15 mánaða fangelsi og Pétur Axel Pétursson í 9 mánaða fangelsi. Þar með var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Ákært var í málinu í nóvember 2016. Meira »

Brást trausti sem lögreglumaður

7.4.2017 Héraðsdómur Reykjavíkur segir að fyrrverandi lögreglumaður sem var í morgun sakfelldur fyrir mörg brot í opinberu starfi hafi brugðist því trausti sem honum var falið með starfi sínu sem lögreglumaður. Meira »

Lögreglumaður í 15 mánaða fangelsi

7.4.2017 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Jens Gunnarsson, fyrrverandi lögreglumann hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, fyrir að spillingu í starfi. Pétur Axel Pétursson var dæmdur í níu mánaða fangelsi en Gottskálk Þorsteinn Ágústsson var sýknaður. Meira »

Aðalmeðferð í máli lögreglumanns

14.3.2017 Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi lögreglumanns, Jens Gunnarssonar, sem er ákærður fyrir meinta spillingu í starfi. Fyrirtaka málsins fór fram 6. janúar en þar var ákveðið að þinghaldið færi fram fyrir luktum dyrum. Meira »

Þinghald verður lokað

6.1.2017 Þinghald í máli lögregluþjónsins fyrrverandi, sem ákærður hefur verið af embætti ríkissaksóknara fyrir meinta spillingu í starfi, mun fara fram fyrir luktum dyrum. Það var sækjandi sem fór fram á lokað þinghald. Meira »

Hjá öryggisfyrirtæki eftir spillingarmál

30.11.2016 Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir meinta spillingu í starfi var eftir að hann lét af störfum hjá lögreglunni ráðinn til Öryggismiðstöðvarinnar. Þar lét hann aftur á móti af störfum þegar ákæran var gefin út. Framkvæmdastjóri hjá félaginu er einnig ákærður í málinu. Meira »

Grunaði annan um brot í starfi

28.11.2016 Lögreglumaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir spillingu, brot í starfi og brot gegn þagnarskyldunni var í hópi þeirra átta lögreglumanna sem grunuðu annan lögreglumann um óeðlileg samskipti við brotamann. Meira »

Lögreglumaður ákærður fyrir spillingu

21.11.2016 Lögreglumaður sem handtekinn var fyrir síðustu áramót og sat í gæsluvarðhaldi vegna meintra óeðlilegra sam­skipta við brota­menn er sagður hafa upplýst karlmann um stöðu skoðunar fíkniefnadeildar lögreglunnar á málefnum tengdum honum. Meira »

Fíkniefnalögreglumaður ákærður

15.11.2016 Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi um síðustu áramót hefur verið ákærður fyrir brot í starfi samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV. Tveir menn til viðbótar eru einnig ákærðir í málinu. Annar hefur hlotið dóm en hinn ekki. Meira »

Settur ríkissaksóknari í máli lögreglumanns

15.10.2016 Hæstaréttarlögmaðurinn Björn L. Bergsson hefur verið settur ríkissaksókari vegna kæru fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns á hendur fyrrverandi samstarfsmanni fyrir rangar sakargiftir. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna sögusagna um meint brot í starfi sem ekki reyndust eiga við rök að styðjast. Meira »

Rannsókn á lögreglumanni lokið

5.9.2016 Rannsókn ríkissaksóknara á lögreglumanni, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs grunaður um óeðlileg samskipti við brotamenn, er lokið. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari við mbl.is. Ákvörðun um hvort ákært verði í málinu liggur þó ekki enn fyrir. Meira »

Rannsókninni endanlega lokið

22.7.2016 Sigríður J. Friðriksdóttir ríkissaksóknari segir máli lögreglufulltrúans sem var til rannsóknar hjá embætti hérðassaksóknari í nærri hálft ár vegna gruns um óeðlileg samskipti við brotamenn endanlega lokið. Meira »

Ekkert bendir til mútuþægni

21.7.2016 Ekkert bendir til þess að lögreglufulltrúinn sem vikið var úr starfi innan fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um óeðlileg samskipti við brotamenn, hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur í starfi. Þetta er mat héraðssaksóknara en mbl.is hefur undir höndum gögn sem héraðssaksóknari sendi lögmanni lögreglufulltrúans. Meira »

Hyggst stefna Sigríði Björk

13.7.2016 Lögreglumaðurinn, sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins vék tímabundið frá störfum eftir að héraðssaksóknari hóf rann­sókn á meint­um brot­um hans í starfi, hyggst stefna lögreglustjóranum, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, til greiðslu miskabóta. Þetta staðfestir lögmaður lögreglumannsins, Kristján B. Thorlacius, í samtali við mbl.is. Meira »

Byggð á ákvörðun ríkissaksóknara

13.7.2016 Ákvörðun um að veita lögreglumanni lausn frá starfi um stundarsakir var byggð á ákvörðun ríkissaksóknara um að hefja formlega rannsókn á hendur honum en ekki á grundvelli orðróms. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki heimilt að víkja lögreglumanni úr starfi

13.7.2016 Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins var ekki heimilt að víkja lögreglumanni tímabundið úr starfi eftir að rannsókn hófst á meintum brotum hans í starfi. Meira »

Boðaður til starfa á ný

9.6.2016 Lögreglumaðurinn sem vikið var úr starfi vegna rannsóknar héraðssaksóknara á máli hans hefur verið boðaður til starfa á ný.   Meira »

Lögreglustjóri brást of hart við

9.6.2016 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu brást of hart við þegar hann vék lögreglufulltrúa, sem grunaður var um óeðlileg tengsl við brotamenn, úr starfi vegna rannsóknar héraðssaksóknara á máli hans. Þetta er mat Snorra Magnússonar, formanns Landsambands lögreglumanna. Meira »

Niðurstaðan líklega ekki vefengd

9.6.2016 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur fyrir fram engar sérstakar líkur á að embætti ríkissaksóknara hafi frumkvæði að því að taka upp ákvörðun héraðssaksóknara í máli lögreglufulltrúans sem sakaður var um óeðlileg tengsl við brotamenn. Meira »

Fái að snúa aftur til starfa

9.6.2016 Búið er að kæra til innanríkisráðuneytsins þá ákvörðun Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að víkja lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild frá störfum. Þá er búið að senda embætti Lögreglustjóra bréf þess efnis að lögreglumaðurinn fái að snúa aftur til starfa. Meira »

Mál gegn lögreglumanni fellt niður

8.6.2016 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál lögreglumanns sem sakaður var um óeðlileg samskipti við brotamenn. Lögreglumaðurinn var leystur frá störfum um miðjan janúarmánuð vegna málsins, en hann hafði áður verið fluttur til í starfi innan lögreglunnar vegna ásakana um samskipti hans við brotamenn. Meira »

Mál lögreglumanns komið til saksóknara

31.5.2016 Rannsókn á máli lögreglumannsins, sem settur var í gæsluvarðhald eftir áramót vegna gruns um óeðlileg samskipti við brotamenn í störfum sínum hjá fíkniefnadeild lögreglunnar, lauk á föstudaginn og er nú í ákærumeðferð hjá saksóknara í málinu. Meira »

Rannsókn á lögreglumönnum að ljúka

10.5.2016 Rannsóknum í málum tveggja lögreglumanna sem störfuðu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lýkur brátt hjá héraðssaksóknara og ríkissaksóknara. Meira »

Rannsóknir á lögreglumönnum enn í gangi

21.3.2016 Rannsóknir í málum lögreglumannanna tveggja sem störfuðu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn í gangi hjá héraðssaksóknara og ríkissaksóknara. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um framhald málanna, en málið sem ríkissaksóknari er með til skoðunar er þó á seinni stigum. Meira »

Var leystur undan skyldum sínum

16.2.2016 Yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara bað um að vera leystur undan starfsskyldum sínum í rannsókn á lögreglumanni í síðasta mánuði. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, óskaði yfirlögregluþjónninn eftir því sjálfur að vera leystur undan skyldum sínum í rannsókninni. Meira »

Lögreglumaður varaði við húsleit

15.2.2016 Lögreglumaður, sem áður starfaði hjá fíkniefnalögreglunni, er sagður hafa spillt húsleit með því að hafa varað mann við sem var grunaður um fíkniefnamisferli um að það ætti að leita í húsnæði sem tengdist honum. Meira »

Rannsókn á lögreglumanni langt komin

2.2.2016 Lög­reglumaður­inn sem sakaður hef­ur verið um óeðli­leg sam­skipti við brota­menn í störf­um sín­um hjá fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar er enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, segir rannsóknina langt á veg komna og búið sé að taka talsvert af skýrslum. Meira »

Lögreglumaðurinn enn til rannsóknar

27.1.2016 Mál lögreglumannsins sem handtekinn var vegna grunsemda um óeðlileg samskipti við brotamenn er enn til rannsóknar hjá embætti ríkissaksóknara. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarríkissaksóknari, í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir að rannsókn taki nokkrar vikur til viðbótar. Meira »

Látinn laus eftir gæsluvarðhald

15.1.2016 Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna grunsemda um óeðlileg samskipti við lögreglumann var látinn laus í fyrradag. Meira »