Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson

Dæmdur til að greiða 2 milljónir

30.5.2013 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Lýð Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Exista, til að greiða tvær milljónir kr. í sekt fyrir brot á hlutafélagalögum en Bjarnfreður Ólafsson lögmaður var sýknaður í sama máli, sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði á hendur þeim sl. haust. Meira »

Blekkingarleikur fyrir opnum tjöldum

9.5.2013 Traust almennings á íslenska hlutabréfamarkaðnum minnkaði, brotið var bíræfið, stórfellt og ekki hægt að brjóta með alvarlegri hætti gegn hlutafélagalögum. Ef einhvern tíma ætti að fullnýta refsirammann væri það í þessu tilviki. Þetta sagði sérstakur saksóknari við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Meira »

„Fráleitt að skjóta sendiboðann“

8.5.2013 „Það er fráleitt að skjóta sendiboðann,“ sagði Þorsteinn Einarsson, verjandi Bjarnfreðs Ólafssonar lögmanns sem sérstakur saksóknari ákærði fyrir að senda vísvitandi ranga og villandi tilkynningu um hlutafjárhækkun Exista í desember 2008 til fyrirtækjaskrár. Meira »

Jólin komu hjá stjórn Exista

8.5.2013 Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, sagði í ræðu sinni að jólin hafi komið hjá stjórn Exista þegar sérstakur saksóknari gaf út ákæru vegna viðskipta í tengslum við hlutafjárhækkun Exista í desember 2008, enda hafi þeir sem tóku ákvörðunina sem talin er ólögmæt ekki verið ákærðir. Meira »

Fer fram á 18 mánaða fangelsi

8.5.2013 Sérstakur saksóknari fer fram á 18 mánaða fangelsi yfir Lýð Guðmundssyni, sem oftast er kenndur við Bakkavör, fyrir brot gegn hlutafélagalögum. Hann sagði brot Lýðs alvarlegt og í raun ekki hægt að brjóta gegn hlutafélagalögum með alvarlegri hætti. Refsiramminn er tvö ár. Meira »

Málshöfðun hefði ekki komið til

7.5.2013 Mál sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni hefði aldrei verið höfðað ef fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra hefði hafnað tilkynningu um hlutafjáraukningu Exista í desember 2008. Og forstöðumaður fyrirtækjaskrár segir að það hefði verið gert ef sérfræðingur hefði verið á vakt. Meira »

Sigurður átti hugmyndina

7.5.2013 Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Exista, sagðist við aðalmeðferð yfir þeim Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni í morgun hafa átt hugmyndina að þeim viðskiptum sem urðu í kjölfar hlutafjáraukningar Exista í desember 2008. Sérstakur saksóknari ákærði Lýð fyrir hans þátt í viðskiptunum. Meira »

Mistök gerð hjá fyrirtækjaskrá

7.5.2013 Forstöðumaður fyrirtækjaskrár viðurkenndi við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni að starfsmaður skrárinnar hefði gert mistök við afgreiðslu tilkynningar um hlutafjárhækkun í Exista í desember 2008 og að vinnubrögðum hafi verið breytt í kjölfarið. Meira »

Enginn las „sérfræðiskýrsluna“

6.5.2013 Skýrsla endurskoðanda Deloitte sem send var Exista og hún svo notuð sem staðfesting á hlutafjárhækkun félagsins var til umfjöllunar eftir hádegið þegar aðalmeðferð í máli gegn Lýð Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Misskilnings gætti um efni hennar og form. Meira »

„Við vorum bara kaupendur“

6.5.2013 „Ég er ekki lögfræðimenntaður og get ekki sagt hvernig fara á með svona mál. Við vorum bara kaupendur að þessum hlutabréfum en ekki útgefendur.“ Þetta sagði Lýður Guðmundsson fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum. Hann neitar sök í málinu. Meira »

Gátu ekki skrifað uppá hækkunina

24.4.2013 Tilgangur hlutafjáraukningar Exista árið 2008 var að sýna stuðning stærstu hluthafanna á erfiðum tímum en ekki að þynna hlut bankanna í félaginu. Þetta sagði Hildur Árnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Exista í fyrirtöku á máli sérstaks saksóknara. Einnig kom fram að endurskoðendur hefðu ekki viljað skrifa uppá hækkunina. Meira »

Lýstu yfir sakleysi

11.10.2012 Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður H. Ólafsson lýstu báðir sakleysi sínu þegar mál sérstaks saksóknara gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Lýður og Bjarnfreður eru ákærðir fyrir stórfelld brot á hlutafélagalögum. Meira »

Ólafur flytur sjálfur málið gegn Lýð

29.9.2012 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, mun sjálfur flytja málið gegn Lýð Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista og Bjarnfreði H Ólafssyni lögmanni, en þeir eru ákærðir fyrir stórfellt brot á hlutafélagalögum. Meira »

Lýður Guðmundsson ákærður

24.9.2012 Sérstakur saksóknari hefur ákært Lýð Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Exista, fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum. Lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi er sömuleiðis ákærður og þess krafist að hann verði sviptur lögmannsréttindum. Meira »