Makríldeilan

Reyna að semja um makríl á ný

30.8. Þótt það mælist minna af makríl í lögsögu Íslands en undanfarin ár er ekki ástæða til þess að hafa miklar áhyggjur af stöðunni segir Sigurgeir Þorgeirsson hjá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu í samtali við mbl.is. Til stendur að gera tilraun til þess að semja um makrílveiðar á ný í haust. Meira »

Sakar Færeyinga um rýtingsstungu

30.11.2015 „Framkoma þessara vinaþjóða í okkar garð er orðin óþolandi í viðræðum um skiptingu á deilistofnun. Mest sárnar manni að Færeyingar skuli viðhafa slíka framkomu gagnvart okkur að ekki er hægt að líkja því við annað en rýtingsstungu í bakið.“ Meira »

Makrílsamningur án Íslands

23.10.2015 Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar gengu í gær frá samningi um makrílveiðar á næsta ári en samið var um að heildarafli yrði minnkaður um 15%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu skosku heimastjórnarinnar. Meira »

Reynt að semja um makrílinn

22.10.2015 Viðræður standa yfir í bænum Clonakilty á Írlandi þar sem reynt er að ná samkomulagi um makrílveiðar í Norður-Atlantshafi. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því á þriðjudaginn og er reiknað með að þeim ljúki í dag. Aðalsamningamaður Íslands er Sigurgeir Þorgeirsson. Meira »

Mikið tekjutap í makríl

1.10.2015 Verði veiðar Íslendinga á makríl á næsta ári í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, og hlutfall Íslendinga af heildinni óbreytt hefur það mikið tekjutap í för með sér. Meira »

Rúmlega þriðjungur makrílsins í íslenskri lögsögu

26.8.2015 Alls eru tæp 2,9 milljón tonn af makríl innan íslenskrar efnahagslögsögu eða rúm 37% af heildarvísitölunni, sem er metin um 7,7 milljón tonn. Minna er af markíl í ár en á síðasta ári en þá hafði ekki fundist jafn mikið af makríl síðan rannsóknir hófust árið 2007. Meira »

Afríkulönd minnka höggið

25.8.2015 Talsvert af makríl hefur í ár farið til Egyptalands, Gana, Gabon og fleiri Afríkulanda.  Meira »

Spáir verðstríði á makrílmörkuðum

21.8.2015 Norski útgerðarmaðurinn Geir Hoddevik segir samkeppnina á mikilvægum mörkuðum fyrir norskan makríl munu harðna vegna innflutningsbanns Rússa á Íslendinga. Meira »

Allar líkur á að bannið nái til Íslands

11.8.2015 Allar líkur eru á að Rússa muni bæta við sjö löndum á lista sinn yfir þau ríki sem eru beitt viðskiptabanni. Ísland er eitt þessara landa, en enn er þó óljóst hvort þetta muni hafa áhrif á makrílsölu Íslendinga til Rússlands. Mögulega gæti makríll verið utan listans þótt Íslandi verði bætt við. Meira »

Meira af makríl á suðursvæði

11.8.2015 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var væntanlegt til Reykjavíkur úr makrílleiðangri í gærkvöldi, en jafnframt var leiðangurinn notaður til hvalatalningar, sem einnig er að ljúka. Meira »

Rússar vilja kaupa sem fyrst

10.8.2015 Garðar Svavarsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs hjá HB Granda, segir að sala á makríl til Rússlands hafi verið með venjubundnum hætti nú fyrstu vikuna í ágúst. Meira »

Erfitt setji Rússar bann á Ísland

6.8.2015 Ef til þess kemur að Rússar beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum mun það verða mikið högg fyrir íslenskan sjávarútveg.  Meira »

Sjá fram á verulegar verðlækkanir

30.7.2015 „Þetta er þyngsta byrjun á makrílvertíð sem við höfum farið inn í frá því að veiðar úr stofninum hófust,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Meira »

Fáir smábátar eru á makríl

21.7.2015 Nú stunda 618 smábátar strandveiðar hringinn í kringum landið, það er um 30 bátum færra en í fyrra. Heildaraflinn er kominn í 6.140 tonn en veiða má 8.600 tonn. Meira »

Lokað á makríl í Nígeríu

14.7.2015 Mikil óvissa er með sölu á makrílafurðum á vertíðinni, sem er að komast í fullan gang. Nýjast í þeim efnum er að yfirvöld í Nígeríu hafa tilkynnt bann á innflutningi á fiski og fjölmörgum fleiri vöruflokkum. Meira »

Undirskriftasafnarar gríðarlega sáttir

10.7.2015 51.538 manns skrifuðu undir áskorun til forseta Íslands um að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu frumvörpum um ráðstöfun fiskveiðiauðlinda til lengri tíma en eins árs. Bolli Héðinsson segir aðstandendur gríðarlega sátta með undirskriftafjölda, þó einhver nöfn muni eflaust falla út við áreiðanleikakönnun. Meira »

Makríllinn heldur sig sunnarlega

8.7.2015 Slæðingur hefur veiðst af makríl fyrir sunnan landið og fjölgar skipum þar jafnt og þétt.  Meira »

Fínustu höl og fallegur makríll

29.6.2015 „Við blásum alveg á spádóma um það. Við höfum ekkert séð sem gefur til kynna að ekki verði góð makrílvertíð, þvert á móti byrjar vertíðin vel hjá okkur,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE-2, um byrjun makrílvertíðarinnar, en sumir höfðu spáð því að makríllinn kæmi ekki í ár. Meira »

Ekkert óeðlilegt ástand

24.6.2015 Nokkur skip eru komin á makrílveiðar 40-50 sjómílur suður af Vestmannaeyjum og voru skip frá Eyjum fyrst á svæðið.  Meira »

„Enginn vilji til samninga“

16.6.2015 „Breytingartillögurnar voru kynntar minnihlutanum í dag og ég held að þeim atriðum sem komu fram hjá minnihlutanum hafi verið mætt,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um stöðu mála á þingi vegna breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stjórn veiða á Norðaust­ur-Atlants­hafs­mak­ríl. Meira »

Ekki farið eftir skýrri niðurstöðu

1.5.2015 Ísfélag Vestmannaeyja telur að verði makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra samþykkt óbreytt, sé ekki verið að fara eftir skýrri niðurstöðu sem fram kemur í áliti umboðsmanns Alþingis. Meira »

Minni vöxtur makríls en áður

14.4.2015 Árlegur vöxtur makríls, bæði hvað varðar lengd og þyngd, hefur minnkað síðustu árin.  Meira »

Lítur svo á að erindinu sé ósvarað

22.10.2014 Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, lítur svo á að erindi sem Faxaflóahafnir sendu innanríkisráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra í kjölfar komu færeyska skipsins Nærabergs hingað til lands í lok ágústmánaðar sé efnislega fullkomlega ósvarað og ráðuneytin vísi hvert á annað. Meira »

Nígería bjargaði vertíðinni

20.10.2014 Opnun Nígeríumarkaðar liðkaði mjög fyrir sölu á makríl á nýliðinni vertíð. „Ég tel að almennt hafi gengið vel að selja á vertíðinni og verðið hafi verið ágætt,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood. Meira »

ESB vill meira af kolmunna

15.10.2014 Evrópusambandið hefur sett fram kröfur um aukna hlutdeild í veiðum á kolmunna á næsta ári.  Meira »

Tapið yrði um sjö milljarðar

2.10.2014 Útflutningstekjur af kolmunna, norsk-íslenskri síld og makríl munu dragast saman um tæpa sjö milljarða á næsta ári, ef farið verður eftir nýrri veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Meira »

„Snautlegt að vera afgreiddir svona“

12.9.2014 „Það er frekar snautlegt að vera afgreiddir svona,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um ummæli Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegsráðherra, í Morgunblaðinu í dag. „Við teljum, eins og staðan er í dag, að það sé gríðarleg ábyrgð sem ráðherra tekur á sig með að heimila ekki meiri veiði.“ Meira »

Hentistefna dugar ekki

12.9.2014 Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að stöðva veiðar smábáta í síðustu viku þegar aflahámarki þeirra var náð hefur sætt nokkurri gagnrýni. Meira »

Ráðherra endurskoði ákvörðun sína

8.9.2014 Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína um að stöðva makrílveiðar smábáta sem tók gildi nú í byrjun september. Meira »

Góð makrílvertíð langt komin

4.9.2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samtals er búið að veiða um 123 þúsund tonn af makríl á vertíðinni. Þá eru um 30 þúsund tonn eftir af úthlutuðum aflaheimildum ársins. Vertíðin í ár verður væntanlega sú stærsta í makrílveiðum Íslendinga til þessa. Meira »