Makríldómar Hæstaréttar

Vilja sérlög um makríl

25.12. Félag makrílveiðimanna telur óásættanlegt að færa einhvern hluta heimilda félagsmanna sinna á silfurfati til stærstu útgerða landsins. Meira »

Ekki sjálfgefið að vera í fremstu röð

24.12. Veiðigjald undanfarinna ára hefur á engan hátt endurspeglað það árferði sem greinin býr við. Mörg fyrirtæki hafa átt mjög erfitt uppdráttar sökum þessa og skattlagning ríkisins hefur dregið þrótt og fjárfestingargetu úr mörgum þeirra. Þetta segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

Sex ráðherrar þurfa að svara fyrir makríl

13.12. Þótt dómstólar hafi ekki dæmt ríkið til að greiða útgerðum skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt dómi Hæstaréttar, má áætla að tap þeirra fjögurra útgerða sem höfðuðu mál nemi mörgum milljörðum króna frá árinu 2011. Þá er ótalið tjón þeirra útgerða sem ekki fóru í mál. Meira »

Vöruðu ráðherra við skaðabótaskyldu

12.12. Sérfræðingar á auðlindaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins vöruðu Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við að fyrirhuguð reglugerð um veiðistjórnun á makríl bryti í bága við ákvæði úthafsveiðilaganna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

10.12. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Líklega milljarðatjón fyrir þjóðina

10.12. „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarðatjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Lausna leitað til fortíðar og framtíðar

8.12. Flókin úrlausnarefni bíða ríkisvaldsins eftir að Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna úthlutunar á makrílkvóta. Fallist var á að ríkið bæri ábyrgð á því fjártjóni sem Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Huginn í Vestmannaeyjum kynnu að hafa orðið fyrir þar sem ekki hefði verið fylgt fyrirmælum laga varðandi úthlutunina. Meira »

Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar

7.12. „Hæstiréttur virðist að mínu mati taka tímabundinn einkahag einstakra útgerða fram yfirþjóðarhag,“ segir Jón Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráðherra um dóma Hæstaréttar sem féllu í gær þar sem skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna stjórnunar veiða á makríl á árunum 2011 til 2014. Meira »

Veiðistjórnun endurskoðuð

7.12. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir að endurskoða þurfi veiðistjórnun makrílveiða í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar sem dæmt hefur íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart tveimur útgerðarfélögum vegna úthlutunar á makrílkvóta á árunum 2011 til 2014. Meira »

Dómur Hæstaréttar „stórsigur“

6.12. „Þetta er stórsigur, það er ekki hægt að segja annað. Ég er mjög ánægður með þetta, réttlætinu var náð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Hugins ehf., í samtali við mbl.is. Íslenska ríkið var í dag dæmt skaðabótaskylt vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl á árunum 2011 til 2014. Meira »

Ljóst að endurskoða þurfi lög

6.12. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að ráðast þurfi í endurskoðun á lögum um úthlutun veiðiheimilda á makríl í kjölfar þess að skaðabótaskylda íslenska ríkisins gagnvart tveimur útgerðarfélögum var viðurkennd af Hæstarétti Íslands í dag. Meira »

Óhjákvæmilegt að skoða breytt skipulag

6.12. Ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun fara yfir forsendur dóma Hæstaréttar um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins sem féllu fyrr í dag. Óhjákvæmilegt er að jafnhliða verði tekið til athugunar breytt skipulag stjórnar makrílveiða. Meira »

Útgerðirnar lögðu íslenska ríkið

6.12. Hæstiréttur Íslands hefur dæmt íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart útgerðunum Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja. Snýr Hæstiréttur þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur. Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte telur hagnaðarmissi félaganna nema rúmum 2,6 milljörðum króna. Meira »