Mál Shamimu Begum

Of hættulegt að bjarga drengnum

10.3. Of hættulegt var að senda breska embættismenn til þess að bjarga syni Shamima Begum í Sýrlandi, segir utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt. Meira »

Bretar svipta systur ríkisborgararétti

10.3. Bresk stjórnvöld hafa svipt tvær konur til viðbótar, sem nú dvelja með ung börn í flóttamannabúðum í Sýrlandi, ríkisborgararéttinum. Ekki er langt síðan greint var frá því að Bretar hefðu svipt Shamimu Begum, sem var 15 ára er hún flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams, ríkisborgararétti. Meira »

Javid gagnrýndur vegna dauða barnsins

9.3. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, sætir nú gagnrýni þar í landi vegna dauða sonar Shamimu Begum, breskrar konu sem flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams er hún var 15 ára. Meira »

Sonur Begum látinn

8.3. Sonur Shamimu Begum, breskrar konu sem flúði til Sýrlands er hún var 15 ára til að ganga til liðs við Ríki íslams, er látinn. Þetta staðfestir talsmaður sýr­lensku lýðræðisaflanna SDF, sem reka flóttamannabúðirnar sem Begum dvelur í, í samtali við BBC. Meira »

Sonur Begum talinn látinn

8.3. Óstaðfestar fregnir herma að sonur Shamima Begum, sem flúði frá Bretlandi til Sýrlands árið 2015, sé látinn. Þetta kemur fram í máli lögfræðings fjölskyldu Begum. Meira »

Nota mynd af Begum sem skotskífu

27.2. Skotklúbbur nokkur í Wirral í Bretlandi notar mynd af Shamimu Begum, breskri konu sem flúði til Sýrlands er hún var 15 ára og gekk til liðs við Ríki íslams, sem skotskífu á æfingum. Guardian segir forsvarsmenn skotsvæðisins verja notkunina með því að Begum hafi ekki virst sjá eftir gjörðum sínum. Meira »

Geti ekki yfirgefið Begum

21.2. Fjölskylda Shamima Begum, sem gekk til liðs við víga­sam­tök­in Ríki íslams í Sýr­landi þegar hún var 15 ára göm­ul, hefur skrifað innanríkisráðherra Bretlands bréf þar sem þess er krafist að ákvörðun um sviptingu ríkisborgararéttar hennar verði endurskoðuð. Meira »

Bangladess tekur ekki á móti Begum

20.2. Stjórnvöld í Bangladess segja af og frá að Shamima Begum, bresk kona sem flúði til Sýrlands er hún var 15 ára og gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams, fái að setjast að þar. Bresk stjórnvöld töldu hana hafa ríkisborgararétt í landinu í gegnum móður sína. Meira »

Óréttlátt að missa ríkisborgararétt

20.2. Breska konan Shamima Begum, sem flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams þegar hún var 15 ára, segir það óréttlátt að vera svipt ríkisborgararétti sínum. Meira »

Barn án ríkisfangs

20.2. Fjölskylda Shamima Begum, sem gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams í Sýrlandi þegar hún var 15 ára gömul, ætlar ekki að sætta sig við að hún verði svipt breskum ríkisborgararétti. Meira »

Ætla að svipta Begum ríkisborgararétti

19.2. Breska innanríkisráðuneytið vinnur nú að því að svipta Shamimu Begum, breska konu sem flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams er hún var 15 ára, ríkisborgararétti sínum. Meira »

Tilbúin að sæta fangelsisvist í Bretlandi

18.2. Lögmaður fjölskyldu Shamima Begum segir Begum hafa hlotið skaða af dvölinni með Ríki íslams í Sýrlandi og að hún muni þurfa á andlegum stuðningi að halda, fái hún að snúa aftur til Bretlands. Meira »

Begum búin að fæða barnið

17.2. Shamima Begum, sem flúði er hún var 15 ára frá Bretlandi til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasamtökin Ríki íslams, hefur nú fætt barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Begum hafði áður lýst yfir áhuga á að fá að snúa aftur til Bretlands áður en barnið fæddist. Meira »

Biðja stjórnvöld að hleypa Begum heim

16.2. Fjölskylda Shamimu Begum, sem flúði er hún var 15 ára frá Bretlandi til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasamtökin Ríki Íslams, biðlar nú til breskra stjórnvalda að hún fái að snúa aftur heim hið fyrsta. Meira »

Vill ekki leyfa Begum að koma aftur

15.2. Hægt er að koma í veg fyrir að bresk kona, sem flúði er hún var táningur ásamt skólasystrum sínum til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasamtökin Ríki íslams, fái að snúa aftur til Bretlands. Þetta fullyrðir Sajid Javid innanríkisráðherra Bretlands. Meira »

Barðist með Ríki íslams en vill nú heim

14.2. Bresk kona, sem flúði að heiman og gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams er hún var táningur, vill nú fá að snúa aftur heim. Konan Shamima Begum sem er 19 ára í dag býr nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi og segist sjá eftir því að hafa flúið af heimili foreldra sinna í London fyrir fjórum árum. Meira »

Tvær skólastúlknanna giftar

4.7.2015 Tvær af bresku skólastúlkunum þrem sem gengu til liðs við Ríki íslams fyrr í ár hafa nú gifst meðlimum hryðjuverkasamtakanna að sögn lögmanns fjölskyldna þeirra. Meira »

Stúlkurnar þrjár nú aðskildar

29.5.2015 Bresku skólastúlkurnar þrjár, Shamima Begum, Amira Abase og Kadiza Sultana, eru ekki lengur þrjár saman heldur aðskildar. Þetta segir talsmaður fjölskyldna þeirra. Stúlkunar eru talar vera í Raqqa í Sýrlandi þar sem þær gangast undir þjálfun fyrir „sérstakt verkefni.“ Meira »

Stúlkurnar í þjálfun í Raqqa

28.5.2015 Bresku skólastúlkurnar þrjár, Shamima Begum, Amira Abase og Kadixa Sultana, sem fóru frá Bretlandi til Sýrlands til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, gangast nú undir fjögurra mánaða þjálfun í Raqqa vegna „sérstakts verkefnis.“ Meira »

Eru stúlkurnar á flótta?

13.5.2015 Utanríkisráðuneyti Bretlands skoðar nú sögusagnir þess efnis að þrjár breskar stúlkur, sem flúðu heimili sín til þess að ganga í lið með Ríki íslams, séu nú á flótta. Talið er að þær hafi flúið samtökin í borginni Mosul í Írak. Meira »

Afhöfðanir og ruslfæði

27.4.2015 Ein bresku skólastúlknanna þriggja sem vöktu mikla athygli þegar þær létu sig hverfa að heiman til þess að ganga til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi hefur látið vita af sér með því að birta mynd á Twitter af matnum sem hún er að borða. Meira »

Segist ekki þekkja stúlkurnar þrjár

17.3.2015 Aqsa Mahmood neitar því að hafa hvatt þrjár breskar skólastúlkur til að koma til Sýrlands og ganga til liðs við ríki Íslams. Mahmood, sem er tvítug, yfirgaf heimili sitt í Glasgow í nóvember árið 2013 og giftist liðsmanni samtakanna skömmu síðar. Meira »