Mannanafnanefnd úrskurðar

Reglulega tekur mannanafnanefnd fyrir beiðnir um ný nöfn. Þau eru annað hvort samþykkt eða þeim hafnað.

Má heita Alparós en ekki Pírati

27.3. Karlmenn mega nú bera eiginnöfnin Levý, Líus, Bambus og Tóti og kvenmenn mega heita Alparós, Nancy og Ýlfa. Nöfnin sjö bættust á mannanafnaskrá með úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur millinöfnum var hafnað af nefndinni, þar á meðal nafninu Pírati. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

19.2. Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

Mega heita Korri, Lalíla og Vídó

24.11.2016 Korri, Þrymir, Lalíla og Elizabet eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur nú heimilað. Millinafnið Vídó fékkst einnig samþykkt en ekki kvennanafnið Thalía. Meira »

Mega heita Angelína og Eyjar

21.9.2016 Konur mega nú heita Angelína, Eilíf, Hofdís, Luna og Tildra. Þá hefur mannanafnanefnd samþykkt beiðni um eiginnafnið Eyjar fyrir karlmenn. Meira »

Sex ný nöfn á mannanafnaskrá

4.7.2016 Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 24. júní síðastliðinn karlmannsnafnið Hjalmar og kvenmannsnöfnin Frida, Linnea, Silfur og Sakura. Meira »

Mega ekki heita Olgalilja og Zar

23.6.2016 Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenkynsnöfnin Eiríkssína, Kikka, Elea, Karma og Liljan ásamt karlkynsnöfnunum Gaddi og Ári.  Meira »

Skiptar skoðanir um nafnalagabreytingar

17.6.2016 „Ég er þeirrar skoðunar það sé æskilegt og mikilvægt að viðhalda íslenskri nafnahefð þannig að fólk kenni sig til föður eða móður. Hins vegar er ekki hægt að viðhalda þeirri hefð með lögum,“ sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, þegar leitað var álits hans á nýju lagafrumvarpi Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem gert er ráð fyrir nær algjöru frjálsræði um mannanöfn. Meira »

Róttækar breytingar á mannanafnalöggjöf

15.6.2016 Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um breytingar á mannanafnalöggjöfinni sem felur í sér „verulegar breytingar á gildandi lögum,“ segir í frétt á vef ráðuneytisins. „Um er að ræða róttæka nálgun á viðfangsefnið en margar aðrar leiðir koma einnig til greina.“ Meira »

Ekki má heita Pollux og Dyljá

11.5.2016 Mannanafnanefnd hefur hafnað millinafninu Pollux og eiginnöfnunum Dyljá, Swanhildur og Adriana fyrir konu. Sótt var um síðastnefndu þrjú nöfnin sem kvenmannsnöfn. Meira »

Nafnið Ugluspegill samþykkt

13.4.2016 Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegil. Nefndin hefur einnig samþykkt kvenmannsnöfnin Susie, List og Silfru sem og karlmannsnafnið Kinan. Beiðni um millinafnið Zar var hins vegar hafnað. Meira »

Má heita Kling en ekki Blom

1.4.2016 Mannanafnanefnd átti jákvæðan dag þann 4. mars síðastliðinn þegar sex af sjö beiðnum voru samþykktar.  Meira »

Kalmara í lagi, ekki Bjarkarr

17.11.2015 Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir eiginnöfnin Kalmara, Mírey, Diljar og Ernir en hafnað endurupptöku umsóknar um eiginnafnið Bjarkarr. Í úrskurði nefndarinnar um endurupptökubeiðnina segir m.a. að ekkert hafi komið fram sem bendir til þess að úrskurður nefndarinnar hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum né að hann hafi byggt á atvikum sem hafa breyst verulega. Meira »

Mega heita Valkyrja og Malína

6.10.2015 Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um millinafnið Hólm. Nafnið er þegar til sem ættarnafn og það einnig á skrá sem karlkyns eiginnafn en samkvæmt lögum um mannanafnanöfn er óheimilt að nota ættarnafn sem millinafn. Meira »

Mega heita Júlíhuld og Gígur

10.9.2015 Íslenskar stúlkur mega ekki heita Alexstrasza. Þær mega aftur á móti heita Alexstrasa. Beiðni um báða rithættina barst mannanafnanefnd. Íslenskir drengir mega ekki bera nafnið Bjarkarr. Meira »

60% vill rýmka reglur um mannanöfn

6.8.2015 Niðurstaða könnunar sem innanríkisráðuneytið lét vinna er að 60% svarenda vilja að reglur um mannanöfn verði rýmkaðar. Tæp 20% eru hlutlausir og 20% svarenda eru andvígir því að reglur verði rýmkaðar. Meira »

Eileiþía og Remek samþykkt

20.7.2015 Íslenskar stúlkur mega ekki heita Eileithyia. Þær mega hins vegar fá nafnið Eileiþía. Beiðni um báða rithættina barst mannanafnanefnd. Meira »

Mannanöfn, áfengi og breytt klukka

10.7.2015 Fyrir utan þingmál á nýafstöðnu löggjafarþingi sem kalla má hefðbundin voru nokkur slík sem vöktu sérstaka athygli fyrir þær sakir að vera á einhvern hátt öðruvísi. Bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Meira »

Indí, Hleiður, Aríana og Móa á mannanafnaskrá

10.6.2015 Nöfnin Indí, Hleiður, Aríana og Móa eru meðal þeirra sem mannanafnanefnd hefur fært á mannanafnaskrá.  Meira »

Drengir mega heita Líam

26.5.2015 Mannanafnanefnd hefur fært karlmannsnafnið Líam á mannanafnaskrá. Erindið barst nefndinni þann 15. apríl sl. og var úrskurðurinn kveðinn upp þan 24. apríl sl. Hann var aftur á móti ekki birtur fyrr en í dag. Meira »

Má ekki heita Prinsessa

19.5.2015 Mannanafnanefnd hefur hafnað því að skrá kvenmannsnöfnin Prinsessa og Gail í mannanafnaskrá en samþykkt nafnið Tíalilja. Karlmannsnöfnin Kvasir og Góði voru samþykkt en nafninu Ethan var hafnað. Meira »

Lín Skuld, Lotta Fönn og Lind Ýr

18.4.2015 Nöfnin Rita Lín, Lín Skuld, Sól Hlíf, Lotta Fönn, Lind Ýr og Mist Eik koma öll til greina sem samsett nöfn fyrir stúlkubörn. Meira »

Mói fær samþykki en Builien hafnað

30.3.2015 Mannanafnanefnd samþykkti nýverið nöfnin Aðalvíkingur og Mói en hafnaði hins vegar beiðni um eiginnafnið og einnig millinafnið Builien. Meira »

Hafnaði Eilithya

27.2.2015 Mannanafnanefnd hefur hafnað kvenkyns eiginnafninu Eilithya. Í úrskurði nefndarinnar segir að ritháttur þess sé ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og þá uppfyllir nafnið ekki skilyrði nefndarinnar varðandi hefð. Meira »

Höfnuðu Joakim Hemmert

29.1.2015 Mannanafnanefnd hefur kveðið upp úrskurð. Íslenskir ríkisborgarar af karlkyni fá ekki að bera nafnið Joakim Hemmert. Heimilt er hins vegar fyrir konur að bera nöfnin Kala, Sivía og Morgunsól og karla að bera nöfnin Sæbjartur og Viðjar. Meira »

Fær ekki að heita Huxland

16.1.2015 Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um Huxland sem eiginnafn karlmanns. Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið líti út eins og millinafn eða ættarnafn auk þess sem land sé hvorugkynsorð og brjóti það í bága við íslenskt málkerfi að hvorugkynsnafnorð sé notað sem eiginnafn. Meira »

Mega heita Bláklukka og Súlamít

11.12.2014 Mannanafnefnd hefur samþykkt kvenkyns eiginnöfnin Súlamít, Bláklukka, Viglín, Lýra, Míla og Heida. Þá hefur nefndin einnig samþykkt millinafnið Hrafnfjörð. Verður þessum nöfnum bætt á mannanafnaskrá. Meira »

Eldþóra Skjöld Franksdóttir í lagi

4.11.2014 Mannanafnanefnd kom saman fyrir helgi og samþykkti nokkur nöfn. Á meðal þeirra er kvenkyns eiginnafnið Eldþóra, millinafnið Skjöld og föðurkenningin Franksdóttir. Að því sögðu er ekkert því til fyrirstöðu að karlmaðurinn Frank nefni dóttur sína Eldþóru Skjöld Franksdóttur. Meira »

Má heita Kamal en ekki Clinton

20.10.2014 Mannanafnanefnd hafnaði 10 nöfnum af þeim 15 sem tekin voru fyrir í októbermánuði.  Meira »

Náð hlýtur náð en ekki Míriel

8.9.2014 Mannanafnanefnd mætti enn einni áskoruninni á dögunum þegar fundað var um nöfnin Óðný, Brynmar, Náð og Míriel.  Meira »

„Clinton“ var hafnað

19.8.2014 Lótus, Amil og Ermenrekur eru meðal eiginnafna sem samþykkt voru af á fundi mannanafnanefndar þann 30. júlí. Umsóknum um millinafnið Clinton og eiginnafnið Diamond var hinsvegar hafnað. Meira »