Manndráp á Hagamel

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

18.1. Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

„Kvalafullt ofbeldi í margar mínútur“

8.1. Fulltrúi ákæruvaldsins sagði fyrir Landsrétti í dag að ljóst væri að Khaled Cairo hefði af ásetningi orðið Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í Reykjavík í september 2017, en Cairo áfrýjaði 16 ára fangelsisdómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll í apríl á síðasta ári, til Landsréttar. Meira »

Telur aðra hafa valdið dauða Sanitu

8.1. „Hvar er hann? Hver er hann? Hann er horfinn,“ sagði Khaled Cairo fyrir Landsrétti í morgun þegar farið var yfir framburð hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann var dæmdur í 16 ára fangelsi 18. apríl á síðasta ári fyrir að myrða Sanitu Brauna í íbúð við Hagamel í Reykjavík í september 2017. Meira »

Málflutningur hefst í morðmáli

8.1. Málflutningur hefst í dag í Landsrétti í máli Khaled Cairo sem dæmdur var í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl á síðasta ári, að frádregnu gæsluvarðhaldi, fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í íbúð við Haga­mel í Reykja­vík í september 2017. Meira »

Khaled Cairo áfrýjar 16 ára dómi

8.5. Khaled Cairo sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Cairo, í samtali við mbl.is Meira »

„Hrottafengin og langvinn árás“

18.4. Hafið er yfir allan vafa að Khaled Cairo hafi veist að Sanitu Brauna að kvöldi 21. september á síðasta ári með því að slá hana ítrekað í höfuðið með bæði flösku og slökkvitæki. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en Cairo var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að valda dauða Sanitu. Meira »

Dæmdur í 16 ára fangelsi

18.4. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Khaled Cairo í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í Reykjavík í september í fyrra. Hann var ennfremur dæmur til þess að greiða vel á þriðja tug milljóna í skaðabætur til aðstandenda og málskostnað auk dráttarvaxta. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

21.3. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

21.3. „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Telja Cairo sakhæfan

21.3. Tveir geðlæknar báru vitni fyrir dómi í dag og lýstu þeir því báðir að Khaled Cairo væri sakhæfur. Annar geðlæknirinn taldi líklegt að hlátur Cairo við skýrslutöku væri varnarviðbrögð frekar en geðrof eða eitthvað slíkt. Meira »

„Hann var alveg brjálaður“

21.3. „Hann var alveg brjálaður þegar ég opnaði dyrnar,“ sagði vitni sem kom að Hagamel kvöldið sem Sanita Braune lést síðasta haust. Maðurinn ætlaði að hitta Sanitu en þau höfðu átt í sambandi. Meira »

Sagði að hún hefði átt þetta skilið

21.3. Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, sem fór með rannsókn málsins þegar Sanita Brauna var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði að ákærði hefði verið óvenju glaðlegur við skýrslutökur vegna málsins. Meira »

Ákærði hótaði vitni öllu illu

21.3. Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna. Meira »

Skoðaði samskipti Sanitu fyrr um kvöldið

23.2.2018 Khaled Cario, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í september á síðasta ári skoðaði tölvu hennar kvöldið umrædda áður en Sanita kom heim. Þar hafi hann séð að Sanita átti í samskiptum við aðra karlmenn og segist hann hafa tryllst. Meira »

Fá yfirmatsmenn í Hagamelsmál

21.12.2017 Tveir dómskvaddir yfirmatsmenn hafa verið fengnir til að annast yfirmat á sakhæfi Khaled Cairo, 38 ára gamals Jemena, sem ákærður er fyrir morðið á Sanitu Brauna á Haga­mel í sept­em­ber. Meira »

Neitar sök í Hagamelsmáli

20.12.2017 Khaled Cairo, 38 ára gamall Jemeni sem ákærður er fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september, neitar sök í málinu. Þetta kom fram við þingfestingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakaneitunin beinist fyrst og fremst að því að hann hafi verið ósakhæfur á verknaðarstundu. Meira »

Sló Sanitu með flöskum og slökkvitæki

18.12.2017 Erlendur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir manndráp á Sanitu Brauna á Hagamel fimmtudaginn 21. september. Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi slegið Sanitu ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem var tæplega 10 kíló. Meira »

Búið að ákæra vegna morðsins á Sanitu

15.12.2017 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna morðsins á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettalandi sem myrt var á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september. Maður sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann er ákærður fyrir manndráp. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12.12.2017 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Sagði Ísland öruggasta land í heimi

5.11.2017 Sanita Brauna, sem var myrt á Hagamel í lok september, var svo hrifin af Íslandi að hér vildi hún vera áfram næstu árin. Hún hafði áform um að fá dóttur sína til sín hingað til lands og vildi læra íslensku til að aðlagast samfélaginu betur. Elsta dóttir hennar ræddi við Sunnudagsblaðið um sorgina og þakklætið í garð allra sem aðstoðuðu fjölskylduna á erfiðum tímum. Meira »

Í varðhaldi í fjórar vikur

27.10.2017 Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið konunni Sanitu Braune að bana á Hagamel 21. september var framlengt um fjórar vikur í dag. Meira »

Rannsókn á manndrápi á Hagamel lokið

25.10.2017 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettlandi, er lokið.  Meira »

Veitti höfuðhögg með slökkvitæki

6.10.2017 Maðurinn sem hefur verið í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa ráðist á Sanitu Brauna í Vesturbænum 21. september, hefur játað að hafa veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Í tilkynningu kemur fram að rannsókn málsins miði vel og verður málið sent héraðssaksóknara að rannsókn lokinni. Meira »

„Mikilvægt að muna hver hún var“

30.9.2017 Stofnaður hefur verið stuðningsreikningur fyrir fjölskyldu Sanitu Brauna sem myrt var á Hagamel fyrir rúmri viku. Vinnufélagar hennar segjast viðhorf hennar til lífsins hafa einkennst af jákvæðni. Fjölskyldan segir hana hafa gert allt fyrir börnin sín þrjú og hjartað hafi alltaf verið í Lettlandi. Meira »

Í varðhald í fjórar vikur

29.9.2017 Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið konunni Sanitu Braune að bana á Hagamel 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Varðhaldið gildir til 27. október. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þessa kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hinn grunaði „þokkalega samvinnufús“

28.9.2017 Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir er­lend­um karlmanni á fer­tugs­aldri sem er grunaður um að hafa veitt Sanita Brauna, 44 ára, frá Lett­landi áverka sem leiddu til dauða henn­ar. Meira »

Lést í kjölfar árásar

25.9.2017 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

25.9.2017 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

24.9.2017 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

22.9.2017 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »