Mannrán í Noregi

Anne-Elisa­beth Fal­kevik Hagen var rænt af heimili sínu 31. október 2018 en fyrst var greint frá því opinberlega 9. janúar 2019. 

Er hún enn á lífi?

21.1. Norska lögreglan hefur í tvo og hálfan mánuð rannsakað hvarf Anne-Elisabeth Hagen. Enn er stórum spurningum ósvarað: Hver rændi henni? Hvar er hún? Er hún enn á lífi? Við erum engu nær varðandi það segir lögreglustjóri í austurumdæmi lögreglunnar, Steven Hasseldal, í samtali við VG. Meira »

Nýtt öryggiskerfi kvöldið áður

18.1. Sá sem setti upp nýtt öryggiskerfi á heimili Anne-Elisabeth Hagen er væntanlega sá síðasti sem sá hana áður en hún hvarf að því er fram kemur í frétt VG. Starfsmaður Verisure var á heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi um áttaleytið kvöldið áður. Meira »

Sá grunsamlegan bíl daginn sem Hagen hvarf

16.1. Nágranni Hagen-hjónanna sá grunsamlegan bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt. Frá þessu greinir norska dagblaðið Verdens Gang og segir nágrannann hafa látið lögreglu vita. Meira »

Hótanir, leiðbeiningar og kúgun

14.1. Bréfið sem fannst inni á heimili Anne-Elisabeth og Tom Hagen eftir að henni var rænt getur skipt sköpum í rannsókn málsins segja sérfræðingar sem norska ríkissjónvarpið hefur leitað til. Þar er að finna hótanir, leiðbeiningar og kröfu um greiðslu lausnarfjár. Meira »

Hvolpurinn gæti leikið stórt hlutverk

12.1. Hvolpur Anne-Elisabeth Falkevik Hagen gæti nú leikið mikilvægt hlutverk í rannsókn á hvarfi Falkevik Hagen. Hvolpurinn, sem er af whippet-tegund, var læstur inni í herbergi þegar eiginmaður Hagen, auðkýfingurinn Tom Hagen, kom heim daginn sem eiginkona hans var numin á brott af heimili sínu. Meira »

350 ábendingar á einum sólarhring

12.1. Um 350 ábendingar hafa borist lögreglunni í Noregi frá því í gær og einn verið yfirheyrður í tengslum við mannránsmál sem þar er til rannsóknar. Í heild hafa yfirvöldum borist yfir 500 ábendingar frá almenningi vegna málsins, segir í umfjöllun Verdens gang. Meira »

„Höfum haft mannrán á dagskránni“

11.1. Norska rannsóknarlögreglan Kripos hefur um nokkurt skeið óttast að til mannráns kæmi. Deildarstjóri taktískrar rannsóknardeildar þar á bæ ræddi við mbl.is í dag. Mál Hagen-hjónanna er algjört forgangsmál hjá lögreglunni. Meira »

Hafa borist 150 ábendingar

11.1. Norska lögreglan hefur fengið um 150 ábendingar í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 68 gömlu Anne-Elisabeth Hagen eftir að hafa birt upptöku úr eftirlitsmyndavél fyrir utan skrif­stofu Toms Hagen, eig­in­manns Anne-Elisa­beth. Meira »

Vinnustaðurinn mögulega vaktaður

10.1. Norska lögreglan hefur óskað eftir því að ná tali af þremur manneskjum í tengslum við hvarf Anne-Elisa­beth Fal­kevik Hagen. Meira »

Varað við fleiri mannránum

10.1. Lögreglan sem fer með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefur sent viðvörun til allra lögregluumdæma Noregs þar sem varað er við því að mögulega sé hætta á fleiri mannránum. Nokkur bréf fundust á heimili Hagen-hjónanna frá mannræningjunum og eru þau til rannsóknar hjá málvísindafólki. Meira »

Greiða ekki lausnargjaldið

9.1. Fjölskylda Anne-Elisabeth Falkevik Hagen fer að ráðum lögreglunnar og ætlar ekki greiða lausnargjaldið sem mannræningjar hennar hafa krafist. Þetta kom fram í máli Svein Holden, lögfræðings fjölskyldunnar, á blaðamannafundi í Ósló í dag. Hann sagði ákvörðunina hafa verið fjölskyldunni mjög þungbær. Meira »

„Ekki greiða lausnarféð“

9.1. „Ekki greiða lausnarféð, voru ráðin sem við gáfum fjölskyldunni,“ segir Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Tíu vikur eru frá því að henni var rænt af heimili sínu skammt fyrir utan Ósló. Fyrst var greint opinberlega frá því í morgun. Meira »

Norskri konu rænt

9.1. Norskri konu á sjötugsaldri, Anne-Elisabeth Falkevik, var rænt fyrir tíu vikum og krefjast mannræningjarnir þess að eiginmaður hennar, Tom Hagen, greiði 85,9 milljónir norskra króna, sem svarar til 1,2 milljarða íslenskra króna, í lausnargjald. Meira »