Markaðsmisnotkunarmál Glitnis

Héraðssak­sókn­ari hef­ur gefið út ákæru í markaðsmis­notk­un­ar­máli Glitn­is, en þar er ákært fyr­ir meinta markaðsmis­notk­un og umboðssvik fyr­ir hrun bank­ans. Ákærðir í mál­inu sam­kvæmt eru Lár­us Weld­ing, fyrr­um banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta, auk þeirra Jónas­ar Guðmunds­son­ar, Val­g­arðs Más Val­g­arðsson­ar og Pét­urs Jónas­son­ar sem voru starfsmenn bankans.

Mun áfrýja dómnum

2.3.2018 Reimar Pétursson, lögmaður Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis, sagðist munu áfrýja 12 mánaða fangelsisdómi yfir Jóhannesi. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Meira »

Allir sakfelldir í Glitnismáli

2.3.2018 Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var ekki gerð refsing í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Meira »

Dómur í Glitnismáli á morgun

1.3.2018 Á morgun verður kveðinn upp dómur í héraðsdómi í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en í því voru fimm starfsmenn bankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og einn auk þess fyrir umboðssvik. Aðalmeðferð málsins fór fram frá 17. janúar til 2. febrúar. Meira »

„Þetta var ekki viðskiptavakt“

2.2.2018 Saksóknari og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis tókust á um nokkur efnisatriði málsins eftir hádegi í dag. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, sagði sólarljós hafa skinið á viðskipti Glitnis með eigin bréf. Þau hafi verið formleg viðskiptavakt, tilkynnt til Kauphallar. Meira »

Aðkoman með minnsta móti

2.2.2018 Verjendur þriggja fyrrum starfsmanna deildar eigin viðskipta Glitnis, sem ákærðir eru fyrir að hafa framkvæmt markaðsmisnotkun með kaupum á hlutabréfum í bankanum sjálfum, héldu málflutningsræður sínar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir kröfðust þeir sýknu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Meira »

Grundvallarmunur á málunum þremur

1.2.2018 „Það er grundvallarmunur á máli Glitnis og Landsbankans og Kaupþings,“ sagði Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar. Það væri óhrekjanleg staðreynd að Glitnir hefði verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutabréfum. Meira »

Ekki hægt að sakfella sjálfkrafa

1.2.2018 Ekki er hægt að sakfella Lárus Welding sjálfkrafa fyrir markaðsmisnotkun á kauphlið einungis vegna þess að aðrir bankastjórar hafa verið sakfelldir í sambærilegum málum, að sögn Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, sem flutti varnarræðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

„Skólabókardæmi um sýndarviðskipti“

1.2.2018 Ekki er krafist frekari refsingar yfir Lárusi Welding vegna markaðsmisnotkunarmáls Glitnis. Hann hefur þegar hlotið dóma í öðrum málum sem fylla út í refsirammann. Meira »

Sagðist viss um samþykki stjórnar

24.1.2018 Hörður Felix Harðarson, fyrrum yfirlögfræðingur Glitnis og ritari stjórnar, sagði mögulegt það hafi „farist fyrir“ að bóka samþykki stjórnar um lánveitingar til fjórtán lykilstarfsmanna bankans í fundargerð, sem hann sá um að rita. Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli bankans lauk í dag. Meira »

„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

23.1.2018 Sambærileg lán höfðu verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum. Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Hvatakerfi en ekki markaðsmisnotkun

23.1.2018 Nokkrir fyrrum lykilstarfsmenn Glitnis, sem fengu há lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum árið 2008, lýstu því fyrir dómi að þeir hefðu álitið lánveitingarnar hluta af starfskjörum sínum. Meira »

Bankinn verið „raunveruleikafirrtur“

22.1.2018 Stjórnarmenn í Glitni höfðu mismikla vitneskju um lán til fjórtán starfsmanna bankans í maí árið 2008. Þeir sem komu fyrir héraðsdóm í dag voru þó nokkuð sammála um að útfærslu á umbunarkerfi hefði verið að ræða. Einn sagðist hafa orðið „sjokkeraður“ yfir því að engin veð voru á móti lánunum. Meira »

„Það var engu lofað“

22.1.2018 Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta hjá Glitni, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun. Hann sagðist ekki hafa haft bein afskipti af störfum undirmanna sinna sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefði hann engin loforð fengið frá lögreglu um að sleppa við ákæru í málinu. Meira »

Sérstakur í keppni í sakfellingum

22.1.2018 Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, sagði fyrir Héraðdómi Reykjavíkur í morgun að embætti sérstaks saksóknara væri í eins konar keppni í sakfellingum og byggi til nýjar túlkanir á því sem hefðu verið almennir starfshættir í íslensku viðskiptalífi. Meira »

Ekki samið um fráfall sakargifta

19.1.2018 Grímur Grímsson bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í dag. Hann sagðist ekki telja það rétt að lögregla hefði hlustað á símtöl verjanda og sakbornings í málinu. Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, sagðist alltaf hafa talið Glitni vera með viðskiptavakt með eigin bréfum. Meira »

Vildi fá ennþá hærra lán

19.1.2018 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

19.1.2018 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18.1.2018 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

18.1.2018 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17.1.2018 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

17.1.2018 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

17.1.2018 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

17.1.2018 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

17.1.2018 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Aðalmeðferðin hefst í janúar

22.9.2017 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst 17. janúar. Þetta var ákveðið þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fram kom í máli saksóknara að gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin taki styttri tíma en í sambærilegum málum hinna bankanna sem féllu í hruninu. Meira »

„Snýst um að koma þessu upp í Hæstarétt“

3.5.2017 Verjendur ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fóru í dag fram á að saksóknari myndi afhenda 10 skjöl sem vörnin telur mikilvæg fyrir rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Meira »

Hafnar kröfu Lárusar og Jóhannesar

21.12.2016 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að aflað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins hvort það samrýmist ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins um innherjasvik og markaðsmisnotkun að fjármálafyrirtæki haldi uppi svokallaðri óformlegri viðskiptavakt með eigin bréf. Meira »

Dómari tekur tímabundið við máli

15.12.2016 Nýr dómsformaður hefur tekið við markaðsmisnotkunarmáli Glitnis eftir að dómsformaður ákvað að víkja frá málinu í byrjun desember. Nýi dómsformaðurinn tekur þó aðeins við málinu tímabundið og mun það færast til þriðja dómarans, sem áður var líka dómsformaður. Meira »

Dómari víkur í Glitnismáli

2.12.2016 Dómsformaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefur vikið sæti í málinu með úrskurði sínum í dag. Verjendur í málinu höfðu gert athugasemdir við Sigríður Hjaltested héraðsdómari væri dómsformaður þar sem eiginmaður hennar hafi verið starfsmaður bankans á þeim tíma sem meint brot ákærunnar áttu sér stað. Meira »

Nýr dómari í Glitnismáli

12.10.2016 Nýr dómari hefur tekið við sem dómsformaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það er Sigríður Hjaltested héraðsdómari. Áður hafði Arngrímur Ísberg verið settur sem dómari í málinu og setið þingfestingu og nokkrar fyrirtökur. Meira »