Marple-málið

Í Marple-mál­inu eru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaupþings, ákærð fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, er ákærður fyr­ir hlut­deild í fjár­drætti og umboðssvikum Hreiðars Más og Guðnýj­ar Örnu og Skúli er ákærður fyr­ir hylm­ingu.

Marple-mál: Sakfelldir en engin refsing

14.2. Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, voru í dag sakfelldir fyrir fjárdrátt í Landsrétti í Marple-málinu svokallaða, líkt og í dómi héraðsdóms. Hins vegar var refsing felld niður, en Magnús hafði fengið 18 mánaða dóm í héraði og Hreiðar 12 mánuði. Meira »

Hreiðar Már áfrýjar í Marple-máli

5.7.2017 Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings og eins sakborninga í Marple-málinu svonefnda, segir að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær verði áfrýjað. Hann segir efnislega niðurstöðu dómsins ranga í öllum atriðum. Meira »

Í fyrsta sinn út fyrir refsirammann

4.7.2017 Þynging refsingar Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, umfram refsihámark ákvæðis hegningarlaga um fjárdrátt, á sér ekkert fordæmi í hrunmálunum svonefndu. Þetta segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. Héraðssaksóknari segir dóminn geta haft áhrif á önnur hrunmál. Meira »

Aftur dæmdir í fangelsi í Marple-máli

4.7.2017 Helstu sakborningar í Marple-málinu svokallaða voru aftur dæmdir í fangelsi í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrri dómur héraðsdóms var ómerktur því einn dómenda var úrskurðaður vanhæfur vegna ummæla hans og athafna á samfélagsmiðlum. Málið snýst um átta milljarða færslu til félagsins Marple. Meira »

Önnur umferð Marple-málsins hafin

8.6.2017 Aðalmeðferð í annað skiptið í Marple-málinu svokallaða hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Allir hinna ákærðu í málinu voru viðstaddir þinghaldið. Áætlað er að aðalmeðferðin muni taka fimm daga. Áður hafði héraðsdómur dæmt tvo fyrrum starfsmenn Kaupþings í fangelsi og einn viðskiptavin bankans. Meira »

Marple-málið 2.0 hefst í næstu viku

1.6.2017 Aðalmeðferð í annað skiptið í Marple-málinu svokallaða hefst í næstu viku og mun taka fimm daga, en það er jafn langt og aðalmeðferðin tók í fyrra skiptið. Málið var upphaflega flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í september árið 2015 og féll dómur í október sama ár. Meira »

Marple-málið á dagskrá á ný í júní

11.5.2017 Skýrslutökur af ákærður í Marple-málinu svokallaða fara fram 8. og 9. júní og skýrslur verða teknar af vitnum í framhaldi af því. Gert er ráð fyrir því að málflutningur hefjist þriðjudaginn 13. júní en fyrirtaka var í málinu í morgun. Meira »

Marple komið strax aftur á dagskrá

10.3.2017 Aðeins tveimur vikum eftir að Hæstiréttur ógilti niðurstöðu héraðsdóms í Marple-málinu og vísaði því aftur í hérað er það komið á dagskrá dómstólsins. Fyrsta fyrirtaka málsins að nýju fór fram í dag, en ekki þarf að þingfesta málið þar sem slíkt hafði áður verið gert. Meira »

„Þungbært“ að sjá brot á mannréttindum

23.2.2017 „Við erum að sjálfsögðu ánægð með niðurstöðu Hæstaréttar. Á sama tíma er þungbært að horfa upp á að þessi grundvallarmannréttindi hafi verið brotin á fólki fyrir héraðsdómi,“ segir Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Marple-málinu. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Marple-dóminn

23.2.2017 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og fleiri aðilum, hefur verið ómerktur af Hæstarétti. Meira »

Ásýnd dómara öðlast meira vægi

9.2.2017 Ásýnd dómara í íslensku réttarkerfi hefur öðlast meira vægi, og gerðar eru meiri kröfur um að þeir séu trausts síns verðugir. Þetta sagði Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrir Hæstarétti í morgun. Meira »

Verður Marple-málið sent aftur í hérað?

8.2.2017 Á morgun er Marple-málið svokallaða á dagskrá Hæstaréttar Íslands. Ekki er þó um að ræða eiginlega málsmeðferð þess fyrir dómstólnum, heldur verður einungis tekist á um eina málsástæðu, það er meint vanhæfi sérfróðs meðdómara málsins. Meira »

Marple-málið á dagskrá Hæstaréttar

27.12.2016 Marple-málið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar, en það verður flutt föstudaginn 3. mars á næsta ári. Í október á þessu ári voru tveir fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi og einn af stærri viðskiptavinum bankans dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og fjárdrátt og hlutdeild í þeim brotum. Meira »

Fellur frá upptökukröfu

6.7.2016 Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá upptökukröfu á eignum Skúla Þorvaldssonar fjárfestis og fjögurra erlendra félaga sem eru í eigu hans og systur hans. Um er að ræða fjármuni sem voru kyrrsettir að beiðni sérstaks saksóknara í júnímánuði árið 2011. Meira »

962 milljónir af 6,65 milljörðum

9.10.2015 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu ákæruvaldsins í Marple-málinu svokallaða um að gera upptækar allar eignir Marple Holding í Banque Havilland bankanum í Lúxemborg. Nam upphæðin um 962 milljónum króna, en það er aðeins um 14% af þeim 6,65 milljörðum sem sérstakur saksóknari hafði kyrrsett. Meira »

Magnús í 18 mánaða fangelsi

9.10.2015 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Marple-málinu svokallaða í dag. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, var dæmdur í sex mánaða fangelsi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­um bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Meira »

Meðdómarinn ekki vanhæfur

7.10.2015 Ásgeir Brynjar Torfason, meðdómari í Marple-málinu er ekki talinn vanhæfur til að dæma í málinu samkvæmt úrskurði dómsformanns, Símonar Sigvaldasonar héraðsdómara. Þetta kom fram við uppkvaðningu úrskurðar í dag. Meira »

Dregur óhlutdrægni meðdómara í efa

6.10.2015 Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir meðdómara í Marple-málinu telja fjármálahrunið vera táknmynd spillingar og að ummæli hans í grein í Fréttablaðinu ásamt dreifingu á fréttum af Kaupþingsmálum benda til vanhæfi hans til að dæma í málinu. Meira »

Vill að meðdómari víki í Marple-máli

5.10.2015 Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, hefur farið fram á að meðdómari í Marple-málinu víki sæti í málinu, en dómsuppkvaðning var áformuð á föstudaginn. Þetta hefur mbl.is fengið staðfest. Verði fallist á kröfuna þarf að endurtaka aðalmeðferð, en hún tók eina viku í dómsal. Meira »

Marple dómur eftir sléttar 4 vikur

11.9.2015 Dómsuppsaga í Marple málinu mun fara fram eftir sléttar fjórar vikur, eða föstudaginn 9. október. Aðalmeðferð málsins kláraðist í dag, en hún tók heila viku. Meira »

Óskuðu gagna af skrifstofu Hreiðars

11.9.2015 Ekki er rétt að embætti saksóknara hafi vanrækt það að kanna hvort skjöl hefðu verið á skrifstofu fyrrum forstjóra Kaupþings sem gætu tengst Marple-málinu. Þetta sagði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari málsins, í lok réttarhaldanna. Skúli Þorvaldsson gagnrýndi þá umfjöllun fjölmiðla af málinu. Meira »

Mátti ekki fjárfesta á Íslandi

11.9.2015 Skúli Þorvaldsson, fjárfestir og einn hinna ákærðu í Marple-málinu, mátti ekki fjárfesta á Íslandi með fjármunum þeirra félaga sem höfðu orðið fyrir kyrrsetningu. Taldi embætti sérstaks saksóknara það ekki nægjanlega tryggt. Meira »

Fóru öll fram á sýknu í Marple-máli

11.9.2015 Allir ákærðu í Marple-málinu hafa farið fram á sýknu í málinu, en embætti sérstaks saksóknara ákærði fyrir fjárdrátt, umboðssvik, peningaþvætti og hylmingu. Talsverður munur er á grundvallaratriðum í málflutningi Arnþrúðar Þórarinsdóttur, saksóknara og verjenda í málinu. Meira »

„Þetta mál að fara í vaskinn“

11.9.2015 Þrátt fyrir að alvarleiki sé í almennt í aðalhlutverki í dómsölum geta stundum komið upp skrautlegar aðstæður sem fá jafnvel bæði saksóknara og verjendur til að skella upp úr. Slíkt atvik kom upp í Marple-málinu í dag. Meira »

Eins og þeir hafi orðið vitstola

10.9.2015 „Ákæruvaldið lokar augunum fyrir því hvert fjármunirnir runnu og hverjir hagsmunirnir væru,“ segir verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, en hann telur saksóknara hafa ákært í málinu án skynsamlegrar ástæðu fyrir því að ráðstöfun fjármuna í málinu hafi verið ólögleg. Meira »

Engin leynd, „vitað um allan bankann“

10.9.2015 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, fór mikinn í málflutningi sínum í Marple-málinu og réðst hart að framkvæmd rannsóknar og saksóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Sagði hann að umbjóðandi sinn hefði misst vinnuna, þurft að flytjast úr landi og haft ásakanir hangandi yfir sér undanfarin 5 ár. Meira »

Kaupþing mótmæli upptöku eigna

10.9.2015 Lögmaður slitabús Kaupþings óskaði eftir að bóka sérstök mótmæli við upptökukröfu sérstaks saksóknara gegn félaginu Marple, en Kaupþing er meintur brotaþoli í málinu. Þessi sérstaka aðstaða kom upp þar sem upptökukröfur ganga sjálfkrafa til ríkissjóðs, en Kaupþing á kröfu á hendur þrotabúi Marple. Meira »

Ætti að taka mið af Exeter-dómi

10.9.2015 Við ákvörðun mögulegrar refsingar í Marple-málinu ætti að horfa til dómafordæmis þar sem sakfelldir fengu fjögurra og hálfs árs dóm fyrir mun lægri upphæð en um ræðir í þessu máli. Þetta sagði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, í málflutningi sínum í dag, en þar var vísað til Exeter-málsins. Meira »

Engin fordæmi fyrir umfangi brotanna

10.9.2015 Saksóknari í Marple-málinu svokallaða fer fram á öllum ákærðu í málinu verði gerð refsing, en við málflutning var sérstaklega tiltekið að horft yrði til hegningarauka fyrir þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrum forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Meira »

Greiðir skatt af kyrrsettum eignum

9.9.2015 Frysting eigna hefur verið talsvert íþyngjandi og haft mikil áhrif. Þetta sagði Katrín Þorvaldsdóttir, systir Skúla Þorvaldssonar, eins hinna ákærðu í Marple-málinu, en eignir félaga Skúla voru kyrrsettar og farið fram á upptöku þeirra. Katrín á hlut í tveimur félögum en fær ekki afhendar eignir þeirra. Meira »