Matreiðslubækur

Kampavínsbiblían komin út

1.2. Nýverið kom út bókin Champagne: A Sparkling Discovery sem engir „búblu-aðdáendur“ ættu að láta fram hjá sér fara. Tilvalin gjöf handa þeim sem á allt og elskar búblur í glasi. Meira »

Lasanjað sem Guðrún Sóley elskar

17.1. „Lasanja á að vera mikil bragðveisla þar sem hvert lag færir þér eitthvað nýtt og spennandi. Þessa uppskrift tók mörg ár að stilla til og betrumbæta en ég get með sannfæringu sagt að hér sé á ferðinni gómsætt og einfalt lasanja við allra hæfi.“ Meira »

Allt sem þú þarft að vita um ketó og föstur

4.1. Út er komið tæplega 400 hundruð blaðsína bók eftir sjálfan Gunnar Má Sigfússon um ketó. Um er að ræða bók sem inniheldur gríðarlegt magn upplýsinga og leiðbeininga um ketó mataræðið enda sjálfsagt fáir fróðari en Gunnar um mataræðið. Meira »

Martha Stewart og Jane Austen í eina sæng

4.1. Hvað eiga Matha Stewart og Jane Austin sameiginlegt fyrir utan kynferðið? Uuuu... jú - þær eru báðar höfundar nýjustu útgáfu Hroka og hleypidóma sem Penguin Random House gaf út á dögunum og inniheldur uppskriftarskreytta útgáfu bókarinnar. Meira »

Disney plokkfiskur sem krakkarnir elska

17.12. Plokkfiskur klikkar aldrei og hér erum við með uppskrift úr Stóru Disney uppskriftabókinni sem kom út á dögunum og er algjörlega að slá í gegn. Uppskriftin er einföld og hugsunin er að krakkarnir geti því sem næst eldað þetta sjálf - ef þau fá smá aðstoð með það erfiðasta. Meira »

Pönnukökurnar sem Pétur getur ekki verið án

15.12. Þessar forkunnarfögru pönnukökur eru úr smiðju Tobbu Marínós og eru ein fjölmargra uppskrifta sem prýða Matreiðslubók Mikka sem kom út á dögunum. Meira »

Bókin sem öll börn verða að eignast

13.12. Undirrituð er mögulega ögn hlutdræg þegar kemur að þessari bók enda í senn mikill aðdáandi Tobbu Marínós og hetjanna frá Disney. Hér erum við að tala um nýju Disney-matreiðslubókina sem nýtur mikilla vinsælda nú fyrir jólin og verður eflaust í fjölmörgum jólapökkum. Meira »

Vinsælustu uppskriftir Grillmarkaðarins komnar út í bók

27.11. Bókin er óður til Grillmarkaðarins og er sett upp á sama hátt og ferðalag um veitingastaðinn. Í henni má finna vinsælustu rétti staðarins í bland við uppáhaldsrétti Hrefnu Rósu Sætran. Meira »

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

18.11. Morgunverðarvöfflur eins og þær gerast bestar! Hér er það engin önnur en Chrissy Teigen sem deilir uppskrift úr bók sinni Cravings: Hungry for more sem kom út á dögunum. Uppskriftin er alveg hreint upp á tíu og sannarlega til þess fallin að gera sunnudaginn enn betri. Meira »

Ekkert meinlæta megrunarfóður hér á ferð

15.11. Á dögunum kom út bókin Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar vegan-uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt eftir fjölmiðlakonuna Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur. Meira »

Guðrún Sóley gefur út matreiðslubók

22.10. Það heyrir ætíð til tíðinda þegar fjölmiðlastjörnur landsins fleygja sér fram á ritvöllinn og skella í góða bók.   Meira »

Harissa-lambasteik úr nýjustu bók Nönnu

11.10. Hér gefur að líta uppskrift úr nýjustu bók Nönnu Rögnvaldar, Beint úr ofninum, en uppskriftin er í miklu uppáhaldi hjá Nönnu. Hún segir lambainnralæri henta ágætlega til fljótlegrar steikingar í ofni, nema hvað tíminn sem það þarf er svo stuttur að það nái varla að brúnast almennilega og liturinn getur orðið óspennandi. Meira »

Nanna með nýja bók

11.10. Út er komin bókin Beint í ofninn eftir Nönnu Rögnvaldardóttur sem sjálfsagt þarf ekki að kynna fyrir neinum.  Meira »

Bestu brauðbollur í heimi

2.9. Ef þið viljið baka algjörlega skothelt brauð sem er súper einfalt og fáránlega gott á bragðið, þá mæli ég með þessum dýrindisbollum. Þessar eru langbestar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum. Algjört dúndur! Meira »

Ofureinfaldar og undurfagrar bollakökur

1.9. Það er bara eitthvað við Kinder Bueno sem gerir það að verkum að það er einstaklega erfitt að hætta að slafra því í sig þegar maður byrjar. Því fannst mér tilvalið að búa til Kinder Bueno-bollakökur sem eru stútfullar af þessu ávanabindandi súkkulaði. Meira »

Heimagert Ferrero Rocher sem sló í gegn

31.8. Konfektið Ferrero Rocher er nánast aldrei til á mínu heimili og það er mjög einföld ástæða fyrir því: Það hverfur á svipstundu! Þannig að ég ákvað bara að búa það til sjálf og sjá hvernig heimilisfólkinu líkaði við það. Meira »