Meðlæti

Ketó meðlætið sem ærir mannskapinn af gleði

13.2. Það kemur ekkert í stað þessara stökku ostavöfðu blómkálshnappa sem eru eins einfaldir í framkvæmd og mögulegt er.   Meira »

Blómkálsbaka sem þú verður að smakka

29.1. Blómkál og sveppir eru frábært kombó og smakkast alveg dásamlega vel, sérstaklega ristað í ofni eins og við sjáum hér.   Meira »

Meðlætið sem ærir óstöðuga

27.12. Þetta meðlæti er svo fáránlega spennandi og gott að það mun klárlega stela senunni í veislunni. Hér erum við að tala um rósakál og rjóma.... löðrandi beikon og ost. Hvað er hægt að biðja frekar um? Meira »

Sykurpúðasalat með jólasteikinni klikkar ekki

24.12. Jólahefðirnar eru ýmiskonar en sykurpúðasalat er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt um áður. Egu að síður er það háheilagt í sumum fjölskyldum og þykir sérstaklega gott með hamborgarahryggnum. Það er eitthvað við þessa uppskrift sem er svo snargalið að það eiginlega verður að prófa það. Meira »

Geggjað rauðkálssalat með appelsínum og hnetum

23.12. Þetta salat er kannski tilvalið með jólamatnum en líka með öðrum mat. Hér er rauðkálssalat með appelsínum og hnetum sem er ekki bara bragðgott heldur er það líka svo fallegt á að líta. Meira »

Svaðalegasta meðlæti síðari ára

22.12. Einu sinni var rósakál litið hornauga og af flestum talið harla ómerkilegt. Nú er öldin önnur og allir vildu rósakál kveðið hafa (eða þannig). Grínlaust þá er rósakál geggjað meðlæti sem er ekki lengur gleymda rósin og því ber að fagna. Meira »

Besta kalkúnafyllingin

21.12. Kalkúnafylling er gríðarlega stór og mikilvægur hluti af veislumáltíð og því dugar ekkert hálfkák. Hér erum við með uppskrift þar sem sveppir, smjör, beikon, rjómaostur, kryddjurtir og annað góðgæti spilar saman hina fullkomnu bragðsinfóníu. Meira »

Sígilda sósan Bal­samic beur­re noir

19.12. Hér erum við að tala um beurre noir sem þýðir á frönsku: svart smjör sem vísar til þeirrar aðferðar að brúna smjör. Sósan þykir sérlega góð með fiski og eggjum og er einn af máttarstólpum franskrar sósugerðarlistar. Meira »

Sósan sem mun breyta lífi þínu (og jólunum)

12.12. Margir vilja meina (og ég er ein þeirra) að sósan sé meginuppistaðan í máltíðinni. Þá ekki síst hátíðarmatnum þar sem kjötmeti á það til að vera ráðandi. Meira »

Sjúklegt sætkartöflumeðlæti

9.12. Þegar sætar kartöflur eru annars vegar getur fátt klikkað. Hér eru þær dulbúnar í bragðgóðum rétti með spínati og sýrðum rjóma. Meira »

Hrísgrjón sem gera allar máltíðir betri

5.12. Það má alveg leiða hugann að suðrænni strönd á árstíma sem þessum, þessi réttur ætti að fleyta okkur hálfa leið í það minnsta. Meira »

Magnað kartöflumeðlæti frá Lækninum

24.11. „Það er morgunljóst að kartöflur og ostur passa ótrúlega vel saman,“ segir hinn eini sanni Læknir í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson. Ragnar kættist á dögunum þegar frétt birtist um að væntanlegur væri á markað nýr íslenskur ostur. Meira »

Sveppameðlætið sem fullkomnar matarboðið

17.11. Ef þú vilt prófa brjálæðislega uppskrift að sveppum þá ertu á réttum stað. Sveppir eru hið mesta lostæti með alls kyns mat og hér færðu að smakka hættulega góða uppskrift sem þú einfaldlega verður háð/ur. Meira »

Ómótstæðilegt salat með parmaskinku og melónu

8.11. Megum við kynna ferskasta meðlæti mánaðarins – hentar með öllum mat eða sem forréttur. Það gerist eitthvað stórkostlegt þegar melóna og parmaskinka mætast og bragðlaukarnir vakna úr dvala. Meira »

Mergjað meðlæti: Hvítlauks parmesan kartöflubátar

2.11. Meðlæti, meðlæti, meðlæti... mögulega það mikilvægasta í hverri máltíð og ekki af ástæðulausu. Þessir kartöflubátar eru mögulega það snjallasta (og bragðbesta) sem hefur rekið á fjörur okkar lengi og eru eiginlega skylduréttur í næstu almennilegu kvöldmáltíð. Meira »

Lambakórónur með bestu rauðvínssósu í heimi

26.10. Ef einhver kann að elda þá er það Eva Laufey – sem fullyrðir að þetta sé besta rauðvínssósa í heimi. Það er því hverrar mínútu virði að prófa þessa sósu og ekki spillir fyrir sjálf lambakórónan sem klikkar aldrei og parmesankartöflumúsin ásamt rótargrænmetinu. Meira »

Svona hefur þú aldrei smakkað blómkál áður

11.10. Blómkál er formlega að vinna keppnina sem mest spennandi grænmetið í augnablikinu. Þannig að ef þú ætlar að bjóða upp á meðlæti aldarinnar eða mögulega bara besta snarl í heimi þá er þetta algjörlega málið. Meira »

Sætkartöflusalat með feta

9.10. Þetta kartöflusalat eru svo geggjað nýbakað úr ofninum. Og ef um afganga er að ræða má vel njóta þess einum til tveimur dögum seinna – þá er jafnvel hægt að bæta við spínatblöðum og setja í vefju. Meira »

Gömlu góðu tartaletturnar með tvisti

28.9. Tartalettur ættu að vera oftar á boðstólnum, snilldin sem sá matur er. Í þessari uppskrift er sykur og edik í sósunni sem gefa réttinum einstakt bragð. Meira »

Glettilega gott meðlæti sem við mælum með

27.9. Blómkál er svo gott eitt og sér og hvað þá ristað í ofni. Ekta snakk sem geymist í 4-5 daga í kæli og alltaf hægt að grípa í. Við mælum með að prófa. Meira »

Matarmiklar og sætar kartöflur

9.9. Þær eru ekki bara sætar heldur líka hollar! Sætar kartöflur eru fullar af orku og innihalda trefjar og önnur vítamín fyrir utan hvað þær smakkast vel. Meira »

Ídýfan sem kemst í sögubækurnar

7.9. Til er það selskapssnarl sem þykir svo vel heppnað að góðar líkur eru taldar á að um það verði ort ljóð, teknar af því myndir og mögulega muni einhver mittismál heyra sögunni til. Hér erum við að tala um ídýfu með spínati og þistilhjörtum og hún er alveg hreint ... dásamleg! Meira »

Salatið sem varð aðalstjarnan í matarboðinu

5.9. „Ég veit að salat getur hljómað mjög óspennandi en treystið mér; þessi uppskrift er svo hrikalega góð að í síðasta matarboði þar sem ég grillaði alls konar geggjaðan mat var það þetta salat sem var aðalstjarnan og allir vinir mínir báðu um uppskriftina á eftir.“ Meira »