Menningarnótt 2017

Flugeldasýningin í myndum

20.8. Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

19.8. Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

19.8. Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

19.8. Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

18.8. Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Óvenjulegir viðburðir Menningarnætur

16.8. Á Menningarnótt verða yfir 300 viðburðir í boði og sumir þeirra eru óvenjulegri en aðrir. Svo virðist sem að nóg sé í boði fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir og á viðburðasíðu Menningarnætur má finna ýmsa falda gersema. Til að mynda er boðið uppá sýningu ljótra gjafa, sögu skópara og „annars konar flugeldasýningu“. Meira »

300 viðburðir á Menningarnótt

16.8. Boðið verður upp á tónlistar- og menningarveislu með 300 viðburðum í dagskrá Menningarnætur sem haldin verður í Reykjavík í 22. sinn um komandi helgi. Meira »

Vopnaða sérsveitin ekki sýnileg en til staðar

15.8. „Ég á ekki von á að hún verði mjög sýnileg, hún verður bara til staðar og til taks,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur um vopnaða sérsveit á Menningarnótt, í samtali við mbl.is. Hún verði ekki það fyrsta sem mæti fólki. Reykjavíkurborg hafi langa og góða reynslu af lögreglunni í tengslum við hátíðina og hann eigi von á góðu samstarfi. Meira »

Lokað með ökutækjum og vopnuð sérsveit

10.8. „Það er engin breyting á áhættumati frá því í vor þannig við nálgumst þennan viðburð og Menningarnótt helgina eftir á sama hátt og aðra viðburði í sumar,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

20.8. Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

19.8. Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

19.8. Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

18.8. Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Bessastaðir opnir á Menningarnótt

17.8. Opið hús verður á Bessastöðum á laugardaginn næstkomandi, í tilefni Menningarnætur. Allir eru velkomnir á forsetasetrið meðan húsrúm leyfir og verður opið frá klukkan tólf til fjögur. Þetta kemur fram í frétt á vef forseta. Meira »

Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

16.8. Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þrír stórtónleikar. Tónlistar- og menningarhátíðin verður haldin í 22. skipti næstu Helgi í Reykjavík, þann 19. ágúst. Borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar. Meira »

Framkvæmdir hafa ekki áhrif á Menningarnótt

15.8. Gríðarmiklar framkvæmdir í Reykjavíkurborg virðast ekki ætla að hafa áhrif á Menningarnótt. Útitónleikar hátíðarinnar munu til að mynda vera að vana á Arnarhóli en að sögn Áshildar Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, var lögð mikil áhersla á að halda þeirri hefð. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

15.8. Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Matur og menning á Hlemmi

10.8. 25 verkefni fengu styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans í gær en hægt verður að sjá afrakstur þeirra á Menningarnótt þann 19. ágúst. Sérstakt áherslusvæði Menningarnætur í ár er Hlemmur og umhverfi þar sem boðið verður upp á ýmsa viðburði. Meira »