Milestone-málið

Vill rifta viðskipum með Lyf og heilsu

22.12. Skiptastjóri þrotabús Karls Wernerssonar hefur höfðað alls fimm riftunarmál til að fá til baka eignir sem hann telur að hafi verið fluttar úr búinu fyrir gjaldþrotið. Meðal annars erum að ræða lyfjaverslunarkeðjuna Lyf og heilsu. Er keðjan nú í eigu sonar Karls. Meira »

Hæstiréttur staðfestir milljarðadóm

17.5.2018 Hæstiréttur staðfesti í dag að Karli og Steingrími Wernerssonum og Guðmundi Ólasyni beri að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða auk vaxta og verðbóta vegna millifærslna sem gerðar voru á reikning Ingunnar Wernersdóttur, systur bræðranna. Létu þeir Milestone fjármagna kaup sín í félaginu. Meira »

Skoðast ef Karl verður gjaldþrota

3.5.2017 Um tíu milljarða króna skuld Karls- og Steingríms Wernerssona og Guðmundar Ólasonar er gjaldfallin eftir að dómur héraðsdóms Reykjavíkur féll í mars og er nú í innheimtuferli. Verði dóminum áfrýjað frestast þó innheimtan. Þetta staðfestir skiptastjóri þrotabús Milestone í samtali við mbl. Meira »

Lyf og heilsa í eigu sonar Karls

2.5.2017 Fjárfestirinn Karl Wernersson er ekki lengur eigandi lyfjaverslunarkeðjunnar Lyfja og heilsu og á rúmlega tvítugur sonur hans nú viðskiptaveldi föður síns. RÚV greindi frá því að leiðréttum ársreikningi með breyttu eignarhaldi hefði verið skilað inn daginn eftir að Hæstiréttur dæmdi Karl í fangelsi. Meira »

Þurfa að greiða Milestone 5,2 milljarða

8.3.2017 Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða vegna millifærslna sem voru gerðar á reikning Ingunnar Wernersdóttur en með því létu þeir félagið fjármagna kaup sín á hlutafé Ingunnar í Milestone. Meira »

Fangelsisdómar í Milestone-málinu

28.4.2016 Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi ákærðu í Milestone-málinu til fengelsisvistar. Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, Steingrímur Wernersson í tveggja ára fangelsi og Guðmundur Ólason í þriggja ára fangelsi. Meira »

Milestone-málið komið á dagskrá

24.2.2016 Milestone-málið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar þann 7. apríl. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu eftir að allir sakborningar voru sýknaðir í héraði árið 2014. Voru þeir Karl og Steingrímur Wernerssynir ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni í tengslum við sölu systur bræðranna á bréfum í Milestone. Meira »

Farið yfir dóminn hjá sérstökum

17.12.2014 „Við munum fara yfir forsendur dómsins og skoða með hvaða rökstuðningi dómurinn kemst að þessari niðurstöðu,“ segir Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, um sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Milestone-málinu svonefnda. Meira »

Karl afar ánægður með niðurstöðuna

17.12.2014 Sýknudómur yfir Karli Wernerssyni og öðrum í Milestone-málinu svonefnda er í samræmi við væntingar hans og er hann afar ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta segir Ólafur Eiríksson, verjandi Karls, og einnig að hann voni að ríkissaksóknari uni niðurstöðunni. Meira »

Milestone mátti fjármagna kaupin

17.12.2014 Þegar litið er til þess hvernig eignarhaldi Milestone og tengdum félögum var háttað var ekki óeðlilegt að móðurfélagið var látið fjármagna kaup Karls og Steingríms Wernerssona á hlutum systur sinnar í Milestone í fyrstu eins og gert var. Þetta segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Meira »

Öll sýknuð í Milestone-máli

17.12.2014 Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Milestone-málinu svonefnda af kröfum sérstaks saksóknara. Ákært var í málinu vegna greiðslna til Ingunnar Wernersdóttur fyrir hluti hennar í Milestone. Meira »

Verður talið óskiljanlegt

21.11.2014 Hrein fjarstæða er að samfélagið taki upp á því að refsa mönnum fyrir að misfara með eigið fé. Þetta sagði Gestur Jónsson, verjandi Margrétar Guðjónsdóttur sem ákærð er fyrir aðild sína að Milestone-málinu. Menn gjaldi fyrir það sjálfir taki þeir ákvarðanir sem verði til þess að þeir tapi eigin fé. Meira »

Gátu ekki séð hrunið fyrir

21.11.2014 „Mönnum væri hollt að hafa í huga orð skáldsins Þórarins Eldjárn: „Það var ekki fyrr en eftir hrunið að allir sáu það fyrir“,“ sagði Ragnar H. Hall, verjandi Sigurþórs C. Guðmundssonar eins ákærða í Milestone-málinu svonefnda. Hann sagði ákæru sérstaks saksóknara byggjast á miklum misskilningi. Meira »

Finnur ekki svikinn umbjóðanda

21.11.2014 „Skjólstæðingur minn er í ákveðnum vanda við að reyna að finna ætlað fórnarlamb í ætluðum umboðssvikum,“ sagði verjandi Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone, á fimmta degi aðalmeðferðar yfir honum, fleiri stjórnendum Milestone og þremur endurskoðendum KPMG. Meira »

Sýndarveruleiki sem hrynur

20.11.2014 „Sérstakur saksóknari gerði tiltölulega einfalt mál einstaklega flókið. Hann reyndi að gera hvern einasta anga þess grunsamlegan og starfsmenn Milestone ótrúverðuga. Þegar hins vegar rýnt er í þennan sýndarveruleika þá byrjar hann að hrynja,“ sagði verjandi Karls Wernerssonar fyrir dómi í dag. Meira »

Leiti til Exeter í leit að refsingu

20.11.2014 Saksóknari fer fram á að fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur líti til þeirrar refsingar sem Hæstiréttur taldi hæfilega í Exeter-málinu þegar kemur að því að ákvarða Karli og Steingrími Wernerssonum og Guðmundi Ólasyni, fyrrverandi forstjóra Milestone, refsingu fyrir aðild þeirra að Milestone-málinu. Meira »

„Getur þú ekki búið til eitthvað fallegt?“

19.11.2014 Endurskoðunarfyrirtækið KPMG óskaði í apríl 2007 eftir því að fá lánaskjöl vegna 2,7 milljarða króna kröfu í bókhaldi Milestone. Krafan tengdist greiðslum Milestone fyrir hluti Ingunnar Wernersdóttur og var utan um hana gerður samningur á milli Milestone og Milestone Import Export, dagsettur 30. desember 2005. Meira »

„Nei, ég borgaði ekkert“

19.11.2014 „Nei, ég borgaði ekkert,“ sagði Ingunn Wernersdóttir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegið í dag þegar saksóknari spurði hana út í 600 milljón króna víkjandi lán sem hún veitti Sjóvá - Almennum tryggingum á árinu 2006. Hún staðfesti þar með að hafa ekki látið Sjóvá fá krónu af láninu. Meira »

Ársreikningur með hæstu einkunn

19.11.2014 Gæðaeftirlit fór fram á ársreikningi Milestone-samstæðunnar fyrir árið 2006 og voru engar athugasemdir gerðar auk þess sem reikningurinn fékk hæstu einkunn. Endurskoðendur sem unnu að ársreikningnum eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur. Meira »

Sjóvá tók lán til að minnka greiðslubyrði Milestone

18.11.2014 Sex hundruð milljón króna lán sem Sjóvá-Almennar tryggingar tók hjá Ingunni Wernersdóttur var notað til að minnka greiðslubyrði Milestone vegna kaupa á hlutum Ingunnar í síðarnefnda félaginu. Ekki var gerður samningur um umrætt lán Sjóvár. Þetta kom fram á öðrum degi aðalmeðferðar í máli gegn stjórnendum Milestone. Meira »

Ómeðvitaður eigandi eignarhaldsfélaga

17.11.2014 „Ég skrifaði undir að kaupa Ingu út og þar með var minni aðkomu lokið,“ sagði Steingrímur Wernersson fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður ásamt fleiri stjórnendum Milestone fyr­ir umboðssvik, meiri­hátt­ar brot á bók­halds­lög­um og lög­um um árs­reikn­inga. Meira »

„Þetta hefur farið laglega úr böndunum“

17.11.2014 „Þetta hefur farið laglega úr böndunum,“ sagði Arngrímur Ísberg dómsformaður í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi eigenda og helstu stjórnenda Milestone og þriggja endurskoðenda. Aðalmeðferð hófst í morgun og hefur skýrslutaka yfir Karli farið vel fram úr áætlun saksóknara. Meira »

Gert að víkja sæti sem meðdómari

22.9.2014 Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, skuli víkja sæti sem meðdómari í Milestone-málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað kröfunni 10. september sl. Meira »

Vilja að meðdómarinn víki

5.9.2014 Verjendur í Milestone-málinu fóru fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að meðdómari í málinu, Bjarni Frímann Karlsson lektor, yrði látinn víkja í því. Til stóð að munnlegur málflutningur færi fram í morgun en vegna kröfu verjendanna var ekki annað tekið fyrir. Meira »

Gagna aflað með eina beiðni að vopni

2.4.2014 Verjendur í máli sérstaks saksóknara gegn Karli og Steingrími Wernerssonum, fyrrverandi forstjóra Milestone og þriggja endurskoðenda kröfðust þess fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. Sögðu þeir sérstakan saksóknara hafa skort heimild til að rannsaka málið og það væri því ónýtt. Meira »

Telja sérstakan skorta valdheimild

28.2.2014 Sakborningar í Milestone-málinu kröfðust frávísunar við fyrirtöku málsins fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og er krafan byggð á því að sérstakur saksóknari hafi við rannsókn málsins farið út fyrir valdmörk sín. Meira »

Fyrirtaka í Milestone-máli í dag

28.2.2014 Fyrirtaka í Milestone-málinu fer fram fyrir héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11:30 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Karls Wernerssonar, Ólafi Eiríkssyni, munu hinir ákærðu krefjast frávísunar málsins. Meira »

Skýrslurnar í raun greinargerðir

9.11.2013 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að sérstökum saksóknara sé óheimilt að leggja fram sex skýrslur rannsakenda í máli gegn stjórnendum Milestone og þremur endurskoðendum frá KPMG. Var fallist á það með verjendum að skýrslurnar væru í raun greinargerðir. Meira »

Úrskurður héraðsdóms staðfestur

8.11.2013 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að saksóknara væri óheimilt að leggja fram sex tilgreindar skýrslur í máli sérstaks saksóknara gegn stjórnendum Milestone og þremur endurskoðendum frá KPMG. Meira »

„Þá fá allir eitthvað fyrir sinn snúð“

1.11.2013 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu verjenda í máli sérstaks saksóknara gegn stjórnendum Milestone og þremur endurskoðendum frá KPMG um að saksóknara sé óheimilt að leggja fram sex skýrslur rannsakenda. Dómari hafnaði hins vegar kröfu um að einnig væri óheimilt að leggja fram tímalínu í málinu og fylgigögn með henni. Meira »