Misnotkun góðgerðarsamtaka

Öðrum landsstjóra Oxfam var sagt upp

15.2. Landsstjóri Oxfam á Haítí frá árinu 2012 var rekinn á síðasta ári vegna „óviðeigandi hegðunar“. Hann hafði tekið við starfinu af manni sem hafði verið sakaður um vændiskaup í starfi bæði á Haítí og í Tjad. Meira »

Driver slítur tengsl við Oxfam

14.2. Leikkonan Minnie Driver hefur sagt sig frá verkefnum tengdum góðgerðarsamtökunum Oxfam en hún hafði gegnt hlutverki sendiherra samtakanna í fleiri ár. Meira »

„Toppurinn á ísjakanum“

13.2. Þeir kölluðu hýbýli sín á Haítí „hóruhúsið“. Þangað létu þeir einkabílstjóra sína aka konum, mögulega börnum, sem þeir svo misnotuðu kynferðislega. Misnotkunin fólst m.a. í þeirri valdastöðu sem yfirmenn góðgerðarsamtakanna Oxfam voru í á meðan þeir áttu að vera að hjálpa bláfátækri þjóð að byggja upp. Meira »

Vill ítarlega rannsókn á vændiskaupum

10.2. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað tafarlausa rannsókn á Oxfam-góðgerðarsamtökunum, eftir að greint var var frá því í gær að hjálparstarfsmenn á vegum samtakanna hefðu keypt þjónustu vændiskvenna þegar þeir voru við hjálparstörf á Haíti árið 2010. Meira »

Læknar án landamæra ráku 19 starfsmenn

14.2. Frönsku hjálparsamtökin Læknar án landamæra segjast hafa brugðist við 24 tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á síðasta ári. Nítján manns var sagt upp störfum í kjölfarið. Meira »

Níðingar sem notuðu stöðu sína

13.2. Jovenel Moise, forseti Haítí, gagnrýnir harðlega viðbrögð góðgerðarsamtakanna Oxfam vegna kaupa yfirmanna samtakanna á vændi á eyjunni í kjölfar jarðskjálftans árið 2010. Hann segir um „alvarlegt brot á mannlegri reisn“ að ræða. Meira »

Aðstoðarforstjórinn sagði af sér

12.2. Aðstoðarforstjóri bresku mannúðarsamtakanna Oxfam hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að starfsfólk samtakanna á Haítí hafi keypt vændi. Meira »

Hjálparstarfsmenn keyptu vændi

9.2. Hjálparstarfsmenn á vegum bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam keyptu sér kynlífsþjónustu af barnungum vændiskonum á Haíti þegar þeir voru þar að veita neyðaraðstoð eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir árið 2010. 300 þúsund manns létust í jarðskjálftanum. Meira »