Misnotkun góðgerðarsamtaka

Um 20 sagt upp vegna kynlífsþjónustu

23.2. Frá árinu 2015 hefur 21 starfsmanni Alþjóða Rauða krossins (ICRC) hefur verið sagt upp störfum eða hann hætt eftir að upp komst um „greiðslu fyrir kynlífsþjónustu“. Undanfarið hafa fjölmargar fréttir borist af kynferðislegri misnotkun starfsmanna hjálparsamtaka í ýmsum hrjáðum löndum. Meira »

Oxfam: rannsaka 26 ásakanir

20.2. Bresku Oxfam góðgerðarsamtökin greindu í dag frá því að verið væri að rannsaka 26 tilfelli til viðbótar þar sem grunur leikur á kynferðislegri misnotkun. Eru 16 þessara tilfella sögð tengjast alþjóðastarfi samtakanna. Meira »

Oxfam baðst afsökunar

19.2. Bresku góðgerðarsamtökin Oxfam hafa í fyrsta sinn beðið ríkisstjórn Haítí afsökunar með beinum hætti eftir að í ljós kom að starfsmenn á vegum samtakanna keyptu sér kynlífsþjónustu af barnungum vændiskonum á Haíti. Meira »

Ógnuðu vitnum

19.2. Góðgerðarsamtökin Oxfam hafa greint frá því að þrír menn sem eru sakaðir um kynferðislegt ofbeldi á Haítí hafi hótað vitnum líkamsmeiðingum ef þau myndu greina frá ofbeldinu þegar þeir sættu rannsókn árið 2011. Meira »

Cox hættir vegna ásakana um áreitni

18.2. Eiginmaður breska þingmannsins Jo Cox, sem var myrtur árið 2016, hefur látið af störfum fyrir tvo góðgerðarsjóði sem stofnaðir voru í minningu Cox. Ástæðan eru ásakanir á hendur honum, Brendan Cox, um kynferðislega áreitni. Meira »

Öðrum landsstjóra Oxfam var sagt upp

15.2. Landsstjóri Oxfam á Haítí frá árinu 2012 var rekinn á síðasta ári vegna „óviðeigandi hegðunar“. Hann hafði tekið við starfinu af manni sem hafði verið sakaður um vændiskaup í starfi bæði á Haítí og í Tjad. Meira »

Læknar án landamæra ráku 19 starfsmenn

14.2. Frönsku hjálparsamtökin Læknar án landamæra segjast hafa brugðist við 24 tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á síðasta ári. Nítján manns var sagt upp störfum í kjölfarið. Meira »

Driver slítur tengsl við Oxfam

14.2. Leikkonan Minnie Driver hefur sagt sig frá verkefnum tengdum góðgerðarsamtökunum Oxfam en hún hafði gegnt hlutverki sendiherra samtakanna í fleiri ár. Meira »

Níðingar sem notuðu stöðu sína

13.2. Jovenel Moise, forseti Haítí, gagnrýnir harðlega viðbrögð góðgerðarsamtakanna Oxfam vegna kaupa yfirmanna samtakanna á vændi á eyjunni í kjölfar jarðskjálftans árið 2010. Hann segir um „alvarlegt brot á mannlegri reisn“ að ræða. Meira »

„Toppurinn á ísjakanum“

13.2. Þeir kölluðu hýbýli sín á Haítí „hóruhúsið“. Þangað létu þeir einkabílstjóra sína aka konum, mögulega börnum, sem þeir svo misnotuðu kynferðislega. Misnotkunin fólst m.a. í þeirri valdastöðu sem yfirmenn góðgerðarsamtakanna Oxfam voru í á meðan þeir áttu að vera að hjálpa bláfátækri þjóð að byggja upp. Meira »

Aðstoðarforstjórinn sagði af sér

12.2. Aðstoðarforstjóri bresku mannúðarsamtakanna Oxfam hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að starfsfólk samtakanna á Haítí hafi keypt vændi. Meira »

Vill ítarlega rannsókn á vændiskaupum

10.2. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað tafarlausa rannsókn á Oxfam-góðgerðarsamtökunum, eftir að greint var var frá því í gær að hjálparstarfsmenn á vegum samtakanna hefðu keypt þjónustu vændiskvenna þegar þeir voru við hjálparstörf á Haíti árið 2010. Meira »

Hjálparstarfsmenn keyptu vændi

9.2. Hjálparstarfsmenn á vegum bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam keyptu sér kynlífsþjónustu af barnungum vændiskonum á Haíti þegar þeir voru þar að veita neyðaraðstoð eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir árið 2010. 300 þúsund manns létust í jarðskjálftanum. Meira »