Mjaldrar í Vestmannaeyjum

Ánægja með framfarir mjaldrasystranna

29.6. Tíu dagar eru liðnir frá því að mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít fluttu í nýju heimkynnin sín í Vestmannaeyjum. Aðlögunin gengur vel, að því er fram kemur á Facebook-síðu Sea Life Trust, sem sá um flutning þeirra til landsins. Samtökin sjá jafnframt um umönnun systranna í Vestmannaeyjum. Meira »

Mjaldrarnir spjara sig vel lauginni

26.6. Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá nærðust vel um helgina og hafa það gott í umönnunarlauginni í Vestmannaeyjum. Nú búa þjálfarar mjaldranna þá undir nýjar aðstæður í Klettsvík í Vestmannaeyjum, þar sem sjórinn er kaldari en þeir hafa vanist. Meira »

Systurnar virðast vera í góðum gír

21.6. Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít virðast una sér ágætlega í lauginni sinni í Vestmannaeyjum, eftir lang og strangt ferðalag frá Sjanghæ til Heimaeyjar í vikunni. Það er allavega ekki annað að sjá á ljósmynd sem hefur borist frá Sea Life Trust, en þar sjást systurnar svamla um í lauginni. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

20.6. „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Ferðalag mjaldranna í myndum

20.6. „Það eru allir glaðir og ánægðir og í það heila gekk þetta vonum framar,“ segir Sig­ur­jón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóra sérverkefnadeildar TVG-Zimsen, sem sá um flutning mjaldranna frá Keflavík til Vestmannaeyja í gær. Meira »

Farnar að éta og hreyfa sig

20.6. Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

19.6. Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu-Grá og Litlu -Hvít

19.6. Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

19.6. Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

19.6. Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Mjaldrarnir eru lentir í Keflavík

19.6. Flugvél með mjaldrana tvo innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 13:41 í dag. Flugvélin flaug yfir Vestmannaeyjar áður en hún lenti í Keflavík. Nú er unnið að því að skipta um vatn í tönkunum þeirra áður en þeir verða fluttir með vöruflutningabílunum til Landeyjahafnar í dag. Meira »

Mjaldrarnir nálgast Ísland

19.6. Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá eru væntanlegir í Keflavík klukkan 13.30 í dag og líðan þeirra beggja er stöðug þrátt fyrir nokkurra tíma seinkun á komu þeirra í dag. Meira »

Mjaldrarnir væntanlegir klukkan 14

19.6. Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá eru lagðir af stað til Íslands. Cargolux-flutningavél sem flytur mjaldrana fór í loftið frá flugvellinum í Sjanghaí um miðja nótt íslenskum tíma. Áætlað er að flugvélin muni lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan 14 í dag. Meira »

Mjaldrarnir koma til landsins í dag

19.6. Flogið var af stað með mjaldrasysturnar Little Grey og Little White frá Kína í gærkvöldi og er koma þeirra á Keflavíkurflugvöll væntanlega eftir hádegi í dag. Meira »

Mjaldrarnir lenda á miðvikudag

17.6. „Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur og staðið yfir í hálft ár. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni sem mun án efa vekja mikla athygli um allan heim,“ segir Sigurjón Ingi Sigurðsson hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen. Meira »

Hvaldimir líklega ekki til Íslands

4.5. „Í rauninni er bara þetta mál með að koma þessum dýrum frá Sjanghæ svo stórt og mikilvægt að klárist, að það gerist ekkert annað fyrr en að það er búið. Þannig að ég held að það sé alveg útséð með það,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is. Meira »

Flókið mál að flytja mjaldrana

16.4. „Þessi tímabundna töf á vandasömum flutningi hvalanna er vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyja. Flutningarnir fara fram þegar veður og aðstæður leyfa.“ Meira »

Tvískinnungur einkenni umræðuna

6.3. „Hvað ætlum við að gera við hvalina, og hvali almennt? Ætlum við að drepa þá, éta þá, hneppa þá í kvíar eða gefa þeim grið?“ spurði Álfheiður Eymarsdóttir, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins í dag. Meira »

Gert klárt fyrir hvalina hvítu

10.1. Nú styttist í að mjaldrarnir hvítu, Litla-Hvít og Litla-Grá, komi alla leið frá Kína til Vestmannaeyja. Þar verða heimkynni þessara smáhvela til framtíðar, en eftir að hafa dvalið í sjávardýragarði í Sjanghæ eru þeir að komast á eftirlaun, eins og það var orðað í Morgunblaði mánudagsins. Meira »

Hvalirnir fljúga heim í Klettsvík

7.1. Senn líður að flutningi tveggja smáhvela, mjaldra, í athvarf sem komið hefur verið upp í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Mjaldrarnir, Litla-Hvít og Litla-Grá, eiga flug frá Sjanghæ til Keflavíkur í marsmánuði. Meira »

Byggja upp þol Vestmannaeyja-mjaldra

28.6.2018 Verið er að undirbúa tvo mjaldra í skemmtigarði í Sjanghæ fyrir ný heimkynni sín á Íslandi, en fram kemur í máli þeirra sem standa að flutningi mjaldranna að þeir verði fluttir í Klettsvík við Heimaey í mars á næsta ári. Meira »