Morð í Marokkó

Höfðu ekki efni á að fara til Sýrlands

15.5. Mennirnir sem grunaðir eru um morð á tveimur ungum norrænum konum í Marokkó í fyrra hafa gefið þá skýringu á morðunum að þeir hafi ekki haft efni á að fara til Sýrlands og ganga til liðs við vígasamtökin Ríki íslams. Þess vegna hafi þeir ákveðið að myrða erlenda ferðamenn. Meira »

Réttarhöldum í morðmáli frestað

2.5. Dómstóll í Marokkó hefur frestað réttarhöldum um tvær vikur yfir hópi fólks sem er grunaður um aðild að morði á tveimur ungum norrænum konum í Marokkó í fyrra. Meira »

Morðingjar og öfgamenn fyrir dóm

30.4. Réttarhöld yfir fólki sem er grunað um aðild að morði á tveimur ungum norrænum konum í Marokkó í fyrra hefjast í Sale í Marokkó á fimmtudag. Þeir sem eru ákærðir koma flestir úr fátækrahverfum Marrakesh og höfðu engin bein tengsl við vígasamtökin Ríki íslams en aðhylltust stefnu salafista. Meira »

Fjórtán ákærðir fyrir að deila myndbandinu

7.3. Fjórtán manns verða ákærðir í Danmörku fyrir að deila á samfélagsmiðlum myndbandi af því þegar ung, skandinavísk kona var drepin í Atlas-fjöllunum í Marokkó í desember. Meira »

Segist saklaus af ákæru

7.2. Spænsk-svissneskur maður sem er sakaður um tengsl við morðingja tveggja ungra kvenna frá Skandinavíu segist saklaus en hann er ákærður fyrir að hafa kennt og leiðbeint fólki sem tengist hryðjuverkaárásinni. Meira »

Maren Ueland var jarðsett í dag

21.1. Margmenni kom saman er Maren Ueland, norska konan sem var myrt á ferðalagi sínu um Marokkó í desember, var jarðsett í dag, en útför hennar fór fram í Time-kirkju í útjaðri Bryne. Sóknarpresturinn Stein Ødegård sagði fjölskyldu hennar hafa misst meira en orð gætu lýst. Meira »

Fjölmenni við útför Jespersen

12.1. Fjölmenni kom saman þegar Louisa Vesterager Jespersen var borin til grafar í Danmörku í dag. Þeirra á meðal var Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Lík Jespersen og hinnar norsku Maren Ueland fundust illa útleikin á tjaldsvæði á Atlasfjalli í Marokkó í desember. Meira »

Fimm til handteknir í Marokkó

25.12. Átján manns hafa nú verið handteknir í máli skandinavísku kvennanna sem myrtar voru í Marokkó í síðustu viku en fimm nýjar handtökur áttu sér stað í gær. Meira »

Fórnarlömbin valin af handahófi

23.12. Lögreglan í Marokkó segir að mennirnir fjórir sem handteknir hafa verið vegna morða á skandinavísku vinkonunum Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen hafi haft það markmið að drepa ferðalanga. Meira »

Minnast kvennanna sem voru myrtar

22.12. Fjöldi fólks í Marokkó kom saman í dag til að syrgja skandinavísku vinkonurnar Mar­en Ue­land og Louisa Vestera­ger Jes­per­sen. Þær voru myrtar í Marokkó en lík þeirra fundust á mánudag. Meira »

„Myndskeið sem enginn ætti að sjá“

21.12. Norska rannsóknarlögreglan Kripos leggur nótt við nýtan dag til að stöðva dreifingu myndskeiðs sem líkast til er ófalsað og sýnir blóðuga aftöku skandinavísku kvennanna í Marokkó. Meira »

Níu til viðbótar handteknir

21.12. Níu til viðbótar, við þá fjóra sem eru í varðhaldi vegna morðsins á skandinavískum vinkonum sem fundust látnar í Marokkó á mánudag, hafa verið handteknir. Meira »

Myndbandið líklega ósvikið

21.12. Norska lögreglan er nánast sannfærð um að myndband, sem virðist sýna morðið á annarri af skandínavísku vinkonunum sem fundust látnar í Marokkó í vikunni, sé raunverulegt. Meira »

„Grimmilegt og tilgangslaust“

21.12. Erna Solberg forsætisráðherra fordæmdi í gær Marokkóvígin og sagði tvær konur í blóma lífsins hafa týnt lífinu í grimmilegu og tilgangslausu ódæði. Meira »

Lýstu yfir stuðningi við Ríki íslams

20.12. Fjórir karlmenn sem grunaðir eru um aðild að morðunum á skandi­nav­ísku vin­kon­un­um Louisu Vestera­ger Jes­per­sen og Mar­en Ue­land lýstu yfir stuðningi við Ríki íslams áður en morðin voru framin, samkvæmt saksóknara í Marokkó. Meira »

Auknar líkur á að morðin tengist hryðjuverkum

20.12. Yfirvöld í Marokkó hafa handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um morðin á skandinavísku vinkonunum Louisu Vestera­ger Jes­per­sen og Mar­en Ue­land, áður hafði lögregla greint frá því að morðin séu mögu­lega tengd starf­semi hryðju­verka­hópa. Meira »

Gleymdi skilríkjum á vettvangi

19.12. Þrír menn eru í haldi marokkósku lögreglunnar grunaðir um aðild að morði á tveimur ungum skandinavískum konum. Einn þeirra hafði gleymt skilríkjum sínum á vettvangi morðsins en konurnar fundust látnar í tjaldi sínu í Atlasfjöllunum á mánudagsmorgun. Meira »

Meintur morðingi í haldi

18.12. Marokkóska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt tvær skandinavískar konur í Atlasfjöllunum í gær. Annars manns er einnig leitað í tengslum við morðin. Meira »

Voru báðar háskólanemar í Noregi

18.12. Skandinavísku konurnar sem fundust myrtar í Marokkó voru báðar nemendur við háskólann í Telemark i Bø. Norskur lögreglumaður er á leið á staðinn þar sem þær fundust látnar. Meira »

Fundust látnar í Marokkó

17.12. Norskir fjölmiðlar loga bókstaflega eftir að fréttir bárust í dag af því að tvær konur, Norðmaður og Dani, hefðu fundist látnar með áverka eftir eggvopn í fjalllendi í Marokkó. Meira »