Morðið á Sunnivu

Kom heim í blóðugum fötum eftir morðið

14.9. Nóttina sem hin 13 ára gamla Sunniva Ødegård í Var­haug var myrt kom drengurinn, sem síðar játaði á sig morðið, heim til sín í blóðugum fatnaði. Þetta var ástæða þess að faðir drengsins sendi hann næsta dag í yfirheyrslu hjá lögreglu, sem síðar ákærði hann fyrir morðið. Meira »

17 ára drengur játar morðið

9.8. Sautján ára drengur, sem hefur verið grunaður um að hafa myrt hina 13 ára gömlu Sunnivu Ødegård í Varhaug í Noregi, hefur játað fyrir norskri lögreglu að hafa orðið stúlkunni að bana aðfaranótt 30. júlí. Samkvæmt NRK standa yfirheyrslur yfir drengnum enn yfir á stöð rannsóknarlögreglunnar í Bergen. Meira »

Minnast Sunnivu sem glaðlyndrar stúlku

6.8. Norsku lögreglunni hefur tekist að hafa uppi á tveimur nýjum vitnum í tengslum við morðið á Sunnivu Ødegård, 13 ára stúlku sem fannst látin skammt frá heimili sínu. Þá sendu foreldrar hennar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau minntust hennar sem glaðlyndrar og hamingjusamrar stúlku. Meira »

Lögreglan segist vita hvar Sunniva var myrt

3.8. Norska lögreglan veit hvar hin þrettán ára gamla Sunni­va Ødegård var myrt en vill ekki veita upplýsingar að svo stöddu um hvar morðið átti sér stað eða hvort það hafi verið á sama stað og hún fannst látin aðfaranótt mánudags. Þetta staðfestir Bjørn Kåre Dahl í samtali við NRK. Meira »

Mögulega tilviljun að Sunniva var drepin

1.8. Hvernig var hin þrettán ára gamla Sunniva Ødegård drepin og hvers vegna? Þetta eru spurningar sem margir Norðmenn spyrja sig nú. Þar sem lík hennar fannst fljótt eftir að hún var myrt eru taldar meiri líkur en ella á því að hið óhugnanlega morðmál verði fljótt upplýst að fullu. Meira »

Sáu sakborninginn hjóla á ógnarhraða

31.7. Unglingur, sem sagður er lykilvitni lögreglu, segir við VG að hann og fleiri á hans reki hafi séð 17 ára gamla drenginn sem grunaður er um að hafa ráðið Sunnivu Ødegård bana hjóla á miklum hraða fram hjá sjoppunni Mix Bø’en í Varhaug á milli kl. 23:20 og 23:30 á sunnudagskvöld. Meira »

17 ára grunaður um morðið á Sunnivu

31.7. 17 ára drengur er nú í haldi norsku lögreglunnar, grunaður um að hafa myrt 13 ára stúlku í bænum Varhaug í Rogalandi á sunnudagskvöld. Er drengurinn einnig grunaður um aðild að innbroti í nágrenninu sama kvöld. Meira »

Símtalið slitnaði skyndilega

30.7. „Ég er komin heim. Sjitt!“ var það síðasta sem Sunniva Ødegård sagði við kærasta sinn áður en símtal þeirra slitnaði skyndilega um klukkan 22:30 í gærkvöldi. Þetta segir móðir kærastans, sem er 14 ára gamall, í samtali við Stavanger Aftenblad. Meira »

Lögreglan gengur á milli húsa

30.7. Norska lögreglan segist ekki hafa neinn grunaðan vegna dauða Sunniva Ødegård, 13 ára stúlku, í smábænum Varhaug í Noregi. Lögreglan hefur fært fleiri vitni til yfirheyrslu og mörg þeirra eru ungmenni. Gengið er milli húsa til þess að afla upplýsinga, en ekkert er ljóst um framhaldið að svo stöddu. Meira »