Morgunverður

Rétturinn sem inniheldur 291 hitaeiningar

12.3. Þú þarft ekki að óttast aukakílóin er þú gæðir þér á þessum rétti sem telur ekki nema 291 hitaeiningar í heildina.   Meira »

Flatbrauð með eggjum og chutney a la Jamie Oliver

6.3. Herra Oliver veit alveg hvað hann syngur þegar kemur að matargerð og er hér með uppskrift sem við mælum sannarlega með að prófa. Meira »

Ketó morgunþruman sem reddar deginum

6.3. Hér kemur uppskrift að fljótlegum lágkolvetnamorgundrykk sem jafnframt er ketó ef þú nennir ekki að baka brauð eða brasa egg alla morgna og vilt hvíla gríska jógúrtið! Meira »

Bestu beikonpönnukökur í heimi

16.2. Við sem elskum pönnukökur og beikon getum ekki látið þetta kombó fram hjá okkur fara.  Meira »

Lúxusútgáfa af eggjasalati

9.2. Hér eru epli, sellerí og jógúrt í uppskriftinni ásamt ristuðu karrý sem gefur ævintýralegt bragð.   Meira »

Heimalagað múslí að hætti Evu Laufeyjar

3.2. Múslí er eitt af þessum undrum veraldar sem gera morgunmatinn miklu betri en eiga það til að innihalda meiri sykur en meðalstórt súkkulaðistykki. Sem er töluvert svekkjandi. Meira »

Læknirinn fallinn en féll með reisn

1.2. Hver elskar ekki svona skemmtilegar fyrirsagnir en þessi er sérlega viðeigandi því okkar ástkæri Læknir í eldhúsinu féll heldur betur á áramótaheitinu sínu og gerði það með stæl að eigin sögn. Hér erum við að tala um hið franska Croque Madame sem slær öll met. Meira »

Hollustupönnsur með eplum

27.1. Við sláum aldrei hendinni á móti nýbökuðum pönnukökum sem þessum. Stundum hellist löngunin yfir mann og það kemst ekkert annað að en að baka. Meira »

Eggjabaka með grænmeti og salami

26.1. Meistari Albert veit hvað hann syngur og hér er hann með eggjaböku sem er algjör snilld – bæði í morgunmat og síðan bara allan daginn og langt fram á kvöld. Eggjakökur eru nefnilega algjör snilld. Snarhollar og dásamlega bragðgóðar. Meira »

Svona er morgunmatur flugfreyjunnar

25.1. Flugfreyjur þurfa að vakna á öllum tímum sólarhringsins og þegar það er sérlega snemma, eins og oft vill verða, er nauðsynlegt að hafa góðan morgunverð handbæran sem tryggir orku og vellíðan. Meira »

Gott og girnilegt á tíu mínútum

24.1. Fljótlegt, auðvelt og girnilegt á einu bretti! Hér erum við með útfærslu af dásemdarrétti sem passar eiginlega inn í allar máltíðir dagsins. Meira »

Morgunverður fyrir meistara

19.1. Það er ekki annað hægt en að hlakka til að vakna á morgnana við morgunverð sem þennan. Ef þú elskar mat með mexíkósku ívafi er þetta eitthvað fyrir þig því það gerist eitthvað dásamlegt hjá bragðlaukunum þegar egg, avocado og jalapenjo mætast. Meira »

Geggjaðar brauðbollur með kardimommukeim

17.1. Matargerð þarf ekki að vera flókin og oft er hægt að flýta vel fyrir sér með því að nota pakkamat sem sumir vilja meina að sé svindl. Sjálf er ég á algjörlega öndverðum meiði og nota eins mikið af pakkavöru og ég mögulega get. Meira »

Nýbakaðar bollur á hverjum morgni og í nestið

14.1. Það jafnast ekkert á við ilminn af nýbökuðum bollum. Og nú getur þú fengið þér nýbakaðar bollur á hverjum morgni því þetta bolludeig er ótrúlega drjúgt og geymist í allt að fimm daga í ísskáp. Þar fyrir utan eru þær svo ofureinfaldar í framkvæmd að annað eins hefur varla sést. Meira »

Myndband með Martha Stewart setur Ameríku á hliðina

12.1. Martha Stewart deyr seint ráðalaus og myndband þar sem hún notar mjög svo óvenjulega leið til að búa til hrærð egg hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Meira »

Girnileg chia-jógúrt með granatepli og pistasíum

12.1. Eitt af áramótaheitunum gæti snúist um að gera vel við sig, allt árið um kring. Hér er holla útgáfan af dekri sem kroppurinn mun elska. Meira »

Svona gerir þú morgnana mun betri 

5.1. Morgnar eru ótúlega merkilegt og mikilvægt fyrirbæri. Vel heppnaður morgunn tryggir alla jafna að restin af deginum verði með ágætum og því er mikilvægt að fara rétt að. Hér eru nokkur góð ráð sem klikka ekki - sérstaklega um helgar. Meira »

Lúxusmorgunverður sem toppar daginn

30.12. Hollur morgunverður sem sprengir í þér bragðlaukana, er það ekki eitthvað sem við viljum ofan á brauð?   Meira »

Pönnukökurnar sem Pétur getur ekki verið án

15.12. Þessar forkunnarfögru pönnukökur eru úr smiðju Tobbu Marínós og eru ein fjölmargra uppskrifta sem prýða Matreiðslubók Mikka sem kom út á dögunum. Meira »

Dásemdareggjakaka með kartöflum

8.12. Orkuríka eggjakakan er hér – með kartöflum og lauk. Einn af þessum réttum sem hægt er að „henda í“ þegar ekkert er til í ísskápnum, sem er ansi oft, og er alltaf jafn góður. Meira »

Hinn fullkomni helgarmorgunverður

1.12. Við getum ekki sagt „nei takk“ við blöndu sem þessari. Þegar rjómaostur, mangó chutney og avocado mætast ofan á volgu nan-brauði þá bjóðum við góðan daginn – enda er þetta hinn fullkomni morgunverður að okkar skapi. Meira »

Eggjadásemd á smjördeigsbita

25.11. Egg, ostur og smjördeig – það er sú blandan sem við erum að fara kynna hér. Helgarbrönsinn mun fagna þessari tilraun sem er sniðin fyrir fjóra, eða tvo mjög svanga einstaklinga. Meira »

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

18.11. Morgunverðarvöfflur eins og þær gerast bestar! Hér er það engin önnur en Chrissy Teigen sem deilir uppskrift úr bók sinni Cravings: Hungry for more sem kom út á dögunum. Uppskriftin er alveg hreint upp á tíu og sannarlega til þess fallin að gera sunnudaginn enn betri. Meira »

Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

27.10. Hinn fullkomni morgunverður í huga margra eru egg benedict með hollandaisesósu og mímósu. Ekki amalegt en dálítið flókið í framkvæmd. Hér gefur hins vegar að líta útgáfu þar sem búið er að einfalda hollandaisesósuna til muna, sem ætti að auðvelda allnokkrum lífið. Meira »

Svona sýður þú hinn fullkomna grjónagraut

23.10. Það er ekki öllum gefið að sjóða grjónagraut og er undirrituð sannarlega ein þeirra sem á í mesta basli við það. Þessi uppskrift kemur frá tengdamóður minni, Höllu Loftsdóttur, sem er afskaplega lipur í eldhúsinu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meira »

Ómótstæðileg eggjabaka eins og Ítalir elska

20.10. Viljum við ekki öll hljóma eins og við vitum nákvæmlega hvað við erum að gera í eldhúsinu? Það má vel stæra sig af þessari ommelettu með brokkolí, svona alveg eins og Ítalarnir gera þær. Meira »

Morgunkaka sem tryggir framúrskarandi dag

13.10. Það besta við góðar eggjakökur er hvað þær eru auðveldar í framkvæmd og halda maganum mettum í langan tíma. Eggjakaka, eða „frittata“ eins og Ítalir kalla hana, er matreidd á pönnu og líka í ofni sem gerir réttinn extra fullkominn. Meira »

Pönnukökur sem óhætt er að borða mikið af

7.10. Þú ert alltaf vinsæli aðilinn á heimilinu ef þú hendir í pönnukökur um helgar – það er bara staðreynd. Er þá ekki upplagt að útbúa slíkar sem eru ekki bara bragðgóðar heldur líka í hollari kantinum, þá hefur maður góða ástæðu til að láta ekki bara eina eða tvær duga. Meira »

Morgunverður nautnaseggsins

29.9. Værum við ekki öll til í svona kombó í morgunmat – ristað brauð með beikoni, eggjahræru og pestó? Við erum nokkuð viss um að bara ilmurinn myndi draga okkur fram úr rúminu. Meira »

Geggjuð grísk jógúrt með heimagerðu granóla

28.9. Það er fátt betra en gott granóla sem er þeim kostum búið að innihalda ekki óhóflegt magn af sætindum eins og oft vill vera. Þessi uppskrift ætti að koma öllum vel af stað inn í daginn. Meira »