Mótmælt í Hong Kong

Virtu bann við mótmælum að vettugi

10:50 Tugir þúsunda aðgerðasinna í Hong Kong ganga nú um götur sjálfstjórnarhéraðsins og mótmæla friðsamlega. Tilgangurinn er að sýna stjórnvöldum að mótmælendur hafa enn gríðarlegan stuðning almennings á bak við sig þrátt fyrir ofbeldi í þeirra garð og hótanir frá Kína. Lögregla bannaði mótmælagönguna en þau fyrirmæli voru virt að vettugi. Meira »

Friðarákall köngulóarmannsins í Hong Kong

16.8. Franskur ofurhugi sem gengur undir nafninu köngulóarmaðurinn kleif í dag einn af skýjakljúfum Hong Kong og kom fyrir risaborða þar sem hvatt er til friðar í borginni, þar sem mótmæli hafa nú staðið yfir í einar tíu vikur. Meira »

Skýr viðvörun til mótmælenda í Hong Kong

15.8. Hundruð kínverskra sérsveitarmanna voru í dag við æfingar á íþróttaleikvangi í kínversku borginni Shenzhen, sem er nágrannaborg Hong Kong. Reuters fréttaveitan segir æfinguna vera hreina og klára viðvörun til mótmælenda í Hong Kong. Meira »

Trump vill funda með Xi um Hong Kong

15.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt til að hann eigi „persónulegan fund“ með Xi Jinping, forseta Kína, til að ræða um þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í Hong Kong. BBC greinir frá. Sagðist Trump á Twitter ekki vera í vafa um að Xi gæti „leyst Hong Kong-vandann á mannúðlegan hátt“. Meira »

Hafa áhyggjur af hreyfingum Kínverja

14.8. Bandarísk stjórnvöld sögðu í dag að þau hefðu „djúpar áhyggjur“ af hreyfingum kínverskra hersveita á meginlandi Kína nærri Hong Kong og hvöttu kínversk stjórnvöld til þess að virða sjálfsstjórn Hong Kong. Meira »

Flugumferð að komast í eðlilegt horf

14.8. Opnað hefur verið aftur fyrir flugumferð um alþjóðaflugvöllinn í Hong Kong eftir að flugi um hann var aflýst tvo daga í röð. Þúsundir mótmælenda hafa safnast þar saman undanfarna daga og ríkti mikil ringulreið á flugvellinum í gærkvöldi og nótt er kom til átaka milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Meira »

Ringulreið á flugvellinum í Hong Kong

13.8. Starfsemi alþjóðaflugvallarins í Hong Kong, sem er einn fjölfarnasti flugvöllur í heiminum, fór úr skorðum annan daginn í röð þar sem þúsundir mótmælenda söfnuðust saman, fimmta daginn í röð. Meira »

Færa hersveitir að landamærum Hong Kong

13.8. Bandaríska leyniþjónustan hefur varað við því að kínversk stjórnvöld séu nú að færa hersveitir að mörkum sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong vegna aukinnar hörku mótmælenda í Hong Kong gegn stjórnvöldum. Frá þessu greinir Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter. Meira »

Öllu flugi um Hong Kong-flugvöll aflýst

13.8. Flugumferð um alþjóðaflugvöllinn í Hong Kong hefur nú verið aflýst annan daginn í röð vegna mótmæla. Greint var frá því fyrr í morgun að hundruðum flugferða hefði verið aflýst, eftir að opnað var á ný fyrir umferð um völlinn í morgun. Meira »

Hundruðum flugferða frá Hong Kong aflýst

13.8. Opnað var á ný fyrir umferð um alþjóðaflugvöllinn í Hong Kong í dag. Hundruðum flugferða hefur engu að síður verið aflýst og eru þúsundir farþega strandaglópar á flugvellinum. Öllu flugi frá flugvellinum var aflýst í gær eftir að þúsundir mótmælenda söfnuðust saman á flugvellinum. Meira »

Öllu flugi frá Hong Kong aflýst

12.8. Öllum brottförum frá alþjóðaflugvellinum Hong Kong International hefur verið aflýst í dag, en mótmælt hefur verið á flugvellinum sl. 4 daga. Eru mótmælin sögð hafa valdið „alvarlegum truflunum“. Öllu flugi sem ekki er búið að innrita í hefur verið aflýst, en vélar á leið til Hong Kong fá að lenda. Meira »

Beittu táragasi á lestarstöð

12.8. Lögregla í Hong Kong gerði áhlaup á lestarstöðvar í borginni í gær og beitti táragasi til að reyna að koma mótmælendum þaðan út. Myndbandsupptaka frá Tai Koo-lestarstöðinni sýnir lögreglumenn skjóta gúmmíkúlum á fólk úr návígi og berja fólk með kylfum í rúllustiga lestarstöðvarinnar. Meira »

Mótmælt á flugvellinum í Hong Kong

9.8. Mótmælendur hafa safnast saman á flugvellinum í Hong Kong þar sem þeir hyggjast mótmæla næstu þrjá daga. Krefjast þeir að Carrie Lam, rík­is­stjóri Hong Kong, segi af sér, að sjálf­stæð rann­sókn verði gerð á fram­göngu lög­reglu, að hinum hand­teknu verði veitt náðun og að sjálfs­stjórn­ar­svæðinu verði veitt­ur rétt­ur til að kjósa leiðtoga sína lýðræðis­lega. Meira »

Kínverjar að missa þolinmæðina

6.8. Marc Lanteig­ne, lektor við Há­skól­ann í Trom­sö og sér­fræðing­ur á sviði efna­hags­mála Kína, segir fátt hafa komið sér á óvart á blaðamannafundi kínverskra stjórnvalda í morgun. Vara þau mótmælendur við að „ruglast ekki á hömlum og veikleika“. Meira »

Aftur ráðist á mótmælendur í Hong Kong

5.8. Í annað skipti á tveimur vikum réðst hópur manna vopnaður bareflum á mótmælendur í Hong Kong. Óeirðalögregla tókst á við mótmælendur í dag og beitti táragasi. Talið er að lögreglumenn hafi skotið um eitt þúsund hylkjum af táragasi á mótmælendur síðan mótmæli hófust 9. júní síðastliðinn. Meira »

„Á barmi mjög hættulegrar stöðu“

5.8. Óeirðalögregla hefur tekist á við mótmælendur í Hong Kong í dag, þriðja daginn í röð. Þar er nú skollið á allsherjarverkfall, sem hefur svo gott sem lamað samgöngur í borginni og flugsamgöngur einnig. Ofbeldið færist í aukana. Meira »

Harkan eykst í Hong Kong

3.8. Lögreglan í Hong Kong skaut táragasi að fólki sem stendur fyrir mótmælendum níundu helgina í röð. Verið er að skipuleggja verkfall sem á að hefjast á mánudaginn og kínverski herinn hefur varað fólk við því að hefja óeirðir og hefur verið að æfa aðgerðir gegn slíkum aðgerðum. Meira »

Herinn sviðsetti áhlaup á Hong Kong

1.8. Yfirmaður kínversk setuliðsins í Hong Kong segir herinn staðráðinn í að verja fullveldi Kína. Hafa orð hans kynt undir ótta um hernaðaríhlutun kínverskra yfirvalda vegna mótmælanna undanfarinna vikna. Sviðsett myndband af setuliðinu gera áhlaup á götur Hong Kong, hefur síst dregið úr óttanum. Meira »

Ákæra mótmælendur fyrir óeirðir

30.7. Lögreglan í Hong Kong segir að tugir mótmælenda, sem handteknir hafa verið í mótmælum nýverið, verði ákærðir fyrir óeirðir. Við óeirðum liggja þung viðurlög. Meira »

Óleyfileg mótmæli halda áfram

28.7. Þúsundir mótmælenda streymdu út á götur í Hong Kong í dag þar sem þeir lokuðu stórum götum. Mótmælendur hunsa lögreglu sem bannaði mótmæli þeirra en hópurinn reiddist afskiptaleysi lögreglu þegar grímuklæddir menn réðust á fólk í lestarstöð í síðustu viku. Meira »

Beitti táragasi á mótmælendur

27.7. Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi á mótmælendur í Yuen Long hverfinu í dag þar sem óleyfileg mótmæli fóru fram. Talið er að mörg þúsund hafi komið þar saman til mótmæla. Meira »

Kínversk stjórnvöld eru öskureið

22.7. Kínversk stjórnvöld eru öskureið vegna aðgerða mótmælenda í Hong Kong sem ollu skemmdum á húsi ræðismanns Kína í Hong Kong og afskræmdu þjóðartákn Kína. Kínverjar segja skemmdarverkin „algjörlega ólíðandi.“ Meira »

Glæpagengi talið hafa ráðist mótmælendur

22.7. 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hópur manna vopnaður bareflum réðst á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong í gærkvöldi. Atvikið hefur vakið mikla reiði í borginni ekki hvað síst þar sem lögregla þótti afar lengi að koma sér á staðinn. Meira »

Gúmmíkúlum skotið á mótmælendur

21.7. Lögregla í Hong Kong skaut gúmmíkúlum á og beitti táragasi gegn hópi mótmælenda í borginni í kvöld. Mótmæli hafa staðið þar yfir alla helgina, sjöundu helgina í röð, og nú þegar komið er fram á sunnudagskvöld hefur komið til átaka á milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Meira »

Sér ekki fyrir endann á mótmælunum

21.7. Fjölmenn mótmæli hafa haldið áfram í Hong Kong þar sem krafist er lýðræðisumbóta og skerðingu á borgaralegu frelsi mótmælt en mótmælin hafa staðið yfir vikum saman. Undirliggjandi er áralöng reiði í garð stjórnvalda í Kína. Mótmælin héldu áfram í dag og sér ekki fyrir endann á þeim. Meira »

Beittu kylfum gegn mótmælendum

14.7. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á enn einum mótmælunum í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Lögregla beitti piparúða og kylfum gegn mótmælendum sem lokuðu götum í borginni Sha Tin. Grímuklæddir mótmælendur svöruðu með því að loka svæðum með járngirðingu. Meira »

Framsalsfrumvarpið „dautt“

9.7. Carrie Lam, rík­is­stjóri Hong Kong, segir að umdeilt frumvarp, sem heimilar framsal á sakamönnum til meginlands Kína, sé „dautt“. Meira »

Afstaða Íslands gagnvart Kína óbreytt

5.7. „Afstaða Íslands gagnvart Kína og Hong Kong er óbreytt. Ísland styður eitt Kína og sjálfstjórnarstöðu Hong Kong þar innan (e. One China, Two systems) í samræmi við samninga þar að lútandi,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Íslensk stjórnvöld ganga því töluvert skemur Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jeremy Hunt, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands sem hafa báðir lýst yfir stuðningi við mótmælendur. Meira »

Sá fyrsti ákærður vegna mótmælanna

5.7. Götulistamaður í Hong Kong hefur verið ákærður fyrir skemmdarverk og árás á lögreglumann, en ákæran er sú fyrsta sem gefin er út í tengslum við mótmæli sem staðið hafa yfir í Hong Kong vikum saman. Meira »

Biðja Breta um að skipta sér ekki af

3.7. Sendiherra Kínverja í Bretlandi varaði bresk stjórnvöld við því að skipta sér af innanríkismálum Kínverja í dag og sagði ummæli Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands um stöðuna í Hong Kong hafa „skaðað“ samskipti ríkjanna tveggja. Meira »