Múlakvísl

„Eins og er þá er þetta lítið hlaup“

15.1. Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni. Meira »

Hlaup hafið í Múlakvísl

15.1. Hlaup er hafið í Múlakvísl en samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands fór vatnshæð vaxandi í morgun og náði hámarki um hádegi. Heldur hefur dregið úr vatnshæðinni síðan þá. Meira »

Vatnavextir í Múlakvísl

7.8. Vatnavextir hafa verið í Múlakvísl síðustu daga. Jarðhitavatn hefur lekið í ána úr katli í Kötluöskju í Mýrdalsjökli og fylgir jökulvatninu brennisteinsvetni (H2S). Gasið fer illa í öndunarfæri og er fólki ráðlagt að stoppa ekki lengi við ána. Meira »

Hefur ekki áhrif á ferðir fólks

22.6.2016 Hlaupið sem er í Múlakvísl er minni háttar og er tengt jarðhitavirkni undir Mýrdalsjökli. Ekki er hætta á tjóni enn sem komið er en vel er fylgst með vatnshæð og rafleiðni í ánni. Hlaupið hefur ekki áhrif á ferðir fólks eins og staðan er núna. Meira »

Hlaup hafið í Múlakvísl

22.6.2016 Hlaup er hafið í Múlakvísl við Mýrdalsjökul. Enn sem komið er er það minni háttar og telur Reynir Ragnarsson, sem mælir leiðni í ánni fyrir Veðurstofu Íslands, að það hafi hafist fyrir tveimur dögum. Meira »

Klipptu á borða við Múlakvísl

6.8.2014 Nýja brúin yfir Múla­kvísl var form­lega opnuð nú síðdegis, þegar Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra klippti á borða með aðstoð Hreins Har­alds­son­ar vega­mála­stjóra. Rúm þrjú ár eru nú liðin síðan gamla brúin, og þar með hringvegurinn, fóru í sundur í jökulhlaupi. Meira »

Brúin yfir Múlakvísl formlega opnuð

5.8.2014 Á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst kl. 15.00 verður ný brú yfir Múlakvísl formlega opnuð á hefðbundinn hátt. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Athöfnin fer fram á brúnni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Óvissustigi aflétt

14.7.2014 Búið er að aflétta óvissustigi vegna vatnavaxta og hlaupa í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Enn er þó mikilvægt að ferðaþjónustufyrirtæki og ferðamenn sýni varkárni við Sólheimajökul vegna mögulegrar gas- og flóðahættu. Meira »

Enn óvissustig á Sólheimasandi

13.7.2014 Óvissustig almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er enn í gildi vegna Jökulsár á Sólheimasandi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Leiðnin að lækka í hlaupvatninu

12.7.2014 Hlaupvatns frá jarðhitasvæðum undir Mýrdalsjökli gætir enn í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Há rafleiðni mælist enn í báðum ánum en nýjustu mælingar gefa til kynna að leiðnin sé tekin að lækka, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meira »

Upplýsi viðskiptavini um ástand mála

11.7.2014 Áfram er unnið á óvissustigi vegna Múlakvíslar og Jökulsár á Sólheimasandi. Mælingar síðasta sólarhring hafa sýnt að vatnshæð og rafleiðni fara ennþá minnkandi. Ferðaþjónustufyrirtæki eru sérstaklega hvött til þess að upplýsa viðskiptavini sína um ástand mála. Meira »

Enn er unnið á óvissustigi

10.7.2014 Enn er unnið á óvissustigi vegna aukins vatnsrennslis í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Mælingar síðasta sólarhring hafa sýnt að vatnshæð og rafleiðni fara frekar minnkandi. Sérfræðingar á vegum Veðurstofunnar eru að setja upp mælitæki til gasmælinga við upptök Jökulsár á Sólheimasandi. Meira »

Allt með kyrrum kjörum við Mýrdalsjökul

10.7.2014 Litlar sem engar breytingar hafa orðið á vatnsmagni í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi í nótt en minniháttar jökulhlaup er í ánum vegna jarðhitavirkni í Mýrdalsjökli. Meira »

Tugir bíla og rútur við jökulinn

9.7.2014 Almannavarnadeild mæltist til þess fyrr í dag að ferðafólk legði ekki leið sína að sporði Sólheimajökuls, þaðan sem brennisteinsmettað hlaupvatn rennur niður Sólheimasand. Þegar lögreglan gerði sér ferð að jöklinum síðdegis voru hins vegar þrjár rútur þar og 20-30 fólksbílar. Meira »

Ferðamenn fari ekki að jöklinum

9.7.2014 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglan á Hvolsvelli mælast til þess við ferðaþjónustuna og ferðamenn, að þeir fari ekki að jökulsporði Sólheimajökuls á meðan óvissustig er í gildi vegna hættu á að flóð geti vaxið með litlum fyrirvara Meira »

Óbreytt staða í Múlakvísl

9.7.2014 Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands í nótt vegna jökulhlaupsins í Múlakvísl og og Jökulsá á Sólheimasandi. Meira »

Bændur fundu brennisteinslykt

8.7.2014 Vísindamenn flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Kötlu í kvöld, þar sem líkur eru taldar á að nýir sigkatlar hafi myndast í Mýrdalsjökli. Lítið sást þó vegna lélegs skyggnis. Töluverð brennisteinslykt er af Múlakvísl að sögn bænda í Mýrdal og augljóst að hlaupvatn er í ánni. Meira »

Stærri viðburðir ekki í vændum

8.7.2014 Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa nú sannreynt að minni háttar jökulhlaup er í Múlakvísl. Hlaupið hófst 2. júlí og jókst þá rennsli árinnar auk þess sem hækkandi rafleiðni gaf til kynna að jarðhitavökvi hafi blandast bræðsluvatni við botn Mýrdalsjökuls, þar sem hlaupin eiga upptök sín. Meira »

Óvissustig vegna jökulhlaups

8.7.2014 Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vegna þessa hefur óvissustigi verið lýst yfir, en mat vísindamanna Veðurstofu Íslands er þó að um lítið hlaup sé að ræða. Meira »

Umferð hleypt á brúna yfir Múlakvísl

3.7.2014 Umferð var hleypt yfir nýju brúna yfir Múlakvísl síðdegis í dag, tæpum þremur árum eftir að gömlu brúnni skolaði burt í hlaupi 9. júlí 2011. Nýja brúin er tilbúin og búast má við að hún verði vígð með formlegum hætti síðar í sumar þegar búið verður að ljúka við að leggja klæðningu á veginn. Meira »

Opna yfir Múlakvísl í júlí

26.6.2014 Stefnt er á að opnað verði fyrir umferð um nýju brúna yfir Múlakvísl í byrjun júlí á þessu ári. Að sögn Arinbjarnar Bernharðssonar, verkstjóra Eyktar á staðnum, hafa framkvæmdir gengið vel enda vinnudagarnir margir hverjir verið ansi langir. Verkinu verður að fullu lokið í byrjun ágúst. Meira »

Ný brú yfir Múlakvísl tilbúin í júní

4.4.2014 Rífandi gangur er í framkvæmdum við smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl á Mýrdalssandi. Tíu starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar eru á staðnum og strax í næstu viku verður fjölgað í liðinu. Meira »

Rafleiðni há en enginn órói mælist

15.1.2014 Rafleiðni í Múlakvísl er nú há aðra vikuna í röð en þessu fylgir enginn órói eða skjálftavirkni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rennsli Múlakvíslar minna en í gær

10.1.2014 Rennsli Múlakvíslar hefur minnkað síðan í gær. Rafleiðni vatnsins var ~328 µS/cm, kl. 13.15 í dag, sem bendir til þess að jarðhitavatn seytli enn framundan Kötlujökli. Meira »

Fylgjast vel með Múlakvísl

8.1.2014 Veðurstofa Íslands fylgist vel með vatnshæð og leiðni í Múlakvísl en mælir Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú sýndi stöðuga aukningu rafleiðni í ánni frá ~225 µS/cm til ~350 µS/cm á tímabilinu 31. desember til 7. janúar. Bendir það til að hlaupvatn hafi lekið undir einum katlanna á vatnasviði Kötlujökuls. Meira »

95 ár frá síðasta Kötlugosi

12.10.2013 „Ægilegur gufustrókur teygði sig lengra og lengra upp að fjallabaki og loks hljóp jökullinn með eldgangi miklum, vatnsflóði og jöklaburði fram yfir Mýrdalssand til sjávar,“ segir í lýsingu Gísla Sveinssonar sýslumanns af síðasta Kötlugosi sem hófst 12. október 1918, eða fyrir 95 árum í dag. Meira »

Brúa Múlakvísl að nýju

26.6.2013 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar hefja á næstu dögum framkvæmdir við smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl skammt austan við Vík í Mýrdal. Meira »

Ný brú tilbúin haustið 2014

2.5.2013 Framkvæmdir hefjast í sumar við nýja brú yfir Múlakvísl í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklu jökulhlaupi sumarið 2011. Starfsmenn Vegagerðarinnar reistu bráðabirgðabrúna á skömmum tíma eins og frægt varð og hefur hún síðan þjónað umferð um hringveginn. Meira »

Útboð í nýja Múlakvíslabrú í næstu viku

24.4.2013 Í næstu viku verður auglýst útboð nýrrar brúar yfir Múlakvísl sem kemur í stað brúarinnar sem skemmdist í jökulhlaupi sumarið 2011. Verður ný brú tæpum 300 metrum austan við bráðabirgðabrúna, sem byggð var árið 2011 Meira »

Garðar breyta lítið ásýnd sandsins

16.3.2013 Áhrif efnistöku úr farvegi Múlakvíslar og gerðar varnargarða á umhverfið eru talin óveruleg í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar. Meira »