Náttúruauðlindir Íslands

Telur kosti jarðstrengja gleymast

13.1. Þórhallur Hjartarson, framkvæmdastjóri METSCO, segir að Landsnet ætti ef til vill að kanna lausnir til að mæta launaflsvanda jarðstrengja betur. Tenging Hvalárvirkjunar til suðurs myndi lítið gera til að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Meira »

Vestfirðir áratugum á eftir

10.1. „Skýrslugerð og almenn upplýsingaöflun og -vinna og þegar sérfræðingar kafa ofan í mál hlýtur almennt að vera af hinu góða,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um skýrslu Landverndar um leiðir til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum. Meira »

Gullfossar Stranda frumsýndir í Hörpu

28.12. Nýtt myndband Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis var frumsýnt í gær á listahátíðinni Norður og niður, sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Í myndbandinu er ferðasaga þeirra rakin um svæðið sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun mun hafa áhrif á. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

11.12. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Þörf á að dreifa raforkuframleiðslunni

9.11. Í frummatsskýrslu um virkj­un­ í Hverf­is­fljóti við Hnútu er hvergi minnst á aðrar virkj­ana­hug­mynd­ir í ánni, þó lagt hafi verið til að tvær virkj­ana­hug­mynd­ir fari í biðflokk. Slík samlegðaráhrif eru ástæða þess að Orkustofnun vill að sem flestir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun. Meira »

Skiptar skoðanir á virkjun Hverfisfljóts

8.11. Mismunandi sjónarhorn eru innan sveitastjórnar og skipulagsnefndar Skaftárhrepps á fyr­ir­hugaða 9,3 mega­vatta (MW) virkj­un­ar í Hverf­is­fljóti við Hnútu í Skaft­ár­hreppi. Þetta segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitastjóri Skaftárhrepps. Meira »

Úr Newmans verndar hálendið

4.11. Hjálparsveit skáta í Reykjavík og hálendi Íslands eru meðal þess sem nýtur góðs af söluandvirði dýrasta armbandsúrs mannkynssögunnar. Téð úr, sem er af gerðinni Rolex Daytona og var upphaflega í eigu leikarans Pauls Newmans, var selt á uppboði á dögunum fyrir um það bil 1,8 milljarða króna. Meira »

Hörður: „Planið hefur gengið eftir“

2.11. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum sagt áður, planið hefur gengið eftir,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem tilkynnti á haustfundi fyrirtækisins í morgun að það geti greitt 110 millj­arða króna í arð til rík­is­ins á ár­un­um 2020 til 2026. Meira »

Veruleg skerðing á víðernum

1.11. Óbyggð víðerni innan Árneshrepps á Ströndum myndu skerðast verulega eða um allt að 180 ferkílómetra við gerð vinnuvega og efnisnáma um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalárvirkjunar. Óbyggðum víðernum fer fækkandi og þar með ætti verðmæti þeirra að aukast og ríkari áhersla að vera á lögð á vernd þeirra. Meira »

Vill þjóðgarð frekar en virkjun

29.10. „Ég vil að menn hinkri aðeins,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður IKEA, um Hvalár­virkj­un í Árnes­hreppi á Strönd­um. Hann er einn þeirra sem gerðu athugasemd við fyrirhugaða virkjun og vill að aðrir möguleikar verði skoðaðir betur. Meira »

Svartárvirkjun bíði ákvörðunar þingsins

25.10. Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar segir eðlilegt að bíða með ákvörðun um framkvæmdir við fyrirhugaða Svartárvirkjun þar til niðurstaða liggi fyrir varðandi þingsályktunartillögu rammaáætlunar þar sem lagt er til að Skjálfandafljót og vatnasvið þess, sem Svartá tilheyrir, fari í verndarflokk. Meira »

Segja fullyrðingu Landverndar ranga

12.1. VesturVerk ehf. á Ísafirði, sem undirbýr gerð Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að Hvalárvirkjun og ný flutningsmannvirki tengd henni muni skipta sköpum fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum. Meira »

Tífalda má öryggi með jarðstrengjum

10.1. Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hins vegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

15.12. Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Vill kostamat á virkjun og verndun

10.12. Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarmaður hjá IKEA, hefur lagt til að mat verði lagt á kosti þess að reisa virkjun í Árneshreppi annars vegar og stofna þjóðgarð eða verndarsvæði hins vegar. Að mati oddvitans er verndarsvæði sem útilokar virkjun ekki í spilunum. Meira »

Fjárfestu fyrir meira en milljarð

9.11. Félag, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Meira »

Vill virkja í einu yngsta árgljúfri heims

7.11. Áformað er að byggja virkjun í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi sem rennur um eitt yngsta árgljúfur heims. Árfarvegurinn, á þeim stað sem Lambhagafossa er að finna, yrði allt að því þurr um tíma ár hvert. Meira »

Loftslagsáhrifin á við 100 MW virkjun

2.11. Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að innrennsli í lón á Íslandi aukast umtalsvert á næstu 30 árum en virkjanirnar hafa ekki nægilegt afl til þess að taka við þessari aukningu. Unnið er að fjölda verkefna af hálfu Landsvirkjunar til að bregðast við þessari þróun. Meira »

Getur greitt 110 milljarða í arð

2.11. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Landsvirkjun geti greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins á árunum 2020 til 2026. Meira »

Byrja á Brúarvirkjun á næstunni

30.10. HS Orka hefur auglýst útboð á byggingu mannvirkja og tækjakaup vegna Brúarvirkjunar í Bláskógabyggð. Raunar hófust undirbúningsframkvæmdir í sumar, vegarlagning og aðstöðusköpun. Ásgeir Margeirsson forstjóri segir að framkvæmdir hefjist í haust og virkjunin hefji framleiðslu á fyrrihluta árs 2019. Meira »

Reynt að bera fé á stjórnvald

28.10. Athugasemdir frá sextán aðilum og umsagnir níu stofnana og annarra hafa borist vegna skipulagstillagna er varða Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir vinnuvegum um virkjunarsvæðið þó að enn sé ekki búið að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar. Meira »

Hætta á „algjörri eyðileggingu“

24.10. „Það er okkar mat að þessi virkjunarhugmynd sé algjörlega óásættanleg,“ segir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, formaður Verndarfélags Svartár og Suðurár (VSS) um fyrirhugaða 9,8 megavatta (MW) virkjun í Svartá í Bárðardal. „Það þarf nú ekki að kynna sér þetta mál vel til að sjá að sá fyrirhugaði gjörningur að fórna á með einstöku lífríki fyrir nokkur megavött er einfaldlega út í hött.“ Meira »