Náttúruauðlindir Íslands

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

21.2. Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Landvernd safnar undirskriftum

20.2. Landvernd hefur hafið söfnun undirskrifta til þess að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, sem er fyrirhuguð á óbyggðum víðernum á Ströndum. Meira »

Vilja friðlýsa Dranga á Ströndum

22.11. Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu eigenda jarðarinnar Dranga í Árneshreppi á Ströndum að kanna fýsileika þess að friðlýsa jörðina að hluta eða öllu leyti og hefur greinargerð þess efnis verið send til umhverfisráðuneytisins. Meira »

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

14.10. Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar. Meira »

Leggja til friðlýsingu þriggja svæða

14.9. Í fyrsta skipti hafa nú verið lagðar fram tillögur að friðlýsingu svæða fyrir orkunýtingu á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk. Lagt er til að vatnasvið á þremur svæðum á hálendinu verði friðað. Meira »

Hvatt til friðlýsingar Drangajökulssvæðis

2.7. Í síðustu viku hófst undirskriftasöfnun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að friðlýsa Drangajökulssvæðið í samræmi við tillögu Náttúrufræðistofnunar. Nú þegar hafa rúmlega 1.000 undirskriftir safnast. Meira »

Ekkert óvenjulegt en allt getur gerst

27.6. Veðurstofa Íslands hefur ekki miklar áhyggjur af jarðhræringum við Öræfajökul að undanförnu og segir að enn sé ekkert í kortunum sem bendi til gosóróa. Jarðskjálfti upp á 3,1 stig mældist við jökulinn seinni partinn í gær. Meira »

Furðar sig á friðlýsingartillögu

27.6. „Mér finnst tímasetningin sérstök enda komu engin slík sjónarmið fram á þeim tíma sem unnið var að rammaáætlun,“ segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, um tillögu Náttúrustofnunar Íslands um friðlýsingu á svæðinu þar sem Hvalárvirkjun á að rísa. Meira »

Tillögur byggðar á nýjum rannsóknum

26.6. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir að tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands um friðlýsingu Drangajökulssvæðisins séu byggðar á nýjum rannsóknum, nýrri en þeim sem sú ákvörðun að setja Hvalárvirkjun í nýtingarflokk rammaáætlunar byggði á. Meira »

Staðfestir breytingu á aðalskipulagi

26.6. Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps er varða undirbúningsframkvæmdir fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og samþykkt var í sveitarstjórn 30. janúar. Meira »

Hvað er sérstakt við Drangajökulssvæðið?

26.6. Tilkomumikið landslag mótað af jöklum ísaldar. Mjög virk landmótunarferli. Litfögur setlög og hraunlög. Óvenju greinilegir og margir jökulgarðar frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þannig er svæði sem nær yfir Drangajökul og nágrenni hans lýst í tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands að friðlýsingu. Meira »

Friðlýsing lögð til gegn Hvalárvirkjun

25.6. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið við Drangajökul á Vestfjörðum verði friðlýst. Svæðið sem um ræðir er 1.281 ferkílómetri að stærð og nær til svæðisins þar sem áætlanir eru uppi um að Hvalárvirkjun rísi. Meira »

Greina möguleika á jarðstrengjum

18.6. Óvíst er hversu stóran hluta af flutningskerfi raforku á Vestfjörðum er hægt að leggja í jörðu, en Landsnet vinnur nú að greiningu á því. Greiningin er hluti af viðræðum Landsnets og Vesturverks um það hvernig mögulegri tengingu Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfi raforku verði háttað. Meira »

„Flóðbylgja ferðamanna“ í þjóðgarðinum

30.5. Tæp hálf milljón gesta heimsækir nú Þjóðgarðinn Snæfellsjökul á hverju ári. Áður lagðist garðurinn í vetrardvala en mikil breyting hefur nú átt sér stað í ferðamennskunni Meira »

Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga

16.5. Vesturverk sem áformar virkjun Hvalár í Árneshreppi á Ströndum er í meirihlutaeigu Íslendinga og eru lífeyrissjóðir þar stórir aðilar. Meira »

Vesturverk greiddi alla reikningana

15.5. Oddviti Árneshrepps ætlar að endurgreiða Vesturverki reikninga lögmannsstofu sem fyrirtækið borgaði en ættu með réttu að greiðast af sveitarfélaginu. Varaoddvitinn vakti athygli á því á fundi í dag að allir reikningar Sóknar, vegna ýmissa starfa fyrir hreppinn, væru greiddir af Vesturverki. Meira »

Ekki hróflað við fallegum svæðum

4.5. Ekki er verið að hrófla við neinum svæðum sem teljast falleg á því svæði þar sem Hvalárvirkjun á að rísa. Þetta sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, á opnum fundi um raforkumál á Vestfjörðum nú síðdegis. Meira »

Lindár verði verndaðar

29.4. „Lindárnar eru afar verðmætar. Úrkoman hripar niður í jarðveginn, vikra og hraun á öræfunum, og sprettur svo fram í lindum neðar í landinu og við hálendisbrúnina,” segir Snorri Baldursson fulltrúi í stjórn Landverndar. Meira »

Akkur í „lifandi landslagi“ verndarsvæða

29.4. Nálægð við íbúabyggð og atvinnustarfsemi getur verið lykilþáttur í verndun náttúru- og menningarsvæða. Gestir ráðstefnunnar Verndarsvæði og þróun byggðar fengu að heyra dæmi um þetta frá Englandi, Skotlandi og Noregi. Byggð er innan allra svæðanna og land þeirra að stærstum hluta í einkaeigu. Meira »

Ósnortnu víðernin eru eins og gullnáma

28.4. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI, tók nýverið við formennsku í Samtökum ferðaþjónustunnar. Hún vekur athygli á að í fyrra sé áætlað að beinar tekjur hins opinbera af ferðaþjónustu að frátöldum kostnaði hafi numið 65 milljörðum króna. Meira »

Bein útsending: Verndarsvæði og þróun byggðar

27.4. Streymt verður frá ráðstefnunni Verndarsvæði og þróun byggðar sem hefst klukkan 10 í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. Hægt er að horfa á streymið hér að neðan. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

26.4.2018 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Býðst til að borga í raflögn og ljósleiðara

24.4.2018 Vesturverk, sem hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi, á nú í viðræðum við Orkubú Vestfjarða um að hraða lagningu þriggja fasa rafstrengs og ljósleiðara frá Hólmavík til hreppsins. Ef af virkjun verður býðst fyrirtækið til að taka þátt í kostnaði verkefnisins. Meira »

Ekki gaman að vera strá í þjóðgarðinum

22.4.2018 „Við getum sagt að það sé ekki gaman að vera strá í Vatnajökulsþjóðgarði,“ segir Snorri Baldursson, sem ritstýrði tilnefningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. „Það getur átt von á jökulhlaupi, öskugosi, því að skriðjökull eða hraun valti yfir það.“ Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

20.4.2018 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »

Vill fá svör um aðkomu Vesturverks

20.4.2018 Skipulagsstofnun hefur óskað skýringa sveitarstjórnar Árneshrepps á aðkomu VesturVerks að gerð skipulagstillagna vegna Hvalárvirkjunar og hvernig tilboð fyrirtækisins um samfélagsverkefni var afgreitt. Þá vill stofnunin svör varðandi hæfi tveggja sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu tillagnanna. Meira »

Átroðningur á viðkvæmum tíma

31.3.2018 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokana á þremur stöðum vegna gróðurskemmda síðustu vikur. Það er þó ekki veðrið sem er óvenjulegt þetta vorið heldur ágangurinn. Ekki stendur til að loka fleiri svæðum. Meira »

Nýr borteigur við gígaröðina Eldvörp

31.3.2018 Verktakar á vegum HS Orku eru að útbúa nýjan borteig við gígaröðina Eldvörp í landi Grindavíkur. Er það annar borteigurinn á svæðinu en alls eru fyrirhugaðir þrír til fimm teigar. Meira »

Gengið í snjókófi við Goðastein

27.3.2018 Allt gekk að óskum í leiðangri fjallaskíðafólks úr Ferðafélagi Íslands sem fór á Eyjafjallajökul síðastliðinn sunnudag. Gengið var upp á jökulinn að norðanverðu, þar sem heitir Grýta, og farið að Goðasteini sem er í 1.557 metra hæð. Meira »

Mótvægisaðgerðir mikilvægar

16.3.2018 Tilkoma Hvammsvirkjunar mun bæði hafa neikvæð áhrif á landslag sem og útivist og ferðaþjónustu á svæðinu að mati Skipulagsstofnunar, en álit stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggur fyrir. Meira »