Náttúruauðlindir Íslands

Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga

16.5. Vesturverk sem áformar virkjun Hvalár í Árneshreppi á Ströndum er í meirihlutaeigu Íslendinga og eru lífeyrissjóðir þar stórir aðilar. Meira »

Vesturverk greiddi alla reikningana

15.5. Oddviti Árneshrepps ætlar að endurgreiða Vesturverki reikninga lögmannsstofu sem fyrirtækið borgaði en ættu með réttu að greiðast af sveitarfélaginu. Varaoddvitinn vakti athygli á því á fundi í dag að allir reikningar Sóknar, vegna ýmissa starfa fyrir hreppinn, væru greiddir af Vesturverki. Meira »

Ekki hróflað við fallegum svæðum

4.5. Ekki er verið að hrófla við neinum svæðum sem teljast falleg á því svæði þar sem Hvalárvirkjun á að rísa. Þetta sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, á opnum fundi um raforkumál á Vestfjörðum nú síðdegis. Meira »

Lindár verði verndaðar

29.4. „Lindárnar eru afar verðmætar. Úrkoman hripar niður í jarðveginn, vikra og hraun á öræfunum, og sprettur svo fram í lindum neðar í landinu og við hálendisbrúnina,” segir Snorri Baldursson fulltrúi í stjórn Landverndar. Meira »

Akkur í „lifandi landslagi“ verndarsvæða

29.4. Nálægð við íbúabyggð og atvinnustarfsemi getur verið lykilþáttur í verndun náttúru- og menningarsvæða. Gestir ráðstefnunnar Verndarsvæði og þróun byggðar fengu að heyra dæmi um þetta frá Englandi, Skotlandi og Noregi. Byggð er innan allra svæðanna og land þeirra að stærstum hluta í einkaeigu. Meira »

Ósnortnu víðernin eru eins og gullnáma

28.4. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI, tók nýverið við formennsku í Samtökum ferðaþjónustunnar. Hún vekur athygli á að í fyrra sé áætlað að beinar tekjur hins opinbera af ferðaþjónustu að frátöldum kostnaði hafi numið 65 milljörðum króna. Meira »

Bein útsending: Verndarsvæði og þróun byggðar

27.4. Streymt verður frá ráðstefnunni Verndarsvæði og þróun byggðar sem hefst klukkan 10 í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. Hægt er að horfa á streymið hér að neðan. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

26.4. „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Býðst til að borga í raflögn og ljósleiðara

24.4. Vesturverk, sem hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi, á nú í viðræðum við Orkubú Vestfjarða um að hraða lagningu þriggja fasa rafstrengs og ljósleiðara frá Hólmavík til hreppsins. Ef af virkjun verður býðst fyrirtækið til að taka þátt í kostnaði verkefnisins. Meira »

Ekki gaman að vera strá í þjóðgarðinum

22.4. „Við getum sagt að það sé ekki gaman að vera strá í Vatnajökulsþjóðgarði,“ segir Snorri Baldursson, sem ritstýrði tilnefningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. „Það getur átt von á jökulhlaupi, öskugosi, því að skriðjökull eða hraun valti yfir það.“ Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

20.4. Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »

Vill fá svör um aðkomu Vesturverks

20.4. Skipulagsstofnun hefur óskað skýringa sveitarstjórnar Árneshrepps á aðkomu VesturVerks að gerð skipulagstillagna vegna Hvalárvirkjunar og hvernig tilboð fyrirtækisins um samfélagsverkefni var afgreitt. Þá vill stofnunin svör varðandi hæfi tveggja sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu tillagnanna. Meira »

Átroðningur á viðkvæmum tíma

31.3. Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokana á þremur stöðum vegna gróðurskemmda síðustu vikur. Það er þó ekki veðrið sem er óvenjulegt þetta vorið heldur ágangurinn. Ekki stendur til að loka fleiri svæðum. Meira »

Nýr borteigur við gígaröðina Eldvörp

31.3. Verktakar á vegum HS Orku eru að útbúa nýjan borteig við gígaröðina Eldvörp í landi Grindavíkur. Er það annar borteigurinn á svæðinu en alls eru fyrirhugaðir þrír til fimm teigar. Meira »

Gengið í snjókófi við Goðastein

27.3. Allt gekk að óskum í leiðangri fjallaskíðafólks úr Ferðafélagi Íslands sem fór á Eyjafjallajökul síðastliðinn sunnudag. Gengið var upp á jökulinn að norðanverðu, þar sem heitir Grýta, og farið að Goðasteini sem er í 1.557 metra hæð. Meira »

Mótvægisaðgerðir mikilvægar

16.3. Tilkoma Hvammsvirkjunar mun bæði hafa neikvæð áhrif á landslag sem og útivist og ferðaþjónustu á svæðinu að mati Skipulagsstofnunar, en álit stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggur fyrir. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

23.2. Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Tafir á virkjun við Brú

15.2. Bláskógabyggð hefur ákveðið að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi til HS Orku til byggingar Brúarvirkjunar. Framkvæmdir gátu ekki hafist sl. Meira »

Víðerni fái vernd í stjórnarskrá

9.2. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra leggur til að víðerni Íslands fái vernd í stjórnarskránni. Þá segir hann mikilvægt að gæta að verndun ósnortinna svæða við uppbyggingu innviða, m.a. vegna ferðamanna. Meira »

Vegferð til virkjunar vindorku

3.2. Uppbygging vindorkugarðs á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalabyggð var kynnt á fjölmennum íbúafundi í Dalabúð í Búðardal 31. janúar. Jörðin var keypt í fyrra og eigendur Storm orku ehf. áforma að virkja þar vind með allt að 40 vindmyllum. Meira »

Klofin um bestu framtíðarkosti

31.1. Enn eitt skrefið í undirbúningi Hvalárvirkjunar var stigið á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær er skipulagstillögur vegna virkjunar voru samþykktar. Fimm nefndarmenn í fámennasta sveitarfélagi landsins bera þá ábyrgð að ákveða framhaldið. Þrír þeirra eru nú fylgjandi virkjun en tveir eru á móti. Meira »

Samþykktu tillögur vegna virkjunar

30.1. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í dag tillögur að skipulagsbreytingum í sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir efnisnámum og vinnuvegum í rannsóknartilgangi um fyrirhugað virkjunarsvæði í óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar. Meira »

Telur kosti jarðstrengja gleymast

13.1. Þórhallur Hjartarson, framkvæmdastjóri METSCO, segir að Landsnet ætti ef til vill að kanna lausnir til að mæta launaflsvanda jarðstrengja betur. Tenging Hvalárvirkjunar til suðurs myndi lítið gera til að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Meira »

Segja fullyrðingu Landverndar ranga

12.1. VesturVerk ehf. á Ísafirði, sem undirbýr gerð Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að Hvalárvirkjun og ný flutningsmannvirki tengd henni muni skipta sköpum fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum. Meira »

Vestfirðir áratugum á eftir

10.1. „Skýrslugerð og almenn upplýsingaöflun og -vinna og þegar sérfræðingar kafa ofan í mál hlýtur almennt að vera af hinu góða,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um skýrslu Landverndar um leiðir til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum. Meira »

Tífalda má öryggi með jarðstrengjum

10.1. Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hins vegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum. Meira »

Gullfossar Stranda frumsýndir í Hörpu

28.12. Nýtt myndband Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis var frumsýnt í gær á listahátíðinni Norður og niður, sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Í myndbandinu er ferðasaga þeirra rakin um svæðið sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun mun hafa áhrif á. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

15.12. Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

11.12. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Vill kostamat á virkjun og verndun

10.12. Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarmaður hjá IKEA, hefur lagt til að mat verði lagt á kosti þess að reisa virkjun í Árneshreppi annars vegar og stofna þjóðgarð eða verndarsvæði hins vegar. Að mati oddvitans er verndarsvæði sem útilokar virkjun ekki í spilunum. Meira »