Norður-Kórea

Kim vonast eftir öðrum fundi með Trump

20.9. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu vonast eftir öðrum leiðtogafundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við fyrsta tækifæri. Frá þessu greindi Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, við lok þriggja daga heimsóknar hans til Norður-Kóreu í morgun. Meira »

Vilja halda ólympíuleikana í sameiningu

19.9. Norður- og Suður-Kórea hafa ákveðið að leggja fram sameiginlega umsókn um að halda Ólympíuleikana 2032 á Kóreuskaga, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga ríkjanna. Meira »

Sömdu um kjarnorkulausan Kóreuskaga

19.9. Norður-Kórea mun loka helsta tilrauna- og skotpallasvæði sínu fyrir eldflaugatilraunir, að því er BBC hefur eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu. Þá er Kim Jong-un væntanlegur í heimsókn til Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, fyrstur leiðtoga Norður Kóreu. Meira »

Opna samskiptastofu á landamærunum

14.9. Kóreuríkin tvö hafa opnað samskiptaskrifstofu sem mun gera þeim kleift að eiga regluleg samskipti. Opnunin er stórt skref í sögu ríkjanna, en samskipti þeirra á milli hafa verið stirð síðan í Kóreustríðinu. Meira »

Hefðu tekið tístið sem yfirvofandi árás

10.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti olli yfirmönnum í Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytinu, verulegum ótta með Twitter-skilaboðum sem hann sendi næstum því. Skilaboðin hefðu verið túlkuð af ráðamönnum í Norður-Kóreu sem merki um yfirvofandi árás. Meira »

Engin kjarnorkuvopn á hersýningu

9.9. Þúsundir norðurkóreskra hermanna tóku þátt í hersýningu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í tilefni af sjötíu ára afmæli landsins. Langdrægar kjarnorkueldflaugar voru ekki hluti af sýningunni í þetta sinn. Meira »

Kim hefur ekki misst trúna á Trump

6.9. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir trú sína á Donald Trumpp Bandaríkjaforseta vera „óbreytta“ og er enn áfram um að ná fram afvopnavæðingu kjarnavopna á Kóreuskaga á fyrsta kjörtímabili forsetans. Meira »

Leiðtogarnir hittast aftur í september

6.9. Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu ætla að funda í þriðja sinn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í september. Þetta tilkynntu stjórnvöld í Suður-Kóreu í morgun. Gert er ráð fyrir að fundurinn fari fram 18.-20. september samkvæmt frétt AFP. Meira »

Leita vitna í tengslum við morð

1.9. Lögreglan í Malasíu leitar tveggja kvenna frá Indónesíu en þær eiga að bera vitni í réttarhöldum yfir konunum sem sakaðar eru um að hafa myrt hálf­bróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu. Meira »

Heræfingum á Kóreuskaga ekki lengur frestað

28.8. Bandaríkin ætla ekki lengur að fresta heræfingum á Kóreuskaganum, en ákvörðun var tekin um að fresta heræfingum á svæðinu um óákveðinn tíma eftir fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, 12. júní. Meira »

Kínverjar segja ummæli Trump óábyrg

25.8. Kínversk stjórnvöld segja það mjög óábyrgt af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að gefa það í skyn að þau væru ekki gera sitt í því að stuðla að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Meira »

Pompeo hættir við Norður-Kóreuferð

24.8. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk Mike Pompeo, utanríkisráðherra landsins, til að hætta við fyrirhugaða ferð sína til Norður-Kóreu. Þá skaut hann fast á Kína fyrir að hafa dregið úr viðleitni til að aðstoða við afvopnavæðingu Norður-Kóreu. Meira »

Trump og Kim funda líklega aftur

21.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær að líklega yrði haldinn annar leiðtogafundur hjá honum og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Trump sagði ekkert um hvar eða hvenær sá fundur yrði haldinn. Meira »

Fá að hitta ættingjana í Norður-Kóreu

20.8. Hópur suðurkóreskra eldri borgara er nú staddur í Norður-Kóreu til að hitta ættingja sína sem þeir hafa ekki hitt frá því á tímum Kóreustríðsins. Margir koma hlaðnir gjöfum yfir landamærin og hafa tekið með föt, matvæli og lyf fyrir ættingjana í norðri, sem þeir fá að hitta undir ströngu eftirliti. Meira »

Réttað yfir konunum í haust

16.8. Konunum sem eru sakaðar um að hafa myrt hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur verið greint frá því að næg sönnunargögn séu gegn þeim til að réttað verði í málinu og að réttarhöldin hefjist í nóvember. Meira »

Pútín vill hitta Kim fljótlega

15.8. Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, er reiðubúinn til þess að eiga fund með leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fljótlega, að því er fram kom í fréttum ríkisfréttastofu N-Kóreu. Meira »

Moon heimsækir Norður-Kóreu í september

13.8. Ráðamenn í Norður- og Suður-Kóreu samþykktu í dag að haldinn verði leiðtogafundur Kóreuríkjanna í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í september. Suðurkóreska fréttastofan Yonhap greinir frá þessu, en embættismenn ríkjanna hafa undanfarið fundað á hlutlausa svæðinu svonefnda, sem skilur Kóreuríkin að. Meira »

Þróun kjarnorkuvopna í fullum gangi

4.8. Stjórnvöld í Norður-Kóreu halda áfram tilraunum sínum til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Refsiaðgerðir hafa litlu sem engu skilað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem afhentu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu um niðurstöðurnar í gær. Meira »

Líkamsleifarnar líklega af Bandaríkjamönnum

1.8. Rannsókn réttarmeinafræðinga á líkamsleifum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu afhentu bandarískum yfirvöldum í síðasta mánuði bendir til þess að líkamsleifarnar séu „líklega af Bandaríkjamönnum“. Meira »

N-Kórea ekki hætt eldflaugagerðinni

31.7. Svo virðist sem Norður-Kórea sé að smíða nýjar eldflaugar þrátt fyrir þíðu í samskiptum ríkisins við Bandaríkin. Washington Post hefur eftir ónefndum embættismanni að njósnagervihnettir hafi orðið varir við áframhaldandi virkni á svæðum sem notuð hafa verið til að framleiða eldflaugarnar. Meira »

N-Kórea enn að búa til kjarnkleyf efni

25.7. Norður-Kórea er enn að búa til efni í kjarnavopn. Þetta fullyrti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með þingmönnum í dag. 6 vikur eru nú frá fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu, en Trump sagði að þeim fundi loknum að kjarnaógnin í Norður-Kóreu væri liðin undir lok. Meira »

Niðurrif á eldflaugastöð hafið í N-Kóreu

24.7. Yfirvöld í Norður-Kóreu virðast hafa hafist handa við niðurrif búnaðar á þeim svæðum í norðvesturhluta landsins, þar sem unnið var að eldflaugatilraunum. BBC segir gervinhnattmyndir af Sohae stöðinni benda til þess að norður kóreskir ráðamenn séu að efna loforðið sem þeir gáfu Bandaríkjastjórn í júní. Meira »

Funda um leifar frá Kóreustríðinu

15.7. Fulltrúar norður-kóreskra og bandarískra yfirvalda hittust í dag, á landamærum Suður- og Norður-Kóreu, til að ræða flutning jarðneskra leifa bandarískra hermanna til Bandaríkjanna frá einræðisríkinu. Meira »

Kim sendi Trump þakkarbréf

12.7. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birti í dag bréf sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi honum eftir leiðtogafund þeirra í Singapúr í síðasta mánuði. Meira »

Viðskiptaþvinganir gagnvart N-Kóreu í fullu gildi

8.7. Viðskiptaþvinganir gagnvart Norður-Kóreu verða í fullu gildi þar til ríkið hefur hætt allri kjarnorkuframleiðslu og kjarnorkutilraunum. Þetta fullyrti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Tokyo eftir fund með starfsbræðrum sínum frá Japan og Suður-Kóreu. Meira »

Pompeo segir að árangur hafi náðst

7.7. Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, segir að framfarir hafi átt sér stað í viðræðum um kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Pompeo fundaði með Kim Yong-chol, emb­ætt­is­manni Norður-Kór­eu­stjórn­ar, í gær. Meira »

Trump segir sér að þakka að ekki sé stríð

3.7. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að viðræður við Norður-Kóreu gangi vel þrátt fyrir að fregnir hafi borist af því að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi frekar gefið í varðandi kjarnorkuáætlun landsins eftir leiðtogafund Kim Jong-un og Trump í síðasta mánuði. Meira »

Telja Norður-Kóreu auðga meira úran

30.6. Norður-Kórea hefur leynilega auðgað úran í auknum mæli til framleiðslu á kjarnavopnum síðustu mánuði, þvert á það samkomulag sem náðist milli Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrr í júní, um að dregið yrði úr framleiðslunni og stefnt yrði að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga. Meira »

Áfram ógn af Norður-Kóreu

23.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að nú stafi óvenjuleg kjarnorkuógn frá Norður-Kóreu og því þurfi að framlengja viðskiptabönn á stjórn Kims Jong-un leiðtoga landsins. Fyrir aðeins tíu dögum átti Trump fund með Kim og sagði þó að sá fundur hefði verið árangursríkur og að engin hætta stafaði frá landinu. Meira »

Kim Jong-un heimsækir Kína

19.6. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, heimsækir Kína í dag og á morgun, viku eftir fund hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í kínverska ríkisfjölmiðlinum CCTV en ekki kom fram þar hvort Kim Jong-un væri lentur í Kína. Meira »