Norður-Kórea

Vill taka hart á N-Kóreustjórn

Í gær, 10:50 Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Japan hafa áhyggjur af þeirri ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að velja John Bolton sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn vegna stuðnings hans við hernaðaraðgerðir í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að einræðisstjórnin þar geti ógnað Bandaríkjunum með kjarnavopnum. Meira »

Segir flaugar N-Kóreu geta náð til Evrópu

18.3. Eldflaugar norðurkóreska hersins geta nú náð með kjarnaodda til Evrópu að því er þýska blaðið Bild am Sonntag hefur eftir heimildamanni í þýsku leyniþjónustunni. Sagði hann Ole Diehl, aðstoðarforstjóra þýsku leyniþjónustunnar, hafa greint þingmönnum frá því á lokuðum fundi að þetta væri orðið „öruggt“. Meira »

Fulltrúi N-Kóreu á leið til Finnlands

18.3. Háttsettur sendifulltrúi Norður-Kóreu sem sér um málefni Norður-Ameríku þar í landi er á leið til Finnlands til að funda með Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreu. ABC greinir frá. Meira »

Telja að framtíð N-Kóreu gæti verið björt

16.3. Bandaríkin og Suður-Kórea eru sæmilega bjartsýn varðandi framtíð Norður-Kóreu. Bæði telja ríkin að framtíð Norður-Kóreu geti verið björt eftir að ákveðið var að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fundi í maí. Meira »

Ri framlengir dvöl sína í Svíþjóð

16.3. Ut­an­rík­is­ráðherra Norður-Kór­eu ræddi við utanríkisráðherra Svíþjóðar í gærkvöldi og fundar í dag með forsætisráðherra Svíþjóðar. Yfirvöld í N-Kóreu sögðu að heimsókn ráðherrans til Svíþjóðar væri til að ræða samskipti ríkjanna en Svíþjóð hef­ur lengi átt í stjórn­mála­sam­bandi við N-Kór­eu. Meira »

Utanríkisráðherra N-Kóreu til Svíþjóðar

15.3. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-Ho, mun í dag eiga fund með utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, í Stokkhólmi en Ri mun einnig funda með sænskum stjórnvöldum á morgun. Meira »

Hvetur fólk til að sýna þolinmæði

12.3. Bandarísk yfirvöld hafa ekki heyrt frá yfirvöldum í Pyongyang vegna fyr­ir­hugaðs fund­ar á milli Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna. Meira »

Ekkert svar borist frá Kim

12.3. Suður-Kórea hefur ekki enn fengið nein viðbrögð frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, vegna fyrirhugaðs fundar á milli Kim Jong-un, leiðtoga landsins, og Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna. Meira »

Svíar tilbúnir að hýsa fundinn

11.3. Svíar eru reiðubúnir og vilja hýsa sögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, segir forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven. Meira »

Ráðherra Norður-Kóreu til Svíþjóðar

9.3. Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, mun á næstunni heimsækja Svíþjóð, að því er fram kemur í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Samkvæmt heimildum blaðsins mun hann eiga fund með Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

Leiðtogar fagna fundi Trumps og Kim

9.3. Leiðtogar Rússlands, Kína, Japans og Suður-Kóreu hafa allir fagnað fyrirhuguðum fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Kínverjar hvetja þá til að sýna „pólitískt hugrekki“ við fækkun kjarnorkuvopna á Kóreuskaganum. Meira »

Trump þiggur boð Kim um fund

9.3. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un hefur boðið Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á sinn fund og hefur sá síðarnefndi sagt að hann muni þiggja boðið. Jafnframt hefur Kim samþykkt að stöðva kjarnorku- og eldflaugatilraunir landsins. Meira »

N-Kórea notaði VX taugagas við morðið

7.3. Bandarísk yfirvöld hafa formlega komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi látið myrða hálfbróður forseta landsins, Kim Jong Un, með VX taugagasi sem er bannað. Bandarísk yfirvöld gagnrýna stjórnvöld í Pyongyang harðlega fyrir að koma með efnavopn inn á troðfullan flugvöll. Meira »

Norður-Kórea tilbúin að ræða afvopnun

6.3. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru tilbúnir að ræða um að losa sig við kjarnavopn sín, svo framarlega sem hægt sé að tryggja öryggi ríkisins. Þetta hefur BBC eftir sendifulltrúum Suður-Kóreu, sem sl. tvo daga hafa verið í heimsókn í Norður-Kóreu til að funda með ráðamönnum þar í landi. Meira »

Kóreuríkin halda ráðstefnu í apríl

6.3. Stjórnvöld í Suður- og Norður-Kóreu hafa ákveðið að halda ráðstefnu við landamæri sín í apríl.  Meira »

Kim Jong-un fundar með sendisveit S-Kóreu

5.3. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fundaði í dag með sendinefnd háttsettra embættismanna frá Suður-Kóreu. Er þetta í fyrsta skipti frá því að Kim tók við völdum árið 2011 sem hann hefur fundað með ráðamönnum í Suður-Kóreu. Meira »

Kim sótti um áritun með brasilískum passa

28.2. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og faðir hans Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi landsins, notuðu brasilískt vegabréf sem þeir fengu með sviksamlegum hætti til að sækja um vegabréfsáritun til Vesturlanda á tíunda áratug síðustu aldar. Meira »

N-Kórea útvegar búnað í efnavopn

28.2. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa verið að senda búnað til Sýrlands sem hægt er að nota við framleiðslu á efnavopnum. Þetta kemur fram í frétt New York Times og vísar blaðið í heimildir innan Sameinuðu þjóðanna. Meira »

N-Kórea reiðubúin að ræða við Bandaríkin

25.2. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að nágrannaríki þeirra í norðri sé reiðubúið til að ræða við bandarísk stjórnvöld. Greint var frá þessu eftir að norðurkóreski hershöfðinginn Kim Yong-chol átti fund með Moon Jae-in, forseta S-Kóreu, fyrir lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í S-Kóreu. Meira »

Refsiaðgerðir jafngildi „stríðsyfirlýsingu“

25.2. Norðurkóresk stjórnvöld segja að hertar refsiaðgerðir gagnvart landinu jafngildi stríðsyfirlýsingu. Ummæli stjórnvalda í N-Kóreu koma í kjölfar ákvörðunar Trump Bandaríkjaforseta um að leggja á það sem hann kallaði „þyngstu refsiaðgerðir allra tíma“ gagnvart ríkinu. Meira »

Mestu efnahagsþvinganirnar til þessa

23.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag tilkynna um efnahagsþvinganir í garð 56 vöruflutningafyrirtækja og annarra fyrirtækja sem tengjast Norður-Kóreu. Meira »

Pence átti að funda með Norður-Kóreu

21.2. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, átti að funda með norðurkóreskum embættismönnum á Vetrarólympíuleikunum í síðustu viku, en norðurkóreska sendinefndin hætti við fundinn á síðustu stundu. Meira »

Hvetur til frekari sátta á Kóreuskaga

13.2. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hvatti í dag til að „lífga“ enn frekar upp á hið „hlýja andrúmsloft sátta“ sem Suður-Kórea hefði skapað með Vetrarólympíuleikunum. Lofaði Kim nágranna sína í suðri fyrir að halda leikana í Pyeongchang og kvaðst ánægður með þá virðingu sem Norður-Kóreu hefði verið sýnd. Meira »

Kim býður forseta Suður-Kóreu á fund

10.2. Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur boðið forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, til fundar við sig í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, við fyrsta tækifæri. Það var systir Kim, sem nú er stödd á Vetrarólympíuleikunum í Seúl, sem kom boðinu til forsetans. Meira »

Söguleg heimsókn í Suður-Kóreu

9.2. Systir leiðtoga Norður-Kóreu, Kims Jong-un, lenti í Suður-Kóreu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur úr fjölskyldu Kims heimsækir landið síðan í Kóreustríðinu. Meira »

Klappstýrur Norður-Kóreu mættar

8.2. Norður-kóreskar klappstýrur eru mættar í ólympíuþorpið í Pyeongchang í Suður-Kóreu vegna Vetrarólympíuleikanna sem verða settir á morgun. Meira »

Mestu efnahagsþvinganirnar til þessa

7.2. Bandarísk stjórnvöld ætla á næstunni að beita sínum „hörðustu og mestu“ efnahagsþvingunum til þessa gagnvart Norður-Kóreu.  Meira »

Systir Kims Jong-un til S-Kóreu

7.2. Systir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, mun heimsækja Suður-Kóreu í þessari viku vegna vetrarólympíuleikanna sem þar eru að hefjast. Meira »

Taka við kolum frá N-Kóreu þrátt fyrir bann

26.1. Norður-Kórea flutti kol til Rússlands á síðasta ári þrátt fyrir viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna og kolin voru síðan að öllum líkindum áframsend til Suður-Kóreu og Japan að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum innan þriggja evrópskra leyniþjónustustofnanna. Meira »

Ýtti á vitlausan takka við vaktaskipti

14.1. Ástæðan fyrir eldflaugaárásarviðvöruninni sem send var til allra íbúa og ferðamanna sem staddir voru á Hawaii í gær var starfsmaður sem ýtti á vitlausan takka. Yfirvöld hafa lýst því yfir að atvikið verði rannsakað í þaula. Meira »