Norður-Kórea

Ýtti á vitlausan takka við vaktaskipti

14.1. Ástæðan fyrir eldflaugaárásarviðvöruninni sem send var til allra íbúa og ferðamanna sem staddir voru á Hawaii í gær var starfsmaður sem ýtti á vitlausan takka. Yfirvöld hafa lýst því yfir að atvikið verði rannsakað í þaula. Meira »

Vill funda með Kim Jong-un

10.1. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, segist vera reiðubúinn til að funda með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.  Meira »

Norður-Kórea samþykkir viðræður

5.1. Norður-Kórea hefur samþykkt að taka þátt í viðræðum við suðurkóreska ráðamenn í næstu viku. Fundurinn verður haldinn 9. janúar og þar verður lögð áhersla á að finna leið til að norðurkóreskir íþróttamenn geti tekið þátt í Vetrarólympíuleikunum sem verða haldnir í Suður-Kóreu í febrúar. Meira »

Jákvætt tíst hjá Trump

4.1. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er jákvæður í morgunsárið á Twitter þar sem hann fjallar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi opnað á ný fyrir beint símasamband við stjórnvöld í Suður-Kóreu en tvö ár eru síðan klippt var á þau samskipti að skipun einræðisherrans Kims Jong-un. Meira »

Fengu símtal úr norðri

3.1. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa opnað á ný fyrir beint símasamband við stjórnvöld í Suður-Kóreu en tvö ár eru síðan klippt var á þau samskipti að skipun einræðisherrans Kims Jong-un. Meira »

Kjarnorkuhnappurinn innan seilingar

1.1. Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, fullyrðir að hnappur til að koma af stað kjarnorkuárás sé til staðar á skrifborði hans. Þetta er meðal þess sem kom fram í áramótaávarpi leiðtogans á gamlárskvöld. Meira »

Óttast efnavopnaárás

28.12. Norðurkóreskur hermaður sem flúði til Suður-Kóreu í ár var með mótefni gegn miltisbrandi í blóðinu. Er nú óttast að stjórnvöld í Norður-Kóreu ætli sér að nota sjúkdóminn sem vopn. Meira »

Segja olíubann vera stríðsyfirlýsingu

24.12. Norðurkóresk stjórnvöld segja nýjustu viðskiptaþvinganir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vera ígildi stríðsyfirlýsingu en öryggisráðið samþykkti í gær að setja hámark á magn olíu sem flytja má til Norður-Kóreu. Meira »

Flúði yfir landamærin

21.12. Suðurkóreskir hermenn skutu í morgun viðvörunarskotum að norðurkóreskum öryggisvörðum sem voru að leita að hermanni sem flúði yfir landamærin. Hermaðurinn, sem er norðurkóreskur, hafði gengið yfir landamærin til suðurs í gegnum hlutlaust svæði sem þar er að finna. Meira »

Síðasti liðhlaupinn látinn

12.12. Charles Jenkins, Bandaríkjamaðurinn sem gerðist liðhlaupi 1965 og flúði til Norður-Kóreu, er látinn 77 ára að aldri. Jenkins sat í stofufangelsi í tæp 40 ár í Norður-Kóreu en bjó í Japan ásamt fjölskyldu sinni eftir að hann var látinn laus úr haldi árið 2004. Meira »

Kim hugleiddi á heilögu fjalli

9.12. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fagnaði nýjasta eldflaugaskoti sínu með því að fara upp á heilagt fjall þar sem faðir hans er sagður hafa fæðst. Meira »

Stærsta heræfing á Kóreuskaga frá upphafi

4.12. Bandaríkin og Suður-Kórea hófu í morgun sameiginlega heræfingu, sem er sú stærsta sem ríkin hafa staðið fyrir frá upphafi. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa fordæmt æfinguna og segja hana hreina og klára ögrun sem geti komið af stað kjarnorkustyrjöld. Meira »

Segja heræfingu hreina og klára ögrun

3.12. Norður-Kóreumenn hafa kallað Bandaríkin og Suður-Kóreu stríðsmangara vegna sameiginlegrar heræfingar þjóðanna sem hefst á morgun og stendur yfir í fimm daga. Þeir segja einnig að æfingin geti komið af stað kjarnorkustyrjöld. Meira »

Mun stærri en fyrri flaugar N-Kóreu

30.11. Myndir af nýju langdrægu flauginni sem norðurkóreskir ráðamenn sögðust vera að gera tilraunir með í gær, sýna mun stærri og kraftmeiri flaug en ríkið hefur áður sent á loft. „Aðeins nokkur ríki geta framleitt eldflaugar af þessari stærð og Norður-Kórea hefur nú bæst í hópinn,“ segir Michael Duitsman. Meira »

Kínverjar hafa miklar áhyggjur

29.11. Kínversk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreumanna og að eldflaugar þeirri séu nú þannig búnar að þær gætu náð til Bandaríkjanna. Þau hvetja til viðræðna um lausn málsins. Meira »

Sendu út eldflaugaviðvörun fyrir mistök

13.1. Öryggisyfirvöld á Hawaii í Bandaríkjunum sendu öllum íbúum eyjanna skilaboð þar sem þeim var fyrirskipað að leita skjóls vegna eldflaugaárásar í dag. Nokkrum mínútum síðar gáfu þau út yfirlýsingu þess efnis að um mistök hefði verið að ræða. Meira »

N-Kórea á Ólympíuleikana

9.1. Sendinefnd á vegum yfirvalda í Norður-Kóreu mun mæta á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu í febrúar. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fresta heræfingum vegna Ólympíuleika

4.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu, hafa samþykkt að fresta fyrirhuguðum heræfingum þjóðanna fram yfir Vetrarólympíuleikana sem verða haldnir í Pyeongchang í Suður-Kóreu í næsta mánuði. Meira »

Enginn svaraði eftir 2 ára samskiptaleysi

4.1. Fyrstu samskipti nágrannalandanna, Norður- og Suður-Kóreu, eftir tæplega tveggja ára þögn byrjuðu ekki vel síðastliðinn miðvikudag. Opinberir starfsmenn í Suður-Kóreu hringdu í kollega sína í norðri en enginn svaraði símanum. Ástæðan er sú að þeir gleymdu að huga að tímamismuninum. Meira »

Suður-Kórea býður til viðræðna

2.1. Suður-Kóreumenn hafa lagt til að viðræður verði haldnar á milli embættismanna þeirra og nágranna þeirra í Norður-Kóreu á landamærum ríkjanna í næstu viku. Suður-Kóresk stjórnvöld vonast til þess að viðræður geti leitt til aukinnar þýðu í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga. Meira »

Saka Kínverja um að útvega N-Kóreu olíu

29.12. Yfirvöld í Suður-Kóreu stöðvuðu um stund í nóvember för skips frá Hong Kong vegna gruns um að það væri að flytja olíu að norðurkóresku skipi og brjóta þar með viðskiptabönn sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett á. Meira »

Norður-Kórea undirbýr gervihnattarskot

26.12. Ráðamenn í Norður-Kóreu vinna nú að því að koma á loft gervihnetti, að sögn suðurkóresks dagblaðs. Norður-Kórea sætir nú margvíslegum refsiaðgerðum af hálfu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar og er m.a. bannað að senda á loft eldflaugar og gervihnetti. Meira »

Hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu

21.12. Bandaríkin hafa lagt fram frumvarp um hertar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Búist er við því að kosið verður um þaðí öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun. Meira »

Farnir að falsa dollara á ný?

12.12. Falsaðir 100 dollara seðlar hafa fundist í Suður-Kóreu sem eru svo vel gerðir að grunur er uppi um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu á nýjan leik farin að falsa dollara líkt og þau stunduðu hér á árum áður að því er segir í frétt AFP. Meira »

Viðskiptabannið hindrar neyðaraðstoð til íbúa

11.12. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna í garð Norður-Kóreu hafa áhrif á þá neyðaraðstoð sem íbúar landsins hljóta. Þetta kom fram í máli Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Norður-Kóreu. Meira »

Áhöfn flugvélar sá eldflaugina

4.12. Áhöfn flugvélar Cathay Pacific-flugfélagsins varð vitni að eldflaugarskoti Norður-Kóreu í síðustu viku. Félagið staðfestir í samtali við BBC að áhöfnin hafi tilkynnt hvað hún sá og að ekki standi til að breyta flugleiðum félagsins þrátt fyrir uppákomuna. Meira »

Auknar líkur á að Bandaríkin beiti hervaldi gegn N-Kóreu

3.12. Hátt settur bandarískur öldungadeildarþingmaður úr röðum repúblikana segir að í hvert sinn sem stjórnvöld í Norður-Kóreu geri eldflauga- eða kjarnorkutilraunir færist Bandaríkin skrefi nær því að hefja hernaðaraðgerðir gegn N-Kóreu. Meira »

Reyni viljandi að fá Kim til að tryllast?

30.11. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir bandarísk stjórnvöld hvetja Norður-Kóreu til að setja aukinn kraft í áætlun sína að verða kjarnorkuveldi. „Maður fær þá tilfinningu að allt sé gert viljandi til að fá Kim Jong-un til að tryllast og grípa til frekari óráðlegra aðgerða,“ sagði Lavrov. Meira »

Vilja slíta öll tengsl við N-Kóreu

29.11. Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt þjóðir heimsins til að slíta öll diplómatísk og viðskiptasambönd við Norður-Kóreu vegna nýjustu eldflaugatilrauna þeirra. Meira »

Flaugin gæti náð til Bandaríkjanna

29.11. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa verið að prófa nýja langdræga eldflaug í gær og að tilraunin hafi sannað að nú væri Bandaríkin í skotfæri frá landinu. Í yfirlýsingu sem lesin var í norðurkóreska ríkissjónvarpinu kom fram að nú væri Norður-Kórea orðið „fullgilt kjarnorkuveldi“. Meira »