Norður-Kórea

„Ekkert að flýta okkur“

14.12. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró aðeins úr væntingum þeirra sem hafa gert sér vonir um að Norður-Kórea muni afkjarnorkuvæðast á næstunni, í Twitter-færslu sem hann birti í dag. Meira »

Heimsókn Kim stendur enn til

4.12. Enn er mögulegt að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, heimsæki nágranna sína í suðri í fyrsta sinn á næstu vikum að því er forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, segir. Meira »

Segir Trump ætla að uppfylla óskir Kim

3.12. Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, viti að hann kann vel við hann og að hann ætli að uppfylla óskir hans. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær eftir fund sinn með Trump á ráðstefnu G20-ríkjanna í Argentínu. Meira »

Friðarhvolpar eru fæddir

26.11. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, birti um helgina myndir af nýfæddum hvolpum sem tíkin Gomi gaut, en hún var friðargjöf frá Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

„Ég hefði líka skotið mig“

19.11. Norðurkóreskur hermaður sem vakti heimsathygli er hann gerðist liðhlaupi með dramatískum hætti fyrir ári, er hann flúði yfir til Suður-Kóreu undir kúlnahríð félaga sinna í hernum, hefur nú tjáð sig um lífið norðan landamæranna. Maðurinn, Oh Chong, fékk í sig fimm byssukúlur á flóttanum. Meira »

Bandaríkjamanni vísað frá Norður-Kóreu

16.11. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa vísað Bandaríkjamanni úr landinu sem var handtekinn við komuna þangað í síðasta mánuði. Samkvæmt ríkisfréttastofunni KCNA kom hann ólöglega til Norður-Kóreu frá Kína. Meira »

Eru upp á náð karla komnar

1.11. „Þeir líta á okkur sem [kynlífs] leikföng. Við erum upp á náð karla komnar,“ segir hin norður-kóreska Oh Jung-hee. Samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch sæta norður-kóreskar konur reglulega kynferðislegri áreitni af hálfu opinberra embættismanna, sem hljóta enga refsingu fyrir. Meira »

Hafnar ákæru um peningaþvætti fyrir N-Kóreu

26.10. Verðbréfasali í Singapúr, sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lýst eftir fyrir meinta aðstoð hans við að koma norðurkóreskum stjórnvöldum hjá viðskiptabanni Bandaríkjanna, neitar alfarið öllum ásökunum. „Ég frétti þetta bara í dag á netinu,“ sagði Tan Wee Beng Meira »

Mongólar bjóða Kim Jong-un velkominn

16.10. Mongólar hafa boðið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, að heimsækja höfuðborg lands síns. Stjórnvöld í Mongólíu voru eitt sinn vongóð um að sögulegur fundur Kims og Donalds Trump Bandaríkjaforseta yrði haldinn þar í landi. Fundurinn fór hins vegar fram í Singapúr í júní. Meira »

Friðarsamkomulag aðeins tímaspursmál

12.10. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu segir það aðeins tímaspursmál hvenær Bandaríkin og Norður-Kórea lýsi því yfir að stríðinu á Kóreuskaganum sé formlega lokið. Stríðinu lauk tæknilega séð með vopnahléi árið 1953 en friðarsamkomulag var aldrei undirritað. Meira »

Kim Jong-un býður páfa í heimsókn

9.10. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur boðið Frans páfa í heimsókn til landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofu nágrannaríkisins Suður-Kóreu. Meira »

Reyndu að stela milljarði í netárásum

4.10. Ráðamenn í Norður-Kóreu nota net tölvuþrjóta til að stunda efnahagsglæpi fyrir stjórnvöld. Þetta er fullyrt í skýrslu frá FireEye, samtökum sem fylgjast með netöryggi, og er Norður-Kórea sögð hafi reynt að stela yfir 1,1 milljarði dollara í „sérlega ágengum“ árásum á alþjóðabanka. Meira »

Segir efnahagsþvinganir tefja afvopnun

29.9. Norður-Kórea mun ekki afvopnast á meðan Bandaríkjastjórn beitir ríkið efnahagsþvingunum. Þetta kom fram í máli Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Meira »

Refsiaðgerðirnar haldi áfram

27.9. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt til þess að refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu haldi áfram af fullum krafti. Meira »

Kim vonast eftir öðrum fundi með Trump

20.9. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu vonast eftir öðrum leiðtogafundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við fyrsta tækifæri. Frá þessu greindi Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, við lok þriggja daga heimsóknar hans til Norður-Kóreu í morgun. Meira »

Vilja halda ólympíuleikana í sameiningu

19.9. Norður- og Suður-Kórea hafa ákveðið að leggja fram sameiginlega umsókn um að halda Ólympíuleikana 2032 á Kóreuskaga, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga ríkjanna. Meira »

Sömdu um kjarnorkulausan Kóreuskaga

19.9. Norður-Kórea mun loka helsta tilrauna- og skotpallasvæði sínu fyrir eldflaugatilraunir, að því er BBC hefur eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu. Þá er Kim Jong-un væntanlegur í heimsókn til Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, fyrstur leiðtoga Norður Kóreu. Meira »

Opna samskiptastofu á landamærunum

14.9. Kóreuríkin tvö hafa opnað samskiptaskrifstofu sem mun gera þeim kleift að eiga regluleg samskipti. Opnunin er stórt skref í sögu ríkjanna, en samskipti þeirra á milli hafa verið stirð síðan í Kóreustríðinu. Meira »

Hefðu tekið tístið sem yfirvofandi árás

10.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti olli yfirmönnum í Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytinu, verulegum ótta með Twitter-skilaboðum sem hann sendi næstum því. Skilaboðin hefðu verið túlkuð af ráðamönnum í Norður-Kóreu sem merki um yfirvofandi árás. Meira »

Engin kjarnorkuvopn á hersýningu

9.9. Þúsundir norðurkóreskra hermanna tóku þátt í hersýningu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í tilefni af sjötíu ára afmæli landsins. Langdrægar kjarnorkueldflaugar voru ekki hluti af sýningunni í þetta sinn. Meira »

Kim hefur ekki misst trúna á Trump

6.9. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir trú sína á Donald Trumpp Bandaríkjaforseta vera „óbreytta“ og er enn áfram um að ná fram afvopnavæðingu kjarnavopna á Kóreuskaga á fyrsta kjörtímabili forsetans. Meira »

Leiðtogarnir hittast aftur í september

6.9. Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu ætla að funda í þriðja sinn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í september. Þetta tilkynntu stjórnvöld í Suður-Kóreu í morgun. Gert er ráð fyrir að fundurinn fari fram 18.-20. september samkvæmt frétt AFP. Meira »

Leita vitna í tengslum við morð

1.9. Lögreglan í Malasíu leitar tveggja kvenna frá Indónesíu en þær eiga að bera vitni í réttarhöldum yfir konunum sem sakaðar eru um að hafa myrt hálf­bróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu. Meira »

Heræfingum á Kóreuskaga ekki lengur frestað

28.8. Bandaríkin ætla ekki lengur að fresta heræfingum á Kóreuskaganum, en ákvörðun var tekin um að fresta heræfingum á svæðinu um óákveðinn tíma eftir fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, 12. júní. Meira »

Kínverjar segja ummæli Trump óábyrg

25.8. Kínversk stjórnvöld segja það mjög óábyrgt af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að gefa það í skyn að þau væru ekki gera sitt í því að stuðla að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Meira »

Pompeo hættir við Norður-Kóreuferð

24.8. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk Mike Pompeo, utanríkisráðherra landsins, til að hætta við fyrirhugaða ferð sína til Norður-Kóreu. Þá skaut hann fast á Kína fyrir að hafa dregið úr viðleitni til að aðstoða við afvopnavæðingu Norður-Kóreu. Meira »

Trump og Kim funda líklega aftur

21.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær að líklega yrði haldinn annar leiðtogafundur hjá honum og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Trump sagði ekkert um hvar eða hvenær sá fundur yrði haldinn. Meira »

Fá að hitta ættingjana í Norður-Kóreu

20.8. Hópur suðurkóreskra eldri borgara er nú staddur í Norður-Kóreu til að hitta ættingja sína sem þeir hafa ekki hitt frá því á tímum Kóreustríðsins. Margir koma hlaðnir gjöfum yfir landamærin og hafa tekið með föt, matvæli og lyf fyrir ættingjana í norðri, sem þeir fá að hitta undir ströngu eftirliti. Meira »

Réttað yfir konunum í haust

16.8. Konunum sem eru sakaðar um að hafa myrt hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur verið greint frá því að næg sönnunargögn séu gegn þeim til að réttað verði í málinu og að réttarhöldin hefjist í nóvember. Meira »

Pútín vill hitta Kim fljótlega

15.8. Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, er reiðubúinn til þess að eiga fund með leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fljótlega, að því er fram kom í fréttum ríkisfréttastofu N-Kóreu. Meira »