Norður-Kórea

„Sprenging“ milli Kína og N-Kóreu

17.6. Talið er að sprenging við landamæri Kína og Norður-Kóreu hafi valdið litlum jarðskjálfta af stærðinni 1,3 rétt fyrir hádegi í dag. Fregnirnar bárust einungis klukkustund eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða heimsókn forseta Kína, Xi Jinping, til Norður-Kóreu síðar í þessari viku. Meira »

Sagður hafa verið uppljóstrari CIA

11.6. Kim Jong-nam, hálfbróðir norðurkóreska leiðtogans Kims Jong-un, var uppljóstrari bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. The Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir nafnlausum heimildarmanni. Meira »

Þrælkunarbúðir eða tónleikar?

3.6. Háttsettur norðurkóreskur embættismaður, sem átti að hafa verið sendur í þrælkunarbúðir, mætti á tónleika með leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í gær að því er fram kemur í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu. Meira »

Teknir af lífi eftir viðræðuslit

31.5. Yfirvöld í Norður-Kóreu tóku sérlegan sendimann ríkisins gagnvart Bandaríkjunum af lífi í kjölfar þess að viðræður leiðtoga landsins, Kim Jong-un og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, runnu út í sandinn. Auk hans voru fjórir aðrir háttsettir embættismenn teknir af lífi. Meira »

Ummælin fyrir neðan virðingu forsetans

28.5. Starfsfólk kosningabaráttu Joe Biden hefur svarað ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um varaforsetann fyrrverandi fullum hálsi, en Trump tók undir með leiðtoga Norður-Kóreu þegar hann sagði Biden með lága greindarvísitölu. Meira »

Berjast við að ná endum saman

28.5. Norður-Kóreubúar berjast á hverjum degi við að ná endum saman vegna „grimmilegrar hringrásar matarskorts, spillingar og kúgunar“. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Trump fer til Suður-Kóreu

15.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun heimsækja Suður-Kóreu í júní í sumar. Hann fer á fund þarlends starfsbróður síns Moon Jae-in og stendur til að ræða afkjarnorkuvæðingu Norður-Kóreumanna. Meira »

Lögðu hald á norðurkóreskt flutningaskip

9.5. Bandaríkjamenn lögðu hald á norðurkóreskt fraktskip þar sem það á að hafa brotið í bága við alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. Er um að ræða fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn leggja hald á skip Norður-Kóreumanna. Meira »

Ætlað að auka bardagahæfni Norður-Kóreu

5.5. Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu staðfesti í dag að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, hafi haft yfirumsjón með „árásaræfingu“ á ýmsum flugskeytahlutum. Er Kim sagður hafa fyrirskipað skoti á skammdrægum eldflaugum út á Japanshaf til að „auka bardagahæfni“ ríkisins Meira »

N-Kórea skaut upp skammdrægum flaugum

4.5. Her Norður-Kóreu skaut í nótt á loft nokkrum skammdrægum eldflaugum og eru það fyrstu eldflaugatilraunir sem ríkið hefur gert frá því í nóvember 2017. Eru tilraunirnar sagðar benda til þess að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sé að missa þolinmæðina gagnvart bandarískum stjórnvöldum. Meira »

Kona í máli Kim Jong-nam laus úr haldi

3.5. Víet­nömsk kona sem var sökuð um að hafa drepið Kim Jong-nam, hálf­bróður leiðtoga Norður-Kór­eu, hefur verið látin laus.   Meira »

Trump segist ekki hafa borgað krónu

26.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir að Bandaríkin hafi ekki greitt Norður-Kóreu fyrir að sleppa bandarískum háskólanema, Otto Warmbier, úr haldi. Warmbier missti meðvitund í haldi Norður-Kóreumanna eftir pyntingar að því er talið er. Meira »

Harðorður í garð Bandaríkjanna

26.4. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, sakar Bandaríkin um að hegða sér gegn betri vitund og að ástandið á Kóreuskaganum sé hættulegt. Hvernig mál þróist þar sé í höndum Bandaríkjanna. Meira »

Kim Jong-un fullur tilhlökkunar

24.4. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, hlakkar til leiðtogafundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Ég vona að þetta verði vel heppnuð og gagnleg heimsókn,“ sagði Kim við komuna til Vladivostok í Rússlandi í dag. Meira »

Pútín og Kim hittast á leiðtogafundi

23.4. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittast á fundi í Rússlandi á fimmtudaginn kemur, sumardaginn fyrsta. „Sjónum verður beint að pólitískri og diplómatískri lausn á ágreiningi um kjarorkuvopn á Kóreuskaganum,“ sagði Yuri Ushakov, ráðgjafi rússnesku ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum. Meira »

Sakar Bolton um heimskuleg ummæli

20.4. Hátt settur norðurkóreskur embættismaður gagnrýndi John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, harðlega fyrir það sem hann kallaði „heimskuleg ummæli“ um þá pattstöðu sem ríki í viðræðum um kjarnorkuafvopnun N-Kóreu. Embættismaðurinn sagði að ummæli Boltons myndi ekki leiða neitt gott af sér. Meira »

Huong látin laus í maí

13.4. Víet­nömsk kona sem var sökuð um að hafa drepið Kim Jong-nam, hálf­bróður leiðtoga Norður-Kór­eu, verður látin laus 3. maí næstkomandi. Þetta hefur AFP-fréttatofan eftir lögmanni konunnar. Meira »

Vill að Trump sýni breytt hugarfar

13.4. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er reiðubúinn að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að nýju, svo lengi sem hann sé tilbúinn að mæta honum með réttu hugarfari. Kim gefur bandarískum stjórnvöldum frest til loka þessa árs til þess að finna nýjan fundartíma. Meira »

Kim herðir stjórnartaumana

12.4. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur nú fengið titilinn „æðsti fulltrúi allra Kóreubúa“, en Kim var endurkjörinn yfirmaður utanríkismálanefndar á aðalfundi norðurkóreska kommúnistaflokksins í gær. Nýr forsætisráðherra var þá einnig kjörinn á fundinum og nýr forseti æðstaráðs flokksins. Meira »

Opinn fyrir þriðja fundinum með Kim

11.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti er tilbúinn til að ræða möguleikann á þriðja leiðtogafundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Frá þessu greindi hann í dag þegar hann tók á móti Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Hvíta húsinu. Meira »

Verður ekki tekin af lífi

1.4. Víetnömsk kona sem var sökuð um að hafa drepið Kim Jong-nam, hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu, verður ekki dæmd til dauða fyrir morð heldur hefur hún játað sig seka um minni háttar brot. Meira »

Lýsa sig ábyrg á innbroti í sendráð N-Kóreu

27.3. Samtök sem hafa það yfirlýsta markmið að koma Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, frá völdum, hafa lýst á hendur sér innbroti í sendiráð Norður-Kóreu á Spáni í febrúar. Dómari við hæstarétt Spánar segir hópinn hafa bundið, barið og yfirheyrt starfsfólk sendiráðsins sem það hafi haldið í gíslingu. Meira »

Trump hættir við aðgerðir gegn N-Kóreu

22.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst hafa fyrirskipað að hætt verði við fyrirhugaðar þvingunaraðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem hann tjáði sig um á Twitter fyrr í dag. Meira »

N-Kórea hættir samstarfi við S-Kóreu

22.3. Norður-Kórea hefur dregið sig út úr samstarfi við Suður-Kóreu um sérstaka Kóreuskagaskrifstofu sem komið var á laggirnar á síðasta ári til að liðka fyrir viðræðum ríkjanna. Meira »

Íhuga að slíta viðræðum

15.3. Yfirvöld í Norður-Kóreu íhuga að slíta viðræðum við bandarísk yfirvöld um kjarnorkuafvopnun landsins.   Meira »

Hafna beiðni um lausn

14.3. Malasísk yfirvöld hafa hafnað beiðni víetnamskra yfirvalda um að láta Doan Thi Huong lausa úr haldi en hún er sökuð um að hafa drepið hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu. Indónesísk kona sem var einnig sökuð um drápið var óvænt látin laus fyrr í vikunni. Meira »

Meintur morðingi Kim Jong-nam laus úr haldi

11.3. Indónesísk kona sem sökuð var um að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kuala Lumpur hefur verið látin laus úr haldi eftir að ákærur gegn henni voru felldar niður. Meira »

Þjóðin „eins og einn hugur“

10.3. Íbúar N-Kóreu gengu að kjörkössunum í dag og kusu sér fulltrúa á æðsta þing landsins. Kosningarnar eru þó að mestu bara til sýnis enda einungis einn mögulegur sigurvegari. Meira »

Er N-Kórea að undirbúa eldflaugarskot?

9.3. Gervihnattarmyndir frá svæði í nágrenni Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, gefa til kynna að yfirvöld þar í landi séu að undirbúa sig undir eldflaugaskot eða að setja gervihnött á loft. Meira »

Segir sambandið við Kim enn gott

8.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að samband sitt við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sé enn þá gott, þrátt fyrir að fundi leiðtoganna í Hanoi í lok síðasta mánaðar hafi verið slitið án niðurstöðu um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Meira »