Norður-Kórea

Kim Jong-un heimsækir Kína

08:41 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, heimsækir Kína í dag og á morgun, viku eftir fund hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í kínverska ríkisfjölmiðlinum CCTV en ekki kom fram þar hvort Kim Jong-un væri lentur í Kína. Meira »

Fresta heræfingum á Kóreuskaga

14.6. Heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaga hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir embættismanni í Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir eftir fundinn með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í vikunni að heræfingunum yrði hætt. Meira »

Afkjarnorkuvopnavæðing ekki í höfn

14.6. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir afkjarnorkuvopnavæðingu Norður-Kóreu ekki í höfn og enn sé hætta á því að hún gangi ekki eftir. Meira »

Rússar vilja aflétta viðskiptaþvingunum

13.6. Rússar eru á þeirri skoðun að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eigi að aflétta þeim refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum sem lagðar hafa verið á Norður-Kóreu, vegna samkomulags Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, um að stefna að kjarnorkuafvopnun. Meira »

Vonast eftir afvopnun fyrir árslok 2020

13.6. Bandaríkin binda vonir við að meiriháttar afvopnun kjarnavopna muni eiga sér stað fyrir lok ársins 2020, að sögn Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann ræddi við blaðamenn í Suður-Kóreu í dag, degi eftir sögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Fyrrverandi njósnari eða atvinnudiplómat?

13.6. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu velta því nú fyrir sér hvern Kim Jong-un muni fá til að ræða málin við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir fund þeirra Trump í gær. Verður það fyrrum njósnaforingi eða atvinnudiplómat? Meira »

„Takk fyrir, Kim“

13.6. „Veröldin hefur stigið stórt skref til að koma í veg fyrir hörmungar af völdum kjarnavopna!“ skrifaði Donald Trump á Twitter-síðu sína eftir fund sinn með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Fjölmiðlar í N-Kóreu himinlifandi

13.6. Norður-kóreskir ríkisfjölmiðlar hafa fagnað fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-ung, leiðtoga Norður-Kóreu, ákaft og telja hann mikinn sigur fyrir landið. Dagblaðið Rodong Sinmun sagði að um „fund aldarinnar“ hafi verið að ræða og fréttastofan KCNA birti grein á ensku um fundinn. Meira »

Kim bauð Trump til Norður-Kóreu

12.6. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, bauð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í heimsókn til Pyongyang, höfuðborgar landsins, á fundi þeirra sem fór fram í Singapúr í nótt. Forsetinn mun hafa þegið boðið og jafnframt boðið Kim í heimsókn til Bandríkjanna, að fram kemur í norðurkóreskum fjölmiðlum. Meira »

Sýndi Kim myndband með þeim tveimur

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti sýndi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, myndband á fundi þeirra í Singapúr í morgun. Myndbandið, sem vísar til leiðtogafundarins, er kynning í hasarmyndastíl með þeim Trump og Kim í aðalhlutverki. Meira »

Norðurkóreskir fjölmiðlar þöglir

12.6. Þrátt fyrir að fátt annað hafi verið fjallað um í fjölmiðlum víða um heim í dag en fund þeirra Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ekki verið minnst einu orði á fundinn í heimalandi Kim, Norður-Kóreu. Meira »

Sáttir leiðtogar en lítill árangur

12.6. Þrátt fyrir einar umtöluðustu samræður aldarinnar og ótal hlý orð til hvors annars er óvíst hvað nákvæmlega Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu komu sér saman um á sögulegum fundi þeirra snemma í morgun. Meira »

Rodman tilfinningaríkur

12.6. Tilfinningarnar ætluðu að bera körfuboltastjörnuna Dennis Rodman ofurliði þegar hann ræddi við fréttamann CNN um fund þeirra Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Trump segir Kim vera „hæfileikaríkan“

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera einkar sáttur með sögulegan fund hans og leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un sem endaði með sameiginlegum sáttmála þeirra. Fundurinn markaði mikil vatnaskil þar sem sitjandi forseti Banadaríkjanna hefur aldei áður fundað með leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Vonast til að Kóreustríðinu ljúki

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti vonast til að Kóreustríðinu ljúki fljótlega. Þetta sagði hann á blaðamannafundi að loknum viðræðum sínum við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Hvetja til afvopnunar

12.6. Leiðtogar í Kína og Suður-Kóreu hafa fagnað fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapore. Meira »

Trump og Kim undirrituðu sáttmála

12.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu sáttmála á sjötta tímanum í morgun. „Við munum hittast aftur,“ sagði Trump eftir að sáttmálinn hafði verið undirritaður. „Við munum hittast mörgum sinnum.“ Meira »

Trump og Kim takast í hendur

12.6. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í Singapúr klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma. Vel fór á með Trump og Kim þegar þeir hittust fyrst og tókust í hendur. Meira »

Augu heimsbyggðarinnar hvíla á Sentosa

11.6. Mikill áhugi er fyrir leiðtogafundi þeirra Donald Trumps Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem hefst klukkann eitt í nótt að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti í sögunni sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast og hvíla augu heimsbyggðarinnar nú á eyjunni Sentosa. Meira »

Rodman kominn til Singapúr vegna fundarins

11.6. Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman er komin til Singapúr þar sem leiðtogafundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fer fram í nótt. Rodman og Kim eiga í furðulegu vinasambandi, en norðurkóreski leiðtoginn hefur mikinn áhuga á körfubolta. Meira »

Ráðherra náði einstakri sjálfu með Kim

11.6. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fór í útsýnisferð í skjóli nætur síðastliðna nótt í fylgd Vivian Balakrishnan, utanríkisráðherra Singapúr. Kim er staddur í Singapúr vegna sögulegs leiðtogafundar hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fer fram á morgun. Meira »

Viðræður gengið hraðar en búist var við

11.6. Viðræður Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu í aðdraganda leiðtogafundar Donald Trump Bandaríkjaforeta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hafa gengið mun hraðar en búist var við, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Meira »

Bandaríkin klár með „einstakt loforð“

11.6. Bandaríkin eru tilbúin að bjóða Norður-Kóreu „einstakt“ loforð um öryggisráðstafanir ef Norður-Kórea samþykkir að hefja afvopnunarvæðingu kjarnavopna sinna. Þetta sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í morgun. Meira »

Vill „nýtt samband“ við Bandaríkin

11.6. Norðurkóreskur ríkisfjölmiðill vonast til þess að landið muni „efna til nýs sambands“ við Bandaríkin. Hingað til hafa ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu talað illa um Bandaríkin og því er um nýjan tón að ræða í samskiptunum, enda munu þeir Donald Trump og Kim Jong-un funda í Singapore á morgun. Meira »

Kim kominn til Singapúr

10.6. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kom í morgun til Singapúr en þar mun hann eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, síðar í vikunni. Meira »

„Passaðu að láta ekki drepa þig“

7.6. Á sama tíma og heimsbyggðin bíður eftir sögulegum fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, undirbýr eftirherma norðurkóreska leiðtogans sig einnig fyrir að koma fram í Singapore. Meira »

Sýni sannanleg skref í átt að afvopnavæðingu

3.6. Viðskiptahöftum verður ekki létt af Norður-Kóreu fyrr en ríkið getur sýnt fram á „sannanleg og óafturkræf“ skref í átt að afvopnavæðingu kjarnavopna. Þetta sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á fundi um varnarmál í Singpore í dag. Meira »

Kim sendi Trump „risastórt“ bréf

2.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að fyrirhugður leiðtogafundur hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, væri aftur komin á dagskrá. Trump tilkynnti þetta eftir að Kim Yong Choi, háttsettur sendifulltrúi norðurkóresku stjórnarinnar flutti forsetanum bréf frá Kim. Meira »

Trump ætlar að funda með Kim

1.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, um kjarnavopn á Kóreuskaga verði haldinn. Fyrir viku tilkynnti Trump að hann ætlaði að hætta við fundinn, en skömmu síðar dró hann úr með það og sagði vel geta farið svo að fundurinn yrði haldinn. Meira »

Kim vill kjarnavopnalausan Kóreuskaga

31.5. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í dag að hann sé staðráðinn í að gera Kóreuskagann að kjarnavopnalausu svæði. Frá þessu greinir norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA í dag. Meira »