Ólympíuleikarnir í Ríó

Ólympíuandinn í skugga spillingar

9.9.2016 „Á þeim sjö árum sem ég fylgdist með aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó áttaði ég mig á því að hinn svokallaði ólympíuandi helst ekki alltaf í hendur við gagnsæi, frjálsa fjölmiðlun eða upplýsingaflæði.“ Meira »

Annar tónn í Rory McIlroy

24.8.2016 Norður-Írinn Rory McIlroy segist hafa verið ánægður með hvernig golfið kom út á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var gagnrýndur mjög fyrir að hætta við keppni á leikunum auk þess sem ummæli hans fyrir leikana féllu í grýttan jarðveg. Meira »

Merkilegur sess

24.8.2016 Guðmundi Guðmundssyni hefur tekist að skapa sér merkilegan sess í handboltasögu Ólympíuleikanna. Hann er fyrsti handboltaþjálfarinn sem fer með lið frá tveimur þjóðum alla leið í úrslitaleiki á Ólympíuleikum. Meira »

Forseti sendi þjálfurunum heillaóskir

24.8.2016 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í gær heillaóskir til handboltaþjálfaranna Dags Sigurðssonar, Guðmundar Þ. Guðmundssonar og Þóris Hergeirssonar í tilefni af því að liðin sem þeir þjálfa náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu. Meira »

Rússar verða að biðjast afsökunar

24.8.2016 Embættismenn sem stóðu að baki víðtækri og kerfisbundinni lyfjamisnotkun ættu að biðja íþróttamenn afsökunar. Þetta sagði Craig Spence, talsmaður alþjóðaólympíunefndar fatlaðra í samtali við BBC. Meira »

Lilesa fór ekki heim til Eþíópíu

23.8.2016 Eþíópíski maraþonhlauparinn Feyisa Lilesa, sem hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, hélt ekki heim til Eþíópíu ásamt öðrum þátttakendum á leikunum. Lilesa hafði áður sagst óttast að verða beittur pólitískum ofsóknum eftir merkjasendingu sína þegar hann fór yfir marklínuna. Meira »

Rússar ekki með í Ríó

23.8.2016 Rússnesku íþróttafólki verður meinuð þátttaka á Ólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Ríó í Brasilíu og og hefjast miðvikudaginn 7. september næstkomandi. Það er BBC sem greinir frá þessu. Meira »

Reynslan vó þungt

23.8.2016 „Þessi staðreynd síast inn hægt og sígandi. Það að vera þjálfari sigurliðs á Ólympíuleikum er tvímælalaust það stærsta sem ég hef upplifað á mínum ferli,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson. Meira »

Speedo sparkar Lochte

22.8.2016 Lygasaga bandaríska sundmannsins Ryan Lochte um að hafa orðið fyrir vopnuðu ráni í Ríó í Brasilíu eftir þátttöku sína á Ólympíuleikunum þar í borg hefur orðið til þess að sundfataframleiðandinn Speedo hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Lochte. Meira »

Bandaríkin unnu langflest verðlaun

22.8.2016 Bandaríkin hafa nokkra yfirburði þegar talin eru saman þau verðlaun sem þjóðir unnu á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu undanfarnar þrjár vikur og lauk í gær. Bandaríkin unnu 121 verðlaun á leikunum, en Kínverjar sem unnu næstflest verðlaun fóru heim með 70 verðlaun og Bretar komu þar á eftir með 67 verðlaun. Meira »

Níu þjóðir fengu sitt fyrsta gull

22.8.2016 Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu í ár lauk í gær með pompi og prakt. Eftir þrjár vikur af keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum héldu 59 íþróttamenn glaðbeittir á heimahagana með gullverðlaun um hálsinn. Níu keppendur nældu sér í söguleg verðlaun með því að vinna fyrstu gullverðlaun þjóða sinna. Meira »

Speedo losar sig við Lochte

22.8.2016 Sundfataframleiðandinn Speedo hefur rift styrktarsamningi sínum við sundkappann Ryan Lochte eftir að hann skáldaði upp sögu um að hann og þrír félagar hans í bandaríska sundliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro hefðu verið rændir á meðan á leikunum stóð. Meira »

Intersex-fólk og heimur íþróttanna

22.8.2016 Í heimi íþróttanna hefur verið deilt um rétt intersex-einstaklinga til þess að keppa í íþróttagreinum sem skipt er í flokka eftir kynjum. Því hefur verið haldið fram að intersex-einstaklingar búi yfir ákveðnum eiginleikum sem veiti þeim ósanngjarnt forskot á aðra keppendur eins og í tilfelli suðurafrísku hlaupakonunnar Caster Semenya. Meira »

Væri frábært að vera Sir Mo

22.8.2016 Breski langhlauparinn Mo Farah segir að það væri sannur heiður að feta í fótspor knattspyrnustjórans fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, og verða sleginn til riddara. Meira »

Á að veita Íslendingnum gullmedalíu?

22.8.2016 „Elska, elska Guðmund. Ég er svo ánægður að hann þaggaði niður í neikvæðum gagnrýnisröddum,“ skrifaði Daninn Mads Mortensen á Facebook-síðu dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eftir að Dani urðu ólympíumeistarar í handbolta karla í gær. Meira »

„Landsliðsþjálfarinn sýndi hugrekki“

22.8.2016 Bent Nyegaard handboltaspekingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 gaf leikmönnum og Guðmundi Guðmundssyni einkunn eftir að Danir urðu ólympíumeistarar í handbolta í gær. Meira »

Afklæddust í mótmælaskyni

22.8.2016 Þjálfarar mongólska glímukappans Ganzorigiin Mandakhnaran mótmæltu ákvörðun dómara á Ólympíuleikunum í Ríó í gær með því að afklæðast. Meira »

„Sveitamennska af Suðurlandi“

22.8.2016 Þórir Hergeirsson bætti við magnaða afrekaskrá sína sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta þegar hann stýrði liðinu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó um helgina. Meira »

Stórsigur í úrslitaleiknum

22.8.2016 Sigursælasta hópíþróttalið í sögu Ólympíuleikanna, karlalið Bandaríkjanna í körfubolta, vann stórsigur á Serbum í úrslitaleiknum í Ríó í kvöld. Meira »

Lokaathöfn Ólympíuleikanna

22.8.2016 Lokaathöfn Ólympiuleikanna 2016 stendur nú yfir og er glæsileg að vanda. Þátttakendur gengu fylktu liði með þjóðfána sína á Maracana-leikvanginum í Ríó og boðið hefur verið upp á litrík og fjörleg dans- og tónlistaratriði Meira »

Krónprinsinn knúsaði Guðmund

21.8.2016 Guðmundur Guðmundsson fékk konunglegt knús eftir að hafa gert karlalandsliðs Danmerkur að ólympíumeisturum í handknattleik.  Meira »

„Ekki lengur Guðmundur heldur Gullmundur“

21.8.2016 „Það er ekki lengur Guðmundur heldur Gullmundur,“ sögðu lýsendur danska ríkisútvarpsins eftir að karlalandslið þeirra í handknattleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hafði tryggt sér gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó með sigri á tvöföldum Ólympíumeisturum Frakka. Meira »

Þrenn verðlaun til Íslendinga í Ríó

21.8.2016 Eftir að Dagur Sigurðsson stýrði Þjóðverjum til bronsverðlauna í Ríó í dag er ljóst að þrír Íslendingar unnu til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Meira »

Ofurhetjur Ólympíuleikanna

21.8.2016 Á Ólympíuleikunum í Ríó þetta sumar hafa nokkrir sigursælir íþróttamenn vakið meiri athygli en aðrir og í hugum margra eru þeir hálfgerðar ofurhetjur leikanna. Meira »

„Þú ert meira en þjóðargersemi“

21.8.2016 Breskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir árangri Mo Farah sem varð Ólympíumeistari bæði í 5 og 10km hlaupi, annað skiptið í röð. Farah er innflytjandi í Bretlandi og kemur upphaflega frá Sómalíu en vinsældir hans í Bretlandi eru gríðarlegar eftir sigrana í London 2012. Meira »

ÓL í Ríó - lokadagurinn

21.8.2016 Lokahátíð Ólympíuleikanna í Ríó fer fram í kvöld kl. 23 á Maracana-leikvanginum, þar sem leikarnir voru settir fyrir sextán dögum. Úrslitin ráðast í nokkrum greinum í dag. Meira »

Bað brasilísku þjóðina afsökunar

21.8.2016 Bandaríski sundkappinn Ryan Lochte bað í nótt brasilísku þjóðina afsökunar á því að hafa ýkt frásögn sína af vopnuðu ráni sem hann og þrír félagar hans í bandaríska sundliðinu urðu fyrir á meðan á Ólympíuleikunum í Ríó stóð. Meira »

Semenya heimsins besta í grein Anítu

21.8.2016 Caster Semenya fagnaði sigri í 800 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta kvöldi frjálsíþróttakeppni leikanna. Meira »

Sjötti titillinn í röð hjá Bandaríkjunum

21.8.2016 Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta hélt áfram langri sigurgöngu sinni á Ólympíuleikunum í dag þegar liðið vann Spán í úrslitaleiknum í Ríó, 101:72. Meira »

Neymar færði Brasilíu langþráðan titil

20.8.2016 Brasilíska þjóðin er í sjöunda himni eftir að Neymar tryggði Brasilíu sigur í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í kvöld, í vítaspyrnukeppni gegn Þýskalandi. Meira »