Óveður í nóvember 2017

Bílalestin lögð af stað yfir heiðina

25.11. Talsverður fjöldi fólks var í nótt veðurtepptur í Varmahlíð þar sem Öxnadalsheiði var lokuð. Sumir voru þarna aðra nóttina í röð. Allt að 20 flutningabílar stilltu sér upp meðfram þjóðvegi 1 meðan beðið var, en núna á tíunda tímanum var heiðin aftur opnuð og er bílalestin farin af stað austur eftir. Meira »

Mælirinn datt út í Hamarsfirði

25.11. Fjöldi vega um landið er enn lokaður vegna óveðurs og ófærðar. Vegagerðin er byrjuð að moka á Norðurlandi, en fyrir austan Akureyri er beðið með mokstur vegna óveðurs. Holtavörðuheiði er einnig enn lokuð. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

24.11. Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

24.11. Búist er við því að Holtavörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxnadalsheiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið. Fjallvegir á Norðausturlandi verða líklega ekki opnaðir fyrr en líður á morguninn en samkvæmt veðurspá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni. Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

24.11. Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Áfram óveður í allan dag

24.11. „Það verður óveður áfram í allan dag,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann á von á óbreyttu veðri norðan- og austanlands í dag og ef eitthvað er mun það fara versnandi seinnipartinn. Annað kvöld verður veðrið orðið þokkalegt. Meira »

Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

24.11. „Ég veit ekkert hvað við fáum í dag. Mjólkin átti að koma í dag en það er spurning hvort Víkurskarð opnast,“ segir Helga Soffía Bjarnadóttir, starfsmaður Krambúðarinnar á Húsavík. Meira »

Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

24.11. Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkomulaust hefur verið frá því í snemma í morgun og spáð er ágætis veðri yfir helgina. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

24.11. Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í nótt

24.11. Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrsta útkallið kom um fjögurleytið í nótt og var það vegna bifreiðar sem hafði bilað fyrir utan Húsavík. Þá sat bíll frá Vegagerðinni fastur á Lyngdalsheiðinni nú í morgun. Meira »

Dregur úr snjóflóðahættu á Vestfjörðum

24.11. Veðrið er að mestu gengið niður á Vestfjörðum og reiknað er með því að óvissustig vegna snjóflóðahættu fari þar af fljótlega. Meira »

Skólahald fellt niður á Akureyri

24.11. Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Rafmagn komst aftur á um eittleytið

24.11. Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr. Meira »

Stórhríð í Hvalfirði

24.11. Stórhríð er í sunnanverðum Hvalfirði og þæfingsfærð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinar. Á Vesturlandi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kringum þéttbýli. Brattabrekka er þungfær en þæfingsfærð er á köflum á Snæfellsnesi. Holtavörðuheiði er enn lokuð. Meira »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

24.11. Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

24.11. Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Rafmagnslaust fyrir austan

23.11. Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

23.11. Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Ítrekun vegna rafmagnsleysis

9.11. Vegna bilunar í flutningskerfi Landsnet síðastliðið sunnudagskvöld sem olli víðtæku rafmagnsleysi á Suðurnesjum hefur bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs ítrekað bókun frá síðasta ári um mikilvægi þess að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst. Meira »

Ótrúlega margt gott fólk á Akureyri

8.11. Akureyri er líklega besti staður á jörðinni. Það er ótrúlegt hversu margir hafa komið og boðið okkur aðstoð,“ segir Dario Schwo­erer, sviss­neskur lofts­lags­fræðing­ur­ og skíða- og fjalla­leiðsögumaður­ sem var hætt komin í ofsaveðri í Akureyrarhöfn þar sem hann býr í skútu ásamt fjölskyldu sinni. Meira »

Aldrei lent í viðlíka aðstæðum

6.11. Dario Schwoerer og fjölskylda voru hætt komin í óveðrinu í gær, en skúta þeirra var við festar í Torfunefsbryggju á Akureyri. Dario var á fullu við að dæla vatni úr skútunni er mbl.is hringdi. „Geturðu hringt eftir klukkutíma, við erum að reyna að koma í veg fyrir að skútan sökkvi,“ sagði hann. Meira »

Allt áætlunarflug á tíma í dag

6.11. Ofsaveðrið í gær hafði áhrif á 19 flugleiðir WOW air og um 3.500 farþega. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Hún segir allt áætlunarflug flugfélagsins hins vegar vera á tíma í dag. Meira »

Vatnsleki í íþróttahúsi

6.11. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í langan tíma að hreinsa upp vatn úr kjallara íþróttahússins við Strandgötu í Hafnarfirði í morgun. Meira »

Þetta var bara allur pakkinn

6.11. Um 260-70 björgunarsveitarmenn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sinntu yfir 300 verkefnum víðsvegar á landinu í ofsaveðrinu sem gekk yfir í gær. Verst var ástandið á suðvesturhorninu. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir útköllin í gær hafa verið allan pakkann. Meira »

Tré í garði Vigdísar rifnaði upp með rótum

6.11. „Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta er meira að segja bakgarður,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem horfði á gamalt reynitré rifna upp með rótum í garðinum hjá sér í gærkvöldi þegar veðrið var sem verst. Hún er búsett í Hlíðunum í Reykjavík. Meira »

„Kýrnar eru ekki glaðar núna“

6.11. Rafmagn er enn ekki komið á á kúabýlinu Bakka á Kjalarnesi eða öðrum bæjum á þeirri línu frá því það fór af í óveðrinu í gær. Ásthildur Skjaldardóttir, kúabóndi á Bakka, vakti athygli á þessu á facebooksíðu sinni, en hún hefur ekki náð að mjólka kýrnar síðan í gær. Meira »

40 þúsund manns án rafmagns í gær

6.11. Yfir 40 þúsund manns voru án rafmagns í gærkvöldi á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal, en tvær stórar truflanir urðu í óveðrinu sem gekk yfir. Eldingu laust niður í báðum tilfellum. Meira »

Lausamunir fuku á bifreiðir

6.11. Talsvert tjón varð á þremur bifreiðum við Ásbrú sem virðist tilkomið þannig að lausamunir hafi fokið á þær í óveðrinu sem gekk yfir síðdegis í gær. Lögreglu á Suðurnesjum barst tilkynning þess efnis í morgun. Meira »

Seinkun á öllu flugi í dag

6.11. Búast má við seinkunum á öllu flugi Icelandair í dag. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en Icelandair aflýsti eða frestaði 55 flugferðum flugfélagsins í gær vegna veðurofsans. Sólarhrings seinkun verður þá á flugi frá Dublin vegna bilunar. Meira »

Krapi á Holtavörðuheiði

6.11. Vegir á Suðurlandi eru að mestu greiðfærir en krapi er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en unnið að hreinsun. Á Vesturlandi er víða greiðfært en þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum og krapi milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Snjóþekja er á Bröttubrekku og krapi á Holtavörðuheiði. Meira »