Partímatur

Texas-eðla eins og þær gerast bestar

10.2. Ég hef verið að gera tilraunir með salsa-sósur að undanförnu og sú sem ég er hvað hrifnust af í augnablikinu er Green Mountain Gringo-sósan sem er eins "orginal" og kostur er á en hún fæst í Hagkaup. Meira »

Kex með hvítlauksosti, pekanhnetum og hunangssírópi

25.1. Nýverið komu fyrstu laktósafríu kryddostarnir á markað, en alls komu þrjár mismunandi gerðir í búðir. Ostarnir henta einstaklega vel í matargerð og eru algjört sælgæti ofan á kex. Meira »

Snakkið sem þú getur ekki hætt að borða

21.1. Hér er blómkálssnakk sem þú munt ekki geta sleppt úr augsýn – svo gott er það.   Meira »

Ídýfan sem vekur stormandi lukku!

18.1. Þetta er alls ekkert flókið því þessi girnilega ídýfa mun fara á „uppáhalds-listann“ frá og með núna.   Meira »

Snakkið sem er að slá í gegn á öllum miðlum

7.1. Það er varla hægt að fletta uppskriftabók eða bloggi án þess að rekast á einhvers konar útgáfu af þessu geggjaða snakki sem er ekki bara gott heldur einnig bráðhollt. Meira »

Partýostur með chili-ívafi

5.1. Góður ostur klikkar aldrei í veisluna, þá ekki minnst ef hann er bræddur og bragðbættur með alls kyns gúmmelaði.   Meira »

Gratíneraður Óðals-Ísbúi

27.12. Hver elskar ekki gratíneraðan ost? Hér gefur að líta hinn fullkomna partý-/kósírétt sem tekur tilveruna upp á næsta stig. Við erum að tala um löðrandi ost og huggulegheit. Hvað þarf maður meira? Meira »

Kjúklingarétturinn sem slær alltaf í gegn

14.12. Góðir kjúklingaréttir eru gulli betri og þessi réttur er sérlega vinsæll og ómissandi í allar veislur og afmæli. Hann kemur úr smiðju tengdamóður Berglindar Hreiðars á Gotteri & gersemum og segir Berglind að hann slái alltaf í gegn. Meira »

Partýpylsurétturinn sem slær í gegn

1.12. Hversu skemmtilegt væri að bjóða upp á svín í teppi í næsta afmæli? Þetta má útfæra á ýmsa vegu, þá með tómatsósu eða öðru sem til fellur og hentar í pylsupartýið. Meira »

Brauðrétturinn sem er að gera allt vitlaust

29.11. Þessi brauðréttur mun mögulega brjóta blað í íslenskri brauðréttahefð. Hér erum við að tala um löðrandi ost og alls konar annað góðgæti sem í sameiningu ættu að valda yfirliði. Meira »

Snitturnar sem eru ómissandi á aðventunni

28.11. Síld er ómissandi hluti af jólahaldi og fátt er betra en gott smørrebrød að dönskum hætti. Linda Ben fór til Kaupmannahafnar á dögunum og varð svo upprifin af að hún útbjó þessar dýrindissnittur sem við hin ættum auðveldlega að geta leikið eftir. Meira »

Ómótstæðilegur brauðréttur með osti og parmaskinku

10.11. Hver elskar ekki brauðrétt sem er löðrandi í osti og skreyttur með parmaskinku?  Meira »

Eðlubrauðréttur sem tryllir gestina

9.11. Hvað gerist þegar hin stórkostlega eðla ákveður að fara í partí með hinum klassíska íslenska brauðrétt? Útkoman er hreint stórkostleg og það má fastlega búast við því að þessi brauðréttur - sem kallast nú formlega Eðla í rúllubrauði - muni slá í gegn enda foreldrar hans kjölfestan í íslenskri matarmenningu. Meira »

Beikonbrauðréttur sem bræðir hjörtu

3.11. Öll elskum við góðan brauðrétt og þessi hér ætti ekki að svíkja neinn. Beikonbragðið tónar hérna fullkomlega við karrí og epli. Hjördís Dögg á mömmur.is slær ekki feilnótu fremur en fyrri daginn. Meira »

Brauðréttur sem stelur alltaf senunni

27.10. Stundum rekumst við á uppskriftir sem eru þess eðlis að þær verður að prófa. Þessi brauðréttur er í þessum flokki en höfundur uppskriftarinnar segir að það sé ekki nokkur leið að sannfæra fólk um ágæti þessa réttar - það verði hreinlega að smakka hann. Meira »

Svona hefur þú aldrei smakkað blómkál áður

11.10. Blómkál er formlega að vinna keppnina sem mest spennandi grænmetið í augnablikinu. Þannig að ef þú ætlar að bjóða upp á meðlæti aldarinnar eða mögulega bara besta snarl í heimi þá er þetta algjörlega málið. Meira »

Linda Ben hélt ógleymanlegt afmæli

10.10. Linda Ben hélt fimm ára afmæli sonar síns hátíðlegt á dögunum og þar sem sá litli er forfallinn Legó-aðdáandi vildi hann ólmur hafa Star Wars-þema og Star Wars-kalla á kökunni. Linda valdi svartan og hvítan lit og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var veislan upp á tíu! Meira »

Mögulega næsta saumaklúbbsídýfa

10.10. Kvenkynsþjóðin þekkir það vel að hitta vinkvennahópinn svona sirka einu sinni í mánuði og oftar en ekki er boðið upp á eitthvert „mums“, því við elskum allar að gúffa í okkur á meðan við slúðrum um allt og ekkert. Meira »

Gullostur í veislubúningi

7.10. Þessi réttur ætti engan sannan ost-aðdáenda að svíkja enda inniheldur hann hreinræktað gúmmelaði sem gleður líkama og sál.  Meira »

Gömlu góðu tartaletturnar með tvisti

28.9. Tartalettur ættu að vera oftar á boðstólnum, snilldin sem sá matur er. Í þessari uppskrift er sykur og edik í sósunni sem gefa réttinum einstakt bragð. Meira »

Baneitraðir partýpinnar fyrir fullorðna

27.9. Þó að sumarið sé liðið má lengi vel smjatta á góðum frostpinna. Þessir Pina Colada-pinnar eru bara fyrir fullorðna og ættu að kæla einhverja niður eftir annasaman dag. Meira »

Partírétturinn sem allir ættu að muna eftir

21.9. Það er svo mikil nostalgía í þessari uppskrift að það er leitun að öðru eins enda hefur þessi uppskrift fylgt þjóðinni lengi í einhverri mynd. Arómat og majónes skipa hér lykilhlutverk og ef þetta er ekki eitthvað sem allir verða að prófa þá veit ég ekki hvað. Meira »

Humar-guacamole með stökkum flögum

21.9. Það er ekki annað hægt en að staldra við uppskrift sem þessa. Þeir sem elska humar og avocado ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Meira »

Snarlbakki Ebbu Guðnýjar

12.9. Snarlbakkar eru sívinsælir og þessi er sérlega huggulegur enda kemur hann úr smiðju Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hér má segja að sé hið fullkomna hjónaband huggulegheita og hollustu sem ætti alls staðar að slá í gegn. Meira »

Heimagerður ís með súkkulaðilakkrískurli og hraunbitum

8.9. Hér gefur að líta dásemdarís með öllu því nammi sem við elskum hvað heitast. Bara botninn er nóg til að æra óstögugan en hann samanstendur af eiginlega bara hraunbitum. Þetta er uppskrift sem getur ekki klikkað og að auki fáið þið skothelt kennslumyndband með. Algjör snilld! Meira »

Ídýfan sem kemst í sögubækurnar

7.9. Til er það selskapssnarl sem þykir svo vel heppnað að góðar líkur eru taldar á að um það verði ort ljóð, teknar af því myndir og mögulega muni einhver mittismál heyra sögunni til. Hér erum við að tala um ídýfu með spínati og þistilhjörtum og hún er alveg hreint ... dásamleg! Meira »