Rafmynt

Þvætti á bitcoin fyrir Ríki íslams

15.12. Tæplega þrítug kona í New York hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti fyrir vígasamtökin Ríki íslams. Um er að ræða þvætti á bitcoin og annarri rafmynt, segir í frétt BBC. Meira »

Allir bitcoin-eigendur í hættu á að tapa

8.8.2016 Eigendur rafræna gjaldmiðilsins bitcoin gætu tapað um 36% andvirðis eininga sinna í miðlinum eftir að tölvuþrjótar hökkuðu sig inn í net­kerfi Bit­finex, kaup­hall­ar­inn­ar í Hong Kong, og stálu bitco­in-ein­ing­um að and­virði 65 millj­óna dala í síðustu viku. Meira »

Pundið óstöðugra en bitcoin

12.7.2016 Gengi breska sterlingspundsins hefur sveiflast mikið eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði að segja skilið við Evrópusambandið. Nú er svo komið að pundið er orðið óstöðugra en rafræni gjaldmiðillinn bitcoin. Meira »

Kaupa kaffibolla með broskörlum

8.11.2015 Í nóvember geta þau sem eiga nógu mikið af rafmyntinni Smileycoins keypt kaffi-, te- og kakóbolla verslun Hámu í Tæknigarði í Háskóla Íslands. Um er að ræða tilraunaverkefni kennara skólans. Einn bolli kostar tíu þúsund SMLY eða sem samsvarar 5 íslenskum krónum á núverandi gengi. Meira »

Liðsmennirnir yfir 30.000

12.9.2014 Bandaríska leyniþjónustan (CIA) segir að liðsmenn samtaka íslamista, Ríkis Íslams, séu mögulega 31.000 talsins í Írak og í Sýrlandi. Það eru þrefalt fleiri en menn töldu í upphafi. Meira »

Selur flugfargjöld fyrir bitcoin

4.8.2014 Lettneska flugfélagið airBaltic tilkynnti í síðustu viku að það yrði fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að selja flugmiða í skiptum fyrir rafmyntina bitcoin. Meira »

Bitcoin er búið að hasla sér völl

27.4.2014 Tilkoma rafræna gjaldmiðilsins Bitcoin var mjög stórt skref í framþróun peningakerfisins, segir eðlisfræðingurinn Sveinn Valfells. Það eru fáir Íslendingar sem þekkja eðli rafrænna gjaldmiðla betur en Sveinn en hann heyrði fyrst minnst á Bitcoin fyrir um þremur árum. Meira »

Safna aurum fyrir nýjum leiktækjum

31.3.2014 Skógarmenn KFUM í Vatnaskógi hafa hafið söfnun fyrir nýjum leiktækjum á Eyrarvatn í sumar. Söfnunin er með heldur óvenjulegum hætti en safnað er rafmyntinni vinsælu auroracoin. Meira »

Keðjusagir til sölu fyrir aura

27.3.2014 Fyrirbærið auroracoin, sem hefur verið kallað rafrænn gjaldmiðill, rafmynt eða sýndarfé í daglegu tali, hefur verið á flestra vörum undanfarna daga. Þúsundir Íslendinga hafa sótt sér sína „aura“ og hafa margir nú þegar komið þeim í verð, ef svo má að orði komast. Meira »

5.000 búnir að sækja auroracoin

25.3.2014 Rúmlega fimm þúsund Íslendingar hafa í dag sótt auroracoin-rafmynt sem byrjað var að gefa á miðnætti síðustu nótt. Hver og einn landsmaður getur sótt um 31,8 einingar af myntinni á heimasíðu hennar, en nauðsynlegt er að auðkenna sig með annaðhvort símanúmeri eða Facebook-aðgangi. Meira »

Mt. Gox fann haug af „gleymdum“ bitcoin

24.3.2014 Japanski bitcoin-miðlarinn Mt. Gox, sem fór fram á gjaldþrotaskipti í febrúar, kveðst nú hafa fundið 200.000 „gleymdar“ bitcoin-einingar í rafrænu „veski“. Meira »

Rætt um auroracoin í þingnefnd

14.3.2014 Rætt var um miðilinn auroracoin á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, en þar var lögð áhersla á að fræða og vara neytendur við áhættunni sem fyrirbærið kunni að skapa. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar. Meira »

Segist ekki vera höfundur bitcoin

7.3.2014 Eftir áralangar vangaveltar og getgátur taldi blaðamaður Newsweek sig hafa svipt hulunni af höfundi rafræna gjaldmiðilsins bitcoin. Hingað til hefur huldumaðurinn verið þekktur undir nafninu „Satoshi Nakamoto“ en Newsweek fullyrðir að rétt nafn mannsins sé Dorian S. Nakamoto. Meira »

Rafrænir gjaldmiðlar slá í gegn

1.3.2014 Rafræni gjaldmiðillinn Bitcoin er nú á allra vörum en ekki er ýkja langt síðan aðeins örfáir tækninördar og spákaupmenn könnuðust við gjaldmiðilinn. Hróður hans hefur aukist mjög á undanförnum mánuðum og eru æ fleiri fyrirtæki sem sjá sér hag í því að taka við honum. Meira »

Gefa Íslendingum nýja rafmynt

6.2.2014 Eftir rúmlega einn og hálfan mánuð munu allir Íslendingar fá gefins hluta af heildarfjármagni nýju rafmyntarinnar auroracoin, en þetta er nýstárleg aðferðafræði í uppbyggingu samfélags um rafmynt. Sá sem stendur á bakvið myntina segir hana vera tækifæri til að losna undan verðbólgu, gjaldeyrishöftum og gengisfellingu. Meira »

Þúsund „hvalir“ eiga 40% af bitcoin

10.12. Á rúmum tveimur mánuðum hefur rafmyntin Bitcoin þrefaldast í verði og kostar nú eitt eintak um 16 þúsund dali. Talið er að um þúsund manns eigi um 40% af heildarforðanum Meira »

Rændu 7,7 milljarða virði af bitcoin

3.8.2016 Gengi rafræna gjaldmiðilsins bitcoin féll um meira en 10% eftir að tölvuþrjótar hökkuðu sig inn í netkerfi Bitfinex, kauphallarinnar í Hong Kong, og stálu bitcoin-einingum að andvirði 65 milljóna dala. Það jafngildir um 7,7 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Selja bitcoin fyrir 1,5 milljarða

30.5.2016 Áströlsk stjórnvöld hafa í hyggju að selja rafeyrinn bitcoin, sem lögreglan þar í landi hefur lagt hald á, að verðmæti átta milljónir sterlingspunda sem jafngildir 1,5 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Alþjóðleg fyrirtæki grafa eftir bitcoin

21.1.2015 Yfir tíu alþjóðleg fyrirtæki grafa eftir rafmyntinni bitcoin í gagnaveri Advania á Fitjum í Reykjanesbæ.  Meira »

Ebay íhugar að taka við bitcoin

18.8.2014 Netverslunarrisinn eBay vinnur nú að því að geta tekið við greiðslum í rafræna gjaldmiðlinum bitcoin, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Nánar tiltekið hefur dótturfyrirtækið Braintree, sem heyrir undir Pay-Pal-arm eBay, fundað með fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í svokölluðum bitcoin-sölulausnum að undanförnu. Meira »

Dell tekur við greiðslum í bitcoin

21.7.2014 Bandaríski tölvurisinn Dell hefur ákveðið að taka við greiðslum í rafmyntinnibitcoin. Fylgir fyrirtækið, sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi, þar með í fótspor stórfyrirtækja á borð við Overstock, DISH Network og Newegg. Talið er að Dell sé þó stærsta fyrirtækið sem taki nú við greiðslum í rafmyntinni. Meira »

Gefi aurana sína til ABC barnahjálpar

2.4.2014 Söfnunarátak hófst í morgun á vegum JCI á Íslandi þar sem fólk er hvatt til þess að gefa rafmyntina auroracoin til ABC barnahjálpar. Minnst er á í því sambandi að forsprakkar rafmyntarinnar hafi nýverið gefið hverjum og einum Íslendingi 31,8 aur. Meira »

Mikilvægt að eyða lagalegu tómarúmi

29.3.2014 Stjórnvöld telja mikilvægt að eyða lagalegu tómarúmi sem snýr að sýndarfé hér á landi. Sýndarfé á borð við auroracoin sé hvorki viðurkenndur lögeyrir né gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. Meira »

12 þúsund hafa sótt sér auroracoin

26.3.2014 Um tólf þúsund Íslendingar hafa nú sótt rafmyntina auroracoin sem byrjað var að gefa á miðnætti í gærnótt. Hver og einn landsmaður getur sótt um 31,8 einingar af myntinni á heimasíðu hennar. Þó er nauðsynlegt að auðkenna sig með annaðhvort símanúmeri eða facebookaðgangi. Meira »

Byrjað að útdeila auroracoin

25.3.2014 Byrjað er að dreifa rafmiðlinum auroracoin, en hver og einn Íslendingur getur fengið úthlutaðar 31,8 einingar af myntinni án þess að greiða fyrir. Miðað við markaðsvirði myntarinnar á rafmiðlakauphöllum þessa stundina er virði eininganna sem úthlutað er um 45 þúsund krónur. Meira »

Vara við notkun sýndarfjár

19.3.2014 Íslensk stjórnvöld hafa varað við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með sýndarfé, svo sem bitcoin og auroracoin. Meira »

Bankarán bíta á bitcoin

9.3.2014 Rafgjaldmiðillinn bitcoin óx gríðarlega í vinsældum á seinni hluta síðasta árs. Í upphafi ársins 2013 var gengi bitcoin 13 dollarar, og fáir sýndu myntinni áhuga aðrir en áhugamenn um tölvur og frjálshyggju. Meira »

Markaðsvirði rafmyntar rýkur upp

3.3.2014 Markaðsvirði rafmiðilsins auroracoin hefur rokið upp síðustu daga og miðað við það verð sem menn kaupa miðilinn á í dag er heildarverðmæti hans um 56 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Segir sýndarmiðla vera afkimastarfsemi

11.2.2014 Ekkert sérstakt starfsleyfi eða eftirlit er með dulmálsgjaldmiðlum eins og Bitcoin eða Auroracoin, sem stefnt er að því að gefa út í næsta mánuði. Þannig eru slíkir miðlar ekki lögeyrir á Íslandi og þar með er engum skylt að taka við honum. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands. Meira »