Rekstrarvandi RÚV

RÚV-skýrslan kostaði 4,9 milljónir

13.1.2016 Samanlagður kostn­aður við gerð skýrslu um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 nam 4,9 milljónum króna. Ráðuneytið greiddi Svanbirni Thoroddsen 3,6 milljónir króna og Eyþóri L. Arnalds 750.000 kr. fyrir störf þeirra í þágu nefndarinnar. Meira »

Gerðu ekki ráð fyrir lækkun gjalds

21.12.2015 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að stjórn RÚV hafi gert ráð fyrir því í áætlunum sínum að útvarpsgjald myndi ekki lækka. Meira »

Fangelsin fá aukið fé

5.12.2015 Fjárlagafrumvarpið með nefndaráliti og breytingartillögu meirihlutans var afgreitt úr fjárlaganefnd í dag og er nú tilbúið til annarrar umræðu. Að sögn Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, er gert ráð fyrir að umræðan fari fram á þriðjudag. Meira »

Ríkisútvarpið heldur viðbótarframlagi

28.11.2015 Fram kemur í fjáraukalögum að rekstrarafkoma ríkisins er rúmum 17 milljörðum kr. betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum.  Meira »

Ráðherra lækki útvarpsgjaldið

19.11.2015 Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að berjast fyrir skattalækkunum með því að standa ekki í vegi fyrir lækkun útvarpsgjaldsins um 1.400 krónur á mann. Meira »

Menningarlegt torg þjóðarinnar

12.11.2015 „Ár eftir ár höfum við nú fylgst með skipulegu niðurbroti á stofnun sem heldur utan um eitt af fjöreggjum þjóðarinnar í sögulegu og menningarlegu tilliti,“ segir í tilkynningu frá Rithöfundarsambandi Íslands um yfirstandandi umræðu um Ríkisútvarpið. Meira »

Færri nýta sér þjónustu RÚV

12.11.2015 Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra þingmanna er þátt tók í sérstakri umræðu á Alþingi um RÚV-skýrsluna svonefndu, en í henni er fjallað um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Meira »

Lengi haft horn í síðu RÚV

12.11.2015 Sérstök umræða fer nú fram á Alþingi um RÚV-skýrsluna svonefndu, þar sem fjallað er um rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins frá árinu 2007, en málshefjandi var Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna. Meira »

Dýrt fyrir RÚV að spara ekki

7.11.2015 Verulega mun þrengja að rekstri RÚV á næsta ári ef útvarpsgjald verður lækkað. Stjórn RÚV hefur spáð hundraða milljóna aukningu í rekstrarkostnaði vegna kjarasamninga og launaþróunar. Skertar tekjur myndu því kalla á aðgerðir. Meira »

Stendur við ummæli um RÚV

6.11.2015 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, stendur við ummæli um að hann telji fulltrúa RÚV hafa veitt fjárlaganefnd rangar upplýsingar varðandi skilyrt aukaframlag til RÚV að fjárhæð 182 milljónir í ár. Meira »

Ríkisútvarpið uppfyllti skilyrðin

6.11.2015 Vegna ummæla varaformanns fjárlaganefndar Alþingis í byrjun vikunnar áréttar Ríkisútvarpið í tilkynningu að staðfesting hefur borist frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um að Ríkisútvarpið uppfyllt þau skilyrði sem sett voru fyrir aukalegri fjárveitingu til stofnunarinnar. Meira »

Spá miklum halla hjá RÚV

5.11.2015 Yfirstjórn RÚV hafði væntingar um auknar fjárveitingar eftir að Magnús Geir Þórðarson tók við stöðu útvarpsstjóra í janúar í fyrra. Meira »

Útvarpsstjóri boðar athugun

4.11.2015 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að brugðist verði við þeirri fullyrðingu þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Morgunblaðinu í gær að stjórnendur RÚV hafi veitt fjárlaganefnd rangar upplýsingar síðastliðið vor. Meira »

Eyþór vísar gagnrýni Páls á bug

3.11.2015 Skuldir Ríkisútvarpsins lækkuðu á fyrri hluta rekstrartímans að raunvirði vegna viðbótarframlaga úr ríkissjóði sem voru að fjárhæð tveir milljarðar króna. Enda var rekstrartap að jafnaði og því enginn afgangur úr rekstri til að lækka skuldir. Meira »

Páll: „Hljóta að vera mistök“

3.11.2015 Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, kom dreifikerfi RÚV til varnar í Morgunútvarpinu í morgun og sagði skýrsluhöfunda RÚV-skýrslunnar bera saman ósambærilegar tölur. Meira »

RÚV hafi veitt rangar upplýsingar

3.11.2015 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir tölvupósta milli fráfarandi formanns stjórnar RÚV annars vegar og starfsmanns fjármálaráðuneytis hins vegar sýna að forystumenn RÚV hafi veitt þingnefndinni rangar upplýsingar um fjárhag RÚV. Meira »

Hættir sem stjórnarformaður RÚV

2.11.2015 Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., hefur sagt sig úr stjórninni en hann hefur átt þar sæti frá ágúst 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands. Meira »

RÚV vegi að starfsheiðri fólks

2.11.2015 Eyþór Laxdal Arnalds, formaður nefndar um starfsemi RÚV frá 2007, segir stjórn RÚV hafa vegið að starfsheiðri nefndarmanna með því að saka þá um lögbrot. Meira »

RÚV þarf að skerpa áherslurnar

1.11.2015 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri telur breytt neyslumynstur á fjölmiðlum og stóraukið aðgengi að afþreyingu kalla á endurmat hjá RÚV. „Ég lít svo á að á slíkum tímum sé hlutverk Ríkisútvarpsins síst minna en áður en þá þarf að skerpa á hlutverki þjónustunnar og sérstöðu,“ segir Magnús Geir. Meira »

Myndum við búa til RÚV í dag?

1.11.2015 Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa haft ákveðnar efasemdir um umfang Ríkisútvarpsins (RÚV) og að nýbirt skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV frá árinu 2007 sýni vel að umfang stofnunarinnar sé „allt of mikið.“ Meira »

Boðar breytingar á RÚV

31.10.2015 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, boðar þingsályktunartillögu um breytingar á RÚV.-  Meira »

Benda á rangfærslur í skýrslu

30.10.2015 Ríkisútvarpið vill vegna skýrslu starfshóps, sem skipaður var af Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra, um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007 koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Meira »

RÚV vill fá 5,9 milljarða

30.10.2015 Stjórnendur RÚV hafa lagt fram kröfur til stjórnvalda sem fela í sér samtals 5,9 milljarða skilyrt viðbótarframlag næstu fimm árin. Meira »

Horfa verður til markmiða með RÚV

29.10.2015 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki hlynntur því að selja Ríkisútvarpið (RÚV), enda væri slík sala afar flókin í framkvæmd. Brýnt sé nú að ræða núverandi rekstrarfyrirkomulag Ríkisútvarpsins. Meira »

Vodafone kemur dreifikerfinu til varnar

29.10.2015 Vodafone segir „meinta úrelta tækni“ sem rætt er um í skýrslu RÚV vera útbreiddustu og mest nýttu sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag, sér í lagi hjá fjölmiðlum í almannaeigu enda geri hún ekki kröfu til viðbótar kostnaðar hjá notendum. Meira »

RÚV reiknar með hærra útvarpsgjaldi

29.10.2015 Áætlanir RÚV geta ráð fyrir hærra útvarpsgjaldi en er í fjárlagafrumvarpi. Nokkrar forsendur þurfa að ganga eftir til þess að ekki þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða í rekstri. Meira »

Magnús Geir: Svarthvít fortíð RÚV

29.10.2015 „Það má eiginlega segja að þessi samantekt um fortíðina sé svarthvít,“ segir Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri um skýrslu nefndar um fjárhagsstöðu RÚV. Hún er svört að því leyti að hún staðfestir það sem við höfum sagt um fortíðarvandann og skuldabaggann,“ er haft eftir Magnúsi Geir í fréttatilkynningu frá RÚV um skýrsluna. „Hún er hvít að því leyti að hún sýnir að lyft hefur verið grettistaki í að snúa rekstrinum við.“ Meira »

Endurskoða starfsemi RÚV

29.10.2015 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst koma á fót vinnuhóp sem á að leggja drög að þingsályktunartillögu um starfsemi RÚV sem gæti verið lögð fyrir Alþingi í vor. Skýrsla um rekstur og starfsemi RÚV var kynnt á blaðamannafundi í dag. Meira »

Skuldir RÚV nærri 7 milljarðar

29.10.2015 Rekstur RÚV ohf hefur ekki verið sjálfbær frá stofnun félagsins árið 2007 og nálgast heildarskuldirnar nú sjö milljarða króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007. Meira »

Blönduð byggð rís við útvarpshúsið

23.2.2015 Skrifað var undir samkomulag á milli Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um að efna til hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á 59.000 fermetra svæði til hliðar við útvarpshúsið. Gert er ráð fyrir blöndu af séreignar og leiguíbúðum ásamt verslun og þjónustu á svæðinu. Meira »