Réttindabarátta hinsegin fólks

13 milljónir í réttindabaráttu hinsegin fólks

í fyrradag Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrettán milljónum króna til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks (LGBTI) hvarvetna í heiminum. Meira »

Segir ummælin tilvitun í Biblíuna

21.6. Peningar streyma inn á söfnunarreikning ástralska ruðningsleikmannsins Israel Folau sem var rekinn úr áströlsku ruðningsdeildinni fyrir hatursummæli í garð samkynhneigðra. Meira »

Kýldar vegna kynhneigðarinnar

7.6. Á Melaniu Geymonat og Chris, kærustu hennar, var ráðist á efri hæð tveggja hæða strætisvagns árla morguns 30. maí vegna þess að þær neituðu öðrum farþegum, árásarmönnunum, að kyssast fyrir framan þá. Meira »

„Það sem gerðist átti aldrei að gerast“

6.6. James P. O’Neill, lögreglustjóri í New York hefur beðist afsökunar fyrir hönd lögreglunnar á framgöngu lögreglumanna í Stonewall-upp­reisn­inni í New York. Í þessum mánuði eru fimmtíu ár liðin frá uppreisninni á Stonewall Inn hinsegin barnum í Greenwich Village sem markaði þátta­skil í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks. Meira »

Duterte segist hafa „læknast“ af samkynhneigð

4.6. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný vakið reiði meðal fólks og nú eru það ummæli hans um að hann hafi „læknað“ sig sjálfur af samkynhneigð með aðstoð fagurra kvenna. Meira »

„Óásættanlegar styttingar“

1.6. Breski tónlistarmaðurinn Elton John gagnrýnir harðlega að Rússar hafi klippt allar kynlífssenur samkynhneigðra úr kvikmynd um ævi hans, Rocketman, og segir styttingarnar óásættanlegar. Meira »

Jafnvel hatursglæpur

31.5. Óskað var aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í nótt í Árbænum en í dagbók lögreglu er árásin hugsanlega hatursglæpur vegna kynvitundar. Þolandi var fluttur á sjúkrahús með nokkra áverka. Meira »

„Allir eiga rétt á að ganga í hjónaband“

24.5. Lög sem heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband tóku gildi í Taívan í dag og er þetta fyrsta ríkið í Asíu sem heimilar samkynja hjónabönd. Þrjú pör héldu upp á daginn með trompi með þrefaldri hjónavígslu og fagna þessum merka áfanga í jafnréttisbaráttunni. Meira »

Fagna fjölbreytileikanum

17.5. Alþjóðleg­um bar­áttu­degi gegn for­dóm­um gagn­vart hinseg­in fólki er fagnað víða um heim í dag. Í frönsku borginni Bordeaux er það gert með gangbraut sem er máluð í öllum regnbogans litum svipað og gert er í Reykjavík þegar fjölbreytileikanum er fagnað á Hinsegin dögum. Meira »

Mikilvægur áfangi í réttindabaráttu LGBT-fólks

17.5. Taívan varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta var samþykkt á þingi Taívan í dag en um stjórnarfrumvarp er að ræða. Meira »

Svart ár í sögu hinsegin fólks

14.5. Árásum á hinsegin fólk hefur fjölgað mikið í Frakklandi og hafa aldrei verið jafnmargar og á síðasta ári. Svart ár fyrir LGBT-samfélagið segja formenn samtakanna SOS Homophobie. Meira »

Fá að breyta kynskráningu

10.4. Tasmanía er orðið fyrsta fylki Ástralíu þar sem íbúar geta sótt um breytingu á skráðu kyni á fæðingarvottorði sínu, en lögin voru samþykkt í neðri deild fylkisþingsins í gær. Meira »

Stuðla að hinseginvænu samfélagi

7.2. Forsætisráðuneytið og Samtökin '78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa gert með sér samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, undirrituðu samning þess efnis í Stjórnarráðinu. Meira »

Ekkert pláss fyrir samkynhneigð

2.12. Frans páfi segir samkynhneigð innan prestastéttar kaþólsku kirkjunnar alvarlegt mál sem hann hafi áhyggjur af. Þá lýsir hann því að hann telji samkynhneigð vera „í tísku“ og biðlar til presta að minnast skírlífisheita sinna. Meira »

Svari fyrir kúgun hinsegin fólks

1.11. Fulltrúi Íslands í fastaráði Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu mælti í dag fyrir könnun á grófum mannréttindabrotum gagnvart hinsegin fólki í Tsjetsjeníu. Meira »

Íhuga að afmá skilgreiningu á transfólki

22.10. Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur til skoðunar að þrengja skilgreiningu á kyni einstaklinga. Endurskilgreiningin felst í því að Bandaríkjamenn geti einungis skilgreint sig sem karl eða konu í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Meira »

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

18.10. Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld. Meira »

„Ég er hommi og þetta er árið 2018“

17.10. Fórnarlömb fólskulegra árása í Parísarborg hafa birt myndir af áverkum sínum til að vekja athygli á ofbeldi sem stór þjóðfélagshópur verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar. Meira »

Mátti neita að baka kökuna

10.10. Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að bakaríi í Norður-Írlandi hafi verið heimilt að neita að baka köku með skilaboðunum „Styðjum hjónaband samkynhneigðra“. Hæstaréttardómararnir fimm voru einróma í niðurstöðu sinni, en neðri dómstólar höfðu dæmt bakaríið fyrir mismunun á grundvelli kynhneigðar. Meira »

Makar samkynhneigðra fá ekki leyfi

2.10. Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að héðan í frá verði mökum samkynhneigðra ríkiserindreka og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna neitað um landvistarleyfi. Meira »

Frestuðu húðstrýkingu

28.8. Íslamskur dómstóll í Malasíu hefur frestað húðstrýkingu tveggja kvenna sem voru dæmdar fyrir að vera samkynhneigðar.   Meira »

Tvöfalda framlög til Samtakanna ´78

13.3.2018 Framlög ríkisins til Samtakanna '78 verða tvöfölduð og ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 verður eflt í samræmi við áherslur stjórnvalda um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, segir í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Af götu Kampala til Mosfellsbæjar

31.12.2017 Í kjölfar þess að David Kajjoba tók þátt í Gay Pride á Íslandi 2014 var móðir hans í Úganda barin til óbóta. Sjálfur fékk hann ítrekaðar hótanir. Hann ákvað að setjast hér að og berst nú héðan fyrir réttindum samkynhneigðra landa sinna. Hann líkir dvölinni á Íslandi við skólagöngu. Meira »

Samþykktu hjónabönd samkynhneigðra

7.12.2017 Ástralska þingið samþykkti í dag frumvarp til laga um að heimila hjónabönd fólks af sama kyni. Mikill meirihluti þjóðarinnar greiddi atkvæði með því í þjóðaratkvæðagreiðslu nýverið. Meira »

„Tertumálið“ tekið fyrir í dag

5.12.2017 Hæstiréttur Bandaríkjanna hlýðir í dag á röksemdafærslu í máli þar sem bakari neitaði að baka brúðkaupstertu fyrir samkynhneigt par. Bakarinn sagði að að hann neitaði að baka tertuna á grundvelli trúar sinnar. Meira »

Bað kærastans í miðri þingræðu

4.12.2017 Þingstörf á ástralska þinginu voru með óhefðbundnum hætti í dag þegar Tim Wilson, þingmaður Frjálslynda flokksins, bað kærasta síns í ræðu sinni um frumvarp sem leyfir hjónaband samkynhneigðra. Meira »

Já fyrir ástina

15.11.2017 Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út víða í Ástralíu í dag þegar tilkynnt var að hjónabönd samkynhneigðra hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Já fyrir ástina, segir forsætisráðherra landsins, Malcolm Turnbull, sem er einn þeirra sem styður fyrirhugaða lagabreytingu. Meira »

Fyrsta trans-þingkona Virginu

8.11.2017 Bandarískur demókrati skrifaði sig á spjöld sögunnar í gær með því að verða fyrsti þingmaðurinn á ríkisþingi Virginíu sem er transmanneskja og hefur ekki farið leynt með það. Meira »

Fleiri leita til transteymisins en áður

15.10.2017 Tveir einstaklingar leita að meðaltali til transteymis Landspítalans í hverjum mánuði og hefur nýgengi verið að aukast sl. 3-4 ár að sögn Elsu Báru Traustadóttur sálfræðings í transteyminu. Mikill meirihluti þeirra sem þangað leita vilja í hormónameðferð en fáir fara í kynleiðréttingaaðgerð. Meira »

Handteknir fyrir að veifa regnbogafána

26.9.2017 Lögreglan í Egyptalandi handtók sjö manns fyrir að veifa regnbogafánum á tónleikum í Kaíró höfuðborg landsins. Fólkið var handtekið á mánudaginn og gert að sök að „upphefja fjölbreytta kynhneigð“. Fólkið hefur ekki verið formlega ákært. Meira »