Réttindabarátta hinsegin fólks

Af götu Kampala til Mosfellsbæjar

31.12. Í kjölfar þess að David Kajjoba tók þátt í Gay Pride á Íslandi 2014 var móðir hans í Úganda barin til óbóta. Sjálfur fékk hann ítrekaðar hótanir. Hann ákvað að setjast hér að og berst nú héðan fyrir réttindum samkynhneigðra landa sinna. Hann líkir dvölinni á Íslandi við skólagöngu. Meira »

„Tertumálið“ tekið fyrir í dag

5.12. Hæstiréttur Bandaríkjanna hlýðir í dag á röksemdafærslu í máli þar sem bakari neitaði að baka brúðkaupstertu fyrir samkynhneigt par. Bakarinn sagði að að hann neitaði að baka tertuna á grundvelli trúar sinnar. Meira »

Já fyrir ástina

15.11. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út víða í Ástralíu í dag þegar tilkynnt var að hjónabönd samkynhneigðra hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Já fyrir ástina, segir forsætisráðherra landsins, Malcolm Turnbull, sem er einn þeirra sem styður fyrirhugaða lagabreytingu. Meira »

Fleiri leita til transteymisins en áður

15.10. Tveir einstaklingar leita að meðaltali til transteymis Landspítalans í hverjum mánuði og hefur nýgengi verið að aukast sl. 3-4 ár að sögn Elsu Báru Traustadóttur sálfræðings í transteyminu. Mikill meirihluti þeirra sem þangað leita vilja í hormónameðferð en fáir fara í kynleiðréttingaaðgerð. Meira »

Fær dvalarleyfi í Hong Kong

25.9. Bresk lesbía hafði betur í dómsmáli gegn Hong Kong en yfirvöld þar synjuðu henni um heimild til þess að flytja til konu sinnar og starfa í Hong Kong. Meira »

Dómari heimilar lækningu við samkynhneigð

20.9. Úrskurður brasilísks dómstóls sem samþykkti „lækningu“ fyrir samkynhneigða hefur vakið mikla reiði hjá aðgerðarsinnum, jafnt sem þekktum einstaklingum í landinu. Sálfræðingurinn Rozangela Justino hefur sagt samkynhneigð vera „sjúkdóm“. Meira »

Má neita að baka „hinsegin“ tertur?

5.9. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í haust taka fyrir mál kökuskreytingarmeistara sem dómstóll í Colorado bannaði að mismuna gegn samkynhneigðum pörum með því að neita að skreyta fyrir þau brúðkaupstertur. Meira »

Hart tekist á um jafnrétti til hjónabands

21.8. Einn helsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu varar starfsmenn hennar við afleiðingunum ef þeir snúi baki við hefðbundnum gildum kaþólsku kirkjunnar um að hjónaband sé staðfesting á sambandi karls og konu. Ekki fólks af sama kyni. Meira »

„Samfélagið ætti að samþykkja okkur“

8.8. Fjöldi fólks tók þátt í gleðigöngu í Katmandú, höfuðborg Nepals, í dag og krafðist jafnréttis fyrir alla og vottaði meðlimum LGBTI samfélagsins sem látist hafa á árinu virðingu. Meira »

40 handteknir fyrir samkynhneigð

31.7. Yfir 40 karlmenn voru handteknir í Nígeríu um helgina fyrir samkynhneigð að sögn lögreglu í landinu. Mennirnir munu í framhaldinu þurfa að mæta fyrir dómstóla vegna kynhneigðar sinnar. Meira »

Transfólk of mikil byrði fyrir herinn

26.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur komist að þeirri niðurstöðu að transfólk eigi ekkert erindi í bandaríska herinn, sem verður að einbeita sér að „afgerandi sigri“ og má ekki við þeirri fjárhagslegu byrði og truflun sem af transfólki myndi hljótast. Meira »

Útlendingar bannaðir á réttindasamkomu

1.7. Þúsundir Singapúra klæddu sig upp í bleikt og komu saman í almenningsgarði í dag til að fagna fjölbreytileikanum. Viðbúnaður lögreglu var mikill á staðnum en yfirvöld bönnuðu útlendingum þátttöku. Meira »

Merkel mildast í afstöðu sinni

26.6. Angela Merkel Þýskalandskanslari virðist hafa mildast í afstöðu sinni til hjónabands samkynja para en eftir að hafa margsinnis ítrekað andstöðu sína segir hún nú að þingmönnum Kristilega demókrataflokksins sé frjálst að haga atkvæðum sínum um málið eftir eigin samvisku. Meira »

Banna Pride-göngu í Istanbúl

24.6. Tyrknesk yfirvöld hafa bannað árlega Gay Pride-göngu í Istanbúl, sem átti að fara fram á morgun, vegna öryggisráðstafana.   Meira »

Fordæma rússnesku áróðurslögin

20.6. Rússnesk áróðurslög gegn samkynhneigðum mismuna fólki og hvetja til andúðar gagnvart samkynhneigðum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Samþykktu hjónabönd samkynhneigðra

7.12. Ástralska þingið samþykkti í dag frumvarp til laga um að heimila hjónabönd fólks af sama kyni. Mikill meirihluti þjóðarinnar greiddi atkvæði með því í þjóðaratkvæðagreiðslu nýverið. Meira »

Bað kærastans í miðri þingræðu

4.12. Þingstörf á ástralska þinginu voru með óhefðbundnum hætti í dag þegar Tim Wilson, þingmaður Frjálslynda flokksins, bað kærasta síns í ræðu sinni um frumvarp sem leyfir hjónaband samkynhneigðra. Meira »

Fyrsta trans-þingkona Virginu

8.11. Bandarískur demókrati skrifaði sig á spjöld sögunnar í gær með því að verða fyrsti þingmaðurinn á ríkisþingi Virginíu sem er transmanneskja og hefur ekki farið leynt með það. Meira »

Handteknir fyrir að veifa regnbogafána

26.9. Lögreglan í Egyptalandi handtók sjö manns fyrir að veifa regnbogafánum á tónleikum í Kaíró höfuðborg landsins. Fólkið var handtekið á mánudaginn og gert að sök að „upphefja fjölbreytta kynhneigð“. Fólkið hefur ekki verið formlega ákært. Meira »

Tony Abbott skallaður af „já-sinna“

21.9. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, var skallaður í Hobart í Tasmaníu í dag, þar sem hann átti hádegisverðarfund með andstæðingum lögleiðingar hjónabanda hinsegin fólks. Meira »

Skutu LGBT-baráttumanneskju til bana

18.9. Lögregla í Georgíuríki skaut til bana unga baráttumanneskju fyrir réttindum LGBT-fólks á laugardagskvöldið. Manneskjan var vopnuð og neitaði að leggja frá sér hníf sem hún var með þegar lögregla kom á vettvang. Meira »

Fá alþjóðlega vernd í Kanada

2.9. Stjórnvöld í Kanada hafa veitt 31 manni frá Tsjet­sjen­íu hæli en mennirnir eru annað hvort samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Meira »

„Málið er ekki dautt heldur sofandi“

16.8. Réttindasinnar í Texas í Bandaríkjunum fögnuðu í dag þess efnis að frumvarp sem hefði takmarkað aðgengi trans einstaklinga að almennings salernum hefur verið fellt niður. Þó er talið að málið sé ekki dautt enn. Meira »

„Allt við hana eins og það ætti að vera“

8.8. „Við vorum öll að gera þetta í fyrsta sinn, við vorum öll að prófa okkur áfram en saman gátum við gert þetta eins gott og hægt var,“ segir kennari við Vatnsendaskóla um vegferð sem hófst þegar nemandi hennar fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hún segir fræðslu af skornum skammti. Meira »

Samkynhneigð enn ólögleg í 72 ríkjum

27.7. Sambönd tveggja karlmanna eru enn ólögleg í 72 ríkjum heims og sambönd tveggja kvenna í 45 ríkjum. Í átta löndum liggur dauðarefsing við samkynhneigð og í fjölda landa eiga samkynhneigðir yfir höfði sér fangelsisdóm vegna „samkynhneigðra gjörninga.“ Meira »

Gleði og gagnkynhneigð guðfræði

1.7. Hinsegin hátíðin Oslo Pride náði hámarki sínu í dag með gleðigöngu um miðborg Óslóar sem gert er ráð fyrir að 35.000 manns hafi tekið þátt í. Reiknað er með að allt að 250.000 hátíðargestir leggi leið sína til Karls Jóhannsgötu og næsta nágrennis til þess að fagna fjölbreytileikanum. Meira »

Transfólk ekki í herinn strax

1.7. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að fresta gildistöku ákvörðunar sem ríkisstjórn Obama tók á sínum tíma um að leyfa transfólki að ganga í herinn í sex mánuði. Meira »

Gleði og fjölbreytileiki í New York

25.6. Tugir þúsunda tóku þátt í Gleðigöngunni í New York í dag og fögnuðu fjölbreytileikanum. Gengið var frá miðbæ Manhattan að Greenwich-hverfinu, þar sem réttindabarátta samkynhneigðra í Bandaríkjunum hófst árið 1969 í kjölfar hinna svokölluðu Stonewall-uppþota. Meira »

Ástralskt par sækir um hæli hér

21.6. Tvær ástralskar konur hafa sótt um hæli á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segja þær að afstaða Ástrala í garð samkynhneigðra ógni lífi þeirra. Meira »

Hýddir fyrir samkynhneigð

23.5. Tveir Indónesar voru hýddir opinberlega í morgun fyrir að stunda kynlíf saman. Fjölmargir fylgdust með refsingunni og fögnuðu ofbeldinu gagnvart mönnunum tveimur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari refsingu er beitt fyrir samkynhneigð í landinu en hatur í garð LGBT fólks hefur verið að aukast í hluta landsins. Meira »