Reykjavíkurmaraþon

Andlega erfið hlaupaleið

19.8. Hlaupaleiðin í Reykjavíkurmaraþoninu getur verið „andlega mjög erfið“ sökum lítillar hvatningar á löngum köflum, segir Arnar Pétursson, sem í gær varð Íslandsmeistari í maraþoni er hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

18.8. Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

18.8. Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

18.8. Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Guðni kominn í mark

18.8. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

18.8. Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

18.8. Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »

Aldrei of seint að byrja að vera með

18.8. Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira »

Fer maraþon á hjólabretti

17.8. „Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

17.8. „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

16.8. Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

14.8. „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Skorar á Guðna að hlaupa í maraþoni

11.8. „Hann má fara hvaða vegalengd sem er. Það er örugglega erfitt fyrir hann að finna tíma til að æfa fyrir heilt maraþon. Þannig ég skora á hann að hlaupa eitthvað til styrktar einhverju,“ segir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir um forseta Íslands. Tinna skorar á hann að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

„Dýrmætt að eiga minningar um barnið“

9.8. „Við misstum litlu Líf okkar aðeins 5 daga gamla í lok janúar 2018. Þetta kom öllum á óvart þar sem meðganga og fæðing gekk vel. Þessi vettvangur er langstærsta fjáröflun Gleym-mér-ei,“ segja Gerður Rún Ólafsdóttir og Matthías Friðriksson sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Hlaupandi brúður í Reykjavíkurmaraþoni

9.8. „Síðustu 2 ár hef ég staðið á hliðarlínunni og fylgst með bróður mínum koma í mark. Eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að taka þátt að ári liðnu og láta gott af mér leiða,“ segir Helga Sóley Hilmarsdóttir. Helga kemur til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en síðar þann sama dag ætlar hún að gifta sig. Meira »

9.000 skráðir í Reykjavíkurmaraþon

8.8. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég held að krafturinn eigi bara eftir að aukast,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, um skráningar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer 18. ágúst. Nú þegar hafa ríflega 9.000 manns skráð sig til leiks, þar af 3.000 erlendir keppendur. Meira »

Margir erlendir skráðir

28.7. „Nú þegar eru rúmlega 8.000 keppendur skráðir en það skrá sig alltaf mjög margir þegar nær dregur hlaupinu,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, um skráningu í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 18. ágúst. Meira »

Hlaupa fyrir tengdamömmu

23.7. Brynja Einarsdóttir hefur fengið þrjár systur sínar í lið með sér en þær ætla að hlaupa 10 km fyrir tengdamóður Brynju í Reykjavíkurmaraþoninu. Hún greindist með beinmergskrabbamein fyrir rúmu ári síðan. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21.8.2017 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

20.8.2017 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

19.8.2017 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

19.8.2017 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

19.8.2017 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

19.8.2017 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

19.8.2017 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

19.8.2017 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

19.8.2017 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

19.8.2017 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

19.8.2017 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

18.8.2017 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »