RIFF

Fréttir af alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík

Mads Mikkelsen á RIFF

12.9. Danski leikarinn Mads Mikkelsen, sem varð heimsþekktur fyrir túlkun sína á Bond-illmenninu Le Chiffre í James Bond-myndinni Royal Casino, verður meðal gesta á RIFF-kvikmyndahátíðinni í ár. Meira »

Sergei Loznitsa kemur á RIFF

8.9. „Það er mikill heiður að fá að tilkynna fyrir hönd RIFF að Sergei Loznitsa, úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn sem hefur helgað líf sitt kvikmyndalistinni og einblínt aðallega á stríð og falsfréttir, sé að koma á RIFF í lok september,“ segir Börkur Gunnarsson kynningarstjóri í tilkynningu frá RIFF. Meira »

Shailene Woodley á RIFF

3.9. Hollywood-leikkonan Shailene Woodley hefur verið skipuð dómari í aðaldómnefnd RIFF í ár en hátíðin fer fram í Reykjavík dagana 27. september til 7. október. Meira »

Myndirnar úr Lux-keppninni á RIFF

2.9. Kvikmyndirnar sem tilnefndar voru til Lux-verðlaunanna verða sýndar á RIFF í lok mánaðarins en hátíðin verður haldin 27. september til 7. október. Meira »

Mekas heiðraður á RIFF

22.8. Litháíski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Mekas mun fá verðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar í ár. RIFF hefst 27. september. Meira »

Verðlaunamynd Elsu Maríu tekin upp í frægri byggingu

8.10.2017 Atelier var valin besta stuttmyndin á RIFF í gær. Hún var tekin í magnaðri byggingu.  Meira »

Kúrekinn hlýtur Gullna lundann

7.10.2017 Kvikmyndin Kúrekinn, eða Rider, hlýtur Gullna lundann í ár en hann er veittur myndinni sem vinnur í aðalverðlaunaflokki Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, RIFF. Meira »

Ljónatemjari hins óvænta

30.9.2017 „Mér finnst ég stundum vera ljónatemjari hins óvænta,“ segir þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Werner Herzog sem er einn af heiðursgestum RIFF í ár. Meira »

94 ára og vinnur dag sem nótt

30.9.2017 „Auðvitað kemur að því að maður dofni upp en ég er ennþá að vinna að mínum bestu verkum. Þú varst stálheppinn að ég var ekki farinn út að vinna þegar þú hringdir. Engu verki er nokkurn tíma lokið og við öðlumst aldrei fullkomna þekkingu á nokkrum hlut.“ Meira »

Spenna og samskiptaörðugleikar í mynd

28.9.2017 Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís í gær þegar Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri frumsýndi útskriftarmynd sína, Atelier, en hún útskrifaðist á dögunum úr Danska kvikmyndaskólanum. Meira »

226 myndir frá 43 löndum á RIFF

25.9.2017 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður sett í fjórtánda sinn á fimmtudaginn og mun hún standa til sunnudagsins 8. október.  Meira »

Borg vs. McEnroe á RIFF

25.9.2017 Kvikmyndin Borg vs. McEnroe, með Sverri Guðnasyni í hlutverki tennisleikarans Björns Borg og Shia LaBeouf í hlutverki keppinautar hans John McEnroe, verður lokamynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár en hún fjallar um einvígi tenniskappanna árið 1980. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

23.9.2017 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Finnsk Sjónarrönd á RIFF

22.9.2017 Finnskar kvikmyndir verða sýndar í flokknum Sjónarrönd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 28. september og þá m.a. framlag Finna til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu kvikmyndina, Tom of Finland. Meira »

Grisebach upprennandi meistari

21.9.2017 Þýski leikstjórinn Valeska Grisebach er upprennandi meistari Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár.   Meira »

Finnland og norðurslóðir í öndvegi

18.9.2017 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst 28. september og að þessu sinni verður kastljósinu beint sérstaklega að finnskri kvikmyndalist og norðurslóðum. Meira »

Keppa um Gullna lundann

16.9.2017 Nú liggur fyrir hvaða kvikmyndir verða sýndar í flokknum Vitranir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem hefst 28. september nk. Í Vitrunum eru sýndar myndir sem keppa um aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann. Meira »

Heiðursleikstjóri með mynd á RIFF

15.9.2017 Belgíski kvikmyndaleikstjórinn Agnés Varda er ein af fjórum sem valin hafa verið til að hljóta heiðursverðlaun Óskarsins sem afhent verða 11. nóvember nk. Kvikmyndahátíðin RIFF, sem hefst 28. september nk. Meira »

Draumar fullorðinna og barna

15.9.2017 Fjölmargar verðlaunamyndir verða í flokki heimildarmynda á RIFF í ár.   Meira »

„Það stærsta sem ég hef gert“

29.9.2016 „Þetta er það stærsta sem ég hef tekið þátt í,“ segir listneminn Birkir Sigurðsson um verkefni sem hann tekur ásamt öðrum listnemum með þroskahamlanir í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF. Hópurinn gerði fjórar súrrealískar stuttmyndir sem byggja á draumum undir handleiðslu bandarísks kvikmyndagerðarmanns. Meira »

Bein útsending frá umræðum á RIFF

28.9.2015 Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? Svo er spurt í pallborðsumræðum um fjármögnun í íslenskum kvikmyndum sem hér má sjá í beinni útsendingu. Meira »

Ballettdans á sundlaugarbakkanum myndasyrpa

27.9.2015 Færri komust að en vildu þegar súrrealíska költ-hryllingsmyndin Suspiria var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Að sögn Gunnars Hanssonar, kynningarfulltrúa RIFF, voru ballettdansarar á sundlaugarbökkum og sundhöllin lýst upp, en Suspiria fjallar um dansara sem flytur til Þýskalands til þess að læra við ballettskóla. Meira »

Ísbirnir og ævintýr á Scoresbysundi

24.9.2015 Egill Bjarnason bjó í grænlenska þorpinu Ittoggortoormiit í fyrrasumar þegar hann vann að stuttmynd sinni, Þegar ísinn bráðnar, sem sýnd verður nú á RIFF. Meira »

Býður í kvikmyndatökur

24.9.2015 Áhugasamir um kvikmyndagerð eru hvattir til að mæta í Tjarnarbíó á morgun þar sem þeir geta myndað eða leikið og þannig lagt sitt af mörkum í nýja mynd bandaríska leikstjórans Cory McAbee sem er gestur á RIFF. Hann dreifði auglýsingum um viðburðinn í miðbænum í dag með misjöfnum árangri. Meira »

Sjálfsvitundin heillandi viðfangsefni

24.9.2015 Kanadíski kvikmyndagerðarmaðurinn David Cronenberg er heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst í dag og stendur til 4. október. Meira »

Horfst í augu við söguna

23.9.2015 Ýmsar myndir Margarethe von Trotta hafa valdið fjaðrafoki, en sér á parti er Heller Wahn eða Algert æði um samband tveggja vinkvenna, sem margir áhorfendur ætluðu að væru lesbíur þótt svo væri ekki. Myndin vakti reiði og sagan segir að leigubílstjóri hafi hent von Trotta út úr bíl sínum því að myndin hafi eyðilagt hjónaband sitt. Meira »

Dagskrá með Atla Örvarssyni á RIFF

19.9.2015 Meðal fjölda viðburða á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næstu viku, er dagskrá með kvikmyndatónskáldinu Atla Örvarssyni sem hefur starfað í Hollywood í 15 ár. Sýnd verða brot úr verkum Atla og hann situr fyrir... Meira »

Krakkar á kvikmyndanámskeiði

18.9.2015 Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin að hluta til í Kópavogi og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. M.a. verður sundbíó fyrir fjölskylduna í Sundlaug Kópavogs þar sem sýnd verður myndin Múmínálfarnir og halastjarnan. Meira »

Hefst með Sagnasveig

15.9.2015 Opnunarmynd RIFF í ár, Il racconto dei racconti sem heitir á ensku Tale of Tales og á íslensku Sagnasveigur , verður sýnd við sérstaka athöfn í Gamla bíói 24. september. Meira »

12 myndir keppa um Gullna lundann

12.9.2015 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefur tilkynnt hvaða kvikmyndir verða sýndar í aðalverðlaunaflokki hennar, Vitrunum, á hátíðinni í ár sem hefst 24. september. Meira »