Rigningarréttir

Safaríkur kjúklingur með sveppum og aspas í hvítvíns rjómasósu undir bræddum osti

21.12. Þvílíkur veisluréttur sem þetta er. Einfaldur en samt góður - mögulega það sem við getum kallað algjöra aðventu-alslemmu.  Meira »

Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með beikoni og sveppum

11.12. Fyrir ári kom út matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn & salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Meira »

Lúxuskjúlli með beikoni og fetaosti

4.12. Þegar uppskrift ber titilinn lúxuskjúklingarétur með fetaosti liggur það í augum uppi að þetta er eitthvað sem þarf að smakka sem fyrst. Það er nákvæmlega ekkert í þessum rétti sem gerir lífið ekki ögn betra. Athugið að hann er hugsaður fyrir tvo þannig að tvöfaldið bara gleðina ef þið eruð fleiri. Meira »

Fljótlegt cannelloni með rjómaosti, kjúklingi og basil

13.11. Cannelloni er dásamlega gott en það er ansi seinlegt að fylla cannelloni (ítölsk pastarör) með fyllingunni. Því má vel bregða á það ráð að nota heilar ferskar lasagna-plötur og fylla nokkur stór pastarör í stað margra lítilla. Meira »

„Pulled pork“-borgari með chili-hamborgarasósu

8.11. ... eða sumarbústaðarsukkmáltíð par excellence! Pulled pork svínvirkar sem hamborgari og hér erum við með útgáfu sem er fáránlega auðveld og allir á heimilinu ættu að elska. Meira »

Ómótstæðilegt chili con carne með salati og avókadó

7.11. Í þessari vetrar- og flensutíð er fátt betra en góður pottréttur sem yljar inn að beini og veitir góða næringu. Ekki spillir fyrir ef hann er lágkolvetna en það eru meistararnir í Einn, tveir og elda sem eiga þessa uppskrift. Meira »

Ómótstæðilegt grænmetis lasagna

5.11. Ef einhver getur staðist þessa freistingu þá fær hinn sami vegleg verðlaun enda er þetta svo girnilegur réttur að ekki er annað hægt en að fá vatn í munninn. Meira »

Ómótstæðileg haustsúpa sem nærir sálina

4.11. Góð súpa er gulli betri og þessi hér er í senn ákaflega bragðgóð og nærandi. Að auki þarf hún smá tíma til að malla þannig að ilminn leggur yfir heimilið og kemur öllum í gott skap. Meira »

Lambaskankar á Le Bistro

1.11. Meistarakokkarnir á Le Bistro á Laugaveginum kunna að reiða fram kræsingar eftir kúnstarinnar reglum. Við fengum þá til að deila með okkur einni af sínum vinsælustustu uppskriftum, sem ætti eflaust að gleðja marga. Hin fullkomna haustmáltíð myndu margir segja og það má taka heilshugar undir það. Meira »

Uppáhaldskjúklingur Berglindar

1.11. Þessi kjúklingaréttur er fremur einfaldur en er svo bragðgóður að sjálf Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt hikar ekki við að kalla hann sitt uppáhald. Meira »

Klassíski pastarétturinn með haugi af osti

31.10. Þegar fólk talar um „comfort food“ er alla jafna vísað í hina einu sönnu útgáfu af þessum heimsfræga pastarétt sem almennt er talinn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Meira »

Alvörukjötsúpa sem allir ráða við

30.10. Hér er á ferðinni uppskrift að kjötsúpu sem er það sem við köllum á fagmáli algjörlega „skotheld“. Það þýðir að það eru hverfandi líkur á að þú klúðrir uppskriftinni en þessi uppskrift kemur frá Sirrý í Salti – eldhúsi og ef einhver ætti að kunna að galdra fram góða kjötsúpu þá er það hún. Meira »

Kjúklingaréttur sem stelur senunni

26.10. Í þessum dásemdarrétti er bæði að finna kjúkling og beikon. Það þýðir einfaldlega að þetta er mögulega fullkominn réttur við hvert tilefni. Meira »

Kjúklingaréttur sem gæti breytt lífi þínu

23.10. Það er alltaf gaman og reyndar bráðnauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt. Þessi réttur fellur í þann flokk og ætti sannarlega að prófa. Svo má útfæra að eigin höfði en við fullyrðum að bökur eru matur sem við ættum að borða mun oftar. Meira »

Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu

23.10. Þessi réttur er nákvæmlega það sem þarf á degi sem þessum. Auðveldur og æðislegur eru lýsingarorðin sem ná best yfir þennan snilldarrétt. Meira »

Fettuccine með ofnbökuðum camembert

4.10. Hvað er betra en pasta sem er löðrandi í bráðnum camembert og öðru gúmmelaði? Nákvæmlega ekkert enda er þessi uppskrift mögulega á pari við fullkomnun. Hreinræktað haustfæði sem hressir okkur við. Meira »

Kjúklingapasta á kortéri

3.10. Á degi sem þessum er alveg glórulaust að ætla sér að eyða of miklum tíma í eldhúsinu. Við sláum samt ekkert af kröfunum og því er eina vitið að skella í þetta dásemdarkjúklingapasta sem tekur bara kortér að gera. Meira »

„Krispí" kjúklingur með hunangs-sinnepsgljáa

19.9. Ef þetta er ekki uppskrift sem fær hjartað til að slá hraðar þá veit ég ekki hvað. Hér erum við að tala um kjúklingabringur sem búið er að hjúpa með valhnetum og alls kyns góðgæti svo þær verða stökkar og ómótstæðilegar. Meira »

Lasagna með leynihráefni sem toppar allt

18.9. Hver hefði trúað að eins einfaldur réttur og lasagna er, væri einn sá vinsælasti á mörgum heimilum? Það er svo þægilegt að henda í lasagna og allir verða sáttir. Meira »

Pasta með rjómasósu, rósakáli og kjötbollum

18.9. Þessar kjötbollur ættu að tryggja heimilisfrið og almenna hamingju í nokkuð góða stund enda eru þær himneskar á bragðið.  Meira »

Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín

16.9. Þessi uppskrift er tilvalin á haustin eða að vetri til, þegar við þurfum sárlega á mat að halda sem yljar okkur að innan. Það er líka eitthvað svo sérstaklega notalegt að hægelda mat – það færist svo mikil ró yfir heimilið. Meira »

Pasta með kjúklingi og ómótstæðilegri ostasósu

14.9. Ef það er ekki tilefni til að dekra við sig með smá kolvetnasprengju þá veit ég ekki hvað. Guðdómlegt pasta... löðrandi í ostasósu. Er eitthvað betra? Meira »

Parmesankjúklingur fylltur með mozzarellaosti

6.9. Haldið ykkur fast því hér kemur uppskrift sem er ekki bara líkleg til vinsælda heldur er nánast gefið að hún muni rústa kvöldverðarkeppninni. Hér erum við að tala um löðrandi ost, stökka skorpu og gómsætan kjúkling. Meira »

Pasta sem passar með öllu

4.9. Þetta verður að smakkast! Þessi pastaréttur er hinn fullkomni réttur sem verður ekki auðveldari í framkvæmd.   Meira »

Heimsins besta lasagne

4.9. Þessa uppskrift er tilvalið að gera um helgi, þegar þú ert í rólegheitunum heima og ekkert að flýta þér. Leyfir sósunni að malla í fleiri tíma á ítalska vísu. Meira »

Alvöru ítalskt carbonara

28.8. Við elskum allt sem kemur úr ítölsku eldhúsi eins og carbonara með beikoni og parmesan. Og ef maður vill gera vel við sig er tilvalið að splæsa í eitt hvítvínsglas til að fullkomna máltíðina. Meira »

Rjúkandi góð ramen súpa með kjúklingi

21.8. Góð súpa stendur ávallt fyrir sínu. Súpan er matarmikil og góð, uppfull af gúmmelaði og góðri hollustu og bragðið ætti að æra óstöðugan... eða því sem næst. Súpan er úr smiðju veitingastaðarins GOTT og ætti því engan að svíkja. Meira »

Kjúklingabringur fylltar með döðlupestó

25.7. Ljúffengur kjúklingur sem svíkur engann. Gott er að bera hann fram með sætkartöflum og salati eða soðnu taglatelle. Pestóið er alger snilld hvort sem er í matseld, á brauð eða bakað eggaldin. Svo passar rétturinn alveg sérstaklega vel í veislur. Meira »

Ofureinfalt kjúklinga Alfredo pasta

25.7. Þetta dásamlega pasta er hinn fullkomin réttur hvaða dag vikunnar sem er. Ekki hefur enn fundist sú manneskja sem þykir rétturinn ekki góður og börn eru jafn hrifin af honum sem og fullorðnir. Meira »

Lasagna fyrir letihauga

21.7. Sumir dagar eru einfaldlega erfiðari en aðrir og stundum stendur fólk bara alls ekki til stórræða í eldhúsinu. Öðrum er það um megn að þurfa að raða hverju lagi ofan á annað í eldfast mót, hvað þá að kveikja á bakaraofninum til þess að gera lasagna. Meira »