Uppreist æru

Birt opinberlega í fyrsta sinn

11.8. Á fjölmiðladagskrá ríkisstjórnarinnar í gær var í fyrsta sinn meðal mála tillaga til forseta Íslands um að veita skilorðsbundna náðun. Birtist dagskrárliðurinn undir málum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Verður fyrirkomulagið með þessum hætti framvegis. Meira »

Nokkur atriði ráða fyrningu brota

25.1. Þegar minnisbók Roberts Downey er rannsökuð og þau 330 nöfn stúlkna sem þar koma fram þarf að hafa í huga að einhver mögulegra brota gætu verið fyrnd, en það fer eftir aldri brotaþola, hvaða brot sé um að ræða og hvenær meint brot voru framin. Meira »

Rannsaka minnisbók Roberts

25.1. Minnisbók Roberts Downeys, sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, er nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjóra. Meira »

Nöfn 330 kvenna enn órannsökuð

25.1. Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir telja mikilvægt að lögregla rannsaki í þaula minnisbók Roberts Downey sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, en aldur þeirra virðist einnig hafa verið settur fyrir aftan nöfnin. Meira »

Gögnum málsins eytt

14.12. Öllum gögnum úr máli Roberts Downeys hefur verið eytt. Það er bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum 24. febrúar árið 2015. Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem lagði fram kæru gegn honum í sumar. Meira »

Þýðingarmikil afsökunarbeiðni forsetans

9.11. Baráttukonurnar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir mættu til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Tilefni fundarins var afsökunarbeiðni forsetans á aðkomu sinni í því að veita Roberti Downey uppreist æru fyrr á árinu. Meira »

Vonbrigði að detta út í morgun

29.10. „Vonbrigðatilfinningin er í mér enn, sérstaklega þar sem undir morgun leit út fyrir að ég yrði jöfnunarþingmaður,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Hildur féll út af þingi í nýafstöðnum þingkosningum. Meira »

Tap en samt sigurvegari

29.10. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir á Facebook-síðu sinni að það sé skrýtið að tapa en líða sumpart eins og sigurvegara. Meira »

Þórhildur: Hylmdi yfir með föður forsætisráðherra

29.10. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata, segir að flokkurinn muni að sjálfsögðu sækjast eftir því að mynda ríkisstjórn í kjölfar alþingiskosninga. Píratar hlutu 9,2% atkvæða, sex þingmenn en flokkurinn tapaði fjórum þingmönnum frá kosningunum fyrir ári. Meira »

Kosið í kjölfar hneykslismála

28.10. Eftir bankakreppu, hneykslismál tengd Panama-skjölunum og barnaníð ganga Íslendingar að kjörborðinu, segir í frétt Bloomberg en töluvert er fjallað um alþingiskosningarnar í erlendum fjölmiðlum. Mjög er rætt um hneykslismál í íslensku samfélagi á erlendum fjölmiðlum en um leið gott efnahagsástand. Meira »

„Ég veit ekkert hvar mitt mál stendur“

26.10. Anna Katrín Snorradóttir, ein af baráttukonum #höfum hátt, lagði fram kæru í júlí gegn Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Nú, tæpum fjórum mánuðum síðar, hefur hún enga hugmynd um hvar kæran er stödd í kerfinu. Meira »

Landið þar sem glæpamenn fá uppreist æru

26.10. Er þetta tæki til þess að endurhæfa glæpamenn eða einfaldlega leið til þess að gera ákveðnum einstaklingum sérstakan greiða? AFP-fréttastofan fjallar um uppreist æru. Þar segir að í íslenskum lögum hafi verið ákvæði sem heimili morðingjum að verða lögmenn og barnaníðingum að verða dómarar. Meira »

„Ég hef engu logið“

20.10. „Nú er nokkur tími liðinn frá því að mesta moldviðrið gekk yfir í málinu sem kennt er við uppreist æru.“ Þannig hefst færsla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fer yfir mál er varða uppreist æru en hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir nýjan þingmann. Meira »

Ekkert sem bendir til lögbrots

6.10. Guardian hefur ekki séð nein gögn sem benda til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi brotið lög með sölu á bréfum sínum í Sjóði 9. Bjarni seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans. Meira »

Háskaleg hugmynd að útiloka einn flokk manna

2.10. Tímabært er að heildarendurskoðun fari fram á lagaákvæðum er varða uppreist æru og óflekkað mannorð en við slíka endurskoðun þarf að haga málum þannig að ákvörðun um mögulega endurveitingu réttinda byggist á efnislegri athugun á hegðun og framferði umsækjenda, en ekki vélrænni aðferðafræði. Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

25.9. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

23.9. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

22.9. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

21.9. Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

21.9. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

21.9. Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

21.9. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

19.9. „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

19.9. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

19.9. „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

19.9. „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

19.9. Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Brynjar hættir sem formaður

19.9. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

19.9. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Lög um uppreist æru óbreytt í 77 ár

19.9. Það er ekki skilyrði samkvæmt lögum að umsögn um góða hegðun fylgi umsóknum um uppreist æru, að sögn dómsmálaráðherra. Lögin um uppreist æru hafa verið óbreytt í 77 ár en ný lög eru nú í smíðum. Meira »