Roundup illgresiseyðir

Bayer tekur dýfu vegna krabbameinsmáls

20.3. Hlutabréf þýska efna- og lyfjaframleiðslurisans Bayer tóku skarpa dýfu í kauphöllinni í Frankfurt er markaðir opnuðu í morgun, en Bayer á Monsanto sem framleiðir Roundup-illgresiseyðinn, sem var í gær úrskurðaður krabbameinsvaldur af kviðdómi í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Meira »

Roundup aftur sagt krabbameinsvaldur

19.3. Roundup-illgresiseyðirinn átti „verulegan þátt“ í að karlmaður í Kaliforníu fékk eitlakrabbamein. Kviðdómur í San Francisco komst að þessari niðurstöðu í dag og er þetta annað dómsmálið í Kaliforníuríki þar sem illgresiseyðirinn er úrskurðaður krabbameinsvaldur. Meira »

Skaðabætur lækkaðar um 20 milljarða

23.10. Dómari í San Francisco hefur hafnað beiðni Monsanto, sem er stærsti efnaframleiðandi til landbúnaðar í Bandaríkjunum, um að ný réttarhöld verði haldin í máli manns sem Monsanto var dæmt til að greiða 289 milljónir dala í skaðabætur, eða rúma 30 milljarða króna. Meira »

Leyfilegt að úða með glýfosati

29.8. Heimilt er að úða korn með glýfosati hér á landi, allt að 10 dögum fyrir uppskeru. Þetta kemur fram í svörum Matvælastofnunar (MAST) við fyrirspurn mbl.is. Glýfosat er virka efnið í plöntueyðinum Roundup. MAST mun mæla magn glýfosats í íslensku korni í uppskeru þessa árs. Meira »

„Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

17.8. „Það er tiltölulega nýfarið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur verið lengi notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

16.8. Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Roundup í vinsælu morgunkorni

16.8. Plöntueyðirinn Roundup hefur mælst í 43 matvælategundum, m.a. múslíi, Cheerios og svonefndum heilsustykkjum (e. snack bars). Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef Guardian í dag. Höfundar rannsóknarinnar telja matvælafyrirtækin reiða sig á úrelta öryggisstaðla. Meira »

Segja dóminn byggja á hjávísindum

15.8. Það kann að verða á brattann að sækja hjá Monsanto varðandi áfrýjun í nýföllnu máli Roundup-plöntueyðisins. Fyrirtækið er líka umdeilt og hafa umhverfisverndarsinnar áratugum saman fundið því flest til foráttu, en efni frá fyrirtækinu var m.a. notað við framleiðslu Agent Orange. Meira »

„Notkun glýfosats óæskileg“

15.8. Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Hlutabréf í Bayer lækka í verði

13.8. Hlutabréf í þýska lyfja- og efnafyrirtækinu Bayer hafa lækkað um ríflega tíu prósent eftir að dótturfélag þess, bandaríski landbúnaðarvöruframleiðandinn Monsanto, var dæmt til greiðslu 30 milljarða króna í skaðabætur þar sem dómstóll í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að efni í plöntueyði fyrirtækisins væri krabbameinsvaldandi. Meira »

Noti ekki illgresiseyði án nauðsynjar

12.8. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að afgerandi ákvarðanir verði ekki teknar hér á landi um lögmæti illgresiseyða sem innihalda glýfosat fyrr en niðurstöður liggja fyrir hjá evrópskum stofnunum. Umhverfisstofnun hvetur fólk til þess að draga úr eða hætta notkun á illgresiseyði að nauðsynjalausu. Meira »

30 milljarðar í skaðabætur

11.8. Monsanto, stærsti efnaframleiðandi til landbúnaðar í Bandaríkjunum, hefur verið dæmt til að greiða manni 289 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 30 milljörðum kr., í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að hann hefði fengið krabbamein eftir að hafa notað plöntueyði sem innihélt glýfosat. Meira »