Sala á Arion banka

Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion

23.2. Fjármálaráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

22.2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

22.2. Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

22.2. Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Munu ekki nýta kaupréttinn

16.8. Fjárfestahópur erlendra aðila sem hefur kauprétt að um 22% hlut í Arion banka sem gildir til 19. september mun ekki nýta hann en þegar á hópurinn tæpan 30% hlut í bankanum. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Óábyrg og glannaleg ummæli?

15.5.2017 Það var óábyrgt og glannalegt af fjármála- og efnahagsráðherra að gefa út heilbrigðisvottorð á kaup erlendra aðila í Arion banka um leið og tilkynnt var um kaupin og án þess að upplýsingar væru fyrir hendi um kaupendurna. Meira »

„Dregin upp leiktjöld“

8.4.2017 „Eins og hefur verið bent á þá finnst mér líka mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um rannsóknarskýrsluna um sölu Búnaðarbankans. Meira »

„Veldur mér vissum vonbrigðum“

4.4.2017 „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þessum spurningum verði svarað ítarlegar en nú þegar hefur verið gert. Ekki vegna þess að ég viti að það sé eitthvað grunsamlegt á bak við heldur tel ég að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að fá staðfest að svo sé ekki.“ Meira »

Geta ekki svarað um orðspor kaupendanna

3.4.2017 Fjármálaeftirlitið hefur ekki lagt mat á hæfi nýrra hluthafa í Arion banka hf. til að fara með virkan eignarhlut í bankanum í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Því hafa þeir aðilar sem keyptu í Arion banka ekki látið FME í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur. Meira »

Stærri en salan á Búnaðarbankanum

3.4.2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir kaup erlendra aðila á tæplega 30% hlut í Arion-banka í mars að mörgu leyti stærra mál en söluna á Búnaðarbanka fyrir 14 árum. Meira »

Biðja um upplýsingar um kaupendur

3.4.2017 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkti einróma á fundi í morgun að kalla eftir öllum upplýsingum sem til eru um væntanlega kaupendur á hlut í Arion banka frá Fjármálaeftirlitinu. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir um eigendur banka. Meira »

Kaupi hlutinn í Arion banka

2.4.2017 Sé horft til nýjasta uppgjörs Arion banka er ljóst að 30% hlutur í bankanum var seldur á lægra verði á dögunum en sem nemur 80% af eigin fé hans. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu þriggja þingmanna Framsóknarflokksins sem telja að fyrir vikið hafi forkaupsréttur ríkissjóðs á hlutnum virkjast. Meira »

Seldur á undirverði

30.3.2017 Verðmat sem Icora Partners gerði fyrir hóp lífeyrissjóða á Arion banka bendir til að vogunarsjóðirnir fjórir sem keyptu 29% hlut í bankanum fyrr í þessum mánuði hafi fengið hlutinn á undirverði. Meira »

Þurfum að ákveða að treysta regluverkinu

26.3.2017 Fjármálaeftirlitið er orðið geysilega öflugt tæki til þess að grípa inn í á fjármálamarkaði og landsmenn þurfa á ákveðnum tímapunkti að ákveða að treysta regluverkinu. Þetta er meðal þess sem fram kom í orði Katrínar Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Mikil kergja innan lífeyrissjóðanna

25.3.2017 Mikillar kergju gætir meðal ýmissa forsvarsmanna lífeyrissjóðakerfisins í kjölfar þess að Kaupþing sleit viðræðum um möguleg kaup þeirra á umtalsverðum hlut í Arion banka. Meira »

Fara þurfi yfir regluverkið

24.3.2017 „Það sem eftir stendur í raun, núna átta árum eftir bankahrunið og margvíslegar breytingar á lagaumhverfinu og regluverkinu, er að við sitjum engi að síður upp með þá stöðu að hér geti aðilar með vafasamt orðspor og eignarhald í skattaskjólum verið að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum hér á landi sem eru mjög þjóðhagslega mikilvæg.“ Meira »

Þrýst á að ljúka viðskiptum

24.3.2017 Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins upplifðu stjórnarmenn í stærstu lífeyrissjóðum landsins samningaviðræður um kaup á hlut í Arion banka með þeim hætti að verið væri að setja sjóðunum afarkosti. Meira »

9,99% engin tilviljun

24.3.2017 Fjármálaeftirlitið telur að ekki hafi enn skapast þær aðstæður að kaupendur í Arion banka hafi orðið virkir eigendur í gegnum beint og óbeint eignahald. FME hafi hins vegar borist upplýsingar um að kaupendur að 30% hlut Kaupþings í bankanum hafi áhuga á því að auka hlut sinn í honum. Meira »

Vilja fá að eiga meira en 10% í Arion

23.3.2017 Fjárfestingasjóðirnir Taconic, Och-Ziff og Attestor ætla að leita eftir heimild Fjármálaeftirlitsins um að fá að eiga meira en 10% hlut í Arion banka. Lögmaður sjóðanna, Jóhannes Sigurðsson, segir í samtali við mbl.is ekki liggja fyrir hvenær beiðnin verði send á FME. Meira »

Geta greitt allt að 70 milljarða

23.3.2017 Eigendur Arion banka geta á grundvelli endurskipulagningar á fjármagnsskipan bankans greitt allt að 70 milljarða króna út í formi arðs. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir og nam ríflega 211 milljörðum um nýliðin áramót en eiginfjárhlutfallið stóð í 27,1%. Meira »

Upplýsa um eignarhald á föstudaginn

22.3.2017 „Höskuldur kom og fór yfir þá vinnu sem bankinn hefur farið í til að kynna bankann fyrir mögulegum fjárfestum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir sem situr í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is. Meira »

Salan losar milljarðatugi

22.3.2017 Þrátt fyrir að ríkissjóður fái greitt til sín allt söluandvirði ríflega 29% hlutar Kaupþings í Arion banka, tæpa 49 milljarða króna, færir salan Kaupþing nær þeim tímapunkti að geta greitt 750 milljónir dollara, jafnvirði ríflega 81 milljarðs króna, út til eigenda sinna. Meira »

Óvíst hvort upplýst verði um eigendur

21.3.2017 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að það sé lagaskylda að upplýsa um eigendur banka. Það er gert á vefsíðu bankans sem á í hlut en ákvæði um þetta voru sett inn í lög um fjármálafyrirtæki fyrir fjórum árum. Meira »

Kaupandi Arion í ruslflokk

21.3.2017 Matsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði lánshæfismat vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Management niður í ruslflokk á mánudaginn. Degi eftir að Sculp­tor In­vest­ments s.a.r.l., sem er tengt Och-Ziff Capital Mana­gem­ent Group, keypti 6,6% hlut í Arion banka. Meira »

„Ég er ekki stolt af þessu“

21.3.2017 „Mér finnst þetta ekki fagnaðarefni. Ég er ekki stolt af þessu og þetta er ekki til þess fallið að auka traust almennings á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum og stofnunum yfirleitt,“ sagði Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í dag. Meira »

Völdu frekar vogunarsjóðina

21.3.2017 Íslenskir lífeyrissjóðir voru enn þá áhugasamir um kaup á hlut í Arion banka þegar ákveðið var að ganga til samninga við erlenda fjárfesta. Möguleg sameiginleg aðkoma sjóðanna að kaupum á hlut í bankanum er ekki lengur á borðinu og er hópurinn undrandi á niðurstöðunni. Meira »

Vildu ekki tefja söluferlið

21.3.2017 „Ég veit ekki hve lengi við höldum þessu [fjárfestingunni í Arion banka]. Það fer eftir því hvað markaðurinn er lengi að meðtaka virði og horfur bankans,“ segir Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem keypt hefur 9,99% hlut í Arion banka. Meira »

Ónákvæmni í frétt FME

21.3.2017 Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í frétt sinni í gær um að atkvæðisréttur fylgi ekki 30% hlutnum í Arion banka sem seldur var um helgina. Meira »

Eiga 2/3 hluta bankans

21.3.2017 Fjárfestarnir fjórir sem keypt hafa 29% hlut í Arion banka á um 49 milljarða króna með reiðufé eiga beint og óbeint ríflega 67% í Arion banka eftir kaupin, sé miðað við eignarhlut þeirra í eignarhaldsfélaginu Kaupþingi um áramótin. Meira »

Erfitt að finna kaupendur

20.3.2017 „Það hefur legið fyrir að það yrði erfitt að finna kaupendur að tveimur eða jafnvel þremur bönkum. Þarna er búið að finna kaupendur að hluta í einum. Í einhverjum skilningi er það skref í rétta átt,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, um söluna á 30% hlut í Arion banka, í samtali við Rúv. Meira »