Samdráttur í sjávarútvegi

Versta afkoman í áratug

15.1. Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

19.12. „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Gildi selji allan hlut sinn í HB Granda

29.11. Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, hefur lagt það til að lífeyrissjóðurinn Gildi selji allan hlut sinn í HB Granda. Lagði Einar fram tillögu þessa efnis á sjóðfélagafundi Gildis sem haldinn var síðdegis í gær. Meira »

36 sjómönnum sagt upp hjá ÚR

25.11. 36 sjómönnum í áhöfn frystitogarans Guðmundar á Nesi hefur verið sagt upp störfum eftir að Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) ákvað að setja togarann á söluskrá. Í tilkynningu frá félaginu segist Úr harma aðgerðirnar. Meira »

Fiskkaup kaupa Sjóla ehf.

10.11. Fiskkaup hf. hafa lokið kaupum á öllu útgefnu hlutafé í útgerðinni Sjóla ehf., en í kaupunum felast aflaheimildir útgerðarinnar og báturinn Njáll RE. Þetta staðfestir Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson hjá Fiskkaupum í samtali við 200 mílur. Meira »

„Gríðarlegt högg fyrir svona samfélög“

4.11. Afkoma fyrirtækja í botnfiskútgerð á síðasta ári versnaði hlutfallslega töluvert meira í Norðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Veiðigjöld höfðu sérstaklega mikil áhrif, en þau rúmlega þrefölduðust á milli ára. Litlar og meðalstórar útgerðir eru sagðar fara verst út úr kerfinu. Meira »

Dregur úr hagnaði í sjávarútvegi

1.11. Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt, sem hlutfall af heildartekjum, lækkaði milli áranna 2016 og 2017. Í fiskveiðum og -vinnslu, án milliviðskipta, lækkaði hlutfallið úr 25,4% í 21,1%. Í fiskveiðum lækkaði hlutfallið úr 24,2% í 18,2% og í fiskvinnslu úr 11,9% í 10,6%. Meira »

Ætla að endurskipuleggja starfsemina

31.10. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja starfsemi HB Granda á Vopnafirði á milli vertíða, þar sem rekstur bolfiskvinnslu á staðnum hefur ekki gengið sem skyldi. Meira »

Fleiri uppsagnir hjá HB Granda

31.10. „Þetta er nánast að hverfa, það er bara þannig. Ætli það séu ekki átta starfsmenn eftir í verksmiðjunni, ef þeir eru þá svo margir,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Meira »

Sætti sig ekki við „blóðmjólkun“

30.10. „Ef menn eru að kaupa fyrirtæki í skuldsettum yfirtökum, og ætla sér síðan að blóðmjólka þau í framhaldinu til að greiða kaupverðið – það er eitthvað sem ég get ekki séð að við í lífeyrissjóðunum munum sætta okkur við,“ segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags. Meira »

Ellefu sagt upp hjá HB Granda

30.10. Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði hefur í dag verið sagt upp störfum. Skammt er síðan þremur öðrum starfsmönnum var sagt upp og þá munu tveir starfsmenn til viðbótar vera að láta af störfum, en ekki stendur til að ráða í þeirra stöður. Meira »

„Í raun er allt undir“

26.10. „Í raun er allt undir og brotthvarf annars mundi hafa gríðarleg áhrif á hitt og þá um leið á allt samfélagið hér á Hólmavík,“ segir Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Hólmadrangs og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík, í samtali við Morgunblaðið í dag. Meira »

Fyrirtækjum hefur fækkað í útgerðinni

6.10. Útgerðum sem ráða yfir aflahlutdeild hefur fækkað talsvert á síðustu árum. Í yfirliti á vef Fiskistofu kemur fram að fyrirtækin voru 382 á nýliðnu fiskveiðiári, en voru 946 fiskveiðiárið 2005-2006 og er fækkunin nálægt 60%. Meira »

Blóðtaka fyrir Grundarfjörð

20.7. Ákvörðun FISK Seafood ehf. um að loka rækjuvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði kemur illa við bæinn og er mikil blóðtaka að mati Jósefs Ó. Kjartanssonar, forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Meira »

Kreppir að hjá smærri fyrirtækjum

1.7. Lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi glíma við erfitt rekstrarumhverfi, ekki síst eftir að ekki rættist úr frumvarpi atvinnunefndar um endurútreikning veiðigjalda. Þetta segir Gunnar Gíslason, viðskiptastjóri hjá Arion banka. Meira »

Rekstur smárra útgerða erfiður

17.6. „Við ætlum að reyna að aðlagast þessum aðstæðum,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Sólrúnar ehf. á Árskógssandi í Eyjafirði, í samtali við mbl.is. Fjölskyldufyrirtækið hefur verið að takast við bátsbruna sem varð í nóvember í fyrra samhliða hækkandi veiðigjöldum. Meira »

„Tómt klúður“

12.6. „Smábátaeigendur eru slegnir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að hafa ekki enn leiðrétt veiðigjald hjá litlum og meðalstórum útgerðum. Þingmenn í öllum flokkum ásamt ráðherrum hafa lýst því yfir að þar sé vandinn gríðarlegur.“ Meira »

Gjöld lækkuð hjá vel stæðum fyrirtækjum

5.6. „Helmingur lækkunarinnar fer til tíu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun. Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fyrirhugað frumvarp um lækkun veiðigjalda. Meira »

„Stórt og hápólitískt mál“

4.6. „Við vitum ekkert hvenær þessu þingi lýkur eða hvernig. Við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum til að ræða málin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um veiðigjaldamálið sem verður tekið til fyrstu umræðu af þremur á Alþingi á morgun. Meira »

Býst við framhaldi á þingstörfum

4.6. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það liggja í loftinu að framhald verði á þingstörfum um einhverja daga. Meira »

Skýrist með veiðigjöld í dag

4.6. Búast má við að það skýrist hvenær tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum verður tekin á dagskrá Alþingis eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

Málinu rutt í gegn í bullandi ósætti

31.5. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi og gagnrýndu að fyrirhuguð lækkun veiðigjalda yrði tekin fyrir á þingi í dag. Meira »

Veiðigjöld verði endurútreiknuð

29.5. Atvinnuveganefnd Alþingis stefnir að því að veiðigjöld verði útreiknuð vegna versnandi afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Sérstaklega verði horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja við útreikninginn. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

21.5. Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Full ástæða til að íhuga stöðuna

8.3. „Það hlýtur að vera töluvert umhugsunarefni fyrir alla þegar framlegð í einum af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar dregst saman með þeim hætti sem þarna er sýnt fram á,“ segir Kristján. Meira »

Gífurlegur samdráttur í sjávarútvegi

7.3. Tekjur í sjávarútvegi drógust saman um 25 milljarða króna milli áranna 2015 og 2016, eða sem nemur 9%. EBITDA sjávarútvegsfyrirtækja lækkaði um 22% á sama tímabili, en þó náðu þau að einhverju marki að vega upp neikvæða tekjuþróun með lækkun kostnaðar. Meira »

Stefna á fyrstu veiðar á morgun

9.2.2018 Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar. Meira »

Veiðigjöldin eru orðin töluverð byrði

10.12.2017 Heiðrún Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir rétt að setjast niður og fara vandlega yfir veiðigjaldakerfið. Núna er að koma í ljós galli í útreikningi veiðigjalda sem gerir gjaldið verulega íþyngjandi þegar rekstraraðstæður eru óhagstæðar eins og þær hafa verið í ár. Meira »

30 manns sagt upp í Ólafsvík

6.12.2017 Þrjátíu starfsmönnum Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík var sagt upp störfum fyrir síðustu mánaðamót. Uppsagnirnar taka gildi eftir 1-3 mánuði, misjafnt eftir starfstíma, en á næstu vikum verður unnið að lausn á rekstrarvanda fyrirtækisins. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

21.11.2017 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »