Samdráttur í sjávarútvegi

Blóðtaka fyrir Grundarfjörð

20.7. Ákvörðun FISK Seafood ehf. um að loka rækjuvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði kemur illa við bæinn og er mikil blóðtaka að mati Jósefs Ó. Kjartanssonar, forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Meira »

Kreppir að hjá smærri fyrirtækjum

1.7. Lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi glíma við erfitt rekstrarumhverfi, ekki síst eftir að ekki rættist úr frumvarpi atvinnunefndar um endurútreikning veiðigjalda. Þetta segir Gunnar Gíslason, viðskiptastjóri hjá Arion banka. Meira »

Rekstur smárra útgerða erfiður

17.6. „Við ætlum að reyna að aðlagast þessum aðstæðum,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Sólrúnar ehf. á Árskógssandi í Eyjafirði, í samtali við mbl.is. Fjölskyldufyrirtækið hefur verið að takast við bátsbruna sem varð í nóvember í fyrra samhliða hækkandi veiðigjöldum. Meira »

„Tómt klúður“

12.6. „Smábátaeigendur eru slegnir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að hafa ekki enn leiðrétt veiðigjald hjá litlum og meðalstórum útgerðum. Þingmenn í öllum flokkum ásamt ráðherrum hafa lýst því yfir að þar sé vandinn gríðarlegur.“ Meira »

Gjöld lækkuð hjá vel stæðum fyrirtækjum

5.6. „Helmingur lækkunarinnar fer til tíu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun. Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fyrirhugað frumvarp um lækkun veiðigjalda. Meira »

„Stórt og hápólitískt mál“

4.6. „Við vitum ekkert hvenær þessu þingi lýkur eða hvernig. Við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum til að ræða málin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um veiðigjaldamálið sem verður tekið til fyrstu umræðu af þremur á Alþingi á morgun. Meira »

Býst við framhaldi á þingstörfum

4.6. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það liggja í loftinu að framhald verði á þingstörfum um einhverja daga. Meira »

Skýrist með veiðigjöld í dag

4.6. Búast má við að það skýrist hvenær tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum verður tekin á dagskrá Alþingis eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

Málinu rutt í gegn í bullandi ósætti

31.5. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi og gagnrýndu að fyrirhuguð lækkun veiðigjalda yrði tekin fyrir á þingi í dag. Meira »

Veiðigjöld verði endurútreiknuð

29.5. Atvinnuveganefnd Alþingis stefnir að því að veiðigjöld verði útreiknuð vegna versnandi afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Sérstaklega verði horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja við útreikninginn. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

21.5. Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Full ástæða til að íhuga stöðuna

8.3. „Það hlýtur að vera töluvert umhugsunarefni fyrir alla þegar framlegð í einum af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar dregst saman með þeim hætti sem þarna er sýnt fram á,“ segir Kristján. Meira »

Gífurlegur samdráttur í sjávarútvegi

7.3. Tekjur í sjávarútvegi drógust saman um 25 milljarða króna milli áranna 2015 og 2016, eða sem nemur 9%. EBITDA sjávarútvegsfyrirtækja lækkaði um 22% á sama tímabili, en þó náðu þau að einhverju marki að vega upp neikvæða tekjuþróun með lækkun kostnaðar. Meira »

Stefna á fyrstu veiðar á morgun

9.2. Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar. Meira »

Veiðigjöldin eru orðin töluverð byrði

10.12. Heiðrún Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir rétt að setjast niður og fara vandlega yfir veiðigjaldakerfið. Núna er að koma í ljós galli í útreikningi veiðigjalda sem gerir gjaldið verulega íþyngjandi þegar rekstraraðstæður eru óhagstæðar eins og þær hafa verið í ár. Meira »

30 manns sagt upp í Ólafsvík

6.12. Þrjátíu starfsmönnum Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík var sagt upp störfum fyrir síðustu mánaðamót. Uppsagnirnar taka gildi eftir 1-3 mánuði, misjafnt eftir starfstíma, en á næstu vikum verður unnið að lausn á rekstrarvanda fyrirtækisins. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

21.11. Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Nokkuð kröftugur vöxtur sjávarútvegs á næsta ári

9.11. Í nýrri hagspá Greiningardeildar Arion banka er sjávarútvegur einn þeirra þátta sem leggja lóð á vogarskálar útflutningsvaxtar á næsta ári. Meira »

„Líklega aldrei staðið sterkar“

17.10. Sjávarútvegur á Íslandi hefur líklega aldrei staðið styrkari fótum en nú, og Íslendingar eru í fararbroddi hvað varðar sjálfbæra nýtingu auðlinda sjávarútvegs. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Sjávarútvegsdeginum, ráðstefnu á vegum Deloitte, SA og SFS í morgun. Meira »

Körpuðu um framtíð sjávarútvegs

14.10. Heitar umræður urðu þegar frambjóðendur níu flokka í komandi alþingiskosningum komu saman á opnum fundi til að ræða málefni sjávarútvegsins á fimmtudagskvöldið. Meira »

„Við höfum varað við þessu“

13.10. „Mér sýnist fljótt á litið að þessi skýrsla styðji það sem við höfum sagt og vöruðum við fyrir rúmlega ári síðan,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekjur drógust saman um tugi milljarða

13.10. Tekjur í sjávarútvegi drógust saman um 25 milljarða króna árið 2016, eða um níu prósent. Allar líkur eru á að afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi versni enn nokkuð á yfirstandandi rekstrarári. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte á rekstri sjávarútvegsfélaga. Meira »

„Mikill léttir“

31.8.2017 „Við höfum stefnt að því að fá aðila til að bæði nýta húsið og fjölga atvinnutækifærum á Akranesi frá því að við tókum ákvörðun um að sameina bolfiskvinnsluna á Akranesi við vinnslu okkar í Reykjavík,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Meira »

Bolfiskvinnsla áfram á Akranesi

31.8.2017 HB Grandi hf. hefur selt Ísfiski hf. bolfiskvinnsluhús sitt að Bárugötu 8-10 á Akranesi. Söluverð hússins og hluta af vinnslulínu nemur 340 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Aflaverðmæti dróst saman um 12,1%

10.8.2017 Afli íslenskra skipa var árið 2016 rúm 1.067 þúsund tonn, 252 þúsund tonnum minni en árið 2015. Aflaverðmæti fyrstu sölu var þá rúmir 133 milljarðar króna og dróst saman um 12,1% frá árinu á undan. Meira »

„All­ir bún­ir að fá upp­sagn­ar­bréfið“

3.6.2017 „Það eru allir búnir að fá uppsagnarbréfið, en fólk er með misjafnlega langan uppsagnarfrest. Flestir eru byrjaðir að líta í kringum sig, einhverjir eru komnir með vinnu og farnir,“ segir Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna hjá HB Granda á Akranesi. Meira »

Þorgerður Katrín: „Mikil vonbrigði“

12.5.2017 „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði, að þetta skuli fara svona. En um leið þá bind ég vonir við það að menn leysi úr þessu í sameiningu og að allt sé gert til að tryggja því fólki atvinnu, sem stendur nú frammi fyrir því að missa vinnuna.“ Meira »

Starfsfólk „sárt og dasað“

12.5.2017 Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna hjá HB Granda á Akranesi, segir að flestir starfsmenn séu sárir yfir þeim uppsögnum sem eru yfirvofandi. „Fólkið er hálfdasað enn þá. Það er rosalega erfitt að vera í vinnunni,“ segir hún í samtali við mbl.is. Meira »

„Gríðarlegt högg“ fyrir Akranes

11.5.2017 „Þetta er gríðarlegt högg fyrir bæinn. Ég myndi áætla að þarna væru undir 150 störf ef tekin eru með afleiddu störfin.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is, í kjölfar ákvörðunar HB Granda um að segja upp 86 starfsmönnum í bæjarfélaginu. Meira »

86 sagt upp störfum á Akranesi

11.5.2017 Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu trúnaðarmönnum starfsmanna fyrirtækisins á Akranesi á fundi í dag að botnfiskvinnsla þess í bænum yrði lögð af frá og með 1. september. Viðræður á milli HB Granda og Akraneskaupstaðar um bætta aðstöðu fyrirtækisins hafa ekki breytt þeim áformum. Meira »