Samráð olíufélaganna

Olíumálinu vísað frá

31.1.2013 Hæstiréttur vísaði í dag máli olíufélaganna, Olíuverslunar Íslands hf, Skeljungs hf og Kers hf gegn Samkeppniseftirlitinu og ríkinu frá héraðsdómi. Var þeim gert að greiða 15 milljónir króna til ríkisins í málskostnað fyrir Hæstarétti og í héraði og sömu upphæð til Samkeppniseftirlitsins. Meira »

„Á þetta er ekki unnt að fallast“

22.3.2012 „Á þetta er ekki unnt að fallast,“ segir Samkeppniseftirlitið um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun þar sem ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektir á hendur olíufélögunum var felld úr gildi. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Nutu ekki andmælaréttar

22.3.2012 Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að svo miklir annmarkar væru á málsmeðferð í olíumálinu upphaflega að þeir leiði til þess að fella verði úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Meira »

Ríkið greiði olíufélögum til baka

22.3.2012 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun úrskurðarnefndar samkeppnismála í olíusamráðsmálinu upphaflega. Íslenska ríkinu er gert að greiða olíufélögunum til baka sektargreiðslur upp á 1,5 milljarð króna. Lögmaður Samkeppniseftirlitsins segir að málinu verði áfrýjað. Meira »

„Ekki hægt að svindla meira“

29.2.2012 „Engum blöðum er um það að fletta, að þetta var ólögmætt samráð og eins alvarlegt og hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að svindla meira á samkeppni en með samráði,“ sagði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, við aðalmeðferð um olíusamráðið í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Enginn ávinningur sannaður

29.2.2012 Samkeppnisyfirvöldum tókst ekki að sanna að olíufélögin ESSO, Olís og Skeljungur, hefðu haft ávinning af samráði sínu. Þetta segja verjendur félaganna og beitt hefði verið röngum forsendum við útreikning auk þess sem mistök hefðu verið gerð við útreikninginn. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins. Meira »

Málsmeðferð leiði til ógildingar

29.2.2012 Verjendur oliufélaganna þriggja sem samkeppnisyfirvöld ákváðu að sekta um háar upphæðir vegna samráðs gera kröfu um að ákvörðun áfrýjunarnendar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina en lækkaði sektir, verði ógilt. Til vara er þess krafist að málinu verði vísað frá enda hafi brotin verið fyrnd. Meira »

Aðalmeðferð í olíusamráðsmáli

29.2.2012 Aðalmeðferð í upphaflega olíusamráðsmálinu hófst í morgun við Héraðsdóm Reykjavíkur. Málið hefur verið rekið fyrir dómstólum frá hausti 2005, en olíufélögin fara fram á að úrskurði Samkeppniseftirlitsins frá október 2004, um að olíufélögin þrjú hefðu gerst sek um verðsamráð verði hnekkt. Meira »

Enn frestast olíusamráðsmálið

11.2.2011 Fyrirtaka í hinu upphaflega olíusamráðsmáli fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.   Meira »

Deilt um Alaska-samanburð

14.10.2008 Lögmenn olíufélaganna eru ósáttir við matsgerð sem Alcan á Íslandi hefur lagt til grundvallar í máli gegn olíufélögunum Keri, Skeljungi og Olís vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001. Tjónið er metið á 250 milljónir, miðað við verðlag áranna á tímabilinu. Meira »

Sérfræðingar meta tjón íslenska ríkisins

27.9.2008 Fjármálaráðuneytið fyrir hönd íslenska ríkisins hefur ákveðið að dómkvaddir sérfræðingar skuli fengnir til þess að meta tjón íslenska ríkisins vegna samráðs Skeljungs, Olís og Kers, áður Olíufélagsins hf., fyrir útboð Landhelgisgæslunnar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar árin 1995 og 1996. Meira »

Málin hellast yfir

4.9.2008 Nokkur dómsmál eru enn í gangi gegn olíufélögunum Keri, Skeljungi og Olís vegna verðsamráðs, ýmist öllum saman eða gegn einu félagi. Sem kunnugt er fóru málin af stað eftir að Samkeppniseftirlitið (nú Samkeppnisstofnun) komst að þeirri niðurstöðu í október 2004 að félögin hefðu gerst sek um verðsamráð á árunum 1993 til 2001. Meira »

Dala-Rafn gegn olíufélögunum

20.5.2008 „Aðalkrafan hljóðar upp á um 8,3 milljónir króna,“ segir Hlynur Halldórsson, lögmaður útgerðarfélagsins Dala-Rafns. Einkamál félagsins gegn olíufélögunum Skeljungi, Olís og Ker, áður Olíufélaginu, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira »

Hundruð gætu krafið olíufélögin um bætur

1.5.2008 Steinar Þór Guðgeirsson hrl., sem sótti málið gegn Keri, segir að búast megi við að fjöldi fólks höfði samskonar mál á hendur Keri í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Meira »

Ker greiði bætur vegna samráðs

30.4.2008 Hæstiréttur hefur dæmt Ker til að greiða Sigurði Hreinssyni 15 þúsund krónur í bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna á sínum tíma. Sigurður taldi sig hafa orðið fyrir tjóni við kaup sín á bensíni hjá Keri á árunum 1995 til 2001. Meira »

Olíufélög greiði bætur

7.2.2008 Hæstiréttur hefur dæmt olíufélögin þrjú, Ker, Skeljung og Olís, til að greiða Reykjavíkurborg tæpar 73 milljónir króna í bætur vegna tjóns, sem borgin varð fyrir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Þá dæmdi Hæstiréttur olíufélögin til að greiða Strætó bs. tæpar 6 milljónir í bætur. Meira »

Olíusamráðið fyrir Hæstarétt

30.1.2008 Fyrirtaka verður í Hæstarétti í dag í tveimur málum Reykjavíkurborgar og Strætó gegn olíufélögunum Skeljungi hf., Olíuverslun Íslands hf. og Keri hf. Meira »

Fyrirtaka í máli Alcan gegn olíufélögunum

21.12.2007 Skaðabótamál Alcan á Íslandi gegn olíufélögunum þremur, Skeljungi, Olíuverslun Íslands og Keri, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10:25. Meira »

Dómari víkur ekki sæti í máli olíufélaga gegn Samkeppniseftirlitinu

30.4.2007 Sigrún Guðmundsdóttir, hérðaðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, úrskurðaði í dag, að hún myndi ekki víkja sæti í máli þriggja olíufélaga gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Lögmenn olíufélaganna sögðu að úrskurðurinn yrði að öllum líkindum kærður til Hæstaréttar. Meira »

Telur að rétturinn hafi gengið fulllangt

12.4.2007 Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, telur að líklega hafi meirihluti hæstaréttar gengið fulllangt í dómi sínum 16. mars, í olíuforstjóramálinu svonefnda, þegar rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hefði brotið gegn fyrirmælum Mannréttindadómstóls Evrópu og stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Meira »

Smjörklípa í Kastljósi

22.3.2007 Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu:   Meira »

Mikill léttir

17.3.2007 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að niðurstaða Hæstaréttar í gær um frávísun ákæru á hendur þremur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaga, væri mikill léttir og málinu væri nú endanlega lokið gagnvart einstaklingum. Meira »

Niðurstaða Hæstaréttar endanleg segir saksóknari

16.3.2007 „Niðurstaða í þessu máli er endanleg og það er dómur Hæstaréttar sem ræður úrslitum," segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, um dóm Hæstaréttar þar sem staðfestur var úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa beri frá ákæru á hendur fyrrverandi og núverandi forstjórum olíufélaganna. Aðeins sé ein rannsókn til, til að byggja á, og hún sé ekki fullnægjandi samkvæmt dóminum. Hvorki sé við lögreglu né samkeppnisyfirvöld að sakast. Meira »

Enginn flötur á því að ákæra aftur segir verjandi Kristins Björnssonar

16.3.2007 Ragnar Hall, fyrrverandi verjandi Kristins Björnssonar, fyrrum forstjóra Skeljungs, segist ánægður með dóm Hæstaréttar í dag í máli gegn núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaganna, og segist aðspurður ekki sjá neinn flöt á því að ákæra aftur í málinu. Ákæruvaldið fari ekki aftur af stað þegar búið sé að lýsa málið andstætt Mannréttindasáttmálanum. Meira »

Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá

16.3.2007 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaga. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti kváðu fimm dómarar upp dóminn og tveir þeirra skiluðu sératkvæði. Annar vildi staðfesta úrskurð héraðsdóms en á öðrum forsendum en hinn vildi fella úrskurðinn úr gildi og leggja fyrir héraðsdóm að taka ákæruna fyrir. Meira »

Mikil óánægja með frávísun í máli forstjóra olíufélaganna

1.3.2007 Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er óánægður með þá ákvörðun Héraðsdóms að vísa frá dómi ákæru ríkissaksóknara á hendur forstjórum olíufélaganna fyrir meint brot á samkeppnislögum. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Meira »

„Reynir á túlkun Hæstaréttar"

10.2.2007 Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari hefur lýst því yfir að úrskurður héraðsdóms verði kærður til Hæstaréttar þar sem reynt verður að fá honum hnekkt í því skyni að fá málið tekið til efnismeðferðar fyrir héraðsdómi. Meira »

Máli gegn olíuforstjórum vísað frá

9.2.2007 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi máli ákæruvaldsins gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjóra olíufélaga ólöglegs samráðs félaganna, m.a. á þeirri forsendu að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir þau brot, sem ákært var fyrir. Saksóknari lýsti því yfir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Málflutningur um frávísunarkröfu vegna olíusamráðsákæru

26.1.2007 Munnlegur málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun um þá kröfu fyrrverandi og núverandi forstjóra þriggja olíufélaga um að ákæru á hendur þeim fyrir ólöglegt samráð verði vísað frá. Frávísunarkrafan var lögð fram þegar ákæran var þingfest í héraðsdómi fyrr í janúar. Meira »

Fara fram á að ákæru verði vísað frá

9.1.2007 Verjendur forstjóra olíufélaganna, Einars Benediktssonar, Geirs Magnússonar og Kristins Björnssonar, fóru fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ákæru í málinu verði vísað frá dómi og að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð. En ákæra á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaganna þriggja var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan níu í morgun. Meira »