Samræmd próf í 9. bekk 2018

Taka samræmdu prófin í september

7.9. Nemendur 10. bekkjar í tíu grunnskólum, sem urðu fyrir barðinu á á tækni­leg­um vanda­mál­um við fyr­ir­lagn­ingu samræmdu prófanna í vor, munu þreyta prófin dagana 10.-14. september. Meira »

Endurtaka prófin í vor eða haust

6.4.2018 Samræmd próf þeirra 9. bekkinga sem urðu fyrir barðinu á tæknilegum vandamálum við fyrirlagningu þeirra í vor verða lögð fyrir að nýju, annaðhvort í vor eða haust, en grunnskólar hafa val um það hvort prófatímabilið þeir kjósa frekar. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

21.3.2018 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Veita aðgang að samræmdum prófum

20.3.2018 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

Samræmdu prófin á skjön?

19.3.2018 Það er ekkert launungarmál að samræmd könnunarpróf í grunnskólum landsins hafa verið gagnrýnd, ekki bara núna í ár þegar tæknilegir annmarkar settu prófin úr skorðum, heldur einnig síðustu árin. Meira »

Líta á lokaeinkunn úr grunnskóla

15.3.2018 „Númer eitt, tvö og þrjú lítum við á lokaeinkunnir nemenda við útskrift úr grunnskóla. Í rúmlega 90% tilvika er hún úr 10. bekk en ekki 9. bekk,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir‚ formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari FSU. Meira »

Nemendur geta tekið prófin aftur

14.3.2018 Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en margir þeirra tóku próf við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð, samkvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Vilja skoða að hætta með prófin

14.3.2018 Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur lagði í dag fram tillögu þess efnis að sett verði í gang vinna við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur og hvort tilefni sé til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna þessum markmiðum. Meira »

Skoða hvað fór úrskeiðis við próftöku

14.3.2018 Óháðu aðilarnir sem munu skoða próftökuferli samræmdu prófanna og hvað fór úrskeiðis við próftöku 9. bekkjar í síðustu viku eru þau: Hannes Pétursson, sjálfstætt starfandi hugbúnaðarráðgjafi, Svana Helen Björnsdóttir hjá Stika og Jóhannes H. Steingrímsson hjá Stúdíu. Meira »

Ráðherra fundar um samræmdu prófin

14.3.2018 Samræmdur prófin og þeir tæknilegu örðugleikar sem komu upp vegna próftöku hjá 9. bekk í síðustu viku verða til umræðu á fundi sem menntamálaráðherra boðaði til nú fyrir hádegi. Fulltrúar Menntamálastofnunnar, kennara, foreldra og sveitarfélaga verða á fundinum. Meira »

Endurtaka ekki prófin

13.3.2018 Samræmdu grunnskólaprófin í ensku og íslensku, sem hætta varð við í miðjum klíðum í síðustu viku vegna tæknilegra mistaka, verða ekki endurtekin í Garðaskóla í Garðabæ. Meira »

Gagnrýnivert að hafa ekkert „plan B“

12.3.2018 „Það má gagnrýna Menntamálastofnun fyrir að hafa enga varaáætlun tilbúna,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Nefndin fundaði um samræmd próf og framkvæmd þeirra. Meira »

Fundað vegna samræmdra prófa

12.3.2018 Fundur allsherjar- og menntamálanefndar með forstöðumanni Menntamálastofnunnar, starfsmönnum menntamálaráðuneytisins og menntamálaráðherra er hafinn. Tilefni fundarins er klúður í framkvæmd samræmda prófa í 9. bekk í síðustu viku. Meira »

Óháð úttekt á framkvæmd prófanna

12.3.2018 Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdu prófanna sem voru lögð fyrir nemendur 9. bekkja á landinu í síðustu viku en fjölmargir nemendur gátu ekki tekið prófin vegna tæknilegra erfiðleika. Í úttektinni verður kannað hvort eitthvað í undirbúningi Menntamálastofnunar hafi mátt betur fara. Meira »

Lagalegar hliðar skoðaðar um helgina

11.3.2018 Sérfræðingar frá menntamálaráðuneytinu og Menntamálastofnun hafa um helgina skoðað lagalegar og próffræðilegar hliðar þess að tvö af þremur samræmdum prófum í níunda bekk klúðruðust í vikunni sem leið. Niðurstaðan verður kynnt á miðvikudaginn á samráðsfundi. Meira »

Þjóð sem sinnir ekki kennurum er ekki í fremstu röð

10.3.2018 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir íslenskt menntakerfi standi á ákveðnum tímamótum og styrkja þurfi alla grunninnviði menntunnar. Ef ekkert verði að gert blasi við kennaraskortur. Meira »

Menntamálastofnun fær „falleinkunn“

9.3.2018 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vandar Menntamálastofnun ekki kveðjurnar í vikulegum pistli sínum. Hann segir fyrirlögn samræmdu prófanna hafa verið sorgarsögu, en fresta varð samræmdu prófi 9. bekkinga í íslensku á miðvikudag og ensku í dag vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp. Meira »

Lögðu á sig mikla vinnu til einskis

9.3.2018 „Allt í einu þegar við erum að byrja í prófinu þá slökknar á kerfinu á öllum tölvunum, og skjárinn er bara hvítur. Kennararnir vita ekkert hvað þeir geta gert, en þetta endar á því að við bíðum inni í herberginu í klukkutíma þar sem sumir eru enn í prófinu.“ Meira »

Allsherjarnefnd fundar um samræmd próf

9.3.2018 Forstöðumaður Menntamálastofnunar hefur verið boðaður á fund allsherjar- og menntamálanefndar síðdegis á mánudag, ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins. Tilefnið er framkvæmd samræmdra könnunarprófa fyrir 9. bekk. Fresta varð íslenskuprófi á miðvikudaginn vegna tæknilegra örðugleika og það sama var uppi á teningnum í enskuprófinu sem átti að leggja fyrir í dag. Meira »

Harma framkvæmd prófanna

9.3.2018 Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara harma framkvæmd samræmdra könnunarprófa í ensku og íslensku sem lögð voru fyrir nemendur 9. bekkjar í öllum grunnskólum landsins í þessari viku. Meira »

Þetta eru gífurleg vonbrigði

9.3.2018 „Við fyrirlögn samræmds könnunarprófs í ensku í morgun komu upp tæknilegir örðugleikar vegna álags á vefþjón. Álagið var mikið og virðist vefþjónninn því miður ekki hafa staðið undir því.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Meira »

Ekki boðlegt fyrir nemendur

9.3.2018 „Þetta er mikið áfall,“ segir Arn­ór Guðmunds­son, for­stjóri Mennta­mála­stofn­un­ar. Menntamálastofnun frestaði samræmdu prófi 9. bekkjar í ensku í morgun vegna tæknilegra örðugleika en svipað vandamál varð þess valdandi að fresta þurfi íslenskuprófi á miðvikudag. Meira »

Samræmdu prófi frestað á ný

9.3.2018 Búið er að fresta samræmdu prófi í ensku sem 9. bekkur átti að taka nú í morgun. Menntamálastofnun ákvað það en tæknilegir örðugleikar komu upp í prófkerfinu. Meira »

„Hvað er að ykkur?“

9.3.2018 Kennarar og foreldrar eru gríðarlega ósáttir við Menntamálastofnun en tvívegis í vikunni hefur tæknin verið að stríða nemendum í 9. bekk í samræmdum prófum. Fyrst kom upp vandamál í íslenskuprófi í fyrradag og núna eiga fjölmargir nemendur erfitt með að komast inn í enskuprófið. Meira »

Enn á ný prófavandræði

9.3.2018 Eitthvað ólag er á samræmda prófinu í ensku sem níundu bekkingar þreyta þessa stundina. Búið er að endurræsa kerfið og á það að virka núna samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. En kennarar eru á öðru máli þar sem nemendur virðast ekki enn komast inn. Meira »

„Við erum á rauðu ljósi mjög víða“

8.3.2018 „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við og hvað á ekki við í dag. Við stöndum, eins og ég hef nefnt áður, á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á Alþingi í morgun í umræðum um samræmd próf. Meira »

Ráðuneytið harmar mistökin

8.3.2018 Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Meira »

Engin vandamál komið upp

8.3.2018 Engin vandamál hafa komið upp núna í morgun þegar nemendur í 9. bekkjum grunnskóla landsins tóku samræmd próf í stærðfræði. Um klukkan tíu höfðu tæplega 400 nemendur þegar skilað prófinu og enn eru tæplega þrjú þúsund nemendur að leysa það. Meira »

Samræmd próf verði gerð ógild

8.3.2018 Grunnur, félag fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, óskar eftir því að samræmd könnunarpróf frá deginum í gær verði gerð ógild en samkvæmt upplýsingum frá fjölmörgum skólastjórum voru prófaðstæður óviðunandi. Meira »

Ekki sjálfgefið að taka prófið aftur

7.3.2018 Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki sjálfgefið að nemendur í 9. bekk eigi að þreyta samræmt íslenskupróf aftur, eftir að fresta varð prófinu í morgun vegna tæknilegra örðugleika. Hann telur próftökuna í morgun hafa verið algjörlega ómarktæka og hefur óskað eftir fundi vegna málsins. Meira »