Sauðfjárbændur í vanda

Sláturleyfishafar hafa þurft að lækka afurðaverð verulega, svo staða sauðfjárbænda þrengist mjög.

Ætlað að jafna sveiflur á markaði

11.1. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að auknu jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir hér á landi og auka frelsi bænda. Meira »

Fá 13% meira fyrir kjötið

30.9.2017 Ákveðið hefur verið að Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH á Hvammstanga, sem er í helmingseigu KS, greiði 13% viðbótarálag til sauðfjárbænda á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar nú í haust. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

25.9.2017 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

19.9.2017 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

„Þetta er djöfullegt alveg“

18.9.2017 „Við vitum bara í rauninni ekkert,“ segir framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda í samtali við mbl.is. Fullkomin óvissa er uppi um hvort tillögur sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra kynnti á dögunum, þar sem kaupa átti bændur út úr greininni, nái fram að ganga. Meira »

Kína að opnast fyrir lambakjöti

15.9.2017 Líkur á að kínversk stjórnvöld heimili umfangsmikinn innflutning á íslensku lambakjöti til Kína hafa aukist síðustu daga. Gæti útflutningur héðan hafist þegar á næstu sláturtíð. Meira »

Fluttu 131% meira út í ágúst

14.9.2017 Neysla á lambakjöti innanlands í ágúst var 723 tonn, eða 48% meiri en í ágúst í fyrra. Þá var útflutningurinn 225 tonn, 131% meiri en í ágúst í fyrra. Meira »

Tekst ekki að fækka fé um 20%

11.9.2017 Þorgerður Katrín hafnar þeirri gagnrýni forystu bænda að ráðuneytið hafi ekki sinnt þeim vanda sem nú blasir við. Þetta sagði hún á fundi atvinnuveganefndar í morgun en í máli hennar kom líka fram að útlit sé fyrir að ekki takist að fækka fé um 20% á þessu ári. Meira »

Þurrkar út hagnað bænda

11.9.2017 Margir bændur á Íslandi stefna að óbreyttu í hallarekstur vegna samkeppni við stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. „Þetta mun þurrrka út hagnað margra bænda. Hagnaður þeirra er enda gjarnan lágt hlutfall af veltu,“ segir Vífill Karlsson hagfræðingur. Meira »

Skotið hittir unga bændur

6.9.2017 „Tillögur landbúnaðarráðherra er tilviljunarkennt skot út í loftið og sýnir hve óvönduð vinnubrögðin eru. Skotið virðist hafa hitt unga bændur sem er akkúrat það fólk sem við viljum ekki missa úr greininni.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Meira »

Kennir Þorgerði um verðlækkunina

6.9.2017 Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir óþolandi að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra stilli bændum upp gegn neytendum. Hann segir að tímabundin útflutningsskylda myndi ekki leiða til lægra verðlags og bitna á neytendum. Meira »

Ríkisstjórnin bregðist við vandanum

4.9.2017 Bæjarráð Fljótsdalshéraðs skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar við þeim vanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt.  Meira »

Ekki samkomulag ríkis og bænda

4.9.2017 „Ekki er um að ræða samkomulag stjórnvalda og samtaka bænda,“ segir í sameiginlegri yfirlsýsingu frá Bændasamtökum Íslands og Landssamtaka sauðfjárbænda um þær tillögur sem Þorgerður Katrín Gunarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur í dag kynnt. Meira »

„Höfum áhyggjur af rót vandans“

4.9.2017 „Þetta eru spor í rétta átt en við höfum enn áhyggjur af rót vandans,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir birti fyrr í dag tillögur sem stjórnvöld hyggjast grípa til með það að markmiði að fækka sauðfé í landinu um 20%. Meira »

Þeir sem hætta strax fá greitt í fimm ár

4.9.2017 Meginmarkmið tillagna stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt er að „draga úr framleiðslu um 20%, mæta kjaraskerðingu bænda, styðja við sauðfjárbúskap á jaðarsvæðum og gera úttekt á birgðum sauðfjárafurða og afurðastöðvakerfinu.“ Meira »

Fjöldi starfa sé í hættu

4.9.2017 Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur verulegar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og að ekki takist að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Félagið segir að fjöldi starfa sé í hættu. Framsýn skorar á forystumenn sauðfjárbænda, sláturleyfishafa og ráðamenn þjóðarinnar að vinna markvisst að lausn mála. Meira »

Réttum flýtt víða um land

4.9.2017 Fyrstu fjárréttir haustsins voru haldnar um helgina, en almennt séð verða réttir víða um land fyrr en vanalega. Í Hlíðarrétt var fé dregið í dilka um hádegi, en mikið fjölmenni tók þátt. Veður var ágætt, hæglátt og sólríkt með köflum. Meira »

Gagnrýna framsetningu kjötsins

1.9.2017 Heidi Laubert Andersen, bóndi í Örnólfsdal, segir í samtali við Morgunblaðið að íslenskur markaður hafi verið vanræktur hvað markaðssetningu lambakjöts varðar. Meira »

Hvað segja sauðfjárbændur um stöðuna?

31.8.2017 Sauðfjárbændur telja íslenska lambakjötið eiga mikið inni á innlendum markaði, að því er fram kom í máli þeirra sem kvöddu sér hljóðs á fjölmennum fundi bænda í félagheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. Fundurinn hófst upp úr klukkan átta í gær og stóð yfir í rúmlega fjóra tíma. Meira »

Útflutningsskylda leið úr vandanum

31.8.2017 Alvarleg staða er nú komin upp í sauðfjárrækt. Framleiðslustyrkir í sauðfjárrækt hafa leitt til offramleiðslu á lambakjöti og verður framleiðslan í ár nálægt tíu þúsund tonnum. Innanlandsmarkaður neytir um 6.500 tonnum af lambakjöti og eðlilegur útflutningur er áætlaður 1.500 tonn. Út af standa tvö þúsund tonn og nú spyrja bændur: Hvað skal gert við umframbirgðirnar? Meira »

„Staðan er grafalvarleg“

31.8.2017 „Staðan er grafalvarleg,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í kvöld, um stöðu sauðfjárbænda. Segir hann að ef ekki verði gripið inn í horfi sauðfjárbændur fram á allt að 56% launalækkun. Meira »

Taka allt kjötið heim og selja

30.8.2017 „Við ætlum að taka allt heim því við sjáum ekki fram á að geta borgað einn einasta reikning fyrir innleggið,“ segir Salbjörg Matthíasdóttir, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi í Árdal í Kelduhverfi. Hún hefur ákveðið að taka allt kjöt heim, 140 skrokka, og selja beint til neytenda. Meira »

SS lækkar verð til bænda um 26%

25.8.2017 Sláturfélag Suðurlands greiðir um fjórðungi lægra dilkaverð til sauðfjárbænda núna, samanborið við árið í fyrra. Verðskrá fyrirtækisins var gefin út í dag og er að jafnaði 26% lægri en í fyrra. Meira »

Fresta fundi fram í næstu viku

24.8.2017 Auka-aðalfundi, sem Landssamtök sauðfjárbænda höfðu boðað til á morgun, hefur verið frestað þar til boðaðar tillögur stjórnvalda að lausn vanda sauðfjárbænda liggja fyrir í næstu viku. Meira »

Verði hluti af því að koma til Íslands

24.8.2017 „Þó að ég sé alinn upp í sveit fer fjarri því að ég skilji íslenskt landbúnaðarkerfi – eða sýni því skilning í núverandi mynd.“ Svo hefst pistill Hjálmars Gíslasonar, vörustjóra hjá Qlik. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

23.8.2017 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum á Langanesi situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

23.8.2017 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

22.8.2017 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

„Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp

22.8.2017 „Við erum að reyna að horfa á þetta í stærra samhengi og reyna að koma með langtímalausnir þannig að við séum ekki alltaf að upplifa endurtekið efni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Komið verði til móts við bændur

21.8.2017 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »