Seðlabankinn og Samherji

„Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi

27.3. „Í morgun komst ég óheppilega að orði við seðlabankastjóra í hita leiksins í húsakynnum Alþingis. Orðaval mitt var ekki sæmandi og hefði ég gjarnan kosið að hafa valið kurteislegri orð.“ Þannig hefst tilkynning Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Meira »

Vonar að menn séu reiðubúnir að semja

27.3. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er ekki sáttur við skýringar seðlabankastjóra í tengslum við Samherjamálið. Hann segir líka skiljanlegt að mönnum geti orðið heitt í hamsi eftir að hlýða á Má, en uppákoma varð þegar sonur Þorsteins Más sagði seðlabankastjóra að „drulla sér í burtu“. Meira »

„Mín mistök að átta mig ekki á áhættunni“

27.3. Már Guðmundsson seðlabankastjóri veit ekki betur en að hann njóti trausts í starfi. Gjaldeyriseftirlitið hafi einungis verið lítill hluti starfsemi bankans, og hafi raunar ekki verið hluti starfsemi hans þegar hann tók við sem seðlabankastjóri. Meira »

Skilaboð um heimildir misvísandi

27.3. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að skilaboðin sem Seðlabanki Íslands fékk í tengslum við refsiheimildir sumarið 2014 hafi stangast á í einhverjum málum og að bankinn hafi verið í samskiptum við önnur stjórn- og ákæruvöld í kjölfar afstöðu ríkissaksóknara frá 20. maí 2014. Meira »

Áhyggjur af framgöngu Seðlabankans

27.3. Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Gylfi Magnússon, hefur áhyggjur af því hvernig bankinn hélt á máli Samherja en í dag eru nákvæmlega sjö ár frá því húsleit var gerð á skrifstofum fyrirtækisins á Akureyri og Reykjavík nánast í beinni útsendingu á RÚV. Meira »

SÍ svarar stjórnskipunarnefnd

27.3. Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings hófst klukkan 9 þar sem Samherja-málið svokallaða er til umræðu. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni á mbl.is. Meira »

Óskar eftir frekari skýringum frá SÍ

11.3. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ætla að óska frekari skýringa frá Seðlabankanum vegna aðgerða bankans gegn Samherja. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sagði í gær að málið yrði skoðað hjá nefndinni. Meira »

„Seðlabankinn með allt niðrum sig“

10.3. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir aðgerðir Seðlabanka Íslands gegn Samherja grafalvarlegar og að málið verði skoðað áfram hjá nefndinni. Hún segir að framhaldið skýrist betur eftir fund nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans á fimmtudag. Meira »

Kallar eftir afsögn seðlabankastjóra

6.3. Þorsteinn Sæmundsson kallaði eftir því úr ræðustóli Alþingis nú síðdegis að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og „hans nánustu samstarfsmenn“ létu þegar af störfum. Meira »

„Misboðið“ fyrir hönd borgaranna

6.3. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Umboðsmaður sagði að honum kynni að vera „misboðið“ fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja vegna framgöngunnar. Meira »

Telur vert að kanna upplýsingagjöf SÍ

6.3. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir í bréfi til forsætisráðherra að hann telji tilefni til þess að kallað verði eftir hver var í raun hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í því að veita starfsmanni RÚV upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja. Meira »

Sakar fulltrúa bankaráðs um rangfærslur

1.3. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að tveir bankaráðsmenn hafi farið fram með rangar fullyrðingar er varðar greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra. Meira »

Bréf Más lýsi „sjúklegri þráhyggju“

27.2. Forstjóri Samherja er ánægður með greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands en lítið hrifinn af bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra í lok janúarmánaðar. Þar segir hann mann sem „heldur að hann sé bæði guð og dómstóll“ fara með dylgjur og rangindi. Meira »

Afskipti Seðlabankans „óforsvaranleg“

27.2. Afskipti Seðlabanka Íslands af störfum bankaráðs Seðlabankans í tengslum við vinnslu greinargerðar sem forsætisráðherra óskaði eftir vegna dóms Hæstaréttar Íslands um mál bankans gegn Samherja voru „óforsvaranleg“ að mati bankaráðsfólksins Þórunnar Guðmundsdóttur og Sigurðar Kára Kristjánssonar. Meira »

Ekki á móti því að gögn verði opinberuð

27.2. Már Guðmundsson seðlabankastjóri ritaði í bréfi sem hann sendi forsætisráðherra í lok janúar að þrátt fyrir að Samherji hafi ekki verið fundinn sekur fyrir dómstólum vegna þeirra brota sem fyrirtækið var kært fyrir, sé „ekki þar með sagt að málatilbúnaður Seðlabankans hafi verið tilhæfulaus“. Meira »

Öll stjórnsýsla SÍ verði endurskoðuð

26.2. Seðlabanka Íslands tókst ekki að sýna fram á nauðsyn þess að leggja stjórnvaldssekt á Samherja með vísan til ákvarðana í sambærilegum málum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð bankaráðs Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabankanum. Meira »

Sektir verði endurgreiddar

25.2. Seðlabanki Íslands telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð reglna um gjaldeyrismál þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011. Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

20.2. Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

„Umfang málsins miklu stærra“

19.2. Seðlabanki Íslands hefur ekki enn lokið við að fara yfir og skoða ábendingar sem umboðsmaður Alþingis sendi Seðlabankanum sem varðar meðal annars mál Samherja og bankans. Álitið birtist 25. janúar síðastliðinn. Meira »

„Enn einn sigur“ Samherja

30.1. Álit umboðsmanns Alþingis, sem birt var á föstudag, er „enn einn sigur“ Samherja í deilum fyrirtækisins við Seðlabanka Íslands og staðfestir það sem stjórnendur útgerðarinnar hafa alltaf sagt varðandi framgöngu stjórnenda Seðlabankans gagnvart starfsfólki Samherja og fyrirtækinu sjálfu. Meira »

Hugarburður eða furðulegur misskilningur

29.1. Alrangt er að fréttaskýringaþátturinn Kastljós hafi á einhvern hátt notfært sér viðtal við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskútflytjenda, eða sett það í samhengi við umfjöllun í sama þætti um vísbendingar sem þá lágu fyrir um meinta undirverðlagningu Samherja til dótturfélaga sinna erlendis. Meira »

Svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög

25.1. Umboðsmaður Alþingis segir að svar Seðlabanka Íslands til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, í tengslum við erindi hans um afturköllun ákvörðunar um stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á, hafi ekki verið í samræmi við lög og að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti. Meira »

Kastljós hafi brotið á viðmælendum sínum

25.1. Kastljós, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, vann ekki heimavinnuna sína, lét nota sig og braut á viðmælendum sínum. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

19.1. Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

19.1. „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“

17.1. „Þarna misnotaði Kastljós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu.“ Meira »

Málið „satt að segja óhugnanlegt“

14.1. „Auðvitað höfðu hvorki Vinnslustöðin né Samherji brotið lög um gjaldeyrisskil. Það vissi sérstakur saksóknari og það vissi meira að segja fjöldi starfsmanna í Seðlabankanum sjálfum. Seðlabankastjórinn lét sér samt ekki segjast og stóð að lokum uppi klæðalaus í Hæstarétti.“ Meira »

Katrín fundaði með Samherjamönnum

11.1. Fulltrúar Samherja funduðu með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær um ólögmæta stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið og væntanlega skýrslu bankaráðs vegna málsins. Þetta staðfesti ráðherrann í samtali við mbl.is í kjölfar ríkisstjórnarfundar í ráðherrabústaðnum í dag. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

19.12. „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Greinargerðin frestast fram á næsta ár

18.12. Greinargerð Seðlabankans um mál Samherja verður ekki skilað fyrr en á næsta ári, en upphaflega átti að skila henni 7. desember. Meira »