Seðlabankinn og Samherji

Samherja-skýrslu frestað

7.12. Bankaráð Seðlabanka Íslands mun ekki afhenda í dag greinargerð sem forsætisráðherra óskaði eftir í nóvember um mál Samherja, þrátt fyrir að ráðinu var gert að skila af sér ekki síðar en 7. desember, samkvæmt heimildum mbl.is. Meira »

Fundargögnum skilað til ráðherra

28.11. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir að bankaráðið muni vinna úr því sem kom fram á fundi þess með fulltrúum Samherja í gær ásamt fjölmörgum gögnum og skila forsætisráðherra skýrslu. Meira »

„Þessu máli verður að ljúka“

27.11. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði eftir fund með bankaráði Seðlabankans að fundurinn hafi fyrst og fremst verið upplýsingafundur. Skoðun hans á því að Már Guðmundsson seðlabankastjóri eigi að víkja úr embætti hefur ekki breyst. Meira »

Samherji fundar með bankaráði Seðlabanka

27.11. Bankaráð Seðlabankans fundar með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og öðrum fulltrúum fyrirtækisins klukkan 14:00. Dómur Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum, þar sem staðfest var að 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki lagði á Samherja yrði felld úr gildi, verður ræddur. Meira »

Munnlegt álit kom í veg fyrir sáttaferli

27.11. Lögfræðilegt álit, sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísaði til um helgina í tengslum við mál Samherja, var munnlegt. Már sagðist hafa rætt um að setja málið í sáttaferli en samkvæmt lögfræðiáliti mátti það ekki. Meira »

„Ómerkilegheitin halda áfram“

26.11. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, efast um að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi nokkurn tímann íhugað að fara með mál Samherja í sáttaferli. Meira »

Mátti ekki setja málið í sáttaferli

25.11. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt þann möguleika um að setja mál Samherja í sáttaferli, áður en félagið var kært í fyrra skiptið fyrir brot á gjaldeyrislögum. Hann fékk hins vegar þau svör að það mætti hann ekki gera, því þá væri hann að brjóta lögin. „Okkur ber að kæra.“ Meira »

SUS kallar eftir rannsókn á Seðlabankanum

22.11. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) kallar eftir því að óháð rannsókn fari fram á stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, að því er segir í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. Meira »

Samherji undirbýr skaðabótamál

20.11. Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Meira »

„Megn pólitísk myglulykt“

14.11. „Fyrir mér blasir við að þarna lágu skýrir og greinilegir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabankans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn.“ Meira »

Bjóða forsætisráðherra til fundar

14.11. „Þrátt fyrir að Samherji hafi verið sýknaður af kröfum Seðlabankans í Hæstarétti Íslands og sérstakur saksóknari hafi tekið sérstaklega fram að félagið hafi skilað gjaldeyri af kostgæfni, heldur Seðlabankinn áfram að dylgja um að starfsmenn Samherja séu „samt sekir“ og „hafi sloppið“. Meira »

Annmarkar „höfðu víðtæk áhrif“

13.11. Seðlabanki Íslands mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í sams konar tilvikum eftir að Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samherja hf. gegn Seðlabankanum. Meira »

Vill fá greinargerð frá bankaráði SÍ

12.11. Forsætisráðherra hefur óskað eftir greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Samherja frá þeim tíma sem rannsókn hófst á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál. Meira »

Mál Samherja hafi fengið efnisumfjöllun

11.11. Garðar Gíslason, lögmaður Samherja hf., segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að „endurteknar ávirðingar“ Seðlabanka Íslands á hendur félögum í samstæðu Samherja hafi sætt efnislegri rannsókn af hálfu embættis sérstaks saksóknara. Meira »

Hafi ekki áhrif á stöðu Más

10.11. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að dómur Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabankanum hafi ekki áhrif á stöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Katrín sagði þó, í viðtali við RÚV í dag, að dómurinn væri „ekki góður“ fyrir Seðlabankann. Meira »

Samúð Bjarna hjá Samherjamönnum

10.11. „Það er alvarlegt mál þegar farið er í húsleitir, menn kærðir og mál eru í rannsókn í lengri tíma og þegar upp er staðið þykir ekki hafa verið um brot að ræða,“ segir Bjarni Benediktsson, inntur um viðbrögð við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands sem féll Samherja í vil. Meira »

Alvarlegur áfellisdómur

10.11. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samherja gegn bankanum og staðfesting Hæstaréttar sé mjög alvarlegur áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankinn hljóti að draga lærdóm af dómnum. Meira »

SÍ hljóti að draga lærdóm af dómnum

9.11. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir að Seðlabankinn hljóti að draga lærdóm af dómi Hæstaréttar sem staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem bankinn lagði á Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um. Meira »

Seðlabankinn hafi „beðið afhroð“

8.11. „Með þessum dómi lýkur endanlega tæplega sjö ára aðför Seðlabankans á hendur Samherja. Öllum fullyrðingum og sökunum Seðlabankans á hendur Samherja og starfsfólki okkar hefur verið hnekkt og bankinn beðið afhroð,“ segja stjórnendur Samherja, í tölvupósti til starfsmanna. Meira »

Mátti ekki sekta Samherja

8.11. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra um að felld skyldi úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Meira »