Seinni heimstyrjöldin

„Bókari Auschwitz“ látinn

13.3. Oskar Gröning, einnig þekktur sem „bókari Auschwitz" er látinn 96 ára að aldri.  Meira »

Falla frá máli gegn SS-sjúkraliða

31.8. Ákæruvaldið í Þýskalandi hefur ákveðið að falla frá máli gegn 96 ára fyrrverandi sjúkraliða sem starfaði í Auschwitz í seinni heimsstyrjöldinni. Hubert Zafke hefur átt við veikindi að stríða síðustu ár og er svo komið að hann þykir ekki hafa andlega heilsu til að mæta fyrir dóm. Meira »

70 þúsund þurfa að yfirgefa heimili sín

30.8. Um 70 þúsund íbúar í borginni Frankfurt í Þýskalandi þurfa að yfirgefa heimili sín um helgina. Ástæðan er sú að stór óvirk sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem kallast „blockbuster“ fannst á þriðjudaginn við byggingaframkvæmdir við Goethe-háskólann í Frankfurt. Meira »

Járnhliðið komið á sinn stað

22.2.2017 Járn­hliðið úr Dachau-út­rým­ing­ar­búðunum með áletr­un­inni „vinn­an frels­ar“ (Arbeit macht frei) sem var stolið fyr­ir tveim­ur árum er komið aftur á sinn stað. Hliðið fannst fyrir utan Björg­vin í Noregi í byrjun desember síðastliðinn eftir nafn­lausa ábend­ingu. Meira »

Sakaður um aðkomu að 3.681 morði

12.9.2016 Réttarhöld hófust í dag yfir Hubert Zafke, sem var sjúkraliði í SS-sveitunum og starfaði í Auschwitz. Meðferð málsins fyrir dómi hefur verið frestað þrisvar sinnum vegna heilsu Zafke, sem er 95 ára. Hann gekkst undir læknisskoðun í dag og í kjölfarið ákvað dómarinn að halda áfram. Meira »

Vill rífa fæðingarstað Hitlers

11.9.2016 Forsetaframbjóðandi Frelsisflokksins í Austurríki, Norbert Hofer, vill að húsið sem nasistaforinginn Adolf Hitler fæddist í verði rifið. Húsið stendur í bænum Braunau am Inn í norðurhluta landsins. Ennfremur vill hann bæta tengslin við samfélag Gyðinga í Austurríki. Meira »

Páfinn biður við Auschwitz

29.7.2016 Frans páfi mun biðja við fyrrverandi útrýmingarbúðir nasista, Auschwitz-Birkenau, í Póllandi í dag. Mun páfinn ganga í þögn um búðirnar þar sem 1,1 milljón manns, aðallega gyðingar, var drepin í seinni heimsstyrjöld. Meira »

70 ára dómi snúið í Króatíu

22.7.2016 Króatískur dómstóll hefur snúið niðurstöðu í máli gegn kardinála sem hlaut dóm fyrir að hafa unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttarhöldin yfir kardinálanum hefðu ekki verið sanngjörn. Meira »

Vilja taka yfir fæðingarstað Hitlers

12.7.2016 Stjórnvöld í Austurríki ætla nú að taka yfir húsið sem Adolf Hitler fæddist í árið 1889. Er það gert til þess að hindra að nýnasistar geri húsið að pílagrímsstað. Meira »

Nasisti má vera kanadískur

8.7.2016 Kanadískur fyrrverandi meðlimur dauðasveita nasista hefur unnið dómsmál sem heimilar honum að dvelja áfram í Kanada, en kanadíska ríkið hefur reynt að afturkalla ríkisborgararétt hans í tvo áratugi. Meira »

Elie Wiesel látinn

2.7.2016 Elie Wiesel, rithöfundur og handhafi friðarverðlauna Nóbels, er látinn, 87 ára að aldri.  Meira »

Fyrrum fangavörður nasista dæmdur

17.6.2016 Dómstóll í Þýskalandi dæmdi í dag fyrrverandi fangavörð SS-sveita nasista í fimm ára fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í fjöldamorðum í fangabúðunum í Auschwitz. Meira »

Belgískir nasistar þiggja þýskan lífeyri

9.6.2016 Allt að 2.500 belgískir fyrrverandi nasistar þiggja nú lífeyri frá Þýskalandi. Ráðherra lífeyrismála í Belgíu, Daniel Bacquelaine, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af málinu og tekur undir með eftirlifendum úr fangabúðum nasista sem vöktu athygli á málinu. Meira »

Eigur gyðinganna komnar á safn

7.6.2016 Starfsfólki Auschwitz-safnsins hefur tekist að hafa uppi á um 16 þúsund munum sem tilheyrðu gyðingum sem teknir voru af lífi í útrýmingarbúðum nasista. Flestir þeirra látnu voru myrtir í gasklefum búðanna. Meira »

Fundu hluta af dulmálsvél Hitlers

29.5.2016 Lyklaborð dulmálsvélar, sem notuð var til þess að dulkóða skilaboð á milli nasistaforingjans Adolfs Hitlers og hershöfðingja hans á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, fannst nýverið í geymsluskúr í Essex í Bretlandi. Meira »

Íhuga kæru vegna Mein Kampf

26.5.2016 Þýskir saksóknarar eru að rannsaka hvort þeir muni leggja fram kæru gegn útgefanda sem ætlar að endurútgefa bók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, án þess að láta fylgja með skriflegar athugasemdir um boðskap hennar. Meira »

Krefjast sex ára fangelsis

20.5.2016 Saksóknarar í máli Reinholds Hannings sem starfaði sem fangavörður fyrir SS sveitirnar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni kröfðust í dag sex ára fangelsisrefsingar yfir honum. Er hann ákærður fyrir að hafa átt þátt í morðum á 170 þúsund manns í útrýmingarbúðunum. Meira »

Fögnuðu sigri á Rauða torginu

9.5.2016 Rússar héldu í dag upp á að 71 ár er liði frá sigri Sovétríkjanna á nasistum í seinni heimstyrjöld með mikilli sigurhátíð á Rauða torginu. Um 10.000 hermenn tóku þátt ásamt skriðdrekum sem keyrðir voru yfir torgið. Vladimir Pútín, forseti Rússland, fylgdist með ásamt helstu embættismönnum og gömlum hermönnum. Meira »

„Ég hef þagað allt mitt líf“

30.4.2016 „Ég hef þagað allt mitt líf,“ sagði hinn 94 ára gamli Reinhold Hanning í gær við réttarhöld yfir honum í Þýskalandi en hann er ákærður fyrir aðild að dauða 170 þúsund manns sem fangavörður í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Meira »

Dvergarnir í Auschwitz

11.4.2016 „Það var næstum alveg dimmt. Við stóðum í herbergi sem leit út eins og baðherbergi og biðum eftir því að eitthvað gerðist. Við litum upp í loftið til að kanna hvers vegna ekkert vatn kæmi. Skyndilega fundum við lyktina af gasi.“ Meira »

Vilja taka hús Hitlers eignarnámi

9.4.2016 Yfirvöld í Austurríki tilkynntu í dag að þau hafi áhuga á að taka fæðingarheimili Adolf Hitlers eignarnámi af núverandi eigendum, til að binda endi á harða lagadeilu og til að koma í veg fyrir að húsið verði að helgidómi fyrir ný nasista. Meira »

Þjáðist ekki nógu mikið

31.3.2016 Breskum hermanni sem lifði af dvöl í útrýmingarbúðum nasista var synjað um bætur, eftir að breska ríkið kvað upp þann úrskurð að hann hefði ekki þjáðst nóg. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem nýlega voru gerð opinber. Meira »

Réttarhöldum yfir SS manni frestað

29.2.2016 Réttarhöldum yfir fyrrverandi SS manni og lækni í Auschwitz útrýmingarbúðunum, Hubert Zafke, hefur verið frestað, en dómari í málin taldi Zafke ekki í ástandi til að mæta fyrir dóminn þar sem taka átti skýrslu af honum. Meira »

Síðasti uppreisnarmaðurinn látinn

21.2.2016 Pólverjinn Samuel Willenberg var nítján ára þegar hann var sendur í fangabúðir nasista, Treblinka. Hann lést á föstudag 93 ára að aldri en hann var sá síðasti sem var enn á lífi af þeim föngum sem tóku þátt í uppreisn í búðunum 1943. Meira »

SS menn dregnir til ábyrgðar

9.2.2016 Réttarhöld yfir tveimur fyrrverandi SS mönnum sem sakaðir eru um aðild að morðum á þúsundum fanga í Auschwitz hefjast síðar í mánuðinum. Meira »

Fyrrverandi SS-vörður fyrir rétt

7.2.2016 Karlmaður á tíræðisaldri kemur fyrir rétt í apríl í bænum Hanau í Þýskalandi en hann er sakaður um aðild að morðum í fangabúðum nasista í Auschwitz á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Maðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur og er 93 ára gamall, var vörður í útrýmingarbúðunum. Meira »

Fasteignir í viðjum sögunnar

30.1.2016 Sagan hvílir þungt á fasteignamarkaðnum í Þýskalandi en besta dæmið er sveitasetur norður af Berlín, sem hefur verið á sölu í 15 ár. Eignin var eitt sinn í eigu Joseph Goebbels, áróðursmeistara Hitler, og það hefur reynst þrautin þyngri fyrir borgaryfirvöld að finna ákjósanlega kaupendur. Meira »

Grunaðir um fjöldamorð í Ascq

29.1.2016 Þýsk yfirvöld hafa gert húsleitir á heimilum fyrrverandi liðsmanna SS sveita nasista sem grunaðir eru um stríðsglæpi, m.a. þátttöku í morðum á almennum borgurum í Frakklandi árið 1944. Meira »

95 ára ákærður fyrir 3.681 morð

18.1.2016 95 ára gamall fyrrverandi læknir við Auschwitz útrýmingarbúðirnar er ákærður fyrir aðild að morðum á 3.681 fanga á einum mánuði árið 1944. Réttarhöldin yfir honum hefjast 29. febrúar, að sögn þýskra saksóknara. Meira »

Sagði konurnar hafa staðið í „rekstri“

14.1.2016 Japanskur þingmaður sagði í dag að svokallaðar „þægindakonur“, þ.e. konur sem voru neyddar í kynlífsþrælkun fyrir japanska herinn í seinni heimstyrjöldinni, hefðu verið „atvinnu-vændiskonur“. Hann hefur þegar verið tilneyddur til að taka ummælin til baka og biðjast afsökunar. Meira »