Hryðjuverk í Barcelona

Handtekinn vegna árása á Spáni

22.9. Spænska lögreglan hefur handtekið marokkóskan mann sem er grunaður um að starfa með hópi sem talinn er hafa staðið á bak við árás sem kostaði 16 manns lífið í Barcelona og í strandbæ í síðasta mánuði. Meira »

Tala látinna komin í 16

27.8. Fjöldi látinna í hryðjuverkaárásunum í Barcelona 17. ágúst er kominn upp í 16 eftir að þýsk kona lét lífið á spítala í morgun. Meira »

Virtust ósköp venjulegir menn

25.8. Hryðjuverkahópurinn sem gerði árásirnar á Spáni í vikunni sem leið var undir forystu ímams sem er sagður hafa verið mjög útsmoginn í að villa á sér heimildir og leyna því að hann væri íslamisti. Þeir notuðu aldrei tölvur og síma til að minnka líkur á að upp um þá kæmist. Meira »

Ætluðu að ráðast á Sagrada Familia

22.8. Sagrada Familia-kirkjan og fleiri þekkt minnismerki í Barcelona voru meðal þeirra staða sem hryðjuverkahópurinn, sem stóð fyrir árásinni í Barcelona og Cambrils í síðustu viku, ætlaði að beina aðgerðum sínum gegn. Meira »

Verða færðir fyrir dómara í dag

22.8. Fjórir menn, sem sakaðir eru um að tilheyra hópnum sem stóð á bak við hryðjuverkaárásina í Barcelona í síðustu viku, koma fyrir dómara í Madríd í dag. Meira »

Andlegur leiðtogi hópsins látinn

21.8. Imam, sem talinn er hafa verið leiðtogi tólf manna hópsins sem framdi hryðju­verk­in í Barcelona í síðustu viku, er látinn. Þetta hefur spænska lögreglan staðfest að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar. Meira »

Skotinn til bana af lögreglunni

21.8. Lögreglan í Katalóníu hefur skotið til bana mann sem hugsanlega er Younes Abouyaaqoub sem er talinn hafa ekið sendiferðabíl á gangandi vegfarendur í Barcelona í síðustu viku. Meira »

Vita hver ók sendibílnum

21.8. Spænska lögreglan greindi frá því í morgun að kennsl hefðu verið borin á ökumann sendibílsins sem ók inn í hóp fólks á Römblunni í Barcelona í síðustu viku. 13 létust í árásinni. Meira »

Julian litli er látinn

20.8. Bresk-ástralski drengurinn sem saknað var eftir hryðjuverkin í Barcelona er látinn. Þetta hafa lögregluyfirvöld staðfest í samtali við AFP-fréttastofuna. Meira »

Telja sig hafa fundið lík drengsins

20.8. Spænsk yfirvöld telja sig hafa fundið lík hins sjö ára gamla Ju­li­an Al­ess­andro Ca­dm­an, sem hefur verið saknað eftir hryðjuverkin í Barcelona á fimmtudag. Enn á hins vegar eftir að bera formlega kennsl á líkið. Meira »

Nafngreina leiðtoga hópsins

19.8. Lögreglan í Katalóníu hefur ráðist inn á heimili imams í bænum Ripoll, en talið er að hann hafi verið leiðtogi tólf manna hópsins sem framdi hryðjuverkin í Barcelona í fyrradag. Meira »

Rangt að drengurinn sé fundinn

19.8. Fréttir um að sjö ára drengur, sem saknað er eftir hryðjuverkin í Barcelona, hafi fundist á lífi eru rangar.   Meira »

Bílstjórinn mögulega enn á lífi

19.8. Talið er að ökumaður bílsins sem ók á mannfjöldann á Römblunni í Barcelona í fyrradag sé enn á lífi, að sögn spænsku lögreglunnar. Meira »

Mikill samhugur í Barcelona

18.8. „Það er eins og fólk láti þetta ekki á sig fá og maður skynjar mikla samstöðu. Kaffihúsin eru opin og það er iðandi mannlíf. Það er mikil öryggisgæsla og blaðamenn eru alls staðar,“ segir Einar Ragnarsson sem er í fríi í Barcelona á Spáni ásamt konu sinni. Meira »

Höfðu skipulagt frekari hryðjuverk

18.8. Árásarmennirnir sem stóðu að hryðjuverkunum á Römblunni í Barcelona í gær og í borginni Cambrils höfðu skipulagt enn stærri hryðjuverkaárás, að sögn katalónsku lögreglunnar. Meira »

Munir til minningar færðir á safn

29.8. Allar gjafir sem voru lagðar á reit til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar á Römblunni í Barcelona 17. ágúst verða færðar í safn borgarinnar, að sögn borgarstjóra Barcelona. Alls létust 16 í árásinni og um 120 særðust þegar flutn­inga­bíl var ekið á gang­andi veg­far­end­ur á Römblunni. Meira »

Vill samstarf hryðjuverkalögreglu innan ESB

25.8. Stjórnvöld á Spáni ætla að fara þess á leit við þjóðarleiðtoga Frakklands, Ítalíu og Þýskalands að samstarf þvert á landamæri í aðgerðum gegn hryðjuverkum verði til umræðu á leiðtogafundinum í París á mánudag. Meira »

Charlie Hebdo ögrar enn á ný

24.8. Franska ádeiluritið Charlie Hebdo birti ögrandi mynd á forsíðu blaðsins sem kom út í gær. Teiknarinn beinir sjónum að íslam og hryðjuverkaárásinni í Barcelona viku fyrr. Óttast ýmsir að með þessu geti vikuritið ýtt undir múslimahatur. Meira »

Skipulögðu stærri árásir

22.8. Mohamed Houli Chemlal, grunaður meðlimur í hryðjuverkahópnum sem skipulagði árásina í Barcelona í síðustu viku, viðurkenndi fyrir dómara í dag að hann og félagar hans hefðu skipulagt stærri árásir. Meira »

Var „venjulegur verksmiðjustarfsmaður“

21.8. Marokkómaðurinn Younes Abouyaaqoub, sem talinn er hafa ekið flutningabílnum sem varð 13 manns að bana á Römblunni í Barcelona á fimmtudag, virtist hafa aðlagast spænsku samfélagi vel. Íbúar heimabæjar hans Ripoll eru nú í áfalli. Meira »

Árásarmaðurinn er sá látni

21.8. Lögreglan í Katalóníu hefur staðfest að maðurinn sem var skotinn til bana fyrr í dag sé Younes Abouyaaqoub, sem er grunaður um að hafa ekið sendiferðabíl á gangandi vegfarendur í Barcelona í síðustu viku. Meira »

Hættulegur og mögulega vopnaður

21.8. Yfirvöld í Katalóníu greindu frá því áðan að fimmtán væru látnir eftir árásina í Barcelona í síðustu viku. Hryðjuverkamannsins, sem ók inn í hóp fólks á Römblunni, er nú leitað um alla Evrópu. Lögreglan segir hann hættulegan og mögulega vopnaðan. Meira »

Fundu leifar af TATP-sprengjuefni

20.8. Leifar af svokallaðri TATP-sprengju fundust í húsleit í spænska bænum Alcanar, um 200 kílómetra suður af Barcelona. Frá þessu greindi spænska lögreglan í morgun en talið er að hryðjuverkamennirnir sem gerðu árásirnar í Barcelona og Cabrils í síðustu viku hafi notað húsið til sprengjuframleiðslu. Meira »

Er ökumaðurinn enn á Spáni?

20.8. Spænska lögreglan veit ekki fyrir víst hvort hinn 22 ára gamli Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um að hafa ekið sendiferðabifreið á gangandi vegfarendur í Barcelona á Spáni fyrir helgi, sé enn í landinu. Þetta kemur fram í frétt AFP. Meira »

Auka viðbúnað eftir árásirnar

20.8. Spænsk yfirvöld munu auka viðbúnað á fjölförnum stöðum eftir hryðjuverkaárásirnar í Barcelona og Cambrils í vikunni. Fjórtán eru látnir eftir árásirnar, sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á. Meira »

Þau sem létust í Barcelona

19.8. Fjórtán hafa látist eftir hryðjuverkaárásina í Barcelona á fimmtudag þegar sendiferðabíl var ekið var á hóp fólks á Römblunni. Nöfn nokkurra þeirra hafa verið opinberuð og hér er það sem við vitum um fórnarlömbin. Meira »

Bílar sem vopn: Hvers vegna?

19.8. Á einu ári hafa verið gerðar að minnsta kosti sjö mann­skæðar ­árás­ir í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem bíl er ekið inn í mann­fjölda. Meira »

Fjórir hryðjuverkamenn nafngreindir

18.8. Spænska lögreglan birti í dag nöfn þriggja karlmanna frá Marokkó sem grunaðir eru um hryðjuverkin sem framin voru í landinu í gær og síðastliðna nótt og eins spænsks ríkisborgara. Þrír mannanna voru skotnir til bana af spænskum öryggissveitum í bænum Cambrils en eins þeirra er leitað. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

18.8. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Á annað hundrað látist í ökutækjaárásum

18.8. Ökutæki hafa verið notuð sem vopn í hryðjuverkaárásum víðs vegar um Evrópu á síðustu árum. Að minnsta kosti 14 manns lét­ust og yfir 100 særðust þegar sendibíl var ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona í gær.  Meira »