Sérstakur gegn Landsbankamönnum

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

20.5. Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Sigríður Elín hefur hafið afplánun

15.3.2016 Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hún hlaut í Hæstaréttar í Ímon-málinu svokallaða í október á síðasta ári. Meira »

Tókst ekki að sanna ásetning

10.3.2016 Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, höfðu ekki ásetning til að afla Kaupþingi fjárvinnings með þeim hætti að Landsbankinn biði tjón. Þetta kemur fram í forsendum Hæstaréttar. Meira »

„Var frá upphafi hrein vitleysa“

10.3.2016 Rannsakendur og ákæruvaldið hefðu getað séð það strax frá upphafi að kaupréttarmál Landsbankans væri rugl ef þeir hefðu strax aflað þeirra gagna sem verjendur óskuðu eftir en var ekki gert. „Þetta mál var frá upphafi hrein vitleysa.“ Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Meira »

Sigurjón og Elín sýknuð í Hæstarétti

10.3.2016 Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans voru bæði sýknuð í Hæstarétti Íslands fyrir umboðssvik í svokölluðu kaupréttarmáli Landsbankans. Meira »

Ekki ætti að gera neitt

26.2.2016 Sú umgjörð sem komið var upp í kringum kaupréttarfélög Landsbankans sparaði bankanum 10,3 milljarða og dró úr áhættu bankans. Þetta kom fram í máli Sigurðar Guðjónssonar, verjanda Sigurjóns Árnasonar, fyrrum bankastjóra Landsbankans, fyrir Hæstarétti í dag. Meira »

Vill refsiauka á Sigurjón

26.2.2016 Málflutningur í kaupréttarmáli Landsbankans hófst í morgun í Hæstarétti Íslands, en í málinu eru fyrrverandi yfirmenn bankans, Sigurjón Árnason og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, ákærð fyrir umboðssvik við veitingu sjálfskuldarábyrgðar á lánasamningum tveggja aflandsfélaga við Kaupþing. Meira »

Áhrif dómsins mikil á komandi mál

7.2.2016 Dómurinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans setur mjög afgerandi fordæmi og væntanlega verður litið til þess við afgreiðslu mála sem eiga eftir að koma til kasta Hæstaréttar og sem gætu komið fyrir héraðsdóm seinna. Þetta segir Ólafur Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Meira »

Óformleg viðskiptavakt ólögleg

4.2.2016 Hæstiréttur segir óformlega viðskiptavakt, sem var stunduð af viðskiptabönkunum fyrir hrun, vera ólöglega. Þessi háttur á viðskiptavakt hefur mikið komið við sögu í markaðsmisnotkunarmálum Landsbankans og Kaupþings sem rekin hafa verið fyrir dómstólum undanfarin ár. Meira »

Hæstiréttur: Brotið á rétti ákærðu

4.2.2016 Með því að hlusta á símtöl ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans skömmu eftir að þeir höfðu gefið skýrslu hjá lögreglu þar sem þeir höfðu réttarstöðu sakborninga og var því óskylt að svara spurningum um meinta refsiverða hegðun var brotið gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Meira »

Brotin umfangsmikil og þaulskipulögð

4.2.2016 Markaðsmisnotkunarbrotin sem fjórir fyrrum Landsbankamenn voru dæmdir fyrir í Hæstarétti í dag voru „mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma.” Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar. Meira »

Fordæmisgefandi dómur

4.2.2016 Saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans segir dóm Hæstaréttar í dag í samræmi við það sem lagt var upp með, sérstaklega að sakfellt sé fyrir allt tímabilið. Þetta segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari í samtali við mbl.is. Meira »

Heildardómurinn 5 ára fangelsi

4.2.2016 Heildardómur yfir Sigurjóni Árnasyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans, í báðum markaðsmisnotkunarmálunum sem dæmt hefur verið í í Hæstarétti er samtals 5 ára fangelsi, en málinu var skipt í héraðsdómi í Ímon-málið (söluhliðin) og markaðsmisnotkunarmálið (kauphliðin). Dæmt hefur verið í báðum málum. Meira »

Landsbankamenn sakfelldir

4.2.2016 Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjóns­son fyrr­um for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bankans var dæmdur í 2 ára fangelsi. Meira »

„Fyrir hvað er ég ákærður?“

15.1.2016 Skortur á sönnunarfærslu, engin sýnileg gögn sem benda til markaðsmisnotkunar, leiðandi skýrslutökur og tilvitnanir í rússneskt réttarfar eru meðal þess sem kom fram í máli verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í dag í Hæstarétti. Meira »

Saksóknari ætti að fræða sænska ríkið

15.1.2016 Saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans hefur komist að nýju lögmáli í markaðsviðskiptum og ætti að fræða sænska ríkið og fjárfestingafélagið Hagamel um hvernig hægt sé að selja stóran hluta hlutabréfa á opnum markaði án þess að það hafi áhrif á markaðsverð. Þetta kom fram í máli verjanda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Meira »

Appelsínur og hlutabréf

15.1.2016 Þegar verið er að meta kaup og sölu Landsbankans á eigin hlutabréfum er ekki nóg að horfa bara til paraðra viðskipta, heldur þarf að horfa til utanþingsviðskipta. Þetta kom fram í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fyrir Hæstarétti í dag. Var Kauphallarviðskiptum m.a. líkt við appelsínuviðskipti. Meira »

Eiríkur og Sigurður tókust á

15.1.2016 Sigurður Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og Eiríkur Tómasson, dómari, tókust nokkuð harkalega á í flutningi markaðsmisnotkunarmáls Landsbankans fyrir dómstólnum í dag. Spurði Eiríkur Sigurð ítrekað út í tvö atriði sem telja má að skipti talsverðu máli um sekt eða sakleysi umbjóðanda Sigurðar. Meira »

Vill þyngja refsingu Landsbankamanna

15.1.2016 Saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fór í Hæstarétti fram á þyngri refsingar yfir ákærðu í málinu, en áður hafði héraðsdómur dæmt þrjá starfsmenn bankans í níu til tólf mánaða fangelsi og sýknað einn ákærðu. Meira »

Sigurjón unir ekki dómnum og áfrýjar

19.11.2014 Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni og þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans. Þetta staðfestir verjandi Sigurjóns í samtali við mbl.is. Meira »

66,8 milljónir falla á ríkið

19.11.2014 Alls falla um 66,8 milljónir króna á ríkið í málsvarnarkostnað vegna markaðsmisnotkunarmálsins svonefnda gegn Landsbankamönnum. Heildarmálskostnaður nemur um 118 milljónum króna. Þar af þarf Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri, að greiða 19,5 milljónir króna. Meira »

Sigurjón: Dómur til friðþægingar

19.11.2014 „Þetta kemur mér mjög á óvart,“ segir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, um niðurstöðu markaðsmisnotkunarmálsins svokallaða. Sigurjón var í morgun dæmdur í tólf mánaða fangelsi en þar af níu mánuði skilorðsbundna. Meira »

Sigurjón Árnason sakfelldur

19.11.2014 Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í morgun dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðbundið, fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu hjá Landsbankanum. Meira »

„Stóra spurningin er af hverju?“

16.10.2014 Munnlegum málflutningi í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans lauk nú á sjötta tímanum. Aðalmeðferð málsins er þar með lokið og hefur það verið dómtekið. Meira »

„Það voru engin lögbrot“

16.10.2014 „Það var engin skipulögð brotastarfsemi. Það voru engar annarlegar hvatir og það voru engin lögbrot,“ sagði verjandi Ívars Gujónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin viðskipta Landsbankans, á lokadegi markaðsmisnotkunarmáls sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi Landsbankamönnum. Meira »

Átti ekki sjálfur hlutabréf í bankanum

15.10.2014 Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, átti ekki hlutabréf í bankanum né öðru félagi sem skráð var á í Kauphöll Íslands. Ástæðan var sú að hann taldi að ef hann seldi eða keypti bréf í bankanum gæti það verið túlkað sem vísbending fyrir markaðinn um að kaupa annað hvort eða selja. Meira »

Reikningur Sigurjóns 46 milljónir

15.10.2014 Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Árnasonar, hóf ræðu sína í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegið á því að fara yfir tímaskýrslu vegna vinnu sinnar fyrir Sigurjón. Sagðist hann hafa varið 2.200 vinnustundum í málið sem þýði að reikningur Sigurjóns sé kominn upp í 46 milljónir króna. Meira »

Brotin gerast vart alvarlegri

15.10.2014 Sérstakur saksóknari krefst þess að fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur líti til refsiramma laganna þegar refsing er ákveðin fyrir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Á hann því yfir höfði sér 6 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um markaðsmisnotkun. Meira »

Maðurinn sem hratt málinu af stað

15.10.2014 Starfsmaður Kauphallarinnar sem skrifaði bréf til Fjármálaeftirlitsins í janúar 2009 og hvatti til þess að rannsakað yrði hvort innan Landsbankans, Kaupþings og Glitnis hefði verið stunduð markaðsmisnotkun kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag. Og varð orrahríð. Meira »

Engin markaðsframkvæmd viðurkennd

13.10.2014 „Fjármálaeftirlitið hefur ekki viðurkennt tiltekna markaðsframkvæmd um viðskipti eða fyrirmæli á skipulegum verðbréfamarkaði, á grundvelli ákvæða laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 né með öðrum sambærilegum hætti.“ Þetta segir í svari FME til saksóknara sem lagt var fram í héraðsdómi í morgun. Meira »