Siðanefnd Alþingis

Þungbært að sitja undir ásökunum

22.5. „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis í tilefni af umræðu á þingfundi í gær þar sem því hafi verið haldið fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson alþingismaður hefði dregið sér almannafé. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

21.5. „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Menn vilja fara með löndum

20.5. Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

19.5. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Helga Vala vill breyta siðareglum

18.5. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að koma þurfi málum siðanefndar Alþingis í nýjan farveg. Hún vill stíga varlega til jarðar í þeim efnum en segir þó breytinga þörf. Meira »

Beri vott af þöggunartilburðum

18.5. Landssamband Framsóknarkvenna telur niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafi brotið gegn siðareglum með ummælum sínum bera vott af þöggunartilburðum. Meira »

Hissa á að trúnaður væri rofinn

17.5. „Ég var beðinn um trúnað vegna þessa máls og ég hef hugsað mér að halda þann trúnað,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi brotið gegn siðareglum alþingismanna. Meira »

Ósammála niðurstöðu siðanefndar

17.5. Þingflokkur Pírata ber fullt traust til Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns flokksins, þrátt fyrir að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi brotið gegn siðareglum þingmanna með ummælum sem hún lét falla um akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Siðanefnd endurskoði niðurstöðuna

17.5. Mikilvægt er að siðanefnd Alþingis meti í hvaða samhengi og við hvaða aðstæður ummæli sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lét falla um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, vegna akstursgreiðslna þingsins til hans við mat á því hvort þau hafi brotið gegn siðareglum. Meira »

Telur Þórhildi Sunnu brotlega

17.5. Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Meira »