Sigurður Ingi Þórðarson (Siggi hakkari)

Dæmdur í þriggja ára fangelsi

25.9.2015 Sigurður Ingi Þórðarson, Siggi hakkari, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða fórnarlömbum sínum 8,6 milljónir í miskabætur og rúmar 6 milljónir í sakarkostnað. Sig­urður játaði við fyr­ir­töku í Héraðsdómi Reykja­ness í ágúst að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn níu pilt­um. Meira »

Sigurður játar kynferðisbrot

28.8.2015 Sigurður Ingi Þórðarson játaði við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa brotið kynferðislega gegn níu piltum.   Meira »

Siggi hakkari tók sér frest

20.8.2015 Sigurður Ingi Þórðarson, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir kynferðisbrot, tók sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Málinu var því næst frestað fram til föstudagsins 28. ágúst, en þá mun hann láta uppi afstöðu sína. Meira »

Siggi hakkari ákærður fyrir kynferðisbrot

10.7.2015 Sigurður Ingi Þórðarson, sem betur er þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur verið ákærður fyrir brot gegn níu drengjum, meðal annars kynferðisbrot. Þetta kemur fram á vef RÚV. Meira »

Sveik út pítsur og bíómiða

22.12.2014 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, játaði að hafa svikið út eða stolið vörum og þjónustu fyrir um 30 milljónir króna. Þar á meðal var þjónusta bílaleiga og tölvuvörur en einnig hversdagslegri hlutir. Þannig sveik hann út pítsur og bíómiða að andvirði hundruð þúsunda króna. Meira »

Greiði Wikileaks 7 milljónir

22.12.2014 Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, þarf að greiða samtökunum Wikileaks rúmar sjö milljónir króna sem hann sveik út úr samtökunum. Sigurður þarf samtals að greiða rúmar 15 milljónir króna vegna fjársvika og rúmar þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Meira »

Siggi hakkari í 2 ára fangelsi

22.12.2014 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Sigurð Inga Þórðarson, sem betur er þekktur sem Siggi hakkari, í tveggja ára fangelsi fyrir aðallega fjársvik. Alls nam upphæðin sem Sigurður Ingi játaði að hafa stolið eða svikið út um þrjátíu milljónum króna. Meira »

Vill Sigga hakkara í 2 ára fangelsi

26.11.2014 Saksóknari í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn Sigurði Inga Þórðarsyni, Sigga hakkara, krefst þess að Héraðsdómur Reykjaness dæmi hann í tveggja ára fangelsi. Sagði hann að réttarvitund almennings yrði gróflega misboðið hlyti hann vægari refsingu fyrir brot sín. Meira »

Siggi hakkari: „Ég játa sök“

26.11.2014 Sigurður Ingi Þórðarson, sem einnig er þekktur sem Siggi hakkari, hefur ákveðið að breyta afstöðu sinnar til ákæru á hendur sér. Ákær­an er á þrjá­tíu blaðsíðum, í 18 köfl­um, og varða umfangsmikil fjársvik en alls nem­ur upp­hæðin sem Sigurður sveik út eða stal um þrjá­tíu millj­ón­um króna. Meira »

Siggi hakkari fyrir dóm í desember

20.11.2014 Aðalmeðferð í máli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara hefst 2. desember. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi Sigurðar í samtali við mbl.is. Meira »

Assange gefur skýrslu í gegnum síma

19.11.2014 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem fallist var á kröfu ákæruvaldsins um að Julien Assange, stofnandi Wikileaks, gefi skýrslu fyrir dómi í gegnum síma í fjársvikamáli gegn Sigurði Inga Þórðarsyni, sem er betur þekktur sem Siggi Hakkari. Meira »

Þarf ekki að koma til Íslands

14.11.2014 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, þarf ekki að koma til Íslands til að bera vitni í fjársvikamáli. Héraðsdómur Reykjaness féllst á þá kröfu ákæruvaldsins í málinu að Assange bæri vitni í gegnum síma. Verjandi sakborningsins hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Meira »

Assange gefi skýrslu á Íslandi

7.11.2014 Tekist var á um vitnisframburð Julian Assange við fyrirtöku í fjársvikamáli Sigurðar Inga Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi Sigurðar krefst þess að Assange, sem er meðal vitna í málinu, mæti fyrir héraðsdóm til að gefa skýrslu í málinu. Meira »

Siggi hakkari sakhæfur en siðblindur

5.11.2014 Í niðurstöðu geðrannsóknar yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, sem þekktur er sem Siggi hakkari, segir að hann sé sakhæfur en siðblindur. Vandi hans felist í hömluleysi og erfiðleikum við að fresta fullnægingu þarfa. Þá iðrist hann ekki gerða sinna og geti ekki sýnt merki djúprar sektarkenndar. Meira »

Vilja rannsókn á fundum Sigga hakkara og FBI

13.7.2014 WikiLeaks-samtökin hafa farið fram á að rannsókn verði gerð á því hvort dönsk yfirvöld hafi brotið lög þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) áttu fundi með Sigga hakkara á þremur stöðum í Danmörku. Meira »

Krefst þess að Assange beri vitni

12.6.2014 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Sigurðar Inga Þórðarsonar, mun krefjast þess að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gefi skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn Sigurði Inga. Assange heldur sem kunnugt er til í sendiráði Ekvadors í London. Meira »

Ævintýraleg ákæra yfir „Sigga hakkara“

12.6.2014 Sigurður Ingi Þórðarson, sem jafnan er nefndur Siggi hakkari, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þá var þingfest yfir honum ákæra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ákæran er á þrjátíu blaðsíðum, í 18 köflum, og sat Sigurður Ingi sallarólegur á meðan hún var lesin upp. Meira »

„Siggi hakkari“ fyrir dóm á ný

10.6.2014 Sigurður Ingi Þórðarsson, betur þekktur sem Siggi hakkari, fer fyrir dóm í héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag þar sem þingfest verður ákæra á hendur honum í 18 liðum. Hann er sakaður um stórfelldan fjárdrátt, fjársvik og þjófnað, að sögn Rúv. Meira »

Fyrst og síðast mannlegur harmleikur

22.8.2013 Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, Sigga hakkara, en hann var kærður fyrir að reyna kúga út úr Nóa Síríus fé. Forsvarsmenn Nóa Síríus segja málið fyrst og síðast mannlegan harmleik þeirra sem í hlut eiga. Meira »

Siggi hakkari á lúxushótelum

15.8.2013 Bandaríska alríkislögreglan, FBI, bauð Sigurði Inga Þórðarsyni, sem hefur verið kallaður Siggi hakkari, á lúxushótel í Kaupmannahöfn þar sem tekin voru við hann viðtöl um uppljóstrunarsíðuna Wikileaks haustið 2011. Var það eftir að samstarfi við fulltrúa FBI var hætt hér á landi. Meira »

„Siggi hakkari“ á launaskrá FBI

27.6.2013 Tæknitímaritið Wired hefur birt ítarlega umfjöllun um Sigurð Inga Þórðarson, sem hefur verið kallaður Siggi hakkari, undir yfirskriftinni „Sjálfboðaliði Wikileaks var uppljóstrari á launaskrá FBI“. Fjallað er um tengsl hans við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og samskipti við FBI (bandarísku alríkislögregluna). Meira »

Segir Sigurð átt að vera tálbeitu

21.2.2013 Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis segir samskipti Ögmundar Jónassonar við bandarísku alríkislögregluna, FBI, eðlileg. Ljóst sé af framburði „Sigga hakkara“ á fundi nefndarinnar í morgun að FBI hafi ætlað sér að nota hann sem tálbeitu í rannsókn á WikiLeaks. Meira »

„Siggi hakkari“ mætti á þingnefndarfund

21.2.2013 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun til að ræða aðgerðir FBI á Íslandi sumarið 2011. Sigurður Þórðarson (Siggi hakkari), sem FBI ræddi við í ágúst það ár, kom fyrir nefndina, en hann óskaði sjálfur eftir því að ræða við nefndina. Meira »

Tölvuárás í rannsókn

5.2.2013 „Heimsókn FBI var unnin í samráði við íslensk stjórnvöld og algjörlega farið eftir þeim vinnureglum sem gilda í samskiptum landanna. Meira »

Íslenski hakkarinn fæddur 1992

4.2.2013 Heimildir mbl.is herma að Íslendingurinn sem ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari hafi til rannsóknar og tengist WikiLeaks sé sá hinn sami og sagði í útvarpsþættinum The Documentary á BBC þann 1. janúar 2013 að hann hefði 12 ára gamall hakkað sig inn í tölvukerfi stjórnarráðsins. Meira »

Vísar öllum tengslum á bug

4.2.2013 „Mér þætti fróðlegt að vita hvað hafi komið út úr þessari rannsókn og ef ekkert hefur komið út úr henni hvað hún segi til um upphaflegt tilefni þessa fjaðrafoks,“ sagði Kristinn Hrafnsson. Meira »

FBI rannsakaði tölvuárás á Ísland

4.2.2013 Koma starfsmanna bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, til Íslands í ágúst 2011 grundvallaðist á fyrirliggjandi réttarbeiðni og var liður í rannsókn þeirra og rannsókn íslensku lögreglunnar vegna mögulegrar tölvuárásar á tölvukerfi stjórnarráðsins. Meira »

Meta þarf hagsmuni birtingar í fjölmiðlum hverju sinni

3.2.2010 Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að kaupi fjölmiðlar stolin gögn og birti þau standi þeir annars vegar frammi fyrir sjónarmiði um friðhelgi einkalífsins og hins vegar tjáningarfrelsinu en meta þurfi hagsmuni þegar fjölmiðlar eigi í hlut. Meira »

Upplýsingastuldur í rannsókn

1.2.2010 Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsakar nú mál sem varðar stuld á trúnaðargögnum úr tölvu lögmanns þekktra einstaklinga á borð við Karl Wernesson í Milestone ehf. og Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns. Grunur leikur á að þjófurinn hafi selt upplýsingarnar til fjölmiðla. Meira »