Simbabve

Nauðgað af hermönnum

1.2. Nokkur fjöldi kvenna í Simbabve hefur sakað hermenn og lögreglumenn um nauðganir undanfarnar vikur, en róstusamt hefur verið í ríkinu undanfarnar vikur vegna mótmæla, sem rekja má til þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að tvöfalda verð á eldsneyti, til að mæta eldsneytisskorti. Meira »

Beita mótmælendur kerfisbundnum pyntingum

23.1. Mannréttindaráð Simbabve sakar hermenn þar í landi um að beita kerfisbundnum pyntingum til þess að brjóta á bak aftur mótmæli. Meira »

Slökkt á netinu í Simbabve

18.1. Stjórnvöld í Simbabve hafa algjörlega lokað fyrir aðgang landsmanna að netinu, samkvæmt því sem Econet, eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, segir fjölmiðlum og viðskiptavinum með SMS-skilaboðum. 600 hafa verið handteknir af öryggissveitum í vikunni vegna mótmæla. Meira »

Stálu ferðatösku með fé Mugabes

10.1. Þrír komu fyrir rétt í Simbabve í dag ákærðir fyrir að hafa stolið ferðatösku sem innihélt 150.000 dollara og tilheyrði Robert Mugabe, fyrrverandi forseta landsins. BBC segir hina meintu þjófa þegar hafa eytt fénu í bíla, hús og búfénað. Meira »

Hvetur landsmenn til að horfa til framtíðar

13.8. Forseti Simbabve, Em­mer­son Mn­angagwa, hvatti í dag þjóð sína til að horfa til framtíðar og segja skilið við þær deilur sem urðu í kjölfar forsetakosninga í landinu í síðasta mánuði. Meira »

Mnangwa kjörinn forseti Simbabve

2.8. Emmerson Mnangwa, sitjandi forseti í Simbabve, hlaut meirihluta atkvæða í forsetakosningunum í Simbabve. Yfirkjörstjórn landsins greindi frá því í kvöld að Mnangwa hlaut 50,8 prósent atkvæða en Nelson Chamisa 44,3 prósent. Meira »

Hermenn rýmdu götur í Harare

2.8. Hermenn og lögreglumenn rýmdu götur í miðborg Harare, höfuðborg Simbabve, í morgun en í gær voru þrír mótmælendur úr röðum stjórnarandstæðinga skotnir til bana. Meira »

Dauði mótmælenda verði rannsakaður

2.8. Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, vill að sjálfstæð rannsókn fari fram á dauða þriggja mótmælenda í höfuðborginni Harare í gær. Meira »

Fordæma notkun hervalds

1.8. Herinn í Simbabve greip til vopna í dag, gegn mótmælendum úr röðum stjórnarandstæðinga. Þrír hafa látist, en gríðarleg ólga er í höfuðborginni Harare og víðar eftir að ljóst varð að stjórnarflokkurinn ZANU-PF hefði hlotið meirihluta í þingi landsins. Meira »

Átök milli hers og stjórnarandstæðinga

1.8. Að minnsta kosti einn er látinn eftir að til óeirða kom í höfuðborg Simbabve eftir að tölur voru birtar í þingkosningunum í dag. BBC segir herinn hafa skotið á mannfjölda í höfuðborginni Harare eftir að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar gengu berserksgang. Meira »

Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri

31.7. Nel­son Chamisa, frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar (MND), hefur lýst yfir sigri í forsetakosningnunum í Simbabve sem fóru fram í gær. Emmerson Mnangagwa, forseti landsins, sagðist þó einnig jákvæður á sigurlíkur sínar. Meira »

Segir engin dæmi um kosningasvik

31.7. Yfirkjörstjórn Simbabve lýsti því í dag yfir að ekki hefðu verið nein dæmi um kosningasvik í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í landinu í gær. „Við erum þess að algjörlega fullviss að ekkert var um svik,“ sagði formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Gæti tekið fimm daga að fá úrslitin

30.7. Talning stendur nú yfir í Simbabve, þar sem forseta- og þingkosningar fóru fram í dag. Biðraðir voru við kjörstöðvar víða í landinu og talið er að yfir 75% þeirra 5,6 milljóna sem voru á kjörskrá hafi greitt atkvæði. Fimm daga gæti tekið að fá úrslit kosninganna staðfest. Meira »

Segir Guð eyða áhrifum kosningasvindls

30.7. Kjörstaðir í Simbabve opnuðu í morgun og hafa þegar myndast miklar raðir við marga kjörstaði. Nelson Chamisa frambjóðandi segir raðir við kjörstaði sviðsettar til þess að hafa áhrif á kjósendur. 23 einstaklingar eru í framboði til forseta. Meira »

Fyrstu kosningarnar án Mugabe

30.7. Kosningar fara fram í Simbabve í dag, þær fyrstu frá því landið hlaut sjálfstæði 1980 þar sem Robert Mugabe, fyrrverandi forseti landsins, er ekki í framboði. Mugabe var hrakinn frá völdum í fyrra eftir tæpa fjóra áratugi á valdastóli. Meira »

Mugabe snýr baki við flokki sínum

29.7. Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Zimbabwe, sem steypt var af stóli af her landsins í nóvember, hefur kallað eftir því að fyrrverandi flokkur hans verði kosinn burt úr ríkisstjórninni í kosningum sem fram fara á morgun. Meira »

Hætta að taka land af hvítum bændum

21.7. Emmerson Mnangagwa forseti Simbabve kallar eftir því að svartir og hvítir íbúar ríkisins sameinist í aðdraganda forsetakosninga í landinu. Hann hefur gefið út að hætt verði að jaka jarðir af hvítum bændum í landinu, en það var stefna sem forveri hans í starfi, Robert Mugabe, studdi. Meira »

Ráðherra dæmdur fyrir spillingu

20.7. Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Robert Mugabe í Simbabve hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir spillingu.  Meira »

„Þetta var valdarán“

15.3. Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simba­bve, segist hafa sagt af sér sem forseti í kjölfar valdaráns. Mugabe var forseti landsins í 20 ár en hafði áður verið forsætisráðherra í sjö ár, áður en Em­mer­son Mn­angagwa tók við embætti forseta seint á síðasta ári. Meira »

Mnangagwa gagnrýndur fyrir vinahylli

1.12.2017 Emmerson Mnangagwa, sem tók við embætti forseta Simbabve í síðustu viku, hefur nú skipað nýja stjórn í landinu. Nýja ríkisstjórnin er að mestu skipuð ráðherrum sem fyrir voru í stjórn Robert Mugabes, sem sagði af sér í kjölfar mótmæla og valdatöku hersins, og hátt settum einstaklingum í hernum. Meira »

Mugabe „nokkuð kátur“

26.11.2017 Frændi Roberts Mugabe, fyrrverandi forseta Simbabve, segir að frændi sinn sé við góða heilsu og „nokkuð kátur“ eftir að hafa loks látið undan þrýstingi og sagt af sér í vikunni. Mugabe hélt um stjórnartaumana í landinu í 37 ár. Meira »

Emmerson sór embættiseið

24.11.2017 Emmerson Mnangagwa, nýr forseti Simbabve, sór embættiseið sinn að viðstöddu fjölmenni á íþróttaleikvangi í höfuðborginni Harare í dag. Þar með er 37 ára valdatíð Roberts Mugabe formlega á enda. Meira »

Mugabe fær friðhelgi

23.11.2017 Robert Mugabe, sem lét af embætti forseta Simbabve á þriðjudag, mun njóta friðhelgi og verður ekki saksóttur fyrir meinta embættisglæpi sína. Einnig tryggja stjórnvöld öryggi hans og fjölskyldu hans. Meira »

Mnangagwa lofar nýju skeiði lýðræðis

23.11.2017 Emmerson Mnangagwa, nýr leiðtogi Simbabve, sagði mannfjöldanum sem fagnaði honum í höfuðborginni Harare að nýtt skeið lýðræðis tæki nú við í Simbabve. Robert Mugabe, forseti landsins til áratuga, sagði af sér á þriðjudag eftir mikinn þrýsting frá hernum, almenningi og eigin stjórnmálaflokki. Meira »

Simbabvebúar fagna afsögn Mugabes

22.11.2017 Íbúar Simbabve fögnuð langt fram eftir nóttu afsögn Robert Mugabes forseta landsins, en Mugebe greindi frá því í gær að hann myndi láta undan þrýstingi og segja af sér. Þingmenn fögnuðu ákvörðun Mugabes og fólk dansaði og söng á götum úti, sumir veifuðu líka fánum og aðrir þeyttu bílflautur. Meira »

Mugabe segir af sér

21.11.2017 Forseti Simbabve, Robert Mugabe, hefur látið undan miklum þrýstingi og ákveðið að stíga til hliðar. Þetta var tilkynnt á þingi landsins síðdegis í dag. Meira »

Staðan í Simbabve í hnotskurn

21.11.2017 Stjórnmálakreppan í Simbabve er sú dýpsta og flóknasta frá því landið fékk sjálfstæði árið 1980. Sá sem haldið hefur um valdatauma landsins allt frá þeim tíma, Robert Mugabe, neitar að stíga til hliðar sem forseti þrátt fyrir að herinn hafi í raun tekið völdin í landinu. Meira »

Hvetja til mótmæla gegn Mugabe

21.11.2017 Fyrrverandi hermenn í Simbabve hvöttu í dag til mótmæla gegn forsetanum Robert Mugabe. Þing landsins hyggst kæra Mugabe og í kjölfarið stendur til að leggja fram tillögu um að honum verði vikið úr embætti. Meira »

Hunsar frest til að segja af sér

20.11.2017 Stjórnarflokkur Simbabve, Zanu-PF, hefur boðað þingmenn sína á fund til að ræða framtíð Roberts Mugabe, forseta landsins.  Meira »

Mugabe ávarpar þjóðina en neitar afsögn

19.11.2017 Robert Mugabe, forseti Simbabve, ávarpaði þjóð sína fyrir skömmu í sjónvarpi þar sem búist var við því að hann myndi segja af sér. Fréttatofa AFP hafði það eftir öruggum heimildum að forsetinn hefði samþykkt að segja af sér. Meira »