Skógareldar í Portúgal

Brennuvargar að verki í Portúgal

18.8. Um 2.000 þorpsbúar eru innlyksa vegna skógarelda sem nú geisa í Portúgal. Eldarnir loga á tveimur stöðum í miðhluta landsins. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á nokkrum svæðum þar sem áfram er spáð heitu og þurru veðri. Meira »

1.800 flýja eldana á Spáni

25.6. Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við að ná tökum á skógareldum á Suður-Spáni. Yfir 1.800 manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið, m.a. ferðamönnum sem hugðust gista á tjaldsvæðum í Donana-þjóðgarðinum. Meira »

Skógareldar loga á Suður-Spáni

25.6. Meira en 1.500 manns var gert að yfirgefa svæði í nágrenni mikilla skógarelda sem nú geisa á Suður-Spáni. Svæðið er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki. Meira »

Hafa loks náð tökum á eldunum

22.6. Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á skógareldunum í Portúgal að mestu. Að minnsta kosti 64 hafa látist frá því að eldarnir kviknuðu í miðhluta landsins um helgina. Meira »

Telur brennuvarg að verki

21.6. Yfirmaður slökkviliðs í Portúgal telur að brennuvargur hafi verið valdur að skógareldunum sem hafa orðið að minnsta kosti 64 manns að bana. Hann fullyrðir jafnframt að eldingin sem laust niður hafi komið tveimur klukkustundum eftir að eldurinn breiddist út. Meira »

Sjóðandi hiti frá Síberíu til London

21.6. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu. Júnímánuður verður að öllum líkindum sá heitasti í London frá árinu 1976. Óvenjuhár hitinn hefur sett strik í reikning Portúgala sem berjast enn við skógarelda af miklum móð. Meira »

Flugvél hrapaði í Portúgal

20.6. Flugvél sem notuð var í slökkvistarfi vegna skógareldanna í Portúgal hefur hrapað til jarðar. Ekki er ljóst sem stendur hvort einhver hafi látist í slysinu. Meira »

„Ekki nóg að kyssa á bágtið“

20.6. Spurningar hafa vaknað um viðbrögð yfirvalda við skógareldunum í Portúgal sem kostað hafa 64 lífið. Meðal hinna látnu er fjögurra ára drengur sem brann inni í bíl á flótta undan eldunum. Meira »

Tugir létust á „vegi dauðans“

20.6. Síhækkandi sumarhitinn í Portúgal hafa tafið slökkvistarf í skóglendum landsins mikið. Skógareldar hafa geisað í fleiri daga og nú þegar hitinn nær 38°C á daginn og vindur blæs halda þeir áfram að breiðast út og óttast er að aftur kvikni í á svæðum þar sem búið var að slökkva glæðurnar. Meira »

Földu sig í vatnstanki og lifðu af

19.6. Tólf komust lífs af í skógareldunum í Portúgal með því að leita skjóls inni í vatnstanki. Fólkið varð innlyksa er eldhafið umkringdi þorp þeirra. Meira »

Hættuleg blanda hita og eldfims gróðurs

19.6. Portúgal er sérstaklega viðkvæmt fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og því er hætta á því að fleiri gríðarmiklir skógareldar, líkir þeim sem nú geisa, verði í landinu í framtíðinni. Yfir sextíu eru taldir af eftir eldana síðustu daga. Meira »

„Allt brann á augabragði“

18.6. Að minnsta kosti 61 hefur látið lífið og 60 manns eru alvarlega slasaðir af völdum skógar­eldanna í Portúgal. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka því slökkviliðsmenn hafa enn ekki ráðið niðurlögum eldsins og er margra saknað. Skógareldarnir eru þeir mann­skæðustu í landinu í manna minn­um. Meira »

Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal

18.6. Portúgölsk stjórnvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna skógareldanna sem þar hafa geisað en þeir eru þeir mannskæðustu í manna minnum. Meira »

Hátt í 60 látnir í Portúgal

18.6. Tala látinna í skógareldunum í Portúgal er komin í 57. Flestir þeirra létust í bílum sínum er þeir reyndu að aka á brott frá eldinum. Meira »

Yfir 40 látnir eftir skógarelda

18.6. Að minnsta kosti 43 hafa farist í miklum skógareldum í miðhluta Portúgals. Margir þeirra brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja í burtu, að sögn stjórnvalda. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn hafa barist við eldana og 160 faratæki hafi verið notuð en eldurinn braust út seint í gærkvöldi. Meira »