Skógareldar í Svíþjóð

„Vetrarlandið okkar er að brenna“

27.7. Hinir gríðarlegu þurrkar og skógareldar sem geisað hafa í Svíþjóð vikum saman hafa eyðilegt mikilvæg beitilönd hreindýra sama. Hætta stafar þegar að lífsháttum samanna vegna námugraftar og skógarhöggs sem og loftslagsbreytinga sem þegar er farið að gæta á heimskautasvæðum. Meira »

Svíar fá aðstoð frá NATÓ

26.7. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir aðstoð frá Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, vegna skógareldanna þar í landi. Greiðlega hefur gengið að skorða af eldana til þess að hindra útbreiðslu þeirra en enn er mikill viðbúnaður í slökkvistarfi. Meira »

Spá rigningu í Svíþjóð

26.7. Spáð er rigningu í Svíþjóð um helgina og vonast er til þess að hún dragi úr útbreiðslu skógareldanna sem loga í landinu.   Meira »

Eldarnir slokkna ekki fyrr en snjóar

25.7. Skógareldarnir sem geisa í Svíþjóð verða ekki slökktir fyrr en snjóar í október eða nóvember, segir yfirmaður slökkvistarfsins í Gävleborg. Sænski herinn varpaði í dag sprengjum í Älvdalen til að hefta útbreiðslu eldsins. Meira »

Spá methita í Svíþjóð

25.7. Morgundagurinn verður líklega heitasti og þurrasti dagur ársins í Svíþjóð. Varað er við því að hitinn fari yfir 35°C en núverandi sumarmet ársins féll 16. júlí er hiti mældist 34,4°C í Uppsölum. Meira »

Franski herinn til aðstoðar í Svíþjóð

23.7. Tugir franskra hermanna sem eru sérhæfðir í slökkvistarfi komu til Svíþjóðar í nótt en þeir muni veita aðstoð í baráttunni við skógarelda sem þar geisa. Meira »

Skógareldarnir séðir frá geimnum

22.7. Evrópska geimferðarstofnunin, ESA, hefur birt myndir af skógareldunum í Svíþjóð. Á þeim má sjá hversu útbreiddir þeir eru og hversu glatt logar í skógunum. Meira »

140 pólskir slökkviliðsmenn til hjálpar

21.7. 140 pólskir slökkviliðsmenn á 44 bílum eru komnir til Svíþjóðar til að aðstoða Svía í baráttunni við skógarelda sem geisa í landinu. Bílarnir komu með skipi til Trelleborgar á suðurströnd Svíþjóðar í morgun en þaðan keyra þeir að Bräcke í Jamtlandi þar sem stórir eldar loga. Meira »

Grunur um íkveikjur í skógunum

21.7. Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú upptök fimmtán skógarelda sem grunur leikur á að hafi verið kveiktir vísvitandi. Allir voru eldarnir við bæinn Arboga í Västmansland. Meira »

Eldur á ógnarhraða

21.7. Skógareldarnir við Ljusdal í Svíþjóð hafa breiðst út um þúsundir hektara á síðasta sólarhring. Mikill vindur er á svæðinu og fór eldurinn um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Meira »

Mestu eldar í 40 ár

20.7. Skógareldarnir sem nú geisa í Svíþjóð eru þeir stærstu í landinu í yfir 40 ár, að sögn almannavarna Svíþjóðar. Slá þeir því við skógareldum í Västmanland frá árinu 2014 en þá brunnu 150 ferkílómetrar skógar. Meira »

Eldingar auka eldhættuna

20.7. „Ástandið er mjög óvenjulegt,“ segir Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um skógareldana sem nú geisa víðsvegar um landið. Í dag er varað við þrumuveðri sem eykur enn hættuna á útbreiðslu eldanna vegna eldinga sem veðrinu fylgja. Meira »

Hræðast ástandið

20.7. „Það er oft mikill reykur hér og við finnum lykt af honum. Það hefur einnig verið þannig að við sjáum ekki í fjöllin,“ segir Lena Monica Fernlund í samtali við Morgunblaðið, en hún er ásamt manninum sínum, Guðna Kristjáni Ágústssyni, búsett í bænum Oviken í Svíþjóð. Meira »

Svíþjóð brennur: Samantekt

19.7. Skógareldar loga nú á um fjörutíu stöðum vítt og breitt um Svíþjóð. Í nótt þurfti að rýma enn fleiri hús vegna eldanna. Óttast er að fólk verði innlyksa í þorpum og bæjum. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

18.7. „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, sem búsettur er með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Svíar biðja um meiri aðstoð

18.7. Sænsk yfirvöld hafa beðið Evrópusambandið um meiri aðstoð í baráttunni við skógarelda sem geisa víðs vegar um landið. Þegar er ítalskt lið komið á vettvang með tvær sérútbúnar flugvélar en yfirvöld telja það ekki duga til. Meira »

Eldar loga á áttatíu stöðum

17.7. Skógareldar loga nú samtímis á áttatíu stöðum vítt og breitt í Svíþjóð.   Meira »