Skotárás í Las Vegas

Vill banna búnað fyrir riffla

20.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um að banna búnað sem er hannaður til að hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar virki eins og sjálfvirkir rifflar. Meira »

Kærastan verður líklega ekki ákærð

19.1. Lögreglan í Las Vegas býst ekki við því að kærasta Stephen Paddock sem skaut 58 til bana í Las Vegas í byrjun október verði ákærð. Meira »

Handtekinn með skotvopn á hóteli

31.12. Lögregluyfirvöld í Houston í Texas segjast hafa handtekið ófriðsaman mann með fjölda skotvopna í vörslum sínum. Maðurinn var gestur á hóteli í háhýsi þar sem fram undan er mikill nýársfögnuður. Meira »

Ráðgátan leyst – fannst hjá Ellen

18.10. Ráðgátan er leyst – öryggsivörðurinn Jesus Campos er kominn fram. Þannig hefst frétt Los Angeles Times í gærkvöldi en Campos er sá sem árásarmaðurinn skaut á hótelinu í Las Vegas áður en hann skaut 58 manns til bana og særði tugi. Margir þeirra eru enn á sjúkrahúsi og í lífshættu. Meira »

Bandaríkjamenn og byssurnar þeirra

10.10. Samband Bandaríkjamanna við skotvopn er eins gamalt og flókið og landið sjálft. Mikið hefur verið fjallað um byssueign þeirra eftir skotárásina mannskæðu í Las Vegas þar sem 58 manns voru drepnir. Meira »

Paddock var spilafíkill

10.10. Fjöldamorðinginn í Las Vegas, Stephen Paddock, var spilafíkill og tók kvíðastillandi lyf, valíum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt CNN á manninum sem skaut 58 til bana og særði yfir 500 fyrir rúmri viku. Meira »

Vill að reiðinni fylgi aðgerðir

8.10. Síðan hinn sex ára Dylan Hockley var skotinn til bana ásamt 19 öðrum börnum og sex fullorðnum þegar byssumaður réðst inn í grunnskóla í Connecticut í desember árið 2012 hefur móðir hans verið óþreytandi í baráttu sinni gegn byssuofbeldi. Meira »

Vita ekki ástæðuna fyrir ódæðinu

6.10. Fimm dögum eftir mannskæðustu skotárás Bandaríkjanna í seinni tíð hefur lögreglan ekki fundið út hvers vegna hún var gerð.  Meira »

Fleiri borgir voru í sigtinu

5.10. Árásarmaðurinn sem myrti 58 manns í Las Vegas var með fleiri borgir í sigtinu. Stephen Paddock hafði pantað tvö herbergi á hóteli í Chicago á sama tíma og tónlistarhátíðin Lollapalooza fór fram í ágúst. Hann hafði einnig skoðað hótel í Boston. Meira »

Samtök byssueigenda vilja herða reglur

5.10. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa óskað eftir „auknum reglugerðum“ varðandi búnað sem er notaður til að árásarrifflar geti skotið hraðar. Árásarmaðurinn í Las Vegas myrti 58 manns og særði tæplega 500 til viðbótar með aðstoð slíks búnaðar. Meira »

Íhuga að banna búnað fyrir riffla

5.10. Þingmenn úr röðum repúblikana í Bandaríkjunum hafa óvænt lýst yfir áhuga á að banna búnað sem er settur á skotvopn til að þau skjóti hraðar. Meira »

Var áratugi að sanka að sér vopnunum

5.10. Stephen Paddock, sem varð 58 manns að bana og særði hátt í fimm hundruð manns í skotárás í Las Vegas á sunnudag, sankaði að sér skotvopnum og skotfærum yfir áratuga tímabil að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Meira »

„Heyri skothljóðin stanslaust í höfðinu“

5.10. Það eru engin sírenuhljóð, engir skothvellir, engin öskur. Það er nánast þögn. Svæðið í kringum Mandalay Bay hótelið í Las Vegas lítur aðeins öðruvísi út í dagsbirtu, tæpum þremur sólarhringum síðar. Meira »

Blóðbaðið tók tíu mínútur

5.10. Stephen Craig Paddock virtist vera ósköp venjulegur maður sem hafði áhuga á að kaupa sér hús þegar hann heimsótti fasteignasölu árið 2014 og keypti sér hús á tæplega 370 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé. Þremur árum síðar skaut hann 58 manns til bana og særði um 500 í blóðbaði sem tók tíu mínútur. Meira »

Kærastan hafði ekki hugmynd um árásina

4.10. Marilou Danley, kærasta Stephens Paddock sem skaut 58 til bana í Las Vegas, hafði ekki hugmynd um að hann ætlaði að fremja ódæðið. „Ég þekkti Stephen Paddock sem góðan, umhyggjusaman og hæglátan mann,“ sagði Marilou Danely í yfirlýsingu sem lögmaður hennar las upp. Meira »

Unnusta árásarmannsins yfirheyrð

4.10. Unnusta Stephen Paddock, sem skaut 58 til bana í Las Vegas, Marilou Danley, kom til Bandaríkjanna í nótt frá Filippseyjum. Paddock lagði 100 þúsund Bandaríkjadali, 10,6 milljónir króna, inn á reikning hennar áður en hann framdi ódæðið. Lögreglan hefur birt myndskeið af árásinni. Meira »

Ljósmyndum af hótelherberginu lekið

3.10. Ljósmyndum af hótelherbergi Stephen Paddock í Los Angeles hefur verið lekið í að minnsta kosti tvo fjölmiðla. Á þeim sjást rifflar og skothylki á gólfinu og einnig það sem lítur út fyrir að vera handskrifað bréf á borði. Meira »

Neitar að tala um árásina sem hryðjuverk

3.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst árásarmanninum, sem skaut 59 manns til bana og særði 527 í Las Vegas á sunnudag, sem sjúkum og geðveikum manni. Trump neitaði hins vegar að tala um skotárásina sem hryðjuverk, þegar hann var inntur eftir því. Meira »

Þau sem létust í Las Vegas

3.10. Skotárásin í Las Vegas í gær er sú mann­skæðasta í Banda­ríkj­un­um fram til þessa. Nöfn nokk­urra af þeim 59 sem árásarmaðurinn skaut til bana hafa verið op­in­beruð. Meðal fórnarlamba eru fyrrum hermenn, fallhlífarstökkvari, eiginkonur, eiginmenn og sérkennari, allt fólk sem á einstaka sögu. Meira »

„Það var allt út í blóði“

3.10. „Þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og öll þessi atburðarás hefði verið vondur draumur,“ segir Sylvía Erla Melsted söngkona, en hún varð vitni að því þegar byssumaður hóf skothríð frá Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas í gær. Meira »

Hvers vegna?

3.10. Hvers vegna? Spurning sem margir velta fyrir sér í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas fyrir sólarhring. Ekki bara almenningur heldur einnig lögreglan sem leitar í örvæntingu eftir skýringu á því hvers vegna Stephen Craig Paddock, 64 ára, ákveður að skjóta á allt sem fyrir verður. Meira »

Fundu gríðarlegt magn skotvopna

2.10. Tala látinna í skotárás í Las Vegas er komin upp í 59 manns og 527 manns eru særðir. Á heimili ársármannsins Stephen Paddock í Nevada fundust 18 skotvopn, sprengiefni og nokkur þúsund skot ásamt rafmagnsbúnaði sem verður skoðaður nánar. Þetta staðfesti Joseph Lombardo lögregluvarðstjóri. Meira »

„Súrrealískur“ níu og hálfur tími

2.10. Þrír íslenskir starfsmenn fyrirtækisins NetApp Iceland voru læstir inni á veitingastað á efstu hæð Mandalay Bay-hótelsins í Las Vegas af sérsveitarmönnum í níu og hálfa klukkustund eftir mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum til þessa. Starfsmennirnir eru komnir aftur inn á hótelherbergi sín. Meira »

Notaði hann búnað til að skjóta hraðar?

2.10. Ekki hefur verið staðfest hvers konar skotvopni eða –vopnum Stephen Paddock beitti í skotárásinni í Las Vegas. Alls eru 58 látnir eftir árásina og um 500 særðir. Meira »

Borgarstjóri vottar samúð sína

2.10. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Carolyn G. Goodman, borgarstjóra í Las Vegas, vegna voðaverksins þar í nótt. Meira »

Pútín: Grimmdin er sláandi

2.10. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vottaði Bandaríkjunum samúð sína í yfirlýsingu sem hann sendi Hvíta húsinu vegna fjöldamorðsins í Las Vegas. Meira »

Engin tengsl við hryðjuverkasamtök

2.10. Bandarísk lögregluyfirvöld hafa hingað til ekki fundið neina tengingu á milli skotrárásarinnar í Las Vegas og alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Meira »

Sagði árásina „hreina illsku“

2.10. „Þessi verknaður var hrein illska,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í ávarpi sem hann flutti úr Hvíta Húsinu í dag í kjölfar árásarinnar á Mandalay-hótelinu í Las Vegas þar sem byssumaður myrti að minnsta kosti 50 manns og særði allt að 400. Meira »

Þetta vitum við um árásina í Las Vegas

2.10. Að minnsta kosti 58 eru látnir og yfir 500 slasaðir eftir að byssumaður hóf skothríð frá Mandalay Bay hótelinu í Las Vegas og skaut á tónleikagesti á kántrítónlistarhátíð sem fór fram við hlið hótelsins. Meira »

Árásarmaðurinn talinn hafa svipt sig lífi

2.10. Lögreglan í Las Vegas telur nú að byssumaðurinn sem hóf skotárás á Mandalay Bay hótelinu og myrti að minnsta kosti 50 manns og slasaði allt að 400, hafi sjálfur svipt sig lífi. Í fyrstu var talið að sérsveitarmenn lögreglu hefðu fellt hann á vettvangi. Meira »