Skotárás í Las Vegas

Kærastan verður líklega ekki ákærð

19.1. Lögreglan í Las Vegas býst ekki við því að kærasta Stephen Paddock sem skaut 58 til bana í Las Vegas í byrjun október verði ákærð. Meira »

Handtekinn með skotvopn á hóteli

31.12. Lögregluyfirvöld í Houston í Texas segjast hafa handtekið ófriðsaman mann með fjölda skotvopna í vörslum sínum. Maðurinn var gestur á hóteli í háhýsi þar sem fram undan er mikill nýársfögnuður. Meira »

Ráðgátan leyst – fannst hjá Ellen

18.10. Ráðgátan er leyst – öryggsivörðurinn Jesus Campos er kominn fram. Þannig hefst frétt Los Angeles Times í gærkvöldi en Campos er sá sem árásarmaðurinn skaut á hótelinu í Las Vegas áður en hann skaut 58 manns til bana og særði tugi. Margir þeirra eru enn á sjúkrahúsi og í lífshættu. Meira »

Bandaríkjamenn og byssurnar þeirra

10.10. Samband Bandaríkjamanna við skotvopn er eins gamalt og flókið og landið sjálft. Mikið hefur verið fjallað um byssueign þeirra eftir skotárásina mannskæðu í Las Vegas þar sem 58 manns voru drepnir. Meira »

Paddock var spilafíkill

10.10. Fjöldamorðinginn í Las Vegas, Stephen Paddock, var spilafíkill og tók kvíðastillandi lyf, valíum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt CNN á manninum sem skaut 58 til bana og særði yfir 500 fyrir rúmri viku. Meira »

Vill að reiðinni fylgi aðgerðir

8.10. Síðan hinn sex ára Dylan Hockley var skotinn til bana ásamt 19 öðrum börnum og sex fullorðnum þegar byssumaður réðst inn í grunnskóla í Connecticut í desember árið 2012 hefur móðir hans verið óþreytandi í baráttu sinni gegn byssuofbeldi. Meira »

Vita ekki ástæðuna fyrir ódæðinu

6.10. Fimm dögum eftir mannskæðustu skotárás Bandaríkjanna í seinni tíð hefur lögreglan ekki fundið út hvers vegna hún var gerð.  Meira »

Fleiri borgir voru í sigtinu

5.10. Árásarmaðurinn sem myrti 58 manns í Las Vegas var með fleiri borgir í sigtinu. Stephen Paddock hafði pantað tvö herbergi á hóteli í Chicago á sama tíma og tónlistarhátíðin Lollapalooza fór fram í ágúst. Hann hafði einnig skoðað hótel í Boston. Meira »

Samtök byssueigenda vilja herða reglur

5.10. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa óskað eftir „auknum reglugerðum“ varðandi búnað sem er notaður til að árásarrifflar geti skotið hraðar. Árásarmaðurinn í Las Vegas myrti 58 manns og særði tæplega 500 til viðbótar með aðstoð slíks búnaðar. Meira »

Íhuga að banna búnað fyrir riffla

5.10. Þingmenn úr röðum repúblikana í Bandaríkjunum hafa óvænt lýst yfir áhuga á að banna búnað sem er settur á skotvopn til að þau skjóti hraðar. Meira »

Var áratugi að sanka að sér vopnunum

5.10. Stephen Paddock, sem varð 58 manns að bana og særði hátt í fimm hundruð manns í skotárás í Las Vegas á sunnudag, sankaði að sér skotvopnum og skotfærum yfir áratuga tímabil að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Meira »

„Heyri skothljóðin stanslaust í höfðinu“

5.10. Það eru engin sírenuhljóð, engir skothvellir, engin öskur. Það er nánast þögn. Svæðið í kringum Mandalay Bay hótelið í Las Vegas lítur aðeins öðruvísi út í dagsbirtu, tæpum þremur sólarhringum síðar. Meira »

Blóðbaðið tók tíu mínútur

5.10. Stephen Craig Paddock virtist vera ósköp venjulegur maður sem hafði áhuga á að kaupa sér hús þegar hann heimsótti fasteignasölu árið 2014 og keypti sér hús á tæplega 370 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé. Þremur árum síðar skaut hann 58 manns til bana og særði um 500 í blóðbaði sem tók tíu mínútur. Meira »

Kærastan hafði ekki hugmynd um árásina

4.10. Marilou Danley, kærasta Stephens Paddock sem skaut 58 til bana í Las Vegas, hafði ekki hugmynd um að hann ætlaði að fremja ódæðið. „Ég þekkti Stephen Paddock sem góðan, umhyggjusaman og hæglátan mann,“ sagði Marilou Danely í yfirlýsingu sem lögmaður hennar las upp. Meira »

Unnusta árásarmannsins yfirheyrð

4.10. Unnusta Stephen Paddock, sem skaut 58 til bana í Las Vegas, Marilou Danley, kom til Bandaríkjanna í nótt frá Filippseyjum. Paddock lagði 100 þúsund Bandaríkjadali, 10,6 milljónir króna, inn á reikning hennar áður en hann framdi ódæðið. Lögreglan hefur birt myndskeið af árásinni. Meira »

Ljósmyndum af hótelherberginu lekið

3.10. Ljósmyndum af hótelherbergi Stephen Paddock í Los Angeles hefur verið lekið í að minnsta kosti tvo fjölmiðla. Á þeim sjást rifflar og skothylki á gólfinu og einnig það sem lítur út fyrir að vera handskrifað bréf á borði. Meira »

Neitar að tala um árásina sem hryðjuverk

3.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst árásarmanninum, sem skaut 59 manns til bana og særði 527 í Las Vegas á sunnudag, sem sjúkum og geðveikum manni. Trump neitaði hins vegar að tala um skotárásina sem hryðjuverk, þegar hann var inntur eftir því. Meira »

Þau sem létust í Las Vegas

3.10. Skotárásin í Las Vegas í gær er sú mann­skæðasta í Banda­ríkj­un­um fram til þessa. Nöfn nokk­urra af þeim 59 sem árásarmaðurinn skaut til bana hafa verið op­in­beruð. Meðal fórnarlamba eru fyrrum hermenn, fallhlífarstökkvari, eiginkonur, eiginmenn og sérkennari, allt fólk sem á einstaka sögu. Meira »

„Það var allt út í blóði“

3.10. „Þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og öll þessi atburðarás hefði verið vondur draumur,“ segir Sylvía Erla Melsted söngkona, en hún varð vitni að því þegar byssumaður hóf skothríð frá Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas í gær. Meira »

Hvers vegna?

3.10. Hvers vegna? Spurning sem margir velta fyrir sér í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas fyrir sólarhring. Ekki bara almenningur heldur einnig lögreglan sem leitar í örvæntingu eftir skýringu á því hvers vegna Stephen Craig Paddock, 64 ára, ákveður að skjóta á allt sem fyrir verður. Meira »

Fundu gríðarlegt magn skotvopna

2.10. Tala látinna í skotárás í Las Vegas er komin upp í 59 manns og 527 manns eru særðir. Á heimili ársármannsins Stephen Paddock í Nevada fundust 18 skotvopn, sprengiefni og nokkur þúsund skot ásamt rafmagnsbúnaði sem verður skoðaður nánar. Þetta staðfesti Joseph Lombardo lögregluvarðstjóri. Meira »

„Súrrealískur“ níu og hálfur tími

2.10. Þrír íslenskir starfsmenn fyrirtækisins NetApp Iceland voru læstir inni á veitingastað á efstu hæð Mandalay Bay-hótelsins í Las Vegas af sérsveitarmönnum í níu og hálfa klukkustund eftir mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum til þessa. Starfsmennirnir eru komnir aftur inn á hótelherbergi sín. Meira »

Notaði hann búnað til að skjóta hraðar?

2.10. Ekki hefur verið staðfest hvers konar skotvopni eða –vopnum Stephen Paddock beitti í skotárásinni í Las Vegas. Alls eru 58 látnir eftir árásina og um 500 særðir. Meira »

Borgarstjóri vottar samúð sína

2.10. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Carolyn G. Goodman, borgarstjóra í Las Vegas, vegna voðaverksins þar í nótt. Meira »

Pútín: Grimmdin er sláandi

2.10. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vottaði Bandaríkjunum samúð sína í yfirlýsingu sem hann sendi Hvíta húsinu vegna fjöldamorðsins í Las Vegas. Meira »

Engin tengsl við hryðjuverkasamtök

2.10. Bandarísk lögregluyfirvöld hafa hingað til ekki fundið neina tengingu á milli skotrárásarinnar í Las Vegas og alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Meira »

Sagði árásina „hreina illsku“

2.10. „Þessi verknaður var hrein illska,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í ávarpi sem hann flutti úr Hvíta Húsinu í dag í kjölfar árásarinnar á Mandalay-hótelinu í Las Vegas þar sem byssumaður myrti að minnsta kosti 50 manns og særði allt að 400. Meira »

Þetta vitum við um árásina í Las Vegas

2.10. Að minnsta kosti 58 eru látnir og yfir 500 slasaðir eftir að byssumaður hóf skothríð frá Mandalay Bay hótelinu í Las Vegas og skaut á tónleikagesti á kántrítónlistarhátíð sem fór fram við hlið hótelsins. Meira »

Árásarmaðurinn talinn hafa svipt sig lífi

2.10. Lögreglan í Las Vegas telur nú að byssumaðurinn sem hóf skotárás á Mandalay Bay hótelinu og myrti að minnsta kosti 50 manns og slasaði allt að 400, hafi sjálfur svipt sig lífi. Í fyrstu var talið að sérsveitarmenn lögreglu hefðu fellt hann á vettvangi. Meira »

Árásarmaðurinn er afi á sjötugsaldri

2.10. Stephen Paddock, afi á sjötugsaldri, skaut yfir fimmtíu manns til bana og særði yfir 200 í Las Vegas. Ekkert hefur komið fram sem tengir hann við hryðjuverkasamtök en nokkur skotvopn fundust í herbergi hans á hótelinu þar sem hann framdi fjöldamorðin. Meira »